Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 14. október 1988 LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNCIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa. Viöhald og viögeröir á iðnaðarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin—Sími 84110 Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina júlí og ágúst er 15. október n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Útboð Byggingarnefnd Fjölbrautaskólans í Breiðholti óskar eftir tilboðum í gerð sökkla, lagna í grunn og botnplötu íþróttahúss Fjölbrautaskólans í Breið- holti. Grunnflatarmál hússins er 2140 m2. Greftri og fyllingu er lokið. Útboðsgögn eru afhent á Teiknistofunni Óðins- torgi, Óðinsgötu 7, 2. h. til hægri, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. nóvember n.k. kl. 11.00. Tilkynning til söluskatts- greiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir septembermánuð er 15. október. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- mannaríkissjóðsásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið t Árni Tómasson Barkarstöðum, Fljótshlið lést 12. október á Vífilsstööum. Fyrir hönd aðstandenda. Daði Sigurðsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Bjargar Árnadóttur fyrrum húsfreyju Stóra-Hofi, Gnúpverjahreppi Seljalandi 7, Reykjavík SigurbjörgÓlöf Guðjónsdóttir Jósep Matthíasson Hreiðar Ólafur Guðjónsson Guðrnar Guðjónsson Árni Björn Guðjónsson Dóra Valgerður Hansen Sólrún Guðjónsdóttir Sighvatur Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn Grillveisla í FB IMikil grillveisla var haldin í Fjöl- brautarskólanum í Breiðholti í gær. Fyrir henni stóðu nemendur sem útskrifast um næstu áramót og eru að safna í ferðasjóð. Ætlunin var að selja 600 pylsur og virtist það ætla að ganga upp, því skóla- systkinin biðu í langri röð eftir að komast að kræsingunum. Útskriftarhópurinn.sem telur um 40 manns, stendur nú þegar í ströngu við að safna peningum og hafa krakkarnir m.a. rekið sjoppu ■ skólanum, efnt til happdrættis og selt blóm og sokka. Ýmislegt fleira stendur til svo útskriftarferðin geti orðið sem glæsilegust. Tímaniynd:Árni Bjarna íslendingarnirsem lentu í óhappinu áflugvellinum í Bangkokkomnirtil landsins: Meiðslin reyndust vera smávægileg íslendingarnir tveir, sem slösuðust lítillega þegar Boieng 747 þota frá Indoncsíska flugfélaginu Garuda ók á flugstöðvarbygginguna á alþjóðlega flugvellinum í Bangkok á sunnudagskvöld, eru komnir til íslands, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá ræðismanni íslands í Thailandi, Jörgen A. Hage. Meiðsli þeirra voru þau að annar fékk smá skurð á enni en hinn skurð á fót. senda íslendingana með milligöngu Tai Airways til Parísar. Ræðismaðurinn ætlaði að senda utanríkisráðuneytinu skýrslu um málið í gær. -ABÓ Ræðismaðurinn sagði í samtali við Tímann í fyrrakvöld að líklega hefðu íslendingarnir verið inni í flugstöðinni þegar óhappið átti sér stað, en við nánari eftirgrennslan hans í gærmorgun kom í ljós að svo var ekki, heldur voru þeir farþegar í vélinni. Hins vegar mun flugvallar- starfsmaðurinn sem slasaðist hafa verið inni í flugstöðinni, á þeim stað þar sem nef vélarinnar kom í gegn, auk þess sem fjöldi flugvallargesta fékk taugaáfall. Eins og greint var frá í Tímanum í gær slösuðust tveir íslendingar og einn starfsmaður Tai Airways í Bangkok lítillega er flugmaður ris- aþotunnar náði ekki að stöðva vélina í tæka tíð, þegar hann var að leggja henni við einn af rönum flugstöðvar- byggingarinnar. Ökuferðin endaði með því að hann ók flugvélinni á bygginguna og stöðvaðist hún ekki fyrr en nefið var komið tvo metra inn í biðsal farþega. Auk þess sem vængur vélarinnar rakst á ranann. Um borð í flugvélinni voru 312 farþegar auk áhafnar, en hún var að koma frá Jakarta á Indlandi á leið- inni til London með millilendingu í Bangkok, þegar óhappið varð. í fyrradag, þegar Tíminn hafði samband við ræðismann íslands í Thailandi, Jörgen A. Hage, kom fram að hann hafði ekki aðrar fréttir af þessu, en það sem staðið hafði i blöðunum og fram kom í Tímanum í gær. 1 gærmorgun hafði ræðismað- urinn hins vegar farið á stúfana og aflað sér upplýsinga um málið. Hann sagði í samtali við Tímann að tals- maður flugfélagsins hefði tjáð hon- um að á mánudagskvöld hefði verið flogið með alla Islendingana sem voru um borð í flugvélinni þegar óhappið átti sér stað, til Parísar og væru þeir nú komnir heim. Aðspurð- ur um nöfn þeirra sem slösuðust og fjölda íslendinga í flugvélinni sagði hann að talsmaðurinn hefði ekki viljað gefa upp nöfnin og fjöldann, þar sem það mætti ekki samkvæmt alþjóðasamþykktum. „íslendingarn- ir voru um borð í vélinni en ekki í ganginum, þar sem nef vélarinnar fór í gegn, eins og ég taldi í fyrstu. íslendingarnir tveir og aðrir íslend- ingar sem voru með flugvélinni voru fluttir til Parísar á mánudagskvöld og nú komnir til íslands. Meiðsli þeirra voru lítil. Annar fékk lítinn skurð á ennið en hinn á fótinn," sagðiJörgen. Talsmaður flugfélagsins sagði ræðismanninum að hann hefði talað við aila Islendingana sem voru um borð í vélinni. Sagði hann að þeir hafðu verið við góða heilsu og ekki kennt neins meins eftir atvikið. Jörg- en sagði að honum hefði tekist að Hljóð- bylgjan suður Líkur eru á að samkeppni út- varpsstöðvanna aukist enn, því nú hefur Hljóðbylgjan á Akur- eyri sótt um leyfi til útvarpsréttar- nefndar um að fá að hefja útsend- ingar á höfuðborgarsvæðinu. Þann 7. október s.l. sagði Pálmi Guðmundsson útvarps- stjóri Hljóðbylgjunnar í viðtali við Dag á Akureyri að kostnaður vegna tækjabúnaðar í tengslum við þessa stækkun væri um 2,5 milljónir króna. Að auki kæmi til töluverður kostnaður vegna sendinganna suður. I fyrrnefndu viðtali segist Pálmi vera bjartsýnn á að þetta dæmi gangi upp. ssh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.