Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 13. október 1988 Hún var hífð úr höfninni og sett á vörubi) sem ók með hana á haugana. Hér má sjá starfsmenn hauganna og vörubílstjórann skoða grípinn. Lyktin var „ógeðsleg“ sögðu tlestir beir sem komust í námunda við hvalinn, sem greinilega hefur verið lengi að velkjast í sjónum. v Andarnefjan uppgötvaðist ■ Reykjavíkurhöfn í gacrmorgun. Forvitnir vegfarendur skoða grípinn. Dauð andarnefja á reki í höf ninni Andarnefja fannst á reki í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun og hafði eftir útlitinu að dæma verið dauð um nokkurn tíma, jafnvel allt að mánuð. Hér er að öllum líkindum á ferðinni sama andarnefja og kom til Akraness fyrir um mánuði, var rekin á haf út og kom daginn eftir í slippinn í Reykjavík. Það var um klukkan 7.00 í gær- morgun sem starfsmenn Reykjavík- urhafnar komu auga á andarnefjuna, þar sem hana rak á milli togarans Sigurðar RE 4 og Magna, sem liggja við Faxagarð. Þeir fóru út á bát til að kanna hvers kyns var og ákváðu síðan að draga hana að Austur- bakka, þ.e. hafnarbakkanum fyrir framan Faxamarkað. Gísli Víkingsson líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun sagði í samtali við Tímann í gær að andarnefjan væri illa farin og uppblásin, sem benti til þess að hún væri löngu dauð. Ekki vildi hann staðfesta svo óyggjandi væri að hér væri á ferðinni sama andarnefja og var hér á flæk- ingi fyrir um mánuði, en var rekin út aftur. „Andarnefjan sem kom til Akraness var með ör á bakugganum og svo var einnig með andarnefjuna sem kom í slippinn daginn eftir, þannig að það var örugglega sama skepnan. Við teljum líklegt að hér sé enn á ferðinni sú sama,“ sagði Gísli. Aðspurður sagði Gísli að vel gæti hugsast að andarnefjuna hefði rekið inn í höfnina sl. nótt, án þess að nokkur hefði tekið eftir henni. Eins líklegt er að hún hafi legið á botnin- um, hvort sem er fyrir utan hafnar- mynnið eða við Faxagarð og síðan flotið upp í fyrrinótt, en slíkt gerist þegar vissu stigi í úldnun er náð og mikið loft er komið inn í skepnuna. Ýmsar getgátur hafa komið fram um ástæður þess að andarnefjan kom að landi. Ein er sú að hún hafi verið haldin sjúkdómi sem hafi leitt til bilana í „siglingatækjum" hennar. Önnur getgátan er sú að óregla í segulsviðinu á líkveðnum stöðum hafi hugsanlega getað ruglað hana f ríminu. Andarnefjan, sem er á milli 6 og 7 metrar að lengd, var hífð upp úr höfninni í gær og komið fyrir á vörubílspalli. Síðan var ekið að hafnarviktinni og hvalurinn viktað- ur, en þá var ferðinni heitið upp á öskuhaugana í Gufunesi, þar sem sýni voru tekin, kyngreining fór fram og skepnan síðan urðuð. Fullvaxin andarnefja er um 7 til 9 metrar að lengd. Þessi hvaltegund lifir hér í kring um land og í hvalatalningum í fyrra kom í ljós að mun fleiri andarnefjur væru til en menn gerðu sér grein fyrir, en talið var að hún væri komin langt fyrir neðan æskilega stærð stofnsins. Andarnefjan er af tannhvalaætt og lifir mjög djúpt í sjó og því afar óalgengt að hún komi svo náiægt landi, sem hún hefur gert undanfar- inn mánuð. Á pollinum á Akureyri hefur andarnefja verið að sýna sig undan- farinn hálfan mánuð og sagðist Gísli ekki vita til annars en hún væri þar enn. - ABÓ Sem sjá má á þessari mynd hefur andameljan verið dauð um nokkurt skeið. Hún var hálf-rotnuð þegar hún var hífð úr höfninni. Tlmamyndlr Aml Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.