Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. október 1988 Tíminn 9 llllllllllillillllllll aðutan - '! , |i" I jjj11 ,;!!|: ^;í:, -jí: Flóttamennirnir úr austrinu eiga erfitt uppdráttar í Vestur-Þýskalandi Þýskættað fólk frá Austur-Evrópu hefur að undanförnu átt greiðari leið tit „gamla landsins“ en áður og er það samkvæmt samningum vestur- þýskra stjórnvalda við austantjaldslöndin, þar sem Vestur-Þjóðverjar „kaupa frelsi“ til handa þessum löndum sínum. En þegar í frelsið og dýrðina í Vestur-Þýskalandi er komið hefst fyrst lífsbaráttan fyrir alvöru hjá þessum innflytjendum og mjög oft fer svo að áður en þeir vita af eru þeir orðnir atvinnulausir öreigar sem eiga hvergi höfði sínu að halla. Félagsfræðingar rannsaka þetta fyrirbæri af fullum krafti og er leitað leiða til að gera innflytjend- unum umskiptin bærilegri. En oft er við ramman reip að draga og hefur komið í ljós að í mörgum tilfellum er um að ræða fólk sem var í andstöðu við þjóðfélagið á sínum heimaslóðum og heldur áfram að vera í andstöðu við þjóðfélagið þó að það búi nú við annað þjóðfélagsform. Um þetta er fjallað í grein í vikuritinu Der Spiegel nýlega. Saga flóttamarais frá 1971 Honum hafði því sem næst tekist það. Hann hafði skotið á varðmann, sem reyndi að stöðva hann, og sett hann þar með úr leik, og hundinn hans líka. Vopnið, Makarow-skamm- byssu, hafði hann keypt fyrir 400 mörk af sovéskum hermanni. En aðeins örfáum metrum frá múrnum tók flóttinn bráðan enda. Skær leitarljós fönguðu hann og þjóð- varðliðar með vélbyssur í höndun- um umkringdu flóttamanninn og tóku hann höndum. Flóttatilraunin leiddi til 5 ára fangelsisvistar en strax í gæsluvarð- haldinu sótti flóttamaðurinn um útflytjandaleyfi. Strax að afplánun aflokinni fékk hann leyfi til að flytjast frá Austur-Þýskalandi. Það var árið 1971. Þegar hann var kominn til Vest- ur-Þýskalands naut hann frelsisins til að byrja með. Hann ferðaðist um landið og þegar hann varð auralaus fékk hann sér einfaldlega vinnu til að halda áfram flakkinu. Hann var lærður vélvirki og alls staðar gat hann fengið vinnu. En svo runnu upp erfiðari tímar og þegar hann missti loks vinnuna sem hann hafði síðast komst hann að raun um að enga vinnu var frekar að fá. Hann lenti á götunni, allslaus. Að lokum fékk hann húsa- skjól á heimili fyrir allslausa. Æ fleiri flóttamenn verða heimilislausir Til þessa heimilis leita æ fleiri innflytjendur frá austantjSlds- löndunum. Á árinu 1985 fengu 2-3 austantjaldsmenn þar inni, á árinu sem leið voru þeir 10, en á fyrra árshelmingi 1988 voru þeir þegar orðnir 9. Engar nákvæmar tölur eru fyrir- liggjandi um hversu margir fyrrver- andi austur-þýskir borgarar eru í hópi flækinga í Vestur-Þýskalandi en í Frankfurt og Hamborg álíta yfirvöld að þeir séu um 40%. Þeir koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Þar má m.a. finna skurðlækninn sem síðar vann sem yfirlæknir á sjúkrahúsi í Bæjara- landi áður en hann hóf feril sinn í átt til einskis. Ferillinn lá um hjónabandsvandræði, áfengi, vinnumissi og að lokum, húsnæðis- leysi. f hópnum má líka finna lífskúnstnerinn og skemmtikraft- inn frá Dresden, sem svaf á bekk í skemmtigarði milli þess sem hann vann í sirkus. En flestir innfiytjendanna höfðu þegar komist í kast við lögin áður en vestur-þýsk yfirvöld keyptu þeim frelsi. f þeim hópi er t.d. 26 ára vesalingur, sem kveikti í óper- unni í Frankfurt í fyrra. Allar tegundir fanga í hópnum Sálfræðingur í Stuttgart sem hef- ur haft mikið að gera með mál austanmanna sem hafa lent illa í því, segir að þeim sé hættast sem lengst hafi setið í fangelsi. í hópi þessara fyrrverandi fanga, sem keypt hefur verið frelsi, voru reyndar nokkrir pólitískir fangar, sem sátu inni vegna kerfisbundinna andmæla gegn „kerfinu". En aðrir voru bara hreinir og klárir glæpa- menn, sem austur-þýsk yfirvöld hafa varla verið ófús að losna við úr landinu - og fá greitt fyrir það að auki. Það eru ekki einungis fyrrver- andi fangar sem mikil hætta er á að lendi á vonarvöl um lengri eða skemmri tíma. Að áliti félagsvís- indamanna eiga innflytjendur að austan yfirleitt erfiðara með að fást við hversdagslífið í Vestur-Þýska- landi en innfæddir. Knýjandiþörftiladberastá í fyrstu verður þeim að falli Höfuðástæða þess að þeir verða allslausir er fátækt. Þó að Austur- Þjóðverjar sem flytjast vestur yfir lifi því sem næst eingöngu á vegum hins opinbera eða atvinnuleysis- bótum, a.m.k. í fyrstu, hafa þeir strax eftir flutninginn fundið hjá sér knýjandi þörf til að verða sér úti um nokkra hluti sem bera vott um velferðarástandið á nýja staðn- um og senda þá austur yfir. Þannig vilja þeir sýna þeim sem eftir sitja að þeir búi við velsæld á nýja staðnum. Félagsfræðingurinn Volker Ronge hefur gert könnun á lífs- kjörum innflytjenda eftir að fyrsta stóra bylgjan kom 1984. Þar kemur fram að 15% allra innflytjenda hafa innan árs útvegað sér mynd- bandstæki, á sama tíma og aðeins 8% vestur-þýsku þjóðarinnar áttu slíkt tæki. Sömuleiðis hafði 81% innflytjendanna eignast litsjón- varpstæki innan 12 mánaða, 73% bíl og 85% útvegað sér síma, til að geta haft samband við ættingjana handan landamæranna. Svo virðist sem það séu aðeins uppþvottavélar sem innflytjendurnir hafa lítinn áhuga á, en þær eru á fimmta hverju heimili innfæddra. Auðveld bráð okurgamma Þar sem eignalausir Austur- Þjóðverjar geta ekki eignast slík langþráð stöðutákn Vesturlanda- búa nema með með því að stofna til skulda verða þeir auðveld bráð okurgamma, þeirra sem selja með afborgunum og sölulistafyrirtækja. Margir þeirra verða því fyrr en varir skuldum vafnir og aðeins fáir geta grynnkað á skuldunum með eðlilegum vinnulaunum. Stór hluti innflytjendanna verð- ur viðvarandi atvinnulaus, þvert á móti því sem þeir áttu von á. 40% austur-þýsku innflytjendanna eru skv. skýrslum vinnumálaráðuneyt- isins í Bonn ófaglært fólk eða fólk sem hefur lokið námi sem ekki nýtist í vestur-þýsku samfélagi, og þar með er það varla nothæft á vinnumarkaði í Vestur-Þýska- landi. 30% til viðbótar eru háskóla- borgarar og af þeim er fyrir ofgnótt í Vestur-Þýskalandi. Því er það að 30% þeirra sem fluttust vestur yfir 1984 eru enn - cða aftur- atvinnu- lausir, skv. skýrslu Ronges. Fleiri ástæður til atvinnu- missis - og mikil sálræn vandamál Margir þeirra missa stöðugt vinnuna þar sem þeir grípa fyrsta tækifæri sem gefst og taka að sér láglaunastörf án uppsagnartrygg- ingar. Margir svara ekki ströngum atvinnukröfum Vesturlanda, og aðrir sýna slíkan ofurákafa á vinnu- staðnum aðþeireru litnir hornauga af vinnufélögunum og skemma andrúmsloftið meðal þeirra. Það getur leitt til alvarlegra sál- rænna kvilla að ijrissa vinnuna, en margir innflytjendanna eru þar að auki langt í frá búnir að jafna sig eftir flóttann, eða flutninginn vest- ur yfir. Fjölmargir þeirra höfðu þar að auki átt við mikinn sálrænan vanda að stríða þegar fyrir flutn- inginn. Hvað þá varðar segja fé- lagsfræðingar að flóttinn hafi fyrst og fremst verið frá einkavandamál- um. En jafnvel þeir sem eru stál- slegnir bæði andlega og líkamlega eiga oft í erfiðleikum með að fást við hversdagslífið vestantjalds. Ástæðan er sú að þeir sem alist hafa upp í Austur-Þýskalandi búa yfir allt annarri sálrænni byggingu en þeir sem hafa alið allan sinn aldur í Vestur- Þýskalandi, segir Ronge. 1 austrinu er litið með velvild á hlédrægt fólk, sem lætur vel að stjórn. í vestrinu aftur á móti verða þeir ofan á sem sýna hörku og baráttuvilja. Volker Ronge segir það reynslu sína að innflytjendurnir úr austrinu séu ekki nógu vel búnir undir búsetu á Vesturlöndum þar sem þeir flytji með sér „afstöðusið- ferði“ sem hefði átt við í Vestur- Þýskalandi á sjötta áratugnum. Innflytjendurnir séu „dæmigerð af- sprengi sósíalismans, vanir sósíal- isku öryggi og umönnun,“ sem geri þeim erfitt að fást við „þá litlu samstöðu og miskunnarlausu sam- keppni og afkastakröfu sem tíðkast í vestrænu og kapitalisku olnbogas- amfélagi". Sambúðin við innfædda erfið og verður sífellt erfiðari Þegar þar við bætist að Vestur- Þjóðverjar sýni ákaflega takmark- aðan vilja til að taka aðfiutta í sinn hóp verði Austur-Þjóðverjarnir fljótlega einangraðir. Ronge segist óttast að vandamálin vegna sam- búðarinnar við innfædda verði sí- fellt erfiðari viðureignar og í sama streng taka fleiri starfsbræður hans sem hafa áhyggjur af þeim gífur- legu vandamálum sem hrannist upp vegna stóraukins aðstreymis fólks af þýskum uppruna frá aust- antjaldslöndum. Folk af þýskum uppruna sem flyst til Vestur-Þýskalands frá austan- tjaldslöndum fellur flest í þá gryfju að festa strax kaup á vestrænum þægindum og lúxusvarningi. Þar með er það komið í klærnar á okurhákörlum og síðan er ekki aftur snúið. Þessi er kominn leiðina á enda og býr nú á heiijiili fyrir nauðstadda. Enn sem komið er er óljóst hvar nýju þegnarnir eiga að fá húsa- skjól. Félagsiegt byggingakerfi hef- ur verið vanrækt árum saman í Vestur- Þýskalandi og þess vegna finna innflytjendur frá PóIIandi, Sovétríkjunum eða nýkomnir frá Austur-Þýskalandi aðeins sjaldan húsnæði við viðráðanlegu verði. Innan örfárra mánaða verður ódýrt húsnæði hvergi að fá, segja sérfræðingarnir og spá því að strax í vetur myndist ringulreið í hús- næðismálum. Þá skipti ekki máli hvort í hlut eiga innflytjendur eða illa settir Vestur-Þjóðverjar. „íbúðamarkaðurinn bregst þá fólk- inu sem minnst má sín og fjöldinn allur hefur þá ekki þak yftr höfuð- ið,“ segir embættismaður í Bonn, sem hefur með málefni allsleys- ingja að gera og hefur fylgst með þróun þeirra mála árum saman. Lausn þessa embættismanns á vandanum er að „aðeins með því að gera ónýtt húsnæði upptækt verði hægt að leysa vandann".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.