Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. október 1988 Tíhníinn ' 5 Nemar í stórum og smáum tölvuskólum verða um helmingi fleiri en allirstúdentar í Háskóla íslands: A SJOUNDA ÞUSUNDI TÖLVUNÁM VETRARINS Mikil sala á tölvum og hugbúnaði kallar á mikla kennslu og í vetur verða um 6.500 manns á tölvuskólabekk. Tölvu bakterían hefur breiðst út án þess að við vitum hvort kom á undan, almenn tækjadella eða stöðugt aukin not fyrir tölvur. Dr. Jón Torfi Jónasson, dósent, segist verða var við að nú sé eftirsókn fólks eftir kennslu orðin markvissari í mörgum tilfellum í samanburði við almenna og ómarkvissa leit fyrir aðeins einu og hálfu ári „Nú eru menn hættir að tala um það hvort gagnlegt sé að nota tölvu í skólanum eða ekki, því nú eru menn famir að ræða það hvort þeir vilji nota ritvinnslu í þessum bekk, eða hvort nota eigi gagnagrunn eða kennsluforrit í landafræði. Umræð- an virðist komin á það plan að menn eru hættir þessari almennu umræðu um hvort nota eigi tölvu eða ekki tölvu,“ sagði Jón Torfí. „Ég er þeirrar skoðunar að margt af svona námskeiðum nýtist ekki vel nema fólk sé að læra á hluti sem em mjög skyldir þeim sem nota á í starfi." Vegna mikils innflutnings á einka- tölvum kannaði Tíminn lauslega hver áætlaður nemendafjöldi er í öllum þeim tölvunámskeiðum sem boðið er upp á í einkaskólum og víðar í vetur. Ekki eru teknir með þeir nemendur sem eru í háskóla- námi í tölvunarfræðum eða á há- skólastigi í Verslunarskólanum. Niðurstaða okkar er sú að um sex þúsund og fimm hundruð manns verði á tölvuskólabekk í vetur. Petta eru t.d. um helmingi fleiri nemendur en stunda eiginlegt nám við allar deildir Háskóla íslands til samans. Samt er það engin furða þegar haft er í huga að bara á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru fluttar inn 4.003 tölvur, samkvæmt innflutn- ingstölum Hagstofunnar, og ekki er útlit fyrir annað en að svipaðri tölu verði náð fyrir síðari hluta ársins. Stétt tölvufræðara er samkvæmt þessu orðin stór og annað hvort eru stöðugt að bætast við nýir nemar eða þá að fólkið fer aftur og aftur á námskeið án þess að læra nóg. Almenn ásókn í styttri námskeiðin, frekar en þau lengri, bendir og til þess að tölvunotendur vilja ekki eyða of miklum tíma og fé í að læra of mikið á hugbúnaðinn sinn. Ein skýring þess gæti þó verið sú sem Jón Torfi bendir á hér að framan, að leit fólks eftir kennslu sé orðin markviss- Mikill peningur Nokkuð erfitt er að áætla hversu mikið fé fer í þetta nám hjá einstakl- ingum og þeim fyrirtækjum sem kosta starfsmenn sína til náms. Hins vegar sagði einn viðmælandi okkar, Gunnar Ólafsson, framkvæmda- stjóri GJJ, að mun meiri pening væri að hafa upp úr kennslunni en t.d. sölu á hugbúnaðinum sem til kennslu er. Mjög misjafnt verð er líka á hverri seldri kennslustund, eða allt frá 310 krónum upp í um 1.000 krónur. Inn í þetta mat blandast einnig fyrirkomulag og aðstæður í kennslunni. Sumir skólar takmarka nemendafjölda við sjö manns í bekk en í öðrum skólum er fjöldinn á þriðja tug. Þá er mjög misjafnt hvort hverjum nema er boðin tölva eða hvort tveir eða fleiri eru um tölvu í kennslustundinni. Stórir og smáir skólar Niðurstaða okkar um nemenda- fjölda er byggð á hóflega áætluðum tölum frá flestum tölvuskólum landsins. Þeim fjölgar hratt og bætt- ust í haust við þrír nýir skólar. Tölurnar eru fengnar frá Tölvu- fræðslunni, Stjórnunarfélagi íslands, tölvuskólum Einars J. Skúlasonar hf. og Gísla J. Johnsen hf., Tölvu- og verkfræðiþjónust- unni, Tölvuskólanum, Verslunar- skólanum (öðru tölvunámi en Tölvu- háskólans) og Endurmenntunar- nefnd Háskóla íslands. Vildu sumir skólastjórnarmenn ekki að tala nem- enda þeirra yrði gefin upp sundurlið- uð en voru að öðru leyti fúsir til að leggja til tölur til að hægt væri að áætla heildarfjölda tölvufræðslu- nema. Stærstur skólanna er Tölvufræðsl- an og er hún um helmingi stærri en næst stærsti skólinn, en þarna teljast verða um 2000 nemendur í vetur. Aðrir stórir skólar eru tölvuskólar Stjómunarfélagsins, Einars J. Skúla- sonar hf. og Gísla J. Johnsens hf. Nokkrir annarra skóla eru með nem- endafjölda í nokkrum hundruðum og eins eru til skólar sem kenna innan við hundrað nemendum á ári, enþeireruekkitaldirhérmeð. KB PC einkatölvurnar halda velli og gott betur í sölukipp haustsins á einkatölvum: Um 200 einkatölvur seldar á einni viku Einkatölvur hafa verið að seljast í nokkuð misjöfnum mæli að undanförnu en í heild er markaðurinn kominn á strik að nýju eftir frekar dauft sumar flestra tölvusala. Við lauslega athugun Tímans reyndust ekki hafa selst færri en 200 tölvur fyrstu viku októbermánaðar. Ljóst er að einkatölvurnar sem kenndar eru við PC (Personal Computer), eru mun meira seldar en aðrar vélar á þessum markaði. Á fyrri helmingi þessa árs voru alls fluttar til landsins 4003 einka- tölvur samkvæmt skýrslum Hagstof- unnar. Þetta jafngildir yfir 20 tölvum á dag. Fyrir síðasta ár eru ekki til tölur um fjölda innfluttra tölva en það ár nam verðmæti innflutningsins um 168 milljónum króna, miðað við cif verð. Fjórða hver af Victor gerð? Samkvæmt upplýsingum þeim sem Tíminn fékk hjá tölvusölum urí^ söluna í síðustu viku reyndist Einar J. Skúlason hf. hafa selt flestar tölvur. Hann selur nú að jafnaði um 150 einkatölvur á mánuði og varð góður kippur í byrjun september og aftur í byrjun þessa mánaðar. Fyrstu vikuna í október seldu þeir t.d. yfir 50 tölvur og var þá farið að ganga talsvert á vistirnar. Föstudagurinn s.l. sló þó fyrri met, en þá voru seldar um tuttugu vélar á nokkrum tímum og seldust einkatölvurnar upp þann daginn strax upp úr há- degi. Mest er selt af Victor VPC og AT og fer hún að verða algengasta einkatölva á íslandi, eftir nokkuð látlaus sölumet í meir en tvö ár. Næstur í sölu er án efa Bókabúð Braga. Þeir hafa seit 42 vélar þat) sem af er mánuðinum og er það reyndar meiri sala en að jafnaði í sumar. Höfðu þeir mikið að gera í vor í kringum fermingarnar og var talsvert að gera aftur í september. Eru þejr mjög ánægðir með söluna að undanförnu og hafa vart undan í afgreiðslunni. Þeir eru með Amstrad PC tölvur. Þeir hjá Tölvutækni Hans Peter- sen voru talsvert ánægðir með út- komu undanfarna mánuði og selja tölvuvörur fyrir milljónir á mánuði. Uppselt var hjá þeim í síðustu viku en von var á sendingu um 80 PC og AT véla þessa dagana. Stór hluti af þeirri sendingu var þegar seldur í byrjun vikunnar. Með stýrikerfið 0S/2 Ekki hefur gengið alveg eins vel að selja aðrar einkatölvur en PC vélarnar sem keyrðar eru áfram á MS-DOS stýrikerfinu. Þó er þar að glæðast markaðurinn eins og á öðr- um sviðum. Einn stærsti slíkur aðili er IBM með PS vélar sínar, en þær eru keyrðar á stýrikerfi sem nefnt er OS/2 og í nokkru frábrugðið MS- DOS. Hefur PS verið nefnt á ís- Iensku einvalatölva til aðgreiningar frá einkatölvum. Tímanum þótti þó rétt að taka þær með í reikninginn. Hjá Gísla J. Johnsen hf. fengust þær upplýsingar að miðað við sölu í september væri búið að gera áætlun um að selja hátt í 200 tölvur til áramóta og þá væri september með- talinn. Þetta þýðir að salan hefur verið vel innan við 50 í síðasta mánuði en trúlega á bilinu 30-40 vélar þann mánuð. Nú er hafin ný söluherferð á IBM PS vélum og er gefinn allt að 100.000 króna afsláttur af þessum nýju tækjum vegna skip- ana frá IBM framleiðendum. Er það gert eftir að heimsmarkaðshlutdeild IBM féll niður um meira en helming. í kjölfar þess að þeir hættu fram- leiðslu á PC tölvum sínum sem aðrar PC vélar voru þó eftirmynd af í upphafi. Svipaða sögu er að segja um söluna hjá Skrifstofuvélum hf. sem einnig er söluaðili IBM, en þar hefur salan verið dræm í allt sumar. Örtölvutækni hf. hefur selt mikið af tölvuhlutum að sögn starfsmanna, en lítið af einkatölvum í sumar. Salan á þeim væri þó aðeins farin að glæðast. Macintosh Radíóbúðin vildi ekki gefa upp neinar tölur til að byggja á og því er ekki hægt að hafa þá með í heildar- áætlun. Þeir eru fyrirferðarmikill aðili á tölvumarkaðinum og ber að taka tillit til fjarveru þeirra í þessari lauslegu könnun. Þeir selja Macin- tosh tölvur og hafa síðustu sex mánuði verið með sérstakt tilboð fyrir opinber fyrirtæki. Sagði einn starfsmaðurinn að tilboð þetta hafi heldur dregið úr almennri sölu af skiljanlegum ástæðum og nokkuð væri um að menn reyndu að svindla sér inn á tilboðið. Það rennur út eftir átta daga og því má búast við betri tíð á þeim bæ þegar frá líður. KB Níunda umferð Heims- bikarmóts Stöðvar 2: Jafntefli Níunda umferð Heimsbikar- móts Stöðvar 2 var jöfn og látlaus og lyktaði öllum skákum með jafntefli. Staðan er því óbreytt varðandi röð kappanna. í dag verða tefldar tvær biðskákir. Það eru þeir Kortsnoj og Portisch og Júsúpov og Timman sem eiga eitthvað vantalað. Úrslit níundu umferðar urðu þessi: Nicolic-Margeir......1/2-1/2 Júsúpov-Ehlvest .......1/2-1/2 Andersson-Sax........1/2-1/2 Speelmann-Timman . . . 1/2-1/2 Ribli-Beljavskí....1/2-1/2 Portisch-Spassky...1/2-1/2 Jóhann-Nunn........1/2-1/2 Sokolov-Kortsnoj .... 1/2-1/2 Kasparov-Tal.......1/2-1/2 KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.