Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagúr 13. október 1988 Tíminn 3 Á tímum þrenginga í landbúnaði: Framleiðsla kaplamjólkur ný leið í hrossaræktinni? Framleiðsla á kaplamjólk sem ný tekjulind fyrir íslenska hrossabændur? Hljómar kannski framandi en dr. Karl Korstsson, fyrrverandi héraðsdýralæknir á Hellu, telur fulla ástæðu til að þessi möguleiki verði kannaður. Hann segist reyndar hafa verið á þeirri skoðun í þrjátíu ár en menn hafi ekki séð ástæðu, enn sem komið er, til að skoða þetta dæmi. „Menn verða auðvitað að bregða sér út fyrir landsteinana og sjá hvernig að þessu er staðið með eigin augum til þess að sannfærast um að þetta sé yfirleitt mögulegt hér á landi,“ segir Karl. Hann segist t.d. rétt að íhuga hvort bændur sem afsali sínum framleiðslurétti á mjólk geti ekki nýtt það fjármagn til að koma upp nauðsynlegri tækni við framleiðslu á kaplamjólk. „Á þessum búum,“ segir Karl, „er t.d. til staðar húsrými og kælitankur fyrir mjólkina.“ Karl bendir á að á hrossabýlinu í Brackel hjá Winsen við ána Luhen í Vestur-Pýskalandi, sé m.a. unnin kaplamjólk úr lágvöxnu fjallahesta- kyni, Haflingerhrossum, með góð- um árangri. „Þar eru merar mjólkað- ar með nútíma mjaltavélum," segir Karl. Hann segir ennfremur að þetta sé einnig alþekkt í Sovétríkjunum og megi í því sambandi geta hress- ingardrykksins vinsæla, Kumysz, sem er lítillega áfeng sýrð kapla- mjólk. Kaplamjólkin er afar sæt á bragðið enda rík af mjólkursykri og vítamín- um, einkum A-vítamíni. Hún mun auðmelt og því að mörgu leyti lík móðurmjólkinni. í henni er einnig hið verðmæta eggjahvítuefni, glyko- protein og varnarefnið Immunglo- buline, sem eykur mjög viðnáms- þrótt þess sem mjólkina drekkur og minnkar hættuna á að viðkomandi fái ýmsa smitsjúkdóma. Þess eru einnig dæmi að börn með ofnæmi fyrir kúamjólk hafi snúið sér að drykkju kaplamjólkur í staðinn. Vitað er að t.d. í Sovétríkjunum og Austur-Þýskalandi eru börn alin á kaplamjólk frá blautu barnsbeini. Þar er litið á hana sem lyf til að fyrirbyggja sjúkdóma eins og skar- latsótt og mislinga. Að sögn Gunnars Bjarnasonar, hrossaræktarráðunautar, kom hing- að til lands árið 1960, þýskur bú- fræðikandidat, Helmuth Ossman að nafni, (síðar ráðunautur og skóla- stjóri þýsks reiðskóla) til að kynna sér hérlenda hrossarækt með sér- stöku tilliti til framleiðslu kapla- mjólkur. Gunnar segir Ossman hafi gert sínar prófanir á Hvanneyri og hafi hann mjólkað 2 merar á 5 klst. fresti í þrjá mánuði efir að þær köstuðu. Sólarhringsnytin reyndist vera um 8 kg á sólarhring. „Þessi nyt meranna reyndist vera mjög sam- bærileg við smærri hestakyn út í Evrópu," segir Gunnar. Hann segist á sínum tíma, í Ijósi fenginna niður- staðna, hafa vakið máls á þessum möguleika en undirtektir hafi verið litlar. „Það var með þetta eins og annað sem ég vakti máls á að Búnaðarfélagsmenn hlutstuðu ekki á það. Þeim þótti þetta svo langt fyrir utan allan raunveruleika. Það hefur ekkert þýtt fyri mig að orða þessa nýjung sem aðrar nýjungar. Þröngsýni Búnaðarfélagsins sem op- inberrar stofnunar í forystu bænda er á heimsmælikvarða. Jú, ég er sammála dr. Karli í því að þennan möguleika á vissulega að athuga. Ég skyldi sjá til þess að þeir menn sem vilja kynnast þessu ættu kost á samfylgd á slík hrossaræktarbú í annaðhvort Rússlandi eða Austur- Þýskalandi. Menn verða að sjá þetta með eigin augum," segir Gunnar Bjarnason. Einar E. Gíslason, formaður Fé- lags hrossabænda, segist telja fulla ástæðu til að kanna til hlítar hvort framleiðsla kaplamjólkur geti talist hagkvæm. Einar segir að sér vitandi hafi hrossabændur ekki rætt þennan möguleika fyrr, en það breyti því ekki að ástæða sé til að kanna þetta frekar. „Ég tel að þarna geti verið um verðugt verkefni að ræða fyrir RALA, bæði hvað varðar frumat- huganir og athugun á mörkuðum fyrir mjólkina. Ef að nægilegt verð fengist fyrir kaplamjólkina get ég ekki séð að sé neitt vitlausara að mjólka merar en kýr,“ segir Einar. Einar segist minnast þess úr sinni æsku að folöld hafi verið færð frá merum og þær mjólkaðar. „Þetta var sæt og yndisleg mjólk á bragðið,“ segir Einar E. Gíslason. Kristinn Hugason, hrossaræktar- ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands, segir að menn hafi aldrei Alþingi: Þingsályktunartillögur Valgerður Sverrisdóttir (B Nl.ey.) hefur lagt fram ásamt þeim Hjörleifi Guttormssyni (G. Aust url.), Kristinu Einarsdóttur (V Reykv.), Aðalheiði Bjamfreðs dóttur (S. Reykv.) og Árna Gunn arsyni (A. Nl.v.) þingsályktunartil lögu um jafnréttisráðgjafa. Hún gerir ráð fyrir að Alþingi feli ríkis stjórninni að ráða á vegum félags málaráðuneytisins, þrjá jafnréttis ráðgjafa til þriggja ára sem haf það verkefni að vinna að leiðrétt ingu á stöðu kvenna í stofnunum og fyrírtækjum um aUt land samvinnu við starfsmenn og stjórn- endur. í greinargerð með tillögunni seg- ir að henni sé ætlað að vera liður í átaki til að fylgja eftir lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Þá hafa þau Hjörleifur Gutt- ormsson (G. Austurl.) og Guðrún Agnarsdóttir(V. Reykv.)lagtfram þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórnin beiti sér fyrir og styðji á alþjóðavettvangi bann við geim- vopnum. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Kvennalistakonurnar Kristín Halldórsdóttir, Danfríður Skarp- héðinsdóttir, Guðrún Agnarsdótt- ir, Guðrún J. Halldórsdóttir, Krist- ín Einarsdóttir og Málfríður Sig- urðardóttir hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um umhverfis- fræðslu. Þar er lagt til að(Alþingi feli menntamálaráðherra að efla og samræma umhverfisfræðslu í grunn- og framhaldsskólum lands- ins og á meðal almennings. Tillaga þessi var flutt á síðastliðnu þingi, en var þá ekki afgreidd. -ág. litið á framleiðslu kaplamjólkur sem möguleika í hrossarækt á íslandi og því hafi menn ekki hugað að þessu í alvöru. Hann telur þó hugmyndina ekki fráleita og segir þetta hugsan- legan möguleika hjá þeim bændum þar sem fjárfestingar séu allar til staðar og hestastóð mikil en eigið verð gripa lágt. „Það er spurning hvort bændur í t.d. Landeyjunum og víðar á Suðurlandi, þar sem fram- leiðsluréttur er takmarkaður en landrými mikið, gætu nýtt sínar byggingar að einhverju leyti fyrir meramjaltir.“ óþh VETRARSKOÐUIM NISSAN SUBARU I ÞAÐ MARGBORGAR SIG AÐ FARA í VETRARSKOÐUN ÞVÍALLT ÞETTA ERINNIFALIÐ: 1 SKIPT UM KERTI 0G PLATÍNUR 12 2 SKIPT UM BENSÍNSÍU 13 3 VÉLARSTILLING 4 ÁSTAND LOFTSÍU ATHUGAÐ 14 5 VIFTUREIM STREKKT 6 KÚPLING STILLT 15 7 OLÍA MÆLD Á VÉL 0G GÍRKASSA 8 RAFGEYMIR MÆLDUR 16 0G RAFPÓLAR HREINSAÐIR 17 9 FR0STÞ0L KÆLIVÖKVA VÉLAR MÆLT, 18 FROSTLEGI BÆTT Á EF MEÐ ÞARF 10 ÁSTAND PÚSTKERFIS ATHUGAÐ 19 11 BREMSUR REYNDAR 20 ÍSVARA BÆTTÁ RÚÐUSPRAUTUR HURÐALÆSINGAR 0G LAMIR SMURÐAR SILIKONBORNIR ÞÉTTIKANTAR ÁHURÐUM LOFTÞRÝSTINGUR HJÓLBARÐA MÆLDUR STÝRIBÚNAÐUR KANNAÐUR HJÓLALEGUR ATHUGAÐAR ÁSTAND RÚÐUÞURRKNA SKOÐAÐ UÓSASTILLING REYNSLUAKSTUR Verð aðeins kr. 5.200.- Betur verður vart boðið. Sama verð um iand allt. Hafið samband við þjónustuaðila Ingvars Helgasonar hf. og ykkur verður vel tekið. Ingvar Helgason hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.