Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 13. október 1988 Fimmtudagur 13. október 1988 Tíminn 11 og nefnda- 29. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi haldið í Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum dagana 14.-15. október 1988 Dagskrá: Föstudagur 14. október. 1. kl. 20:00 Þingsetning. 2. kl. 20:05 Kosning þingforseta og ritara. 3. kl. 20:10 Kosning Kjörbréfanefndar nefndar. 4. kl. 20:15 Skýrslur og reikningar. a. skýrsla stjórnar KSFA b. gjaldkera KSFA c. Austra d. starfsemi LFK innan KSFA e. frá aðildarfélögum KSFA 5. kl. 20:50 Umræður um skýrslur og afgreiðsla. 6. kl. 21.10 Ávörp gesta. 7. kl. 21:30 Stjórnmálaviðhorfið. a. Steingrímur Flermannsson b. Halldór Ásgrímsson c. Jón Kristjánsson d. Frjálsar umræður reikninga - Laugardagur 15. október. 8. kl. 09:00 Sérmál þingsins, „Atvinnumál í dreif- býli“. Framsögumenn: a. Jón Flelgason fyrrv. landbúnaðarráðherra. b. Kristján Skarphéðinsson fulltrúi í sjávarút- vegsráðuneytinu. 11:30 Álit nefndarinnar. 11.35 Mál lögð fyrir þingið. 12:00 MATARHLÉ. 13:00 Nefndarstörf. 14.30 Nefndir skila áliti, umræður - afgreiðsla. 16:30 Kosningar. 17:00 Önnur mál. 17.30 Þingslit. 20:00 ÁRSHÁTÍÐ KSFA. HÚSIÐ OPNAÐ KL. 19:30. Gestir þingsins. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Kristján Skarphéðinsson, fulltrúi í sjávarútvegsráðuneytinu. Guðmundur Gýlfi Guðmundsson, ritari SUF. Unnur Stefánsdóttir, formaður LFK. Jón Helgason, fyrrv. landbúnaðarráðherra. 9. kl. 10. kl. 11. kl. 12. kl. 13. kl. 14. kl. 15. kl. 16. kl. 17. kl. Árshátíö Árshátíð framsóknarmanna á Austurlandi verður í Hótel Valaskjálf laugardaginn 15. október nk. og hefst með borðhaldi kl. 20:00. Fjölbreytt heimalöguð skemmtiatriði. - Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál. - Söngur grín og gaman - dans. - Tríó Eyþórs sér um fjörið. Verð kr. 2.500,- Miðapantanir á Hótel Valaskjálf s. 11500, og á daginn í síma 11984 og á kvöldin í síma 11580 Vigdís og 11527 Guðbjörg fyrirföstudag 14. október. Fjölmennið. KSFA Aðalfundur launþegaráðs Aðalfundur launþegaráðs framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi verður haldinn laugardaginn 15. okt. kl. 14, að Eyrarvegi 15, Selfossi. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, kosning fulltrúa á kjördæm- isþing og önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 19. október að Nóatúni 21. Fundurinn hefst kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. brosum/ og W allt gengur betur » Knattspyrna: "Á ááÉÁ ' T ^ Halldór Áskelsson fékk gott færi til þess að skora gegn Tyrkjum í gær, en brást skotfimin. íslendingar gerðu jafntefli í leiknum, 1-1. • ' 4 y ■ ' , ' ,v.. > v\ ** V ■■■■■ Tímamynd Pjetur. Enska knattspyrnan: Ian Rush gerði eitt marka Liverpooi í gærkvöld þegar liðið vann Walsail 3-1 í síðari leik liðanna í ensku deildarbikar- keppninni. Rush náði að skora á 72. mín. leiksins, en honum hafði ekki tekist að skora í 10 leikjum í röð, eftir að hann kom aftur til Liverpool eftir dvöl hjá Juventus á Ítalíu. John Barnes og Jan Mölby skoruðu einnig fyrir meistarana, Mölby úr víta- spyrnu. Liverpool vann Walsall samtals 4-1. Nottingham Forest sigraði Chester ör- ugglega 4-0. Tommy Gaynor gerði þrennu og Gary Crosby gerði 1 mark fyrir Nottingham Forest sem vann sam- tals 10-0. Manchester United vann stórsigur á Rotherham, 5-0. Brian McClair gerði þrennu en þeir Brian Robson og Steve Bruce náðu einnig að skora. United vann samtals 6-0. Aston Villa vann Birmingham 5-0 og vann samtals 7-0. Arsenal vann Hull 3-0 og samtals vann Arsenal 5-1. Alan Smith gerði tvö marka Arsenal. Óvæntustu úrslit kvöldsins urðu í Scar- borough, þar sem 4. deildarlið heima- manna vann 2. deildarlið Portsmouth, 3-1. Scarborough vann samtals 5-3. Newcastle vann Sheffield United 2-0, en komst ekki áfram þar sem Sheffield United vann fyrri leikinn 3-0. Eftir leik- inn hlupu æstirstuðningsmenn Newcastle inná völlinn, létu öllum illum látum og flöskur flugu fram og aftur um svæðið. Scunthorpe og Chelsea gerðu 2-2 jafn- tefli, en Scunthorpe komst áfram á 6-3 samanlagðri markatölu. Leeds vann Pe- terborough 3-1 og samtals 5- 2. Manches- ter City vann Plymouth 6-3, en samtals 7-3. West Ham lagði Sunderland að velli 2-1 á heimavelli og sigraði samtals 5-1. Þá vann Barnsley Wimbledon 1-0, en Wim- bledon kemst áfram á 2-1 samanlögðu skori. BL London. Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik er hafin. í fyrrakvöld sigraði finnska liðið Uudenkaupungin sænska Iiðið Hageby með 113 stigum gegn 100. Staðan í hálfleik var 56-54 sænska liðinu í vil. Cukurovaspor frá Tyrklandi vann CSKA Sofia frá Búlgaríu 80-74, eftir að staðan í hálfleik var 35-31. Þá vann Pully frá Sviss Porto frá Portúgal 108-82, eftir að staðan í hálfleik var 54-30. New York. Staðan í úrslitaviður- eign New York Mets of Los Angeles Dodgers um sigur í National deild banda- ríska hafnaboltans er nú orðin jöfn 3-3. New York Mets vann sjötta leik liðanna 5-1. Það þarf því 7. leikinn til, þannig að úrslit fáist, en liðið sem sigrar mun mæta Oakland Athletics í lokaúrslitum (World Series). New York. í fyrrakvöld var einn Ieikur í bandarísku NHL-íshokkídeild- inni. Pittsburgh Penguins unnu Washing- ton Capitals 8-7. London. Glenn Cockerill, miðvall- arleikmaður Southampton, sem kjálka- brotnaði í viðureign sinni við Paul Davis, Arsenal, mun að öllum líkindum geta farið að leika á ný með liði sínu innan 10 daga. Cockerill hefur stundað léttar æfingar síðustu tvær vikurnar, en Davis er illa fjarri góðu gamni því hann var dæmdur í 9 leikja bann fyrir vikið. New York. Mike Tyson heims- meistari í þungavigt í hnefaleikum, varð fyrir því óláni á æfingu í gær að meiðsli á hægri hendi tóku sig upp. Upphaflega braut Tyson á sér hendina þann 23. ágúst, þegar hann lenti í götuslagsmálum við Mitch Green á götu í Harlem hverfi í New York. Þrátt fyrir að þessi meiðsl hafi tekið sig upp, er ekki loku fyrir það skotið að Tyson geti keppt við Bretann Frank Bruno þann 17. desember, en tvívegis hefur orðið að fresta þeirri viðureign vegna mismunandi ástands sem heimsmeistarinn er í, andlega og líkam- lega. Sofía . Slavka Sofia frá Búlgarfu tapaði síðari leik sínum gegn Partizan Belgrad frá Júgóslavíu, 5-0, í UEFA keppninni í gærkvöld. Júgóslavneska liðið vann fyrri leikinn með sömu markatölu og er því komið í aðra umferð keppninnar. Madrid. Samkvæmt fréttum spænskrar útvarpsstöðvar í gær, þá hefur Ron Atkinson framkvæmdastjóri West Bromwich Albion tekið boði spænska liðsins Atletico Madrid, um að gerast stjóri liðsins. Samningurinn mun hljóða uppá 850 þúsund dali og vera til tveggja ára. Forráðamenn spænska liðsins hafa ekki staðfest fréttina. Atletico ætlar að greiða WBA sem nemur 120 þúsund dala, fyrir Atkinson, en hann á eftir 21 mánuð af samningi sínum við liðið. Limassol. Kýpur tapaði 0-1 fyrir nágrönnum sínum frá Möltu í vináttu- landsleik í knattspymu í gærkvöld. Malt- verjar gerðu sigurmarkið tveimur mínút- um fyrir leikslok að viðstöddum 2 þúsund áhorfendum. Gautaborg. Svíar og Portúgalir gerðu markalaust jafntefli í vináttulands- leik í knattspymu í gærkvöld. 10 þúsund manns mættu á völlinn í Gautaborg. London. f gærkvöld voru nokkrir leikir í Evrópukeppni félagsliða í körfu- knattleik. Leikið er heima og heiman og voru leikirnir í fyrri umferðinni: Levski Spartak Búlgaríu...........113 Sport Kor Baja Ungverjalandi ... 76 Tofas Tyrklandi .................. 72 Honved Ungverjalandi.............. 62 Galatasarey Tyrklandi ............ 98 Nyon Sviss ....................... 87 í kvennaflokki: Slavia Sofia Búlgarí.............. 85 Cervena Zvezda Júgóslavíu........ 93 Riento Turku Finnlandi ........... 53 Sparta Prag Tékkóslóvakíu ....'. 84 Vointa Vasutas Ungverjalandi ... 61 Academik Plovdiv Búlgaríu......... 54 Bonn. í gærkvöld var einn leikur í v-þýsku 1. deildarkeppninni í knatt- spymu. Bayem Múnchen og Borussia Dortmund gerði jafntefli, 1-1, á Ólymp- ’íuleikvanginum í Múnchen. Besancon. Frakkar sigruðu Grikki, 3-0 í síðari leik liðanna í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu skipuðum leik- mönnum 21 árs og yngri. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Tyrkir náðu að jafna metin í Miklagarði - Friörik Friöriksson varöi vítaspyrnu Tyrkja í fyrri hálfleik. Rush náði loks að skora íslendingar og Tyrkir gerðu jafn- tefli, 1-1, í landsleik þjóðanna í 3. Evrópuriðli heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu í Miklagarði (Istanbul) í gær. Það voru Tyrkir sem hófu leikinn af miklum krafti og sóttu án afláts fyrstu 20 mínúturnar. Þá komu ís- lendingar meira inní leikinn og á 30. mín. varði markvörður Tyrkja vel skot GuðmundarTorfasonar. 7 mín. síðar gaf Arnór Guðjohnsen vel fyrir mark Tyrkja á Ómar Torfason sem skallaði knöttinn að marki, en tyrkneski markvörðurinn var vel á verði. Þrátt fyrir að Tyrkir væru meira með boltann tókst þeim ekki að skapa sér afgerandi marktæki- færi, fyrr en á 40. mín. að þeir áttu hörkuskot að íslenska markinu, eftir að íslendingar misstu boltann klaufalega, en sem betur fer fór boltinn rétt framhjá. Á síðustu mín. fyrri hálfleiks dæmdi ísraelski dóm- arinn vítaspyrnu á íslendinga. Atli Eðvaldsson bægði hættunni frá ís- lenska markinu, en einn Tyrkjanna féll við. Harður dómur, en réttlætið kom til bjargar íslendingum, því Friðrik Friðriksson gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna, sem Tanju, leikmaður Tyrkja tók. Þar sluppu íslendingar sannarlega með skrekkinn, frábær markvarsla hjá Friðrik. íslendingar mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og greinilegt að Friðrik hafði gefið tóninn með því að verja vítið, því íslensku strákarnir voru öllu meira með boltann, en í fyrri hálfleik, en Tyrkir voru þó enn ógnandi og vel studdir af yfir 25 þúsund áhorfendum sem fylgdust með leiknum. Þeir létu vel í sér heyra, en það sló þögn á þá á 63. mín. er íslendingar tóku forystuna. Ólafur Þórðarson vann boltann að tveimur Tyrkjum við endamörkin hægra megin, gaf fyrir markið á Guðmund Torfason, sem skoraði af stuttu færi. Tyrkneski markvörður- inn kom við boltann, en náði ekki að slá hann frá. 1-0 fyrir ísland. Eftir markið tóku Tyrkir öll völd á vellinum og sóttu stöðugt að ís- lenska markinu. Þar var hins vegar fyrir Friðrik Friðriksson og varði hann oft vel frá heimamönnum. Hann kom samt engum vörnum við á 73. mín. að Unal tókst að jafna. Tyrkir höfðu þá verið í þungri sókn og íslensku varnarmönnunum tókst ekki að koma í veg fyrir skot Tyrkjans, 1-1. Pétur Arnþórsson varð fyrir meiðslum undir lok leik- sins og kom Halldór Áskelsson inná í hans stað. Halldór fékk gott færi á að koma íslendingum yfir á 84. mín. Friðrik Friðriksson varði vítaspyrnu Tyrkja í leiknum I gær. Elstu menn muna ekki eftir öðru eins, en íslendingar hafa hingað til séð um að klúðra vítaspyrnum í landsleikjum. er hann fékk sendingu frá Guðmundi Torfasyni, en skot hans rúllaði framhjá markinu. Stuttu síðar varði Friðrik vel langskot Tyrkja. Á 86. mín. reyndi Halldór skot að marki Tyrkja, en markvörður þeirra náði að blaka boltanum yfir slána í horn. Síðustu mínútur leiksins hvíldi þung sókn Tyrkja á marki íslendinga en mörkin urðu ekki fleiri og 1-1 jafn- tefli staðreynd. Friðrik Friðriksson markvörður var hetja íslands í þessum leik og það er honum að þakka að stig fékkst fyrir leikinn. Það er ekki á hverjutu degi sem íslenskur mark- vörður ver vítaspyrnu í landsleik en elstu menn muna ekki eftir þvílíku. Ólafur Þórðarson átti einnig góð- an leik, gaf ekkert eftir frekar en fyrri daginn og lagði þar að auki markið upp fyrir Guðmund Torfa- son. Sævar Jónsson, AtliEðvaldsson og Guðni Bergsson voru fastir fyrir í vörninni og Arnór Guðjohnsen og Guðmundur Torfason skiluðu sínu hlutverki vel, þá sjaidan þeir fengu boltann. Aðrir leikmenn börðust og vel en mjög reyndi á menn í lokin þegar pressa Tyrkja var orðin ógn- vænleg. ísland er nú komið með 2 stig úr jafnmörgum leikjum í sínum riðli í undankeppni heimsmeistarakeppn- innar, en Tyrkir léku í gær sinn fyrsta leik og eru því með 1 stig. íslenska liðið: Friðrik Friðriksson, Gunnar Gíslason, Atli Eðvaldsson, Pétur Arnþórsson (Halldór Áskels- son), Sævar Jónsson, Guðni Bergsson, Ólafur Þórðarson, Ragn- ar Margeirsson, Ómar Torfason, Arnór Guðjohnsen og Guðmundur Torfason. BL Ben Johnson: A yf ir höfði sér allt að 10 ára fangelsi Það á ekki af garminum honum Ben Johnson að ganga. Eins og kom fram í Tímanum á laugardaginn varð Ben Johnson að láta lögreglunni í Körfuknattleikur: Tveir hörk leikir í kvö Tveir leikir verða t Evrópuriðli Flugleiðadeildarinnar íkörfuknalt- leik í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 20.00. Efsta lið Evrópuriðilsins, KR heldur til Keflavíkur og leikur gegn heimamönnum. Þessi lið eru bæði taplaus t riðlinum og er því hér um að ræða baráttu um efsta sætið. f íþróttahúsinu í Hafnarfirði leika Haukar gegn ÍR og er þar unt hörkuviðureign að ræða. íslands- meistarar Hauka, sem hafa tapað báðum lcikjum sínum það setn af er ísiandsmótsins, verða bókstaf- lcga að vinna leikinn ef þeir ætla sér ekki að vera í neðri kanti riðilsins. ÍR- ingar unnu Tindastól um síðustu helgi og töpuðu naum- lega lyrir KR-ingum, eftir fram- Iengdan leik, í fyrsta leik sínum í deildinni. í 1. deild kvenna leika UMFG og KR í Grindavík kl. 20.00. BL hendur startbyssu, sem hann hafði í sínum fórum, eftir að ökumaður á hraðbraut einni nærri Toronto varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að vera ógnað með byssu, þar sem hann var að aka eftir hraðbrautinni. Ökumaðurinn náði niður númer- inu á bíl byssumannsins, en bílinn var svartur Porsche. f ljós kom að bíllinn var í eigu Ben Johnsons og þegar lögreglan fór heim til sprett- hlauparans fannst startbyssan í bílnum. Johnson neitaði að hafa beint henni að nokkrum, en úr startbyssu er ekki hægt að skjóta byssukúlum, heldur aðeins púður- skotum. Nú hefur Johnsons verið ákærður fyrir árás og meðhöndlun á friðarspillandi vopni. Þyngsta refs- ing fyrir árásarkæruna er 5 ára fangelsi og fyrir vopnaburðinn gæti hlaupagikkurinn þurft að dúsa í fangelsi í 10 ár. Hér er þó um hámarksrefsingu að ræða og eins líklegt að Johnsons sleppi með sekt I og skilorðsbundinn dóm. BL Ben Johnson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.