Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 13. október 1988 FRÉTTAYFIRLIT HARARE - Einn svartur og I tveir hvítir íbúar Zimbabwe sem sakaðir höfðu verið um að vera útsendarar Suður-Afrík- ana voru úrskurðaðir saklausir af ákærum um að hafa undir- búið sprengjutilræði. Þeir voru sakaðir um að hafa ráðið mann til að aka bifreið sem útbúin var sprengju og sprengt bíl og mann í loft upp. Réttarhöldin komi til vegna sprengjuárásar þann 11 .janúarsíðastliðinn, en þá var bíl fylltum sprengiefni ekið á hús Afríska þjóðarráðs- ins í bænum Bulawayo. RANGOON - Herforingja- stjórnin í Burma sagði upp embættismönnum á vegum sósíalistaflokksins sem áður var einráður í landinu. Með þessu vill stjórnin sýna að einsflokkskerfi í landinu sé liðin tíð. Dagblaðið Vinnandi fólk sagði að 9000 manns sem unnu á vegum sósíalista- flokksins hafi verið sagt upp störfum og fengið greidd þriggja mánaða laun. JERUSALEM - israelskir hermenn lögðu í rúst hús fjög- urra Palestínumanna sem grunaðir eru um að hafa stung- ið þrjá Araba til bana fyrir þá sök að þeir hefðu unnið fyrir ísraelsmenn. Talsmaður hers- ins sagði að hermenn hefðu einnig lokað heimilum fimm annarra Palestínumanna í bænum Nablus á hernumda svæðinu á vesturbakkanum. Palestínumennirnir voru taldir eiga aðild að drápum í síðasta mánuði. BELGRAD - Júgóslavn- eski kommúnistaleiðtoginn Stipe Suvar beindi því til leið- toga í Kosovo þar sem Albanar eru ríkjandi, að þeir geri hreint fyrir sinum dyrum og losi sig við óábyrga embættismenn. NÝJA DELHI - Indverskur dómari fyrirskipaði aftöku tveggja manna sem viðriðnir voru morðið á Indiru Gandhi forsætisráðherra Indlands árið 1984. Ekki var ákveðinn dagur aftökunnar. PARIS - Utanríkisráðherra Sovétríkjanna Eduarde She- vardnadze bauð UNESCO til að skipuleggja friðasamlegar geimrannsoknir í nýrri fullkom- inni radarstöð Sovétmanna í Síberíu. KARACHI - Pakistanar hafa lokað landamærum milli Sind héraðs og Indlands og sett á næturlangt útqöngubann á svæðinu eftir óeirðir þar sem að minnsta kosti 250 manns létu lífið. Illllllllllllll útlönd ^ ; . Afganskur skæruliði þungt hugsi. Nú vill stjórnin í Kabúl ræða við fyrrum konung Afganistan um frið í landinu. Kabúlstjórnin vill ræða við konung Afgana Stjórnvöld í Afganistan vilja nú eiga viðræður við Zahir Shah fyrrum konung Afganistan og aðra leiðtoga Afgana sem útlægir voru gerðir í byltingunni í Afganistan árið 1973. Forsætisráðherra Afganistan Mohammad Hassan Sharq lýsti því yfir á blaöamanna- fundi gær að hann vilji eiga viðræður við fyrrum konung landsins með það að markmiði að binda endi á borgarastyrjöldina í landinu. „Gegnum ykkur vildi ég koma þessu boði á framfæri“ sagði Sharq í viðtali við blaðamenn. Sharq sagði að þar sem hann væri ungur maður væri hann tilbúinn til að fylgja afgönskum siðum og leggja land undir fót til að heimsækja konunginn sem nú býr í Róm. Konungirnn Zagir Shah er af flest- um talinn eini maðurinn sem hugsan- lega geti náð stríðandi aðilum í Afganistan saman, þrátt fyrir það að sumir skæruliðaforingjar séu honum andsnúnir. En Sharq segist vilja ræða við fleiri en konunginn, hann bauð öðr- um útlægum leiðtogum einnig til viðræðna um frið í landinu. „Þá sem eru yngri en ég, bið ég að koma til Afganistans," sagði Sharq. Sharq hefur verið forsætisráð- herra Afganistan frá því í maímán- uði. Hann leiðir stjóm sem saman- stendur af þrjátíu og einum ráðherra og eru aðeins þrettán þeirra úr Þjóðarlýðræðisflokki Afganistan sem er studdur af yfirvöldum í Moskvu. Sharq sem ekki er í flokkn- um segir að ríkisstjórnin geti orðið tengiliður milli flokksins og skæru- liða sem barist hafa við stjórnarher- inn í Afganistan frá því Sovétmenn sendu 100 þúsund manna herlið tii Afganistan árið 1979 til að tryggja ríkisstjórn Þjóðarlýðræðisflokksins í sessi. Síðan þá hafa hundruð þús- unda Afgana fallið og um fimm milljónir flúið land. Sharq sagði að eina ástæðan fyrir tilveru ríkisstjórnarinnar væri sú að hún ætti að semja um frið í Afganist- an. „Hver sá sem getur sameinað þjóðina að nýju getur treyst stuðn- ingi mínum“ sagði Sharq. „Ég er tilbúinn til viðræðna, jafnvel til að segja af mér svo þeir geti tekið við“. Þrátt fyrir tilboð Sharq hafa leiðtogar Mujahedeen skæruliða- hreyfingarinnar hafnað öllum friðar- tilboðum afganskra stjórnvalda, þar með talið tilboð til samsteypustjórn- ar. Þeir vilja bara fullnaðarsigur. Vestrænir embættismenn í Kabúl efast um að hægt sé að finna pólitíska lausn á borgarastyrjöldinni. Þeir benda á að skæruliðar séu þess fullvissir að þeir muni sigra í styrj- öldinni þegar sovéski herinn er far- inn frá Afganistan, en síðasti sovéski hermaðurinn á að yfirgefa landið 15.febrúar á næsta ári. Hvítir öfgamenn færa sig upp á skaftið: íkveikja í höfuðstöðvum kaþólskra í Suður-Afríku Brennuvargar settu eld í höfuðstöðvar kaþólsku kirkjunnar í Suður-Afríku í gær og sluppu starfsmenn kirkjunnar, þar með taldir tveir biskupar, naumlega við logana með því að forða sér niður brunastiga. Kemur brenna þessi í kjölfar svipaðra árása á höfuð- stöðvar samtaka er berjast gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku að undanförnu, en sveitastjórnarkosningar eru á næsta leiti. Ljóst er að um íkveikju var að ræða því tankar fullir af eldsneyti fundust í byggingunni og öll vegsum- merki bentu til að brennuvargar hefðu verið á ferðinni. Margir háttsettir menn innan kirkjunnar í Suður-Afríku, þar með talinn erkibiskupinn DesmondTutu, hafa hvatt kjósendur til að sniðganga kosningarnar þar sem þær séu ekkert annað en æfing í aðskilnaðastefnu. í kirkjubréfi sem birt var fyrir tveimur vikum hvatti Kaþólska bisk- uparáðið í Suður-Afríku alla kaþó- likka að „eiga það við samvisku sína“ hvort þeir tækju þátt í kosning- unum eður ei og benti um leiða á „óréttlæti" það sem ríkir í landinu. í ágústmánuði sprakk sprengja í höfuðstöðvum Suðurafríska kirkju- ráðsins í Jóhannesarborg og særðust tuttugu og einn í þeirri sprengingu. Sögðust „Hvítu úlfarnir" öfgasam- tök hvítra manna bera ábyrgð á því sprengjutilræði og eru samtökin grunuð um að hafa einnig kveikt í höfuðstöðvum kaþólsku kirkjunnar í Pretoríu í gær. Embættismenn kaþólsku kirkj- unnar sögðu að tíu manns hefðu gist í höfuðstöðvunum þegar eldurinn kom upp. Tveir þeirra biskuparnir David Verstraete og Paul Nkhumshe hefðu naumlega flúið niður bruna- stiga þegar eldtungurnar höfðu náð í svefnherbergi þeirra á annarri hæð. Rosemary Cook starfsmaður kaþ- ólsku kirkjunnar tjáði blaðamönn- um að slökkviliðið hafi fundið elds- neytisfötur við húsið. „Það virðist sem bensíni hafi verið hellt á dyr og í stiga er liggja að svefnherbergjun- um svo að fólkið gæti ekki komist út“ sagði hún í viðtali við Reuter. ... ... .... Jiií':- ::ií:í:í: Stórveldin ræða Mið- Ameríku Sovéskir og bandarískir em- bættismenn hittust í gær í London til að ræða málefni Mið-Ameríku og Karabíska hafsins. Elliot Abrahams sem hefur með mál- efni Ameríku að gera í stjórnar- ráði Bandaríkjanna og Yui Pavl- ov frá utanríkisráðuneyti Sovét- ríkjanna hittust einnig að máli á þriðjudagskvöld. Ekkert var gef- ið upp um viðræðurnar, en Bandaríkjamenn eru mjög við- kvæmir fyrir brölti Sovétmanna á þessum slóðum og telja sig eiga einkarétt á svæðinu. Viðræðurnar eru þær fimmtu þar sem risaveldin reyna að finna flöt til að slaka á spennu ríkjanna vegna skæruliðahreyfinga í Mið- Ameríku og í Karabíska hafinu. Síðasti fundur ríkjanna var í Róm í aprílmánuði. Stjórnvöld í Washington saka Moskvu um að beita marxista- stjórninni á Kúbu og í Níkaragva til að ýta undir uppreisnir á svæðinu. Bandaríkjamenn hafa því verið ófeimnir að styðja dyggilega við bak Kontraskæru- liða í Níkaragva sem vinna að því að koma Sandínistastjórninni í landinu frá völdum. Stjórnvöld í Moskvu viður- kenna að veita Kúbumönnum og Níkaragva efnahagsstuðning en neita því alfarið að þeir séu að „flytja út“ byltingar. Neyðar- ástandi léttí Alsír Alsírsk yfiröld léttu í gær neyð- arástandi því sem lýst var yfir í landinu fyrir sex dögum þegar óeirðir brutust út í Algeirsborg. Skriðdrekar eru þó enn í varð- stöðu á mikilvægum stöðum eins og við aðalpósthúsið í Algeirs- borg, höfuðstöðvar öryggisráðs- ins og við varnarmálaráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsum létu um 250 manns lífið í óeirðunum og fleiri hundr- uð særðust. Reyndar hafa sumir heimildamenn fullyrt að tala fall- inna sé nærri fimmta hundraðinu. Þá voru um 3500 manns hand- teknir, flestir ungir Alsírsbúar sem leiddu mótmælin gegn versn- andi lífskjörum og hækkandi verðlagi. Kyrrð hafði komist á að mestu á þriðjudag eftir að Chadli forseti landsins hafði lofað þjóðarat- kvæðagreiðslu um umbótahug- myndir sínar. Héldu þúsundir manna þá til vinnu og voru flestar verslanir opnar. Voru sumar verslanirnar þá fullar af matvöru sem herbílar höfðu komið með að líkindum til að sýna viðleitni til bætts vöruúrvals. Ræða Chadlis á mánudag gerði greinilega gæfumuninn, en þar lofaði hann víðtækum umbótum í stjórnmálum. „Níutíu prósent fólks var sátt við ræðuna“ sagði maður er var á leið til vinnu á þriðjudag. Því virðist allt benda til þess að ástandið í Alsír sé komið í eðli- legt horf að nýju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.