Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 19
'' • Fimmtudagur 13: október ISSS Tíminn 19 Hjónabandið fór í hundana George og Jackie Stewart, 39 og 34 ára höfðu verið gift í 8 ár þegar erfiðleikarnir hófust. George segir frá: - Við gátum ekki eignast börn og það Iagðist þungt á Jackie. Við fengum okkur hund í eins konar sárabætur og hann veitti okkur mikla ánægju, en þrátt fyrir það formæli ég þeim degi sem hann kom til okkar. Það var eins og Jackie gjörbreyttist. Hundurinn varð henni eitt og allt og mér leið eins og aukahlut. Sök sér hefði verið ef einn hund- ur hefði dugað, en hún kom með annan einn daginn. Sá þriðji kom fljótlega og síðan páfagaukur, geit og enn einn hundur. Þá bættust nokkrir hamstrar í safnið og enn fleiri hundar. Ég hélt að ég yrði brjálaður. Matarreikningarnir hækkuðu óðfluga og ég gat hvergi sest niður fyrir hundum, sem voru í öllum stólum og rúntinu líka. Ég reyndi að mótmæla en Jackie sárnaði svo að mér fannst ég taka allt frá henni. Þó setti ég það skilyrði að ekki kæmu fleiri dýr. Það dugði ekkert og þegar komnir voru 44 hundar neyddist ég til að setja henni úrslitakosti: Hún yrði að velja milli mín og hund- anna. Ég varð ekki einu sinni hissa þegar hún svaraði að ef þannig yrði að vera, þyrfti ég að fara. Hund- arnir skiptu hana meira máli. Mér þykir enn vænt um Jackie, en ég get alls ekki búið með henni við þessar kringumstæður. Ég fékk mér litla íbúð og er fremur einm- ana, en þrátt fyrir það reyni ég aldrei að bæta mér einmanaleikann upp með því að fá mér hund, segir George fastmæltur. George býr einn núna og vill ekki sjá hund. Jackie með tvo af 44 hundum sínum. Göbbuðtil drykkju Einhver skemmti sér grimmi- lega á kostnað Joan Kennedy um daginn með því að svindla ofan í hana vodka, en hún hefur sem kunnugt er barist hetjulega'gegn áfenginu um árabil. Öll Kennedyættin kom saman á landareigninni á Cape Cod í tilefni þjóðhátíðardags Banda- ríkjanna, eins og venja hefur alltaf verið. Joan bað um óáfengt púns og var rétt stórt glas sem hún þambaði úr því hún var þyrst. Of seint uppgötvaði hún að svaladrykkurinn var sterklega blandaður með vodka. - Þessi eini drykkur nægði henni til falls, segir vinkona hennar. Innan viðsólarhringeftir veisluna var Joan, sem nú er 51 árs, handtekin fyrir ölvunarakst- ur eftir að missa vald á bílnum og rekið hann utan í netgirðingu. Vitni segja að hún hafi verið svo kófdrukkin að hún hafi varla staðið á fótunum. Þegar Joan skildi við Edward Kennedy öldungardeildarþing- mann fyrir 5 árum, þóttist hún viss um að losna undan áhrifavaldi ættarinnar og geta stjórnað lífi sínu sjálf. Það hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi. Hún hefur átt eitt alvarlegt ástarævin- týri síðan, með lækni í Boston, Jerry Arnoff aðnafni.Þau skildu að skiptum eftir þrjú ár. Vinkona hennar segir hana alltaf hafa reynt að forðast sam- kvæmi, þar sem áfengi er haft um hönd, því henni gangi illa að standast freistinguna. í þetta skipti ætlaði hún að gera það, en einhver illgjörn sál brá fyrir hana fæti. Joan flýtti sér heim úr samkvæminu, en hefur augljós- lega ekki getað tekið sig saman í andlitinu heldur fengið sér meira áfengi. Vinkonan segir þetta það al- varlegasta síðan 1977, þegar Joan leitaði hjálpar hjá AA-samtökun- um. - Þetta er óskaplega niður- lægjandi og sársaukafullt fyrir hana. Sjálf hefur Joan játað að hafa hallað sér að flöskunni upphaf- lega til að flýja hjúskaparvanda- málin, en Ted var frægur fyrir framhjáhald sitt um allar jarðir. Auðvitað vill Kennedy-fjölskyld- an hjálpa Joan, en henni finnst það verra en ekki, því þetta fólk hafi alltaf setið á henni og bók- staflega ætlað að kæfa hana. Illþekkjanleg Joan Kennedy kemur heim til sín í leigubíl tveimur dögum eftir handtöku fyrir ölvunarakstur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.