Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR •Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu, ® 28822 Átján mán. binding 0 7,5% SAMVINNUBANKINN HRESSA KÆTA Tímiim Félag íslenskra iðnrekenda og Verslunarráð íslands hafa ritað bréf til viðskiptaráðherra: Kostnaður of mikill við viðskiptavíxla Miðað við 60 daga viðskiptavíxla (50 þús. kr.) og væntingar um 12% verðbólguhraða á næstu mánuðum er fjármagnskostnaður fyrirtækja vegna viðskiptavíxla ekki undir 20% raunávöxtun og fer hjá sumum bönkum yfir 30% raunávöxtun umfram verðbólgu. Athugun sem Félag íslenskra iðnrekenda og Verslunarráð íslands gerðu nyver- ið leiðir þetta í ljós. í ljósi þessara upplýsinga hafa iðnrekendur og Verslunarráðið rit- að bréf til Jóns Sigurðssonar, við- skiptaráðherra, þar sem óskað er eftir sérstakri úttekt á stöðu þess- ara mála sem miði að þvf að viðskiptabankar hætti að krefja fyrirtæki um svo háa vexti af við- skiptavíxlum, sem er eitt algeng- asta rekstrarlánaform íslenskra at- vinnufyrirtækja. í bréfi Verslunar- ráðsins til viðskiptaráðherra er ennfremur lagt til að hann beiti sér fyrir þríhliða viðræðum milii sam- taka atvinnulífs, stjórnvalda og viðskiptabankanna þar sem m.a. yrði fjallað um mögulegar aðgerðir til að draga úr eftirspurn á fjár- magnsmarkaðnum og skapa með því móti grundvöll fyrir lækkun fjármagnskostnaðar. Þá leggur Verslunarráðið til að í þessum þríhliða viðræðum verði rætt um aðgerðir til samræmingar á kjörum einstakra lántakenda og lánsforma og möguleika á aukinni hagræð- ingu í bankakerfinu. Jón Sigurðsson tekur undir það að þessir vextir á viðskiptavíxlum séu of háir og hefur þegar beint þeim tilmælum til viðskiptabanka og Seðlabanka að málið verði kannað. Á fréttamannafundi sem Versl- unarráðið og Félag íslenskra iðn- rekenda efndi til í gær, sagði Víg- lundur Þorsteinsson, formaður FÍI, það athyglisvert að þegar verð- bólgan snarlækki á íslandi, eins og nú, hækki raunvextir af viðskipta- víxlum. Víglundur sagði að í ljósi þessarar staðreyndar væri vert að athuga hvort rekstrarkostnaður ís- lensks bankakerfis væri ekki ein- faldlega orðinn það hár að hann stæði í vegi fyrir því að vextir hér á landi gætu nálgast vaxtastig í löndum í kringum okkur með svip- aða verðbólguprósentu. Eitt af lyfjum til að vinna á þessu meini Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjórí Versiunarráðs íslands, Vígiundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda og Kristinn Björnsson, varaformaður FÍI á fundi með fréttamönnum í gær. TfmamyndrÁrni Bjarna tók undir þetta sjónarmið Víglund- ar og benti á að ekki þyrfti glöggan mann til að sjá að kostnaður bankakerfisins við að velta pening- um í umferð væri alltof hár. Vil- hjálmur sagði það augljóst að er, að mati Víglundar Þorsteins- sonar, að gera átak í hagræðingu í bankakerfinu t.d. með samvinnu eða samruna bankanna. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðsins, bankarnir notuðu svo og svo háar fjárhæðir til að greiða niður halla af sumum liðum í starfsemi bank- anna. Sem dæmi nefndi hann Giro- kerfið og ávísanaviðskipti. óþh Ríkisstjórnin tók ákvörðun um beiðni Stálvíkur hf. um fyrirgreiðslu vegna smíði Marokkótogaranna tíu í gær: STÁLVÍK SYNJAÐ Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær- morgun var ákveðið að synja beiðni Stálvíkur hf. um fyrirgreiðslu vegna smíði 10 togara fyrir aðila í Mar- okkó. Talið var útilokað að veita umbeðinn stuðning eftir að ríkis- stjómin hafði látið kanna fjárhags- hlið verkefnisins. Síðdegis í gær átti Jón Sigurðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra fund með forsvars- mönnum Stálvíkur hf. þar sem ákvörðun stjórnarinnar var kynnt. Jón sagði í samtali við Tímann í gærkvöldi að Stálvík hefði verið synjað bæði um beinan ríkisstyrk og ríkisábyrgð. „Við áttum fund með ráðherra í dag þar sem hann tilkynnti okkur ákvörðunina í málinu. Þetta var synjun á ríkisstyrk til að fara með smíðina inn í landið. Við erum með hina leiðina hálf opna, þ.e. að láta vinna meiri hluta smíðinnar erlend- is, en til þess þarf ríkisábyrgð og það þarf að vinna það mál upp á nýtt,“ sagði Jón Gauti Jónsson fram- kvæmdastjóri Stálvíkur hf. í samtali við Tímann eftir fundinn með Jóni Sigurðssyni. Aðspurður sagði Jón Gauti að staðan í dag væri sú að þessi skip yrðu ekki smíðuð innanlands. Fyrirtækið fór fram á niðurgreiðsl- ur úr ríkissjóði á smíðakostnaði skipanna, sem nema myndu 14 til 16% af verði þeirra, eða á bilinu 326 til 372 milljónir króna. Jafnframt fór Stálvík hf. fram á ríkisábyrgð á getu stöðvarinnar og samstarfsaðila hennar til þess að standa við srhíða- samninginn, ríkisábyrgð á útflutn- ingsláni, sem veitt yrði kaupanda og nema myndi um 1630 milljónum króna og loks ríkisábyrgð á bygg- ingarláni á smíðatíma skipanna. Landssamband iðnaðarmanna og Félag dráttarbrauta og skipasmiðja gáfu umsögn um verkefnið og kemur þar fram að verð á skipunum sé lágt og viðskiptahlið málsins ekki nægj- anlega könnuð. Samtökin telja hins vegar að samsta'rf milli innlendra skipasmíðastöðva um slík verkefni geti skapað tækifæri til hagræðingar og framleiðsluaukningar. Þá hefur iðnaðarráðuneytið nú til athugunar frumdrög skýrslu frá breska ráðgjafafyrirtækinu A&P Appledore um skipasmíðaiðnað hér á landi og eru þau drög nú til umsagnar hjá ýmsum aðilum sem málið varðar. „Eg hef áhuga á því að kanna með þessum samtökum og öðrum sem láta sig skipasmíðarnar varða hvaða leiðir séu bestar til að tryggja framhald þessarar greinar og nægilega þjónustu sem er sjálfs- bjargargrein fyrir okkur sem fisk- veiði- og siglingaþjóð. En það verð- ur þá að byggjast á einhverju sem við gerum betur en aðrir, en ekki á einhverju sem er þannig varið að ríkissjóður Islands sé að keppa við ríkissjóði annarra landa sem eru miklu öflugri en okkar,“ sagði Jón. Sigurðsson. samtökum að stefnumótun um endurskipulagningu og þróun inn- lends skipasmíðaiðnaðar, m.a. með hliðsjón af endanlegum niðurstöð- um hinna bresku ráðgjafa. Ráðu- neytið telur hins vegar útilokað að hefja samkeppni um niðurgreiddar skipasmíðar á heimsmarkaði. Slík stefna, segir í tilkynningu frá ráðu- neytinu væri að mati þess fjárhag ríkissjóðs ofviða og myndi skapa stærri vandamál en hún leysti. Fundur hefur verið boðaður hjá Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja í dag klukkan þrjú, þar sem niður- stöður málsins verða ræddar, auk þess vilji ráðherra til samstarfs við félagið um endurskipulagningu skipasmíðaiðnaðarins eins og hægt væri. „Ég held að við ættum að vera tilbúnir að taka því boði, en ég er hins vegar ekki tilbúinn til að tjá mig frekar um þessi mál fyrr en að loknum félagsfundi," sagði Jón - ABÓ Tundurdufl sprengt á Sandskeiði í gær: Avið0,5t af dínamíti Sjóli HF1, nýr togari Hafnfirð- inga, kom til hafnar í gær með sérstæðan farm innanborðs, nefnilega tundurdufl, sem kom fyrir skömmu í trollið hjá þeim þar sem þeir voru að veiðum á Berufjarðarál. Það voru í raun sex sprengju- hleðslur, sem samanlagt höfðu að geyma sprengikraft sem jafn- ast á við hálft tonn af dínamíti, sem komu um borð með trollinu og var kveikibúnaður allur virkur. í náinni samvinnu og undir tilsögn sprengjusérfræðings Landhelgisgæslunnar tóku skip- verjar hleðslurnar í sundur og gerðu þær þar með hættuminni. Þegar Sjóli kom til hafnar í gærmorgun tóku sprengjusér- fræðingar við tundurduflinu pg var farið með það upp á Sandske- ið þar sem það var sprengt. Til að gera sér betur í hugar- lund hve sprengikrafturinn er mikill, má nefna að við spreng- inguna myndaðist mikil hola, sem að sögn þeirra sem á horfðu var á við meðal húsgrunn. Þá titraði og bíll Lum tveggja kílómetra fjarlægð, - ABÓ Iðnaðarráðuneytið hefur í hyggju Gauti Jónsson. á næsfunni áð vinna með nagsmúna-........

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.