Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 19. október 1988 FRÉTTAYFIRLIT STOKKHÓLMUR Maurice Allais, sem talinn er faöir nútíma hagfræði Frakka, hlýtur Nóbelsverölaunin í hag- fræði árið 1988. Allais fær verðlaunin vegna rannsókna á stórum einokunarfyrirtækjum í eigu ríkisins. I París sagðist hinn 77 ára verölaunahafi löngu hafa gefið upp alla von um að hljóta Nóbelinn fyrir störf sín. BELGRAD - Leiðtogi I kommúnistaflokksins i Júgó- slavíu sagði að óróinn í stjórn- málum landsins sé að brjóta niður orðstír landsins innan samtaka óháðra ríkja. WASHINGTON — Demó- kratinn Michael Dukakis, sem nú berst örvæntingarfullri bar- áttu gegn George Bush vara- forseta Bandaríkjanna, sagðist lofa glæstum sigri í forseta- kosningunum 8. nóvember þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni ao hann dragist með ógn- arhraða aftur úr forsetafram- bjóðaenda repúblikana. MIAMI — Hvirfilvindurinn Joan feyktist yfir strönd Níkar- agva eftir að hafa blásið dug- lega í norðurhéruðum Kólomb- íu og Venezuela. Joan hafði áður brotið allt og bramlað á hollensku eyjunni Curacao í Karabíska hafinu þar sem sex manns slösuðust og þök 100 húsa fuku út í veður og vind. M ANILA - Corazon Aquino, forseti Filippseyja, fagnaði nýju samkomulagi Bandaríkjanna og Filippseyja um fjárstuðning Bandaríkjanna f stað her- stöðvanna á þessum hernað- arlega mikilvægu Kyrrahafs- eyjum. Á sama tíma kölluðu skæruliðar kommúnista Cora- zon tuskudúkku stjórnvalda í, Washington og hótuðu að ráð- ast á bandarísk skotmörk. • Ér GENF — Svissneskur dóm- stóll úrskurðaði að milljónum dollara, sem fyrrum forseti Fil- ippseyja, Ferdinand Marcos, dró undan á Filippseyjum og setti inn á reikninga í sviss- neskum bönkum, skyldi skilað aftur til Filippseyja. ÚTLÖND Hræringar á þingi kommúnistaflokks Júgóslavíu: Serbar upp á kant við aðra Júgóslava Sú ólga, sem að undanförnu hefur verið í Júgóslavíu, virðist allt vera að kljúfa á þingi kommúnistaflokksins sem nú stendur yflr. Nú þegar hafa nokkrir embættismenn tekið pokann sinn og er gert ráð fyrir að um þriðjungi manna í nefndum og ráðum kommúnistaflokksins verði sagt að hypja sig. Þá virðast Serbar vera að einangrast frá öðrum kynþáttum í Júgóslavíu en helsti leiðtogi þeirra, Slobodan Milosevic, hefur setið undir ásökunum Stripe Suvar, formanni kommúnistaflokksins, á þinginu í Belgrad. Fulltrúar Serba og annarra kynþátta héldu áfram að skiptast á ókvæðisorðum á þingi kommúnistaflokks Júgóslavíu í gær þegar í loft- inu lágu miklar hreinsanir í flokknum en gert er ráð fyrir að um þriðjungur fulltrúa í öllum ráðum kommúnista- llokksins verði látnir hirða pokann sinn vegna kynþátt- aólgu og efnahagsóreiðu í landinu. Serbar, sem berjast fyrir auknu sjálfræði lýðveldanna sem mynda ríkjasambandið -Júgóslavíu, hafa einangrast mjög á þinginu og virðast ætla að láta í minni pokann fyrir þeint fulltrúum sem boða aukna áframhaldandi miðstýringu landsins. Hafa þessi átök kristallast mjög í orðaskaki Króatans Stripe Suvar, sem er formaður kommúnistaflokks- ins, og Serbans Slobodan Milosevic, sem er leiðtogi kommúnista í Serbíu, sem er stærsta og fjölmennasta lýð- veldi Júgóslavíu. Milosevic og Serbar hafa viljað að sjálfstjórnarhéruðin Kosovo og Voj- vodina verði að nýju færð undir beina stjórn Serbíu en í þessum sjálfstjórnarhéruðum er mikill meirihluti íbúa af albönsku bergi brotinn og íslamstrúar. Margir full- trúar, sem ekki eru af serbnesku bergi brotnir, telja að ef sjálfstjórn- arhéruðin lendi að nýju undirSerbíu og að sjálfræði lýðveldanna verði aukið þá verði það til þess að ríkjasambandið, sem Tító myndaði eftir stríðið, kunni að leysast upp. Einnig telja margir að Milosevic hyggist nota kynþáttaólguna í þess- um héruðum sjálfum sér til fram- dráttar og ætli að skapa sér þá sérstöðu sem Tító hafði sem óskoraður leiðtogi Júgóslavíu. Stripe Suvar skaut á Milosevic í ræðu sinni í gær þegar hann sagði að ekki kæmi til greina að sjálfstjórnar- héruðin tvö verði sett undir beina stjórn Serba enda hefðu Serbar eng- an rétt á beinni stjórnun þar. Það var einmitt Tito sem tók héruðin tvö undan stjórn Serba árið 1974 til að skapa valdajafnvægi í landinu eftir sinn dag, þar sem sterk Serbía þýddi veik Júgóslavía. Það valdajafnvægi hafa leiðtogar Júgóslavíu leitast við að halda, þar til að undanförnu þegar Serbar hafa fært sig í auknum mæli upp á skaftið. Roh Tae-woo, forseti Suöur-Kóreu, með sögulegt tilboð á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna: Friðarráðstefna ríkja norðausturhluta Asíu Roh Tae-woo, forseti Suð- ur-Kóreu, hefur verið í stuði eftir ólympíuleikana í Seoul og réttir sáttarhönd í allar áttir. Á dögunum bauðst hann til að sækja heim hinn ástkæra Ieiðtoga Norður- Kóreu, Kim Il-sung, og ræða málefni ríkjanna. I gær stakk hann upp á því að haldin yrði ráðstefna um málefni norð- austurhluta Asíu þar sem Kóreuríkin tvö, Kína, Japan, Sovétríkin og Bandaríkin, tækju þátt. í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær ræddi hann vonir sínar um að sjá megi fyrir endann á áratuga illindum Kóreu- ríkjanna tveggja en þau eiga í raun enn í stríði. Roh sagði: „Það er trú mín að án friðar í Norðaustur-Asíu geti friður ekki ríkt í veröldinni og án samvinnu milli ríkjanna á svæðinu þá getur velsæld á Kyrrahafssvæðinu ekki hafist. Því vil ég nota tækifærið og bjóða til ráðstefnu þar sem ráðgast verður um frið milli Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Kínverska alþýðu- lýðveldisins og Japan, eins og milli Norður- og Suður-Kóreu, þannig að traust lausn finnist til að tryggja varanlegan frið í Norðaustur-Asíu.“ Roh, sem hélt ræðu sína á kór- esku, lagði áherslu á að viðræður þessar gætu allt eins miðað að sam- einingu ríkjanna tveggja á Kóreu- skaganum. Er þetta í fyrsta sinn sem leiðtogi Kóreuríkis heldur ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum en Kóreurík- in tvö eiga aðeins aukaaðild að samtökunum. Norður-Kóreumenn hafa beitt sér gegn því að Kóreuríkin fái fulla aðild þar sem þeir telja það koma endanlega í veg fyrir sameiningu ríkjanna. Varautanríkisráðherra Norður-Kóreu mun ávarpa Allsherj- arþingið í dag. ísraelskirhermenn halda áfram að skjótaáhernumdu svæðunum: Fimmára drengur drepinn í Nablus Blóðið drýpur í Palestínu sem fyrr en í gær skutu ísraelskir hermenn fimm ára palestínskan dreng til bana í borginni Nablus sem er á hernumdu svæðunum á vesturbakka Jórdan. Hinn fimm ára gamli Biya Jihad Fayez er yngsta fórnarlamb ísraelskra hermanna eftir að uppreisn Pal- estínumanna hófst fyrir tíu mán- uðum en hann var ekki eina fórnarlamb gærdagsins. Fjórtán ára drengur, Khalid Tbaleh, lét lífið eftir að hafa fengið skot í brjóstið frá ísraelskum hermönn- um. Þá særðist bandaríski frétta- ljósmyndarinn Neil Cassidy þeg- arhann fékk plastkúlu ílegginn.. Óeirðir brutust út í gamla bæn- um í Nablus stuttu eftir að varn- armálaráðherra ísraels, Yitzak Rabin, heimsótti bæinn. Út- göngubann hefur ríkt um nætur í Nabius að undanförnu vegna óeirða og óróa þar en Nablus er stærsti bær araba á vesturbakkan- um. 'x j Vísindamenn með slæmar fréttir fyrir norðurhvelsfólk: Ósonlagið iíla farið Vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna eru með slæmar fréttir fyrir fólk á norðurhveli jarðar því ósonlagið mikilvæga yfir norður- hluta jarðar er mun verr farið en áður var talið. Þessar upplýsingar komu fram í lokayfirlýsingu ráð- stefnu vísindamanna frá tuttugu og fjórum löndum um áhrif mengunar á ósonlagið, en ráðstefnunni lauk í Haag í gær. í skýrslum vísindamannanna segir að ósonlagið hafi minnkað um fjögur prósent hvern vetur frá árinu 1970 þegar rannsóknir hófust fyrir alvöru. Meginástæða eyðingar ósonlags- ins, sem dregur úr útfjólublárri geisl- un sólar, er losun svokallaðra klór- flúorkarbonefna út í andrúmsloftið. Gat á ósonlaginu yfir Norður-At- lantshafinu uppgötvaðist fyrst árið 1983 og hefur það stækkað æ síðan. Vísindamennirnir á ráðstefnunni sögðu þó að gatið í ár væri minna en það var í fyrra en vilja meina að hærra hitastig í ár sé orsök þess. Vísindamennirnir upplýstu einnig að fyrir hvert eitt prósent sem óson- lagið minnkar þá aukist líkur á húðkrabbameini í fólki um þrjú prósent aukinnarutfjólubárrar geisl- unar og skaði vöxt jurta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.