Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 13. október 1988 Boeing 747 flugvél Indonesian Airline ók á Don Muang flugstöðina í Bangkok: Tveir Islendingar slösudust lítillega Tveir íslendingar og einn starfsmaður Thailenska flugfé- lagsins Tai Air í Bangkok slösuðust lítillega síðdegis á sunnudag, þegar flugstjóra Boeing 747 flugvélar sem var á leið í flugstæði við einn af rönum flugstöðvarbyggingarinn- ar tókst ekki að stöðva vélina í tæka tíð. Hann keyrði vélina um tvo metra inn í flugstöðvarbygginguna og urðu miklar skemmdir á byggingunni og vélinni. Þá mun vængurvélarinnareinnig hufa skcmmst þar sem vængurinn lenti á rananum. Þetta kemur fram í síðdegisútgáfu blaðsins The Na- tion á mánudag. Fiugvélin, sem var frá Indone- sian Airline var með 312 farþcga auk áhafnar, hafði flugnúmcriö GA 880. Hún var að koma frá Jakarta á Indlandi, á leið til London með millilendingu á al- þjóðlega flugvellinum Don Muang í Bangkok. Eftir vel heppnaða lendingu keyrði flugstjórinn vélina áleiðis að landganginum og ætlaði að leggja vélinni að svokölluðum rana, scm farþegarnir gagna síðán í gegnum og inn í flugstöðina. Samkvæml frétt The Nation, mis- tókst flugstjóranum að stöðva vél- ina við ranann og lenti hún á honum með vænginn. Þar með var ekki öll fcröin á cnda, þar sem vélin stöðvaðist ckki fyrr en hún var komin með nefið tvo metra inn í flugstöðvarbygginguna. í frétt blaðsins segir að tveir íslendingar sem voru farþegar með vélinni, auk eins flugvaliarstarfs- manns frá Tai Airline, hafi verið fluttir á sjúkrahús með smávægiieg meiðsl. Mikil hræðsla greip um sig í þeirn hiuta flugstöðvarbyggingar- iimar sem flugvélin ók inn í og meðal farþega vélarinnar. Örygg- islögreglan á vellinum brást skjótt við og rýmdi bygginguna. Skemmdir munu hafa orðið þó nokkrar á byggingunni, en ekki er búið að meta tjónið á flugvélinni, seni skemmdist einnig töluvert. Ræðismaður ísiands í Thailandi Jörgen A. Hage sagði í samtali við Tímann í gær að hann hefði ekki frétt ncitt til viðbótar því sem stóð á baksíðu The Nation á mánudag. Hann sagðist hins vegar telja, að fólkið sem slasaðist hefði verið inní flugstöðvarbyggingunni, en ekki um borð í vélinni. „Ég veit ekki hversu mikið fólkið slasaðist. Ef þetta hafa verið íslendingar, þá hefði vcrið haft samband við mig. En fyrst það hefur ekki verið gert þá á ég ekki von á öðru en um smávægileg meiðsli hafi verið að ræða,“ sagði Jörgen. Hann sagðist ekki fylgjast með slíkum málum nema haft væri samband við hann, og það hefði ekki verið gert. „Þar sem ég hef ekki heyrt neitt meira um þetta, tel ég enga ástæðu til að hafa áhyggjur," sagði ræðismaður- inn. Hann sagði að frásögnin í blað- inu væri ekki á þann veg að um alvarlcgt mál væri að ræða, hcldur væri frásögnin frekar í þá átt að sýna fram á hversu fáránlegt það væri að flugstjóranum tókst ekki að leggja flugvéiinni við fingurinn. Flugmálayfirvöld og rannsókna- nefnd á vegum flugfélagsins vinna nú að rannsókn óhappsins. -ABÓ Rafmagnsveita Reykjavíkur: Rekstur í járnum „Afkoma Rafmagnsveitu Reykja- víkur var lakari en undanfarin ár. Samkvæmt rekstrarreikningi varð hagnaður af starfseminni aðeins röskar þrjár milljónir króna,“ segir í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 1987. Orkuöflun Rafmagnsveitunnar nam 572 gígawattstundum en orku- sala 531 gígawattstund. Meðalverð seldrar orku var 2,63 kr. á kíló- wattstund. Gjaldskrá veitunnar hækkaði þrisvar á árinu í takt við hækkanir Landsvirkjunar og sú síðasta þeirra varð mjög seint á árinu og vegur því ekki þungt í meðalorkuverði ársins. Eignir Rafmagnsveitu Reykjavík- ur umfram skuldir námu í lok ársins 1987, 9.414 milljónum króna. Af nýframkvæmdum veitunnar má nefna að gerðar voru áætlanir um aðveitukerfi frá nýrri aðalspenni- stöð við Hamranes sunnan Hafnar- fjarðar, byrjað var á nýrri aðveitu- stöð við Meistaravelli, og jarðstreng- ur var lagður frá Höfðabakka að Rauðavatni. Almennar veitukerfisfram- kvæmdir voru mestar í sambandi við ný íbúðarhverfi. _ sý Feröamál: Reykjavík sem ráðstefnuborg Ferðamálanefnd Reykjavíkur gekkst í gær fyrir ráðstefnu í Viðey um framtíðarhorfur ferðaþjónustu og ráðstefnuhalds í Reykjavík. Var yfirskrift ráðstefnunnar: „Reykjavík - fundarstaður framtíð- ar“, og er þetta í annað sinn sem ráðstefna af þessu tagi er haldin. Megintilgangur ráðstefnunnar var að ræða möguleika á lcngingu ferða- mannatímans og framtíðarþátttöku Reykjavíkur í alþjóðlegu ráðstefnu- og fundahaldi. Einnig að cfla tengsl þeirra aðila sem með einum eða öörum hætti vinna að ferðamálum. Ráðstefnuna sótti fjöldi innlendra aðila sem hagsmuna eiga að gæta í ferðaþjónustu. Auk þess var sex crlendum blaðamönnum sem skrifa um ferða- og ráðstefnumál í þekkt evrópsk og bandarísk tímarit sér- staklega boðið í þriggja daga kynn- ingarheimsókn á vegum Reykjavík- urborgar, þar sem sérstök áhcrsla er lögð á að kynna þeim möguleika borgarinnar til ráðstefnu- og funda- halds. ssh Frá ráðstefnunni í Viðey í gær. Tímamynd Gunnar Samband veitinga- og gistihúsa: Aðalfundur vill veitingaskólann til Laugarvatns A Aulfllllfllir ^timliunrlc tinil. 11 ITl ‘AcS i'ft i r I i f VI • rAi h 'I ft mr» A f#il <wu- .Aöalfundur Sambands veit- inga- og gistihúsa ítrekar áður gerða ályktun að Hótel- og veit- ingaskóli íslunds fái að fullu afnot Hússtjórnarskólans að Laugar- vatni og að nýgerð námsskrá H.V.Í. verði við það ntiðuð,“ segir «ályktun sem samþykkt var á fundi sambandsins fyrir skðmmu. Ný stjórn var kjörin á fundinum og er núverandi formaður sam- bandsins Wilhelm Wessman. Á fundinum komu fram hug- myndir um að veitingahús byðu sérstakar sumarmáltíðir næsta sumar á hóflegu verði. Þá voru rædd nokkuð séríslensk mál svo sem himinhár hráefniskostnaður, heimsins hæsti söluskattur á veit- ingar - 25% Lítii viðbrögð stjórnvalda við bón þeirra sem reka veitingahús um að eftirlit verði haft mcð félags- heimilum og einkasalarkynnum var einnig umræðuefni á aðálfund- inum. Eftir að staðgreiðsla skatta kom til sögunnar og skattar veitinga- húsa hafa hækkað, hefur sam- keppni löglegra veitingahúsa við félagshcimilin og einkasalina orðið nánast óbærileg að sögn veitinga- manna. Veitingamenn segja að starfsemi þessara sala sé hluti neðanjarðar- hagkerfisins svokallaða. Fulltrúar veitingamanna hafi ítrekað gengið á fund dóms- og fjármálaráðherra og bfði nú eftir áheyrn hjá þeim sem mcð þessi ráðuneyti fara í nýrri ríkisstjórn. Veitingamenn segjast vænta þess aö ný rfkisstjórn taki þetta mál upp fljótlega. - sá Ævintýri Hoffmanns í samvinnu Þjóðleikhúss og íslensku óperunnar: Viðamesta sýning Þjóð- leikhússinstil þessa Þjóðleikhúsið og íslenska óperan leggja nú saman krafta sína í fyrsta skipti, til að koma á svið viðamestu sýningu í Þjóðleikhúsinu til þessa; Ævintýrum Hoffmanns eftir Jacques Offenbach. í sýningunni taka þátt 15 einsöngvarar, 60 manna kór,á fímmta tug hljóðfæraleikara og 6 listdansarar. Umgerð sýningarinnar hvað varðar leikmynd og búninga verður óvenju íburðarmikil og skrautlcg, t.d. verða um 300 leikbún- ingar notaðir á sviðinu. Óperan Ævintýri Hoffmanns var frumflutt í Opera Comique, París, árið 1881, 4 mánuðum eftir dauða Offenbachs, - og fékk hann því ekki uppfyllt sína heitustu ósk, að sjá Ævintýrin á sviði. Offenbach valdi sér að yrkisefni þrjár sögur rómantíska skáldsins og listamannsins E.T.A. Hoffmanns. Þá gerðu hann og textahöfundarnir, Jules Barbier og Michel Carré, Hoffmann sjálfan að aðalpersónu óperunnar, þannig að skáldið gengur inn í sinn eigin hugarheim. „Ég er sunnudagsbarn," sagði Hoffmann sjálfur, „með þá náðar- gáfu að sjá það sem öðrum mönnum er hulið“. Og þetta er einkenni skáldskapar hans, þar sem stöðugt ímyndunarafl hans, dulúð, skyggni- gáfa og yfirnáttúrulegir atburðir eru helstu viðfangsefnin. Offenbach nefndi þetta verk „Fantastíska óp- eru“, en bak við hinar furðulegu sýnir leynist raunsæ athugun á mann- legu eðli. Ævintýri Hoffmanns voru frum- flutt á íslandi leikárið 1965-1966, í Þjóðleikhúsinu. Þá söng Magnús Jónsson aðalhlutverkið, Hoffmann, en sýningin þá var mun fámennari en nú. Höfundur verksins, Jacques Of- fenbach, fæddist í Köln í Þýskalandi, árið 1819. Hann starfaði sem hljóð- færaleikari í leikhúshljómsveitum, varð hljómsveitarstjóri og stofnaði síðan eigið leikhús. Síðar starfaði hann sem tónskáld við ýmis leikhús. Heimsfrægur varð hann fljótlega fyrir óperur sínar, t.d. Orfeus í undirheimum, Helenu fögru, París- arlíf og Bláskegg, La Périchole. Frumsýning á Ævintýrum Hoff- manns verður í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 21. október n.k., og með helstu hlutverk fara: Garðar Cortes, Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Viðar Gunnars- son, Signý Sæmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigurður Björnsson, Magnús Steinn Loftsson, Guðjón Óskarsson, John Speight, Eiður Á. Gunnarsson, Þorgeir J. Andrésson, Sieglinde Kahmann og Loftur Erl- ingsson. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikmynd gerði Niklas Dragan, búninga Alexander Vassi- liev og Ijósahönnuður er Páll Ragn- arsson. Listunnendum er bent á, að sjald- gæft tækifæri gefst til að sjá og eignast leikhúslistaverk í tengslum við sýninguna. Búningateiknarinn Alexander Vassiliev opnar sýningu á Gallerí Borg, fimmtudaginn 13. október.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.