Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. október 1988 Tíminn 7 Könnun Félags ungra lækna bendir til að aðeins tveir af hverjum þrem læknum í framhaldsnámi komi aftur til starfa á íslandi: Menntum 128 lækna á 8 árum fyrir útlönd Nýleg könnun leiddi í ljós að einhæfi í vali lækna á sérgrein er meiri en menn höfðu gert ráð fyrir. Könnunin bendir enn fremur til þess að rúmlega þriðji hver læknir sem menntaður hefur verið í íslenska menntakerfínu og fer í framhaldsnám flengist um lengri eða skemmri tíma erlendis. Á átta ára tímabili lætur nærri að um 128 íslenskir sérfræðingar flengist í útlöndum, eða 16 sérfræðingar á ári að jafnaði. Landlæknir kallar þetta toll sem við þurfum að greiða fyrir að senda menn utan í nám. Könnun þessi var gerð að undir- aður íslenska ríkisins við menntun lagi Félags ungra lækna og niður- 353 lækna á þessu tímabili skilar stöður hennar birtast í nýútkomnu ssr Þvl ekki aftur til íslands í u.þ.b. fréttabréfi lækna. Markmið könn- 128 tilfellum samkvæmt þessum unarinnar var að athuga í hvaða greinar innan læknisfræðinnar væri mest sótt og afla þar með upplýs- inga sem fram að þessu hafa ekki legið á lausu. Könnunin náði til lækna sem útskrifuðust á árunum 1978-1986. Niðurstöður urðu m.a. þær að 81,3% hafa lokið eða eru í sér- námi. Hvað val á sérnámi varðar þá hafa flestir sótt í heimilislækn- ingar, eða 19,5%. Einnig hefur ásókn verið hlutfallslega mikil í lyflækningar og skurðlækningar. Athygli vekur hversu fáir hafa sótt nám í t.a.m. ónæmisfræðum, lyfja- fræði og endurhæfingar- og öldrun- arlækningum, en fjöldi í þeim greinum, hverri fyrir sig, er innan við 1%. Meira en þriðji hver erlendis í niðurstöðunum kemur einnig fram að um rúm 36% eða 31 af þeim 85 sem hlutu íslenskt sér- fræðileyfi á þessu átta ára tímabili búa erlendis. Þetta samsvarar því að 97 af þeim 268 sem nú eru í sérfræðinámi, eða hafa valið sér- grein, munu koma til með að búa erlendis í lengri eða skemmri tíma eftir að námi þeirra lýkur. Kostn- forsendum. Hins vegar gagnast þetta Svíum vel en þar starfa flestir íslensku sérfræðinganna og sænska ríkið sparar sér alla grunnmenntun og almenna læknisfræðimenntun þessara sérfræðinga, þ.e. aðra menntun en sjálfa sérfræði- menntunina. Haft var samband við Ólaf Ólafsson landlækni og hann spurð- ur um álit á þessum niðurstöðum. Hvað varðar misvægið í vali á sérgreinum þá sagði Ólafur að ein skýring gæti hugsanlega verið sú að mikil uppbygging hefur orðið á síðastliðnum árum í heilsugæsl- unni. „Við hefðum þó kosið að fleiri færu í endurhæfingar- og öldrunarlækningar. Við höfum rætt að það vantaði menn í þessar greinar, samt virðist eins og það sé svo að menn hafi meiri áhuga á því að fara í heimilislækningar og það er svo sem ekkert við því að segja.“ Hvað varðar offramboð á læknum sagði Ólafur að það virtist vera þannig að störf fyrir lækna hefðu aukist. „Annað er svo það að það er skortur á hjúkrunar- fræðingum og færri fara í sjúkra- liðanám. Það virðist ekki vera áhugi hjá ungu fólki að fara í umönnunarstörf. Einnig er mjög slæmt að örfáir fara í meinatækna- nám. Til dæmis hófu fimmtán til tuttugu manns nám í meinatækni hér áður fyrr, en í haust voru einungisfjórirsem hófu nám. Þetta er mjög slæmt og þýðir m.a. það að læknar verða að fara í þessi störf. Það getur nú varla talist þjóðhagslega hagkvæmt." Sérfræðinámstollur Hvað viðkemur þeim mikla fjölda sérfræðinga sem búsettir eru erlendis sagði Ólafur að allt frá 1960 hefði alltaf mikill fjöldi ís- lenskra lækna verið búsettur er- lendis. „Það er nú þannig að við höfum ekki haft neitt framhalds- nám hér heima að ráði, núorðið fara allflestir í framhaldsnám og það virðist bara kosta okkur þetta. Menn setjast að, fá stöður og koma kannski ekki heim. Hugsanlega er þetta eins konar tollur sem við verðum að greiða. Menn eru er- lendis við nám í fimm til sjö ár og hvað gerist í þeirra lífi á þeim tíma er ómögulegt að segja.“ Að lokum var Ölafur spurður hvað væri gert til að kynna fyrir ungum læknum hver þörfin væri upp á atvinnumöguleika að gera. „Við höfum gefið út læknaskrá árlega og sent hana víða. Það má kannski segja að við höfum rekið meiri áróður fyrir heimilislækning- um en öðrum greinum meðan þessi mikla uppbygging hefur farið fram, en það getur vel verið að við verðum að reyna að breyta áhersl- um hvað þetta varðar." ssh Ólafur Ólafsson, landlæknir, segir ekki verulegan skort á stöðum fyrir Iækna á íslandi enda hafi stöðum fjölgað. Hins vegar verði læknar í auknum mæli að ganga í störf meinatækna, vegna þess hve fáir fari í það nám. Slíkt sé þjóðhags- lega óhagkvæmt. Vöruskiptajöfnuöur við útlönd óhagstæður um 993 milljónir króna: 16% aukning í álútflutningi Vöruskiptajöfnuður við útlönd var óhagstæður um 993 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs, á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 1.533 milljónir króna á sama gengi. Fyrstu sex mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 27.726 milljónir króna, en inn fyrir 28.719 milljónir króna. í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 6.032 millj. kr., en innflutning- ur nam á sama tíma 6.477 millj. króna. Vöruskiptajöfnuðurinn var því óhagstæður um 445 millj. kr. en í júní í fyrra var hann hagstæður um 310 millj. kr. á föstu gengi. Fyrstu sex mánuðina voru sjávar- afurðir 75% alls vöruútflutnings, en það er um 3% minni verðmæti en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 16% meiri og útflutningur kísil- járns 7% meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningsverðmæti annarrar vöru var 10% meiri fyrstu sex mán- uði þessa árs en á sama tíma í fyrra ef reiknað er á föstu gengi. Á ofangreindu sex mánaða tíma- bili voru verðmæti vöruinnflutnings 10% meiri en á sama tíma í fyrra. Innflutningur til álverksmiðjunnar var nokkru meiri én á sama tíma í fyrra, en olíuinnflutningur minnkaði lítils háttar samkvæmt skýrslum fyrstu sex mánuði ársins. Innflutn- ingur skipa var hins vegar miklu meiri en í fyrra. Innflutningur til stóriðju og olíuinnflutningur, ásamt innflutningi skipa og flugvéla er jafnan breytilegur frá einu tímabili til annars. Séu þessir.liðir frátaldir reyndist annar innflutningur hafa orðið um 7% meiri en í fyrra. -ABÓ Maðurinnsem lýstvareftirá ísafirði kominn í leitirnar: Fannst látinn Gísli Jósefsson, sem lýst var eftir á fimmtudag, fannst látinn í innri höfninni á ísafirði skömmu fyrir klukkan tvö á sunnudag. Síðast sást til ferða Gísla um kl 21.30 á miðvikudagskvöld við togarann Pál Pálsson í ísafjarðar- höfn. Talið er að Gísli hafi fallið milli skips og bryggju. Gísli Jósefsson var til heimilis að Hrannargötu 3 á ísafirði. Hann lætur eftir sig konu og fjögur uppkomin börn. -ABÓ SÆNSKU AÐVENTULJÓSIN VINSÆLU mismunandi litirog gerðir. Mjög gott verð. LEMKÓ MF. Umboðs- og heildverslun Smiðjuvegi 1 - 200 Kópavogi - 5ími 46365 brosum/ og w allt gengur betur •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.