Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn ' Þriðjudagur 18. október 1988 e Útboð Snjómokstur á Norðurlandi eystra veturinn 1988-1989. Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í snjómokst- ur meö vörubílum á eftirtöldum köflum: 1. Akureyri - Kross. 2. Kross - Húsavík. 3. Auðbjargarstaðir - Raufarhöfn - flugvöllur. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri frá og með 17. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 31. október 1988. Vegamálastjóri Útboð Gatnaframkvæmdir á Snorrabrautinni á móts við Snorraríki: Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í pípu- einangrun fyrir Nesjavallaæð. Magn sem óskað er tilboða í er pípur Q 914,4 :2500 M á pípur Q 812,8 :20600 M. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 22. nóvember kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frtkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Borgnesingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 21. október kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. t Eiginmaður minn og faðir okkar Játvarður Jökull Júlíusson Miðjanesi lést í Dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum, að morgni 15. október. Rósa Hjörleifsdóttir og börn t Eiginkona mín Ólöf Grímea Þorláksdóttir Stóragerði 23 verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 19. október kl. 15.00. Sigursveinn D. Kristinsson t Þökkum innilega samúð og hlýhug við fráfall og útför Halldórs Sigvalrasonar Gilhaga Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks sjúkrahúss Húsavíkur fyrir góða umönnun. Einnig þakkir og kveðja til starfs- og vistfólks Dvalarheimilisins Hvamms, Húsavík. Laufey Guðbjörnsdóttir Brynjar Halldórsson Arnþrúður Halldórsdóttir og fjölskyldur Bílastæðin út í kant, akbrautirámiðjuna Unnið er að því að breyta Snorrabrautinni frá Flókagötu að Laugavegi. Bílastæðin verða færð að gangstéttunum beggja vegna götunnar en akbrautirnar færðar nær iniðju. Gamla fyrirkomulagið er að sögn leifar frá vinstri umferð- inni sem aflögð var vorið 1968. Ingi Ú. Magnússon, gatnamála- stjóri, sagði að þessar breytingar væru gerðar til að auka öryggið því fólk hefði stofnað sér í hættu þegar hlaupið var yfir götuna af bílastæð- unum og yfir á gangstéttirnar, en þarna er mikil umferð, bæði vegna áfengisverslunarinnar sem þarna er, svo og annarra verslana og stofnana í grenndinni. Gatnamálastjóri gat einnig um framkvæmdir á Suðurlandsbraut frá Reykjavegi að Grensásvegi sem áætlað er að verði lokið í næsta mánuði. Að þeim loknum verða tvær akreinar allt frá gömlu Mjólkur- stöðinni að Grensásvegi og flutn- ingsgeta Suðurlandsbrautarinnar tvöfaldast frá Reykjaveginum að Grensásvegi frá því sem verið hefur. -sá Niðurskurður á sauðfé í Grímsey Niðurskurður á öllu sauðfé Grímseyinga stendur nú yfir. Ilafliði Guðmundsson, fréttaritari Tímans í Grímsey, sagði að komið hefði í Ijós í sumar af sýnum sem tekin voru úr sjálfdauðri kind, að hún hefði verið sýkt af riðuveiki. Milli þrjú og fjögurhundruð fjár hafa verið í Grímsey og verða öll Gæðamerki sem veiði- menn eru öruggir með. Fyrirliggjandi í ýmsum stærðum. Kaupfélögin um land allt og sportvöruverslanir í Reykjavík fjárhús sótthreinsuð og þau lélegri, svo sem torfhús sem illmögulegt er að sótthreinsa, trúlega jöfnuð við jörðu að niðurskurðinum loknum. Hafliði sagði að getgátur væru uppi um hvernig veikin hefði borist til eyjarinnar. Hún gæti hafa borist með heyi sem flutt hefur verið út í eyna í nokkrum mæli gegn um árin, með heyvinnuvélum eða kálfum. Líða verða að minnsta kosti tvö ár frá niðurskurðinum þar til fjárbú- skapur getur hafist aftur og sagðist Hafliði ekki búast við að fleiri en helmingur núverandi sauðfjáreig- enda muni hefja sauðfjárbúskap að nýju. Hafliði sagði það koma Grímsey- ingum spánskt fyrir sjónir að engin sýni væru tekin úr fénu um leið og skorið væri niður og þar af leiðandi engar rannsóknir gerðar til að kanna útbreiðslu veikinnar. Yfirdýralæknir hefði að vísu kom- ið til eyjarinnar og horft á féð úr fjarska en það teldist vart til rann- sókna, né heldur leiddi það til mark- tækrar niðurstöðu. Vegna legu sinnar hlyti Grímsey að vera kjörinn vettvangur til rann- sókna á útbreiðslu og hegðun veik- innar. Fyrir skömmu kom nýr 50 tonna bátur til Grímseyjar og veiðir hann í dragnót. Báturinn var keyptur frá Siglufirði í skiptum fyrir annan 30 tonna bát og voru höfð nafnaskipti á bátunum um leið og skiptin fóru fram og heitir nýi báturinn Þorleifur EA eins og sá gamli hét. í Grímsey hefur verið byggt eitt íbúðarhús á ári sl. 4 ár og verið er þessa dagana að innrétta nýtt 360 fermetra hús í eigu Alfreðs Garðars- sonarsjómanns. Húsiðereiningahús frá SG á Selfossi byggt á steinsteypt- um kjallara. Pá er hafin bygging 150 fermetra veiðarfærageymslu og 160 fermetra verkstæðishúss og unnið er að leng- ingu og endurgerð flugbrautarinnar. -sá/HG Kópavogur: Númerin klippt Númerin voru klippt af nokkrum því að ökumenn hafi ekki farið bílum í Kópavogi fyrir helgina, hjá með bifreiðar sínar til skoðunar á þeim sem trassað höfðu að fara réttum tíma og því orðið að grípa með bílana í skoðun. tilþessaráðs. Lögregian mun halda Að sögn lögreglu ber talsvert á þessu aðgerðum áfram. -ABÓ rt ,-é-A -«t ■ Éi *■*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.