Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Bátur til sölu 2,5 tonna trébátur til sölu, báturinn er með 38 ha. Mercedes Benz vél, radar 8 mílna, dýptarmælir, talstöð, tveim rafmagnsrúllum. Fæst fyrir sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 97-21177 eða 43850. BLIKKFORM ______Smiðiuveqi 52 - Sími 71234__ Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælqnhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt land (Ekið niður með Landvélum). Miðvikudagur 19. október 1988 .Vf ' ~lv- ? - v‘v'‘'|i'v'. Rjúpnavertíð hófst um helgina: Afleitt veður hamlaði veiði Rjúpnavertíðin hófst um helgina. Veiðimenn hrepptu hið versta veður, víða um Iand og veiddist heldur minna en menn eiga að venjast fyrstu dagana. Á þessu voru þó undantekning- ar. Skyttur í Mývatnssveit voru ánægðar með sinn hlut og segja mikið af rjúpu. Skyttur á Suður- og Vesturlandi hrepptu aftakaveður og fuku fram og aftur ásamt rjúpunum. Ekki fara sögur af mikilli veiði á laugardag. Blaðamaður Tímans fór upp í Bláfjöll á sunnudag og var þar margt um manninn. Höfðu veiðimenn það á orði að fleiri skyttur hefðu verið í fjöllunum en rjúpur. Gat að líta slituppgefna skrifstofu- menn í bröttum hlíðum, er bölvuðu hreyfingarleysinu og reykingunum. Sumir tóku svo djúpt í árinni að lýsa því yfir að þetta yrði þeirra síðasta rjúpnaferð. Mikið heyrðist þó af skothvellum og sjálfsagt að einhverj- ir hafi lent í veiði, þó þeir hafi ekki orðið á vegi blaðamanns Tímans. Jóhannes Stefánsson matreiðslu- maður í Veitingahöllinni var einn þeirra sem ekki setti fyrir sig hvass- viðrið á laugardag og fór til rjúpna í Borgarfirði við þriðja mann. „Þetta varrosalegt. Við bókstaflegafukum. Úrkoman var svo mikibað ég hef sjaldan upplifað annað eins. Þegar leið á daginn þyngdist maður og var sjálfsagt orðin ein hundrað og tutt- ugu kíló, því gallinn sem ég var í var gegnsósa af vatni,“ sagði Jóhannes. Hann og félagar hans höfðu ágæta veiði þegar upp var staðið. Jóhannes taldi að nokkuð hefði verið af rjúpu á svæðinu er þeir félagar hafa stund- að síðari ár. „Þetta var þó engan veginn jafn mikið og maður hefur átt að venjast," sagði Jóhannes. Konráð Sigurðsson, sjómaður á Árskógsströnd fór ásamt öðrum manni til veiða á laugardag, í fjall- lendi upp af Eyjafirði. Höfðu þeir samtals á þriðja tug fugla, þegar þeir hættu um miðjan dag, sökum veðurs. Var þá verulega farið að hvessa. Úr Bárðardal fékk Tíminn fréttir af góðri veiði. Þar segjast menn hafa séð mikið af rjúpu og hugsa veiði- menn sér gott til glóðarinnar. -ES Flugleiðir og Japanair: Flogið beint í fjærsta austur Ferskur lax og ígulker var meðal þess fyrsta sem flutt var beina leið með flugi frá íslandi til Japans, með millilendingu þó. Byggja þessir flutningar á samn- ingum milli Flugleiða og Japanair og er því hægt að fá vöru flutta héðan til Japans á einum til tveimur sólar- hringum, eftir því hvernig stendur á fluginu, en það fellur inn í aðra áætlun. Millilendingin verður í London á Heathrow-flugvelli og er þar skipað um yfir í risaþotur Japana sem fljúga beina leið til Tokyo og annarra staða í Japan. Fyrst um sinn er búist við að útflytjendur á ferskum sjávaraf- urðum muni nýta sér þessa nýju og fersku áætlun Flugleiðamanna, eins og Einar Sigurðsson upplýsingafull- trúi sagði, en vitanlega eru allir möguleikar opnir fyrir frekari flutn- ingi. Þá opnast einnig möguleikar á að flytja hingað til land^ ýmsa vöru frá Japan en eins og kunnugt er aukast stöðugt viðskipti landanna tveggja. KB Leiksýning frá París Á mánudagskvöldið 24. október verður leiksýning frá París í íslensku óperunni. Þar kynna tveir þekktir franskir leikarar, Catherine Sellers og Pierre Tabard, leikritið Madame de la Carliere, sem byggt er á smásögu eftir Denis Diderot. Það eru La Comedie Francaise og Le Petit-Odeon í París sem standa að þessari sýningu, en hingað kemur hún á vegum Alliance Francaise, í tilefni af tvö hundruð ára afmæli frönsku byltingarinnar. Höfundur verksins, Denis Dide- rot, var einn af mestu rithöfundum og heimspekingum Frakka á 18. öld, og einn af höfundum frönsku al- Pierre Tabard. fræðiorðabókarinnar. Þetta verk hans fjallar um ást karls og konu og þau viðhorf sem hjá þeim skapast ef trúnaðurinn bregst. Það er glettnis- lega samið, en að baki leynist þó gagnrýni á þær venjur og þá fordóma sem fýlgt hafa manninum allt fram á okkar daga. -esig Evrópsk verðlaun fyrir markaðssetningu á sviði útgáfu: „Nýtt af nálinni“ fagleg hugkvæmni Bókaútgáfan Vaka-Helgafell hreppti um síðustu helgi evrópsk verðlaun fyrir útgáfu sína og mark- aðssetningu á hannyrðaklúbbnum Nýtt af nálinni. Verðlaunin, sem nú voru veitt í annað sinn heita European Grand Prix for Direct Marketing og standa að þessari verðlaunaveitingu meðal annarra franska póstþjónustan og ýmis póstdreifingarfyrirtæki í Frakk- landi. Verðlaunin eru veitt fyrir framúr- skarandi kynningarverkefni í ýmsum greinum beinnar markaðssetningar og á sviði útgáfu eru aðeins ein verðlaun veitt og komu þau nú í hlut Vöku-Helgafells. Nýtt af nálinni er klúbbur fyrir áhugafólk um saumaskap og hann- yrðir. Félagar hans fá mánaðarlega sendan pakka frá Vöku-Helgafelli með tímariti, sníðaörk og ýmsum tilboðum. Þá fá meðlimir árlega senda sérstaka geymslumöppu fyrir efnið sér að kostnaðarlausu. -cá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.