Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 12. október 1988 Tíminn 15 Hundrað ára minning Brynjúlfs Haraldssonar frá Hvalgröfum á Skarðsströnd, Dalasýslu Einstaka sinnum ættum við að geta stoppað við og fyllt hug okkar þakklæti og virðingu til aldamóta- kynslóðarinnar sem lagði grunninn að lífsgæðum okkar á þessum tíma sem nú stendur yfir og öllum þeim möguleikum sem við búum við í dag til léttari og auðveldari lífsbaráttu á öllum sviðum. Það má segja að aldamótakynslóðin hafi þokað okk- ur út úr steinöldinni hvað verklega og veraldlega hluti snertir. Það kostaði miklar fórnir og mikla baráttu. Af því eru margar sögur og ótrúlegar, varla hægt að skýra frá í orðum ef bera á saman lífskjör þjóðarinnar fyrir og eftir aldamót og stöðuna í dag, en hvert sveitarfélag átti sína forustumenn og suma hverja afburðamenn á þessum tíma í því hlutverki að bæta lífskjör okkar. Hér skal reynt að minnast eins mikilhæfs forustumanns á Skarðsströnd, Brynjúlfs Haralds- sonar. Hann var fæddur 12. oktbóer árið 1888 á Skarði, Skarðsströnd. Foreldrar hans voru Haraldur Brynj- úlfsson og Septemborg Loftsdóttir sem bjuggu á ýmsum stöðum hér á Skarðsströnd. Árið 1909 fluttu for- eldrar Brynjúlfs að Hvalgröfum. Þar tók Brynjúlfur síðar við búi. Snemma komu í ljós góðar gáfur Brynjúlfs og námshæfileikar. Hann var svo lánsamur á 17. ári að njóta um tíma kennslu hjá Eggert Gísla- syni í Fremri-Langey og einnig hjá Eggert syni hans sem var gagn- fræðingur frá Flensborg. Við tilsögn þessara manna hefur Brynjúlfur lagt grunninn að sjálfsmenntun sinni og þekkingarleit. Hann mátti teljast mjög vel menntaður maður og betur menntaður en margur háskólageng- inn. Allavega var dómgreind hans á menn og málefni frábær. Snemma hlóðust á Brynjúlf hvers konar félagsmálastörf fyrir sveit sína og hérað. Sakir gáfna hans og fram- sýni þótti hann sjálfkjörinn í flestar nefndir og ráð. Hann var oddviti Skarðsstrendinga í áratugi og fulltrúi þeirra á ýmsum fundum innan Dala- sýslu og víðar og þá oft fundarritari. Þær fundargerðir þykja nú fágæti að allri gerð, bæði á tiltakanlega góðu máli og athyglisvert hvað meining IR BILALEIGA með útibú allt í kringurri landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi? interRent Bílaleiga Akureyrar rekki rgagnkt n tlllitsseml f umtar ii allra 6*k? margra fundarmanna kemur þar skýrt fram í samþjöppuðu formi. Það vita þeir sem reynt hafa hver vandi þetta er svo vel fari. Brynjúlfur var afburða ræðumað- ur, varði málstað sinn með mikilli rökfimi, sanngjarn og tillögugóður, en harður í vörn og sókn. Hann lagði hverju góðu málefni lið. Hann var einlægur ungmannafé- Iagi og sannur samvinnumaður - taldi að þessar tvær hreyfingar hefðu þokað okkur mest og best til betri lífskjara og menningar - þeirra merki mættu aldrei falla. Forustuhlutverk Brynjúlfs hér á Skarðsströnd var vissulega erfitt — að ná framkvæmdum sem nú þykja sjálfsagðar svo sem vegum, brúm, síma, rafmagni, ræktun og bygging- um. Þessi atriði komu í þessa sveit seinna en víðast hvar annars staðar og kostuðu meiri baráttu og grimm- ari en forustumenn annarra sveita þurftu að heyja. Ekki skulu ástæður fyrir þessu tilgreindar hér - flokkast undir - „Oft má satt kyrrt liggja" - en berlega kom í ljós við þessar aðstæður baráttuvilji Brynjúlfs að vinna sveit sinni og héraði sem mest gagn og hæfni hans að ná settu marki. Félagsmálastörf áttu hug hans, og þjónustuhlutverki og forustuhlut- verki gegndi hann á fjöldamörgum sviðum. Hann var barnakennari á Skarðsströndinni í 50 ár, byrjaði 19 ára gamall við þau störf (far- kennslu). Það má fullyrða að á því sviði hafi Brynjúlfur verið einstakur afburðamaður og langt á undan sinni samtíð og spurning hvort þær góðu kennsluaðferðir hans eru við- hafðar í barnaskólum landsins á þessum tíma. Þeir nemendur hans sem fóru í háskólanám urðu mjög undrandi undir leiðsögn færustu kennara Háskólans, því varla kom fyrir atriði í kennslu þeirra sem Brynjúlfur var ekki búinn að benda þeim á í barnaskóla, einkum í mann- kynssögu, landafræði, sögu landsins og norrænum fræðum og jafnvel í heimspeki. Það hvarflaði aldrei að Brynjúlfi hvort fórnandi væri eða ekki svo dýrri kennslu á misjafnlega þroskaða nemendur að taka við henni. Þessi aðferð var honum eigin- leg og árangur vissulega háður hæfni nemandans að taka við. Hann lagði mikla áherslu á að þroska dóm- greindina hjá nemendum sínum, þeir ættu sjálfir að geta dæmt um hvað væri rétt eða rangt, án þess að láta aðra segja sér það. Hann varaði við áróðrinum - þar skyldum við greina í honum neikvætt og jákvætt -, hann varaði einnig við mengun- inni. Hann gerði okkur nemendum sínum grein fyrir því að við tækjum við þessu landi af feðrum okkar og okkur bæri að vernda landið og bæta það og skila því betra til næstu kynslóðar, einnig standa vörð um lýðræðið, frelsi og sjálfstæði þjóðar- innar. Hann greindi frá mikilvægi þess að hver einstaklingur væri sem bestur þegn - því aðeins yrði heildar- svipur allra þátta þjóðlífsins góður til að tryggja frelsi okkar og sjálf- stæði. Með þrotlausri elju sáði hann góðum fræjum í barnssálina á því stigi sem hún er móttækilegust og óspillt. Hann lagði mikið upp úr :siðferðilegum skyldum hvers manns. Hann taldi hverjum manni skylt að sjá um foreldra sína þegar kraftar þeirra væru þrotnir. -Trygg- ingar eru góðar en þær afnema ekki siðferðilegar skyldur. Eg held að þessi meining Brynjúlfs sé enn í fullu gildi. - Einnig ræddi hann við nem- endur sína um móðurhlutverkið og skyldur mæðra í uppeldi barna; í þeirra valdi væri móðurmálskennsl- an og kristindómsfræðslan og raun- verulega væru meiri skyldur lagðar á herðar kvenna en karlmanna og dæmin hefðu sannað að allir miklir og góðir menn hefðu átt góðar mæður. Brynjúlfur var sem kennari af- burðasnjall að festa námsefnið eða kennsluatriðin í minni nemenda sinna. Ég skal nefna hér eitt lítið dæmi. Það mun hafa verið veturinn 1941 sem við 6 strákar vorum að búa okkur undir fullnaðarpróf hjá Brynj- úlfi. Á þeim árum áttum við ekki kost á öðrum átrúnaðargoðum en fornköppunum svo sem Gretti, Agli og Gunnari á Hlíðarenda og svoleið- is mönnum. Það var ekki búið að færa okkur hér upp á Skarðsströnd- ina neinar kvikmyndahetjur á þess- um árum, - Bítlar og Megas víðs fjarri. Með hliðsjón af Grettissögu veitti Brynjúlfur okkur eftirfarandi hugvekju. Áður en Grettir þreytti glímuna við Glám var hann búinn að fá helming afls síns sem honum var áskapað - fjögurra manna afl, - Glámur draugur lagði á hann að nú þroskaðist hann ekki meir og næði aldrei meiri kröftum vegna glímunn- ar við sig. Alveg sama myndi henda okkur ef við þreyttum glímu við Bakkus, við myndum aldrei ná þeim þroska eða kröftum sem við annars ættum völ á. Þetta einfalda dæmi og önnur slík festust rækilega í hug okkar. Aldrei lyfti ég svo glasi að ég muni ekki eftir þessari dæmisögu Brynjúlfs. Svo er einnig með fleiri úr okkar hópi. Snjallari bindindisræða hefur ekki borst í mín eyru eða fyrir mín augu. Það má fullyrða að fulln- aðarprófsbörn hér á Skarðsströnd hafi undir handleiðslu Brynjúlfs Haraldssonar fengið betra veganesti út í lífið en flest önnur börn á þessum tíma, en persónubundið hversu það hefur nýst þegar út í lífið var komið. í einkalífi var Brynjúlfur farsæll. Hann eignaðist góða konu, Ragn- heiði Jónsdóttur frá Geirmundar- stöðum. Þau giftust 10. september 1910. Þau bjuggu á Hvalgröfum í 33 ár. Þau eignuðust tvö börn, Gt'sla Breiðfjörð sem látinn er fyrir nokkr- um árum og Magðalenu, - búsett í Reykjavík, gift Sæmundi Björns- syni, fræðimanni. Brynjúifur náði að verða bóndi í góðu meðallagi, á sjálfseign sem var á þeim tímum mikill sigur. Hann húsaði jörð sína og ræktaði mikið. Þau hjón ólu upp tvo drengi, Svein Jónasson, - látinn og Hilmar Sigurðsson, - búsettur erlendis. Að koma á heimili þeirra á Hval- gröfum var öllum ánægjuefni. Við- ræður viö Brynjúlf urðu mörgum ógleymanlegar. Hann var jafnan hress og glaður og bar hið besta skyn á málefni hvcrs konar, innanlands og utan og hafði yndi af þeim utnræðum og réð yfir miklum fróð- leik. Sjóndeildarhringur hans var víðáttumeiri en annarra manna, hann hafði tveggja heima sýn. Hann var rammlega skyggn, honum kom ekki allt á óvart. Það sóttu mjög á hann miðilshæfileikar. Margur varð þar vitni að furðuiegum hlutum, en ætla má að þessir miðilshæfileikar hafi bæði rænt hann líkamsþrótti og svefni. Forlögin höguðu því þannig að Brynjólfur Haraldsson dvaldi við sitt ævistarf hér á Skarðsströndinni. Fyrir það erum við íbúar þessarar sveitar þakklátir. Blessuð sé minning þessa mikil- hæfa manns. Steinólfur Lárusson. Bræðraminning Sigtryggur Runólfsson Jóhann Pétur Runólfsson Fæddur 11. júlí 1921 Dáinn 7. september 1988 Það haustar að og húmar yfir storð héluð blómin falla í skugga nætur. Á sorgarstundu skortir alltaf orð ekkert nær að sefa hjarta er grætur. Aðeins trúin veitir von og frið, er vinir kveðja og hljóð við eftir stöndum. Við áfram höldum amstur lífsins við. Þið - eruð horfnir burt af jarðar ströndum. Minningarnar sækja hugann heim hann hljóður reikar nú um æskuslóðir. Það var svo Ijúft að dvelja í dalnum þeim þeir dagar eru kærir bræður góðir. Þá lífið var svo létt í glöðum hóp lífsins byrgðar þyngdu seinna sporin. Með Ijósi og skuggum okkar örlög skóp en alltaf lengst við munum bernsku vorin. Fæddur 13. janúar 1931 Dáinn 26. september 1988 (Þ.J.) Systkini.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.