Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Miðvikudagur 12. október 1988 Menntun brunavarða af skornum skammti nema í Reykjavík: Yfirmenn ráðnir án þekkingar í faginu Brunamái á íslandi eru í hinum mesta ólestri ef marka má grein sem Höskuldur Einarsson ritstjóri Slökkviliðs- mannsins ritar í blaðið, en það er gefið út af Landssambandi slökkviliðsmanna. Hann nefnir sem dæmi að engin sam- ræmd menntun sé til fyrir slökkviliðsmenn, og menn séu ráðnir í stöður slökkviliðsstjóra án þess að hafa komið nær eldi en á eldspýtu, þó svo að skýrt sé tekið fram í lögum, hver menntun þeirra eigi að vera. Höskuldur Einarsson um borð í Sæbjörgu, skipi Slysavarnaskóla sjómanna, þar sem hann kennir áhöfnuin brunavarnir. Þá sé brunarannsóknum einnig ábótavant, þar sem þær séu oft framkvæmdar of seint og oft og tíðum af mönnum sem ekki hafi vit á brunarannsóknum, svo fátt eitt sé tiltekið. Höskuldur starfaði sem brunavörður í Reykjavík í 13 ár og starfar nú sem kennari í bruna- vörnum við Slysavarnaskóla sjó- manna, auk þess sem hann er ritstjóri Slökkviliðsmannsins. Höskuldur sagði í samtali við Tímann í gær að vissulega væri þetta harðorð og óvægin grein, en sannorð. „Þær áhafnir sem við erum að kenna hér í Slysavarna- skóla sjómanna eru mun betur í stakk búnar til að takast á við bruna, heldur en mörg slökkvilið á landsbyggðinni.“ Aðspurður sagði Höskuldur að slökkviliðið í Reykjavík væri eina slökkviliðið sem raunverulega gerði kröfur um menntun. „Þarna starfar enginn nema að hafa ákveðna menntun að baki, iðn- nám, meirapróf og síðan þarf við- komandi að ganga í gegn um námskeið sem slökkviliðið sér um í þrjú og hálft ár,“ sagði Höskuld- ur. „Fræðslan sem Brunamála- stofnun á að veita er það viðamikil að ekki er hægt að ætlast til að tveir menn sem hjá henni starfa við fræðsluna, geti sinnt öllum þeim slökkviliðsmönnum sem eru í land- inu, eins og vera skyldi. Hér er um að ræða um 1600 manns og ekki fræðslunni verður sífellt að halda við.“ Hann sagði að úti á landi væri möguleiki á því, að ráða slökkvi- liðsstjóra án þess að hann hefði séð annað slökkvistarf en þegar blásið er á eldspýtu. „í hvaða öðru starfi væri yfirmaður ráðinn án þess að hann hefði hina minnstu þekkingu í faginu? Það er greinilega hægt að ráða brunamálastjóra á sama hátt, og það hefur verið gert. Um bruna- málastjóra ríkisins segir í lögum að hann skuli vera verkfræðingur með sérmenntun í brunamálum. Tveir síðustu brunamálastjórar hafa ekki verið það, auk þess sem núverandi brunamálastjóri var ráðinn þvert ofan í tillögur stjórnar Brunamála- stofnunar," sagði Höskuldur. Samkvæmt reglugerð eiga slökkviliðsmenn að æfa lágmark 20 klukkustundir á ári og sérstakir reykkafarar eiga að æfa minnst 25 tíma á ári. „Þessi reglugerð er þverbrotin. Ég hef heyrt um og talað við menn í slökkviliðum, þar sem liðið hafa tvö og allt upp í fjögur ár á milli æfinga," sagði Höskuldur. í þessu sambandi segir hann í greininni í Slökkviliðs- manninum: „Vonandi eru þetta aðeins nokkrir skussar, sem koma óorði á hópinn, skussar sem þó geta kostað mannslíf." Höskuldur sagði að ætlast væri til þess að slökkviliðsmaðurinn í Reykjavík stæði sig, og sömu kröfur væru gerðar t.d. til slökkviliðsmanna á Raufarhöfn, þó svo að sá á Raufar- höfn hefði vikunámskeið að baki og það kannski fyrir nokkrum árum. Hann benti jafnframt á að menntunarskortur brunavarða væri ekki það eina sem taka þyrfti á, heldur hefði tækjakostur flestra slökkviliða lítið breyst á undan- förnum árum og jafnvel áratugum. „Það er kannski ekki skrýtið að engin breyting verði á tækjabún- aði, þegar slökkvilið eins og t.d. á Skagaströnd fær ekki nema um 300 þúsund til þess að viðhalda tækja- búnaði. Sem dæmi má nefna að eitt reykköfunartæki kostar um 40 til 50 þúsund,“ sagði Höskuldur. „Til dæmis er það þannig með frystihúsin út um allt land, að þau hafa sum hver fengið hverja við- vörunina á fætur annarri frá eld- varnaeftirliti, ár eftir ár er það alltaf það sama sem fundið er að. Síðan kviknar í og húsið brennur til grunna. Hvað gerist? Allt er borgað upp í topp. Það er vitað fyrirfram að þetta eru eldgildrur og ekki verið farið eftir beiðnum Brunamálastofnunar um lagfær- ingar,“ sagði Höskuldur. Þórður H. Jónsson aðstforstj. Brunabótafélags íslands sagði í samtali við Tímann að þeir væru skyldugir að tryggja húseignir. „Við erum skyldugir til að tryggja öll hús á okkar svæðum. Sveitarfé- lögin gera samninga við okkur og við getum ekki skorast undan þeim.“ Hann sagði aðspurður að þeir hefðu ekkert vald til að fella niður tryggingu á húsum þó svo að eldvarnaeftirlitið hefði gert ítrek- aðar athugasemdir við viðkomandi hús. „Húsin eru oft veðsett og því ekki hægt að taka þau af tryggingu. Við höfum ekkert vald til þess.“ Þórður sagði að í skilmálum væru ákvæði sem heimiluðu hækkun ið- gjalda ef ákveðnum atriðum væri ábótavant. Aðspurður sagði Höskuldur að rannsókn eldsvoða á íslandi hefði verið fyrir neðan allar hellur í langan tíma. „Það er fyrst núna á seinni árum sem þessi mál eru að komast í þokkalegt horf. Það er brotalöm í þessu. Ennþá eru sendir menn til að rannsaka bruna, sem ekki hafa til þess næga þekkingu. RLR er að mennta sig í þessu fagi sem betur fer. Slökkviliðin hafa örfáa menn sem einhverja þekk- ingu hafa, en því miður hafa fleiri verið sendir sem ekki hafa næga þekkingu," sagði Höskuldur. Höskuldur sagði að erfitt væri að segja hver bæri ábyrgð á því hvern- ig komið væri fyrir brunavörnum á fslandi. „Ég spyr t.d. tvo sveitar- nefndarmenn að því í blaðinu, hvort þeir hafi efni á því að reka slökkvilið. Þetta er annars vegar Hafnarfjörður og hins vegar Akur- eyri. Þeir segja já, við höfum efni á því. Annar bærinn, Hafnarfjörð- ur, er ný búinn að fjölga úr þrem mönnum á vakt upp í fimm, sem er framför. Báðir þessir staðir hafa sjúkrabíl að reka samfara slökkvi- liðinu. Minnst þrír menn þurfa að vera á slökkvibíl og ef slys verður á sama tíma þar sem aðeins þrír menn eru á vakt, verður annað að sitja á hakanum þar til útkallsliðið kemur. Svar bæjarstjórans á Akur- eyri var: við þurfum ekki fleiri menn, það er svo sjaldan sem útkall kemur hjá báðum í einu,“ sagði Höskuldur. Brýnustu atriðin til úrbóta, sagði Höskuldur vera: „Stjórn Bruna- málastofnunar er eina stjórnin sem við þekkjum af stjórnum ríkisins sem ekki stjórnar stofnuninni sem hún á að stjórna, samkvæmt lögum, t.d. hvernig peningunum sem stofnunin hefur yfir að ráða skuli ráðstafað. Ráðherra hefur í raun gefið það út í bréfi að hún eigi ekki að stjórna. Það þarf að byrja á því að leiðrétta þetta og koma frumstjórninni í lag. Stofnunin þyrfti að fá meira fjármagn en áður var, en á því hefur verið gerð bót nú að undanförnu, en því fjár- magni þarf að beita í þjálfunina á slökkviliðsmönnunum og gera þá færa um að sinna sínu starfi. Það þarf að samhæfa innkaup og búa út reglugerðir. Það er ekkert sem segir hvað á að vera í siökkvi- bíl, hvað er slökkvistöð eða hversu margir slökkviliðsmenn eigi að vera á ákveðinn fjölda íbúa. Eldvarnaeftirlitið nær ekki næg- um árangri vegna þess að viðurlög- in eru þess eðlis að ekki er hægt að beita lokunum sem skyldi, eða þeir þori því ekki. Ég tel að það eigi að fara þá leið sem Bretar fóru og ríkisvæða slökkviliðin. Setja reglugerðir og ákveða hvað á að vera slökkvistöð, fjölda brunavarða miðað við fjölda íbúa og áhættur og menntun og þjálfun.“ Ekki tókst að ná í brunamála- stjóra í gær þar sem hann er erlendis. -ABÓ Umdeilt hringtorg Margir hafa undrast hið nýja hringtorg sem búið er að gera á Vesturlandsveginum við bensínstöð Skeljungs og OLÍS, skammt áður en komið er að Brúarlandi á norður- leið. Þar hefur verið gert hringtorg í þeim tilgangi að draga úr hraða bíla sem koma sunnan að inn í Mosfells- bæ og Brúarlandshverfið. Hringtorgið á að greiða fyrir um- ferð bí|a sem komast þurfa inn á Vesturlandsveginn en ýmsir hafa orðið til að draga í efa að torgið þjóni tilgangi sínum. Er í því sambandi sagt að hring- torgið sé allt of lítið og rúmi í mesta lagi sex bíla og á háannatíma verði þrengslin þar slík að erfiðara verði að komast inn á veginn. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.