Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 19
Föstudagur 14. október 1988 Tíminn 1? Kvikmvndin Svikararnir gerist í Indlandi. Hér er Pierce Brosnan í hlutverki enska liðsforingjans Williams Savage. Pierce Brosnan og Cassandra, konan hans. Hún er líka leikkona en hefur staðið í barneignum og barnauppeldi meðan Pierce var í Remington Steele- þáttunum. Cassandra þykir sérlega falieg kona. Hún er t.d. í Ijósmynda- bók Lichfields lávarðar: Fegurstu kon- ur heimsins. Pierce Brosnan er kallaður „Hinn nýi Cary Grant“ Leikarinn Pierce Brosnan hefur unnið sér frægð í aðalhlutverkinu í sjónvarpsþáttunum Remington Steele. í 5 löng ár vann hann stöðugt að þessum vinsælu sjón- varpsþáttum, og segir að það hafi verið hin mesta þrælavinna. Oft var unnið við upptökur 14 tíma á dag. Og það sem gerði lífið enn erfiðara var að stöðugt ósamkomu- lag var á milli hans og aðalleikkon- unnar, Stephanie Zimbalist. Remington Steele hafði runnið á enda sitt skeið í sjónvarpinu, þegar leitað var eftir því við Pierce Brosnan, hvort hann vildi ekki taka við James Bond-hlutverkinu af Roger Moore. Brosnan hafði mikinn áhuga, en var enn bundinn af samningnum um Remington Steele svo Timothy Dalton hreppti hnossið. Nú vill Pierce Brosnan fara að gera meira af því að leika í kvik- myndum frekar en framhaldsþátt- um. Gagnrýnendur hafa hælt honum fyrir síðustu myndirnar sem hann hefur komið fram í. Pær heita „Nomads", „The Fourth Protocol" og sögulega myndin „Svikararnir". Sú mynd gerist í Indlandi og segir sögu bresks liðsforingja, William Savage, sem er hin mesta hetja, - og er auðvitað leikinn af Pieree Brosnan sjálfum. Eftir að hann lék í myndinni „The Deceivers", eða Svikararnir fékk hann viðurnefnið „Hinn nýi Cary Grant“. Hann þótti minna svo mikið á hinn látna sjarmör með glæsilegri framkomu sinni. Brosnan er 35 ára. Hann býr með fjölskyldu sinni í hæðunum fyrir ofan Hollywood. Cassandra Harris, eiginkona hans, er jafn- gömul honum. Hún er ljóshærð og falleg leikkona frá Ástralíu. Pau eiga þrjú börn: Charlotte, 15 ára Christopher, 14 ára og svo fimr ára snáða sem heitir Sean. Brosnan-hjónin áttu áður heim í London, en 1981 fengu þa lánaða peninga og fluttu til Lo Angeles. Þeim gekk þar allt haginn, en nú eru þau farin al hugsa til að flytjast aftur ti Bretlands. Pau segjast heldur vilj; að börnin vaxi upp í Englandi en Los Angeles eða Hollywood. í Remington Steele lék Pierce með Stephanie Steele-hjónin með börnin sín þrjú. Zimbalist,sem er hér með honum á myndinni, en samkomulagið var ekki gott hjá parinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.