Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 13
Tíminn 13 Þriðjudagur 18. október 1988 Genf. Dómstóll UEFA, Knatt- spyrnusambands Evrópu, dæmdi á laugardaginn nokkur lið til greiðslu sekta vegna atvika sem komu upp í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Gríska liðið PAOK Salonika var dæmt til að greiða 20 þúsund svissneska franka í sekt vegna þess að áhangendur liðsins grýttu flöskum og öðru lauslegu inná völlinn, þegar Napoli lék gegn liðinu fyrir tveimur vikum. Félagið hafði áður verið dæmt til að greiða 7.500 franka í sekt vegna svipaðra atvika eftir fyrri leik liðanna á Ítalíu. Annað grískt lið, Larissa, var dæmt í 10 þúsund franka sekt fyrir að sprengja púðurkerlingar, henda drasli og ryðjast inná leikvöllinn, eftir leik gegn Neuchatel Xamax í Sviss. Svissneska liðið var dæmt til að greiða 4 þúsund franka í sekt vegna lélegrar gæslu á leiknum. Ajax var dæmt til að greiða 8 þúsund franka vegna atvika í báðum leikjum liðsins gegn Sporting Liss- abon. Þá voru Grasshoppers frá Sviss og Eintrakr Frankfurt frá V- Þýskalandi einnig dæmd til sektar- greiðslna fyrir slæma hegðun. Þjálfari Metz frá Frakklandi var dæmdur í tveggja leikja bann og tveir leikmenn voru dæmdir í þriggja leikja bann og aðrir tveir í tveggja leikja bann. New York. Á laugardaginn var haldið míluhlaup á 5. breiðgötu í New York. í kvennaflokki sigraði Mary Slaney frá Bandaríkjunum á 4,20,03 mín. en í karlaflokki sigraði Steve Scott, einnig frá Bandaríkjun- um á 3,53,43 mín. París. Heimaliðið París Saint Germain skaust í efsta sæti frönsku 1. deildarinnar í knattspyrnu um helgina er liðið vann Matra Racing, 2-0 á heimavelli og Auxerre tapaði fyrir Nice, 0-1 á útivelli. Bordeaux vann stórsigur, 5-0, á Nantes og Marseille vann Caen, 4-2. Montpei- lier og Cannes, og Laval og Monaco gerðu markalaust jafntefli. Sochaux og Toulouse gerðu jafntefli, 2-2, en Metz vann Lens 2-0 á útivelli meðan Saint-Etienne vann Lille með sömu markatölu á heimavelli. Sömu úrslit urðu í leik Saint-Etienne og Lille, Saint-Etienne í vil. Los Angeles. Lið heima- manna, Dodgers, stefnir nú hraðbyri að meistaratitlinum í bandaríska hafnaboltanum, eftir tvo sigra á Oakland Athletics í úrslitakeppninni um helgina (World Series). Fyrri leikinn vann liðið 5-4 og þann síðari sem háður var á sunnudag vann liðið 6-0. Það lið sem fyrr sigrar í 4 leikjum vinnur meistaratitilinn. Chicago. Mike Tyson, heims- meistari í þungavigt í hnefaleikum, sagði í blaðaviðtali um helgina að Robin Givens eiginkona sín, sem hann er að skilja við og tengdamóð- ir, Ruth Rober, væru andsnúnar svörtu fólki og þær beinlfnis fyrirlitu það. Tyson sagði að sambúðin með þeim mæðgum hefði verið líkust því að hann byggi með „Ku Klux Klan“ félögum, slík væri andúð þeirri í garð svertingja. Tyson sagði að þær væru ekki hrifnar af fólki sem ynni hörðum höndum, þær notuðu svert- ingjana og héldu að þær væru kon- ungbornar. Þá sagði Tyson að þær mæðgur dreymdi um að vera hvítar. Já, nú er það svart! Róm. Úrslit í 1. deild ítölsku knattspyrnunnar á sunnudag urðu . sem hér segir: Atalanta-Verona..............2-2 Bologna-Roma............... . 0-1 Fiorentina-Ascoli ...........2-1 Internazionale-Pisa .........4-1 Juventus-Cesena..............2-2 Lazio-Torino ............... 1-1 Lecce-Napoli ............... 1-0 Pescara-AC Milan.............1-3 Sampdoria-Como ..............2-0 INI Framsóknarfélag Kjósarsýslu Fundarboð Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu verður haldinn að Hlé- garði, Mosfellsbæ, sunnudaginn 23. okt. n.k. kl. 17.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, þar með talið kjör fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. Kjör heiðursfélaga. Að aðalfundi loknum er gert hlé til skrafs og viðræðnatil kl. 19.00, en þá hefst kvöldverður. Gestir fundarins verða: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra Jóhann Einvarðsson, alþingismaður, og eiginkonur þeirra. Fólki, sem ekki hefur tök á að sitja aðalfundinn, er bent á, að það er velkomið til kvöldverðarins. Vinsamlega hafið samband vegna matarpantana eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn við: Gylfa, vs. 985-20042, hs. 666442. Helga, vs. 82811, 985-21719, hs. 666911. Stjórnin Árnesingar Hin árlega 3ja kvölda framsóknarvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefst föstudaginn 21. okt. n.k. kl. 21.00 að Flúðum, föstudaginn 28. okt. í Þjórsárveri og lýkur 11. nóv. í Aratungu. Aðalvinningur er ferð fyrir 2 með Samvinnuferðum/Landsýn. Einnig vegleg kvöldverðarlaun. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn að Eyrar- vegi 15, Selfossi þriðjudaginn 25. okt., n.k. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Framsóknarfélags Rangæinga verður haldinn að Hvolsvelli fimmtu- daginn 20. október n.k. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Aðalfundur F.R. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudag- inn 24. október að Nóatúni 21 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 19. október að Nóatúni 21. Fundurinn hefst kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundurfulltrúaráðsins í Reykjavík Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 5. nóvember n.k. að Hótel Lind og hefst kl. 10.00. Dagskrá fundarins nánar auglýst síðar. Stjórnin Suðurlandskjördæmi Kjördæmisþing verður haldið í Vestmannaeyjum 4. og 5. nóvember n.k. Þingið hefst kl. 19.30 föstudaginn 4. nóv. Athugið breyttan tíma. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing verður haldið dagana 29. til 30. okt. n.k. í félagsheimil- inu á Blönduósi. Þingið hefst kl. 14. Dagskrá auglýst síðar. KFNV Vesturland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Akranesi 5. nóvember n.k. KSFV Hafnarfjörður Páll Pétursson ræðir baksvið stjórnmálaumróts síðustu mánaða og spáir í framtíðina á fundi í Hafnarfirði þriðjudagskvöldið 18. þ.m. kl. 21 að Hverfisgötu 25. Fundur, opinn öllum liðsmönnum Framsóknarflokksins, verður hald- inn af Fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. október að Hverfisgötu 25. Fundarefni: I. Innri mál, kl. 20.30 til 21. Formaður fulltrúaráðsins setur fundinn og kynnir fulltrúaráðsmönnum m.a. tiilögur stjórnar til breytinga á samþykktum, sem fyrirhugað er að leggja fyrir aðalfund fulltrúaráðs- ins, sem haldinn verður í byrjun nóvember. Formaður Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Fteykjaneskjör- dæmi ræðir um undirbúning Kjördæmisþings, sem haldið verður sunnudaginn 13. nóvember, og flokksþings, sem haldið verður dagana 18. til 20. nóvember. II. Stjórnmálaumræður. Páll Pétursson þingflokksformaður mætir kl. 21 og ræðir m.a. ástæður stjórnarslita, myndun og stefnumörkun nýrrar ríkisstjórnar og viðfangsefnin á nýbyrjuðu þingi. Má vera að frummælandi og framkvæmdastjóri fulltrúaráðsins lumi á einhverjum stjórnarmyndunar-kveðskap og þingvísum handa mönnum með kaffinu. Almennar umræður og fyrirspurnir meðan kvöldið endist. Brýnt er fyrir fulltrúaráðsmönnum að mæta stundvíslega kl. 20.30 og öðrum fundarmönnum að mæta eigi síðar en kl. 21. Stjórnin A Vinningstölurnar 15. október 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.306.764,- Fimm tölur réttar kr. 1.982.598,- skiptast á 2 vinningshafa, kr. 991.299,- á mann. BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 344.436,- skiptast á 3 vinningshafa, kr. 114.812,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 594.048,- skiptast á 136 vinningshafa, kr. 4.368,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.385.682,- skiptast á 4413 vinningshafa, kr. 314,- á mann. VINNUR ÞÚ Á LAUGARDÖGUM? Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.