Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR -Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Atjan man. binding 75% SAMVINNUBANKINN STRUMPARNIR SMUjfc uJT Tímiim Tveir hópar áhugamanna mætast á Hengilssvaeðinu á Hellisheiði á sunnudag — skotveiðimenn og Ferðafélagið: Ókeypis fyrir 15 ára og yngri inn í skothríðina Tveir ólíkir hópar áhugamanna um útivist munu mætast á Hengilssvæðinu á Hellisheiði á sunnudag. Rjúpnaveiði- menn fjölmenna jafnan í hlíðar Hengils fyrstu daga rjúpnatímans, sem hefst laugardaginn 15. október. Sér- staklega er ásóknin mikil í rjúpuna, í nágrenni höfuðborg- arinnar, þegar fyrstu daga vertíðarinnar ber upp á helgi eins og nú gerist. Ferðafélag fslands hefur uppi áform um gönguferðir á Hengil og í næsta nágrenni hans, sunnudag- inn 16. Lagt verður upp í göngu- ferðina á Hengil klukkan 10 árdeg- is. Það er um svipað leyti og skotveiðimenn axla byssur sínar víða á Hellisheiðinni og reyndar um land allt. Skothvellir á heiðinni fara að heyrast fljótlega upp úr tíu og við hverja hæð má búast.við rjúpna- skyttu, með spennta byssu. Ekki hefur verið talið hversu margar skyttur leita á Hengilssvæð- ið þessa fyrstu daga vertíðarinnar, en vitað er að þær eru margar. I’að gæti því verið vissara fyrir göngu- menn Ferð'afélagsins að íklæðast skærum litum, eða jafnvel skot- heldum vestum, geti menn komið höndum yfir slíkan öryggisbúnað. Þá hefur Ferðafélagið ráðgert aðra dagsferð á svipaðar slóðir., Farið verður í tiltölulega létta ^ göngu um Hellisskarð í Innstadal. Á þessu svæði er einnig viðbúið að rjúpnaskyttur verði á kreiki, í leit að jólamat. Tíminn hafði samband við skrif- stofu Ferðafélags íslands í gær og spurðist fyrir um hvort Ferðafélag- inu hefði verið kunnugt um ferðir skotveiðimanna á Hengilssvæðið í upphafi skotveiðitímabils. Þau svör fengust að ferðaáætlunin væri samin langt fram í tímann og sennilega hefði ekki verið hugsað út í rjúpnaveiðitímann í þessu sambandi. Ekki var þó neinn bilbug að finna á starfsstúlku Ferðafélagsins og verður ferðin farin eftir sem áður. Rjúpnaveiðitímabilið hefst á laugardaginn. í fréttatilkynningu sem Ferðafé- ■ lagið sendi frá sér vegna fyrirhug- aðra gönguferða, er sérstaklega tekið fram að frítt sé fyrir börn fimmtán ára og yngri. Tíminn sér ástæðu til að hvetja rjúpnaskyttur á svæðinu til að sýna sérstaka varkárni. Þá gæti verið vissara fyrir göngumenn að hóa fyrir horn, eða fara varlega yfir Tímamynd: Áml Bjama hæðir og líta stöðugt um öxl. Margur skotveiðimaðurinn er spenntur fyrstu daga veiðitímans. -ES Þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar Tyrkja, skömmu fyrir leik fslendinga og heimamanna í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu, tókst Tyrkjum ekki að sigra okkar menn í Istanbul í gær. íslensku landsliðsmennirnir máttu sætta sig við að fólk á götum úti veifaði framan í þá fimm útglenntum fíngrum til merkis um hversu stór sigurinn yrði. Annað kom í Ijós. Okkar menn höfðu í fullu tré við Tyrkjann og lokatölur leiksins urðu í samræmi við það, 1-1. Mark íslands gerði Guðmundur Torfason í síðari hálfleik. Skömmu síðar jöfnuðu Tyrkir. Leiknum var sjónvarpað beint og eins og myndin ber með sér reyndu margir að fylgjast með útsendingunni. Hér má sjá áhugasama áhorfendur í Kringlunni nota tækifærið og fylgjast með leiknum. Timamynd Ámi Bjarna Nánari umfjöllun - íþróttasíður 10 og 11 Fjárlagafrumvarpið í smíðum: Minni tekjur af söluskatti Ríkisstjórnin vinnur nú að gerð fjárlagafrumvarpsins ásamt efna- hagssérfræðingum sínum og sátu menn á ströngum fundi fram eftir kvöldi í gær. Ljóst er nú að ýmsar efnahagsleg- ar forsendur breytast ört og má nefna að söluskattstekjur ríkissjóðs eru að dragast verulega saman með samdrætti í verslun og almennri neyslu. Stefnt er að því að afgreiða fjárlög með tekjuafgangi og til að það takist í ljósi minnkandi tekna ríkissjóðs þarf að auka aðra skattheimtu. Hugmyndin um að veita skatta- skuldurum afslátt af skattaskuldum, sem stofnað var til áður en stað- greiðslukerfið var tekið upp, er nú talin úr sögunni. Margir lýstu andstöðu sinni við hugmyndina og töldu hana ýta undir óráðsíu og að verðlauna ætti skussa fyrir óreiðu og skuldseigju. Nær væri að veita mönnum staðgreiðsluafslátt sem greiddu sína skatta í tíma. Að sögn Más Guðmundssonar efnahagsráðunautar fjármálaráð- herra var þó hugmyndin ekki sú, heldur að greiða fyrir því að þessar skuldir innheimtust skjótar og betur. Hins vegar hefði fjármálaráðherra ákveðið að leggja hugmyndina til hliðar um sinn og skoða málið betur, athuga hverjir þessir skattaskuldarar væru, hvort þeir væru í raunveruleg- um erfiðleikum, eða hvort hér væri um að ræða einhverja sem lékju sér að því að greiða ekki skatta sína þótt þeir hugsanlega gætu. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.