Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 19. október 1988 Gunnar Ingi Ragnarsson: Umferðin stýrir Ijósunum Erindi flutt á ráðstefnu VFÍ - Tækni og umferðaröryggi Umferðarljós í Reykjavík Umferðarljós eru sett upp af einni eða fleiri af eftirtöldum ást- æðum: - til að bæta umferðaröryggi gatna- móta - til að auka afköst gatnamóta - til að minnka biðtíma á gatna- mótum. Umferðarljós eru nauðsynlega á gatnamót þar sem mikið er um óhöpp, t.d. vegna þess að aðal- brautarréttur er ekki virtur, útsýni er slæmt eða tíð slys eru á gangandi fólki. Umferðarljós eru sett strax upp á ýmsum nýj um og breyttum gatna- mótum sérstaklega á stórum gatna- mótum fjögurra akreina gatna. Reynslan sýnir að óforsvaranlegt er að hafa slík gatnamót án um- ferðarljósa. f>ví oft er erfitt fyrir ökumenn að fylgjast með öllum umferðarstraumum gatnamót- anna. Umferðarljós þarf einnig á gatnamót þar sem einn eða fleiri umferðarstraumar hlaðast upp á annatímum svo biðraðir myndast, eða að biðtími á gatnamótum verð- ur of langur (lengri en 2-3 mínút- ur) I einstaka tilvikum eru sett upp umferðarljós af öðrum ástæðum t.d. - til að liðka fyrir strætisvögnum - til að minnka umferðarhraða - til að skammta umferð inn á eitthvert svæði, t.d. inn í miðbæi. Við tölum um samhæfða um- ferðarljósastýringu eða græna bylgju, þegar öll umferðarljós einnar götu eru stillt þannig, að ökumenn geta ekið í gegnum mörg Ijósagatnamót án þess að þurfa að hægja á sér eða stansa. Til þess að hægt sé að koma góðri samhæfingu við þurfa vegalengdir milli gatna- móta að vera hæfilega langar og helst sem jafnastar. Skilyrði fyrir samhæfingu, er að lotutími allra umferðarljósanna sé sá sami. En lotutími er sá tími sem tekur Ijósin að fara einn hring. Kostir við samhæfingu umferð- arljósa eru: - bætt umferðarflæði og jafnari hraði - tímasparnaður vegfarenda - minni heildarbiðtími og færri stöðvanir - minni bensíneyðsla - minni mengun af útblæstri bíla, þar sem meiri mengun er af bíl í kyrrstöðu á gatnamótum en á ferð - minni hávaði frá umferð vegna jafnari hraða Til gamans má geta þess að þótt mengunarþátturinn hafi ekki mikið vægi við samhæfingu umferðar- ljósa á íslandi, þá gildir það ekki erlendis. Þannig eru t.d. Grikkir að gera stórátak með hjálp al- þjóðabankans í að samstýra um- ferðarljósum Aþenuborgar með flóknum tölvubúnaði og er það fyrst og fremst gert til að minnka óhóflega mengun í borginni. Sögulegt yfirlit Fyrstu umferðarljós í heiminum voru sett upp 1868 við þinghúsið í London. Þetta voru gasljós, en það fór heldur illa fyrir þeim, þau eyðilögðust í gassprengingu. Fyrstu umferðarljós í Reykjavík voru kveikt 2. nóv. 1949. Voru þau á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis. Þessi ljós voru lögð niður 1975, enda óþörf eftir að hluti Austurstrætis varð göngu- gata. 8. nóv. 1949 varsíðan kveikt á umferðarljósum á þrennum gatnamótum í viðbót, Lækjargötu- Bankastræti, Ingólfsstræti-Banka- stræti og Skólavörðustíg-Lauga- vegi, en síðast töldu ljósin voru lögð niður 1981. Pessi umferðarljós voru ensk og þóttu mjög fullkomin á þeim tíma. Þau voru umferðar-* stýrð á þann veg að bílar, sem komu að ljósunum, óku yfir nokk- urs konargúmmípúða, sem greypt- ur var til hálfs í götuna og orsökuðu loftþrýsting sem sendi boð til stjórnkassans. Þessi búnaður mun hafa verið nokkuð erfiður í við- haldi og var Ijósunum seinna breytt í tímastýrð ljós með föstum lotu- tíma. Fjölgun umferðarljósa Framan affjölgaði umferðarljós- um hægt. Nokkur fjölgun varð við gerð Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar. Þannig voru árið 1979, 30 árum eftir að kveikt var á fyrstu Ijósunum, 20 umferðarljós í Reykjavík auk 12 gangbrautar- ljósa. Með sívaxandi íbúafjölda og bíl- aeign hefur þörf á umferðarljósum aukist mjög. Þannig bættust við 15 ný umferðarljós á árunum 1986 og 1987, auk endurnýjunar á eldri ljósum. Á þessu ári hafa þegar verið pöntuð 8 ný ljós, þar af eru þrenn til endurnýjunar eldri ljósa og um áramót á að bjóða út 15 ný umferðarljós en 5 þeirra verða til endurnýjunar eldri Ijósa. í dag eru 44 gatnamót með umferðarljósum í Reykjavík (auk 26 gangbrautarljósa) og eftir upp- setningu þeirra ljósa sem þegar hafa verið pöntuð verður talan komin í 49. Þróun á stjórnbúnaði Fram til ársins 1979 höfðu allir stjórnkassar í Reykjavík verið byggðir upp með rafeindalömpum og rafliðum en þá komu fyrstu stjórnkassarnir með rafeindabún- aði: Nýju stjórnkassarnir eru for- ritaðir með „díóðumatrixu", en 1985 kom ný kynslóð af þessum stjórnbúnaði með örtölvu. Umferðarstýrð Ijós Á síðari árum hefur aukist að umferðarljósin séu umferðarstýrð, a.m.k. að hluta. Þannig eru t.d. ljósin á Elliðavogi að hluta umferð- arstýrð en ljósin á gatnamótum Stekkjarbakka-Álfabakka og Stekkjarbakka-Höfðabakka eru hins vegar alumferðarstýrð og standa á rauðu í allar áttir ef engin umferð er. Umferðarstýrð Ijós virka þannig, að í akreinar við ljósin eru settir málmskynjarar, sem greina hvort bíll komi að ljósunum. Skynjararnir senda boð um bílinn til stjórnkassans, sem gefur honum grænt ljós við næsta tækifæri. Stjórnkassinn fær boð um hvern bíl og greinir því hvenær bílar hætta að koma eða bil á milli bíla eykst og getur þá rofið græna tímann. Á þennan hátt getur stjórnkassinn ekki einungis gefið ákveðinn lágmarks græntíma held- ur lengt hann eftir umferðarmagni. Annað hvort þarf lenging græntíma að stytta'annan græntíma, ef lotutími er fastur eða að lotutími verður breytilegur. Sé lotutími breytilegur, er ekki hægt að sam- hæfa ljósin öðrum ljósum. Þess vegna eru aðalumferðarstýrð ljós venjulega stök ljós utan samhæf- ingar. Þó er möguleiki að tengja saman hóp umferðarstýrðra ljósa og láta tölvu velja fastan lotutíma í samræmi við umferðarmagn hverju sinni. En slíkt hefur enn ekki verið gert hér, enda kallar það á nokkuð dýran búnað. Samhæfing umferðarljósa Umferðarljós Miklubrautar, Kringlumýrarbrautar og Suður- landsbrautar eru tengd saman með kapli, og stýrir stjórnkassi Miklu- brautar-Kringlumýrarbrautar sam- hæfingu allra þessara ljósa. Nokkr- ir hnökrar hafa verið á þessari samhæfingu, t.d. vareinungis græn bylgja til austurs á Miklubraut, en til vestur var truflun á bylgjunni við Háaleitisbraut. Á Kringlumýr- arbraut var þetta svipað, þar var truflun á grænu bylgjunni á gatna- mótunum við Háaleitisbraut. Úr þessu var bætt í síðustu viku, þannig að græn bylgja er nú í báðar áttir á Miklubraut og á Kringlu- mýrarbraut. Á þessu ári bætast við fem ljós í þessa samhæfingu. Tvenn á Suðurlandsbraut og tvenn á Kringlumýrarbraut. Tvö tímaprógröm eru nú notuð á þessum götum. Árdegispró- gramm með 84 sek. lotutíma og síðdegisprógram með 90 sek. lotu- tíma. Umferðarljós Reykjanesbrautar eru einnig samhæfð en ekki á sama máta. Þar sjá nákvæmar quarz- klukkur, sem komið er fyrir í hverjum stjórnkassa, um samhæf- inguna og stýra auk þess fjórum mismunandi tímaprógrömmum. Þannig er sérstakt árdegisprógram fyrir annatímann á morgnana, mið- degisprógram sem einnig kemur inn á kvöldin, síðdegisprógram fyrir annatímann síðdegis og næt- urprógram, sem hefurmjögstuttan lotutíma. Á þennan hátt eru græntímar ljósanna aðlagaðir um- ferðarmagninu hverju sinni. Á sama hátt er hagað samhæf- ingu umferðarljósa á Bústaðavegi, en þar bætast þrenn ljós við á næsta ári. Lokaorð Ljóst er að á næstu árum fjölgar ört umferðarljósum, en miðað við fólksfjölda og bílaeign er eðlilegt að hér væru u.þ.b. 70 ljós. Einnig er sú þróun fyrirséð, að flest nýju ljósin verði að nokkru eða öllu leyti umferðarstýrð. Áfram verður unnið að því að samhæfa umferð- arljós á öllum stofnbrautum og er Elliðavogur-Sætún þar fremst í röðinni. Stök ljós utan stofnbrauta verða líklega flest alumferðarstýrð og ekki samhæfð öðrum ljósum. Gunnar Ingi Ragnarsson Nauðsyn endurskoðunar ökukennslu Ávarp dómsmálaráöherra, Halldórs Ásgrímssonar, viö setningu ráðstefnu VFÍ um tækni og umferðaröryggi Ég vil fyrir hönd dómsmálaráðu- neytisins þakka Verkfræðingafé- lagi íslands fyrir það framtak að halda þessa ráðstefnu um tækni og umferðaröryggi og með því leggja skerf til þess kynningarstarfs, sem nú er unnið undir merki norræns tækniárs. Umferðaröryggi og tækni eru nátengd hugtök, þar sem umferðin í dag er afleiðing tækniþróunar síðustu áratuga. Tækni nútímans hefur leitt af sér aukinn hraða og stórfjölgun ökutækja, sem aftur hefur kallað á stöðugar endurbætur vega og aðrar aðgerðir til að auka öryggi í umferðinni. Með hugtak- inu umferðaröryggi er átt við ör- yggi þeirra sem um umferðaræðar ferðast bæði gangandi og í öku- tækjum. Umferðaröryggi byggist meðal annars á gerð og ástandi umferðarmannvirkja, gerð og ástandi ökutækja og síðast en ekki síst á hegðun einstaklinga. Hér á ráðstefnunni er ætlunin að fjalla um einstök atriði er stuðla að umferðaröryggi og munu þar fær- ustu sérfræðingar hafa framsögu. Það liggur í augum uppi að ríki, sveitarfélög, félagasamtök og ein- staklingar verða að leggjast á eitt til þess að við megum búa við viðunandi öryggi í umferðinni. Því miður eigum við þar langt í land og mörg verkefni blasa við. Dómsmálaráðuneytið, ásamt samgönguráðuneyti eru þærstjórn- arstofnanir ríkisins, sem stuðlað geta að auknu umferðaröryggi. Samgönguráðuneytið stýrir gerð umferðarmannvirkja, en dóms- málaráðuneytið fjallar um umferð- arlöggjöf, gerð og búnað öku- tækja, bifreiðaskoðun, skráningu ökutækja og ökukennslu. Þessi atriði eru samtvinnuð. Auknum fjölda hraðskreiðra ökutækja verð- ur að mæta með viðeigandi um- ferðarmannvirkjum og breyttum reglum. Tvívegis á þessu ári hafa orðið tímamót á sviði umferðarmála. Þar er um að ræða gildistöku nýrra umferðarlaga og breytingu á skrán- ingu og skoðun ökutækja. Nýjum. umferðarlögum var fylgt eftir með sérstöku þjóðarátaki til aukins um- ferðaröryggis. Með því er reynt að hafa áhrif á hegðun einstakling- anna og auka með þeim varkárni og ábyrgð í umferðinni. Hér er um erfitt verkefni að ræða og eðlilcga skiptar skoðanir um árangur. Samanburður er ekki einhlítur sök- um mikillar fjölgunar bifreiða á síðasta ári. Um leið og umferðar- lögin tóku gildi var sett ný reglu- Halldór Ásgríinsson gerð um gerð og búnað ökutækja. Nú er unnið að gerð vinnureglna um skoðun ökutækja. Þessar réglur munu gera auknar kröfur til ástands ökutækja við skoðun, en betra ástand þeirra er einn megin- þáttur í auknu öryggi. Þar má sérstaklega nefna meiri kröfur til búnaðar og ástands þungra bif- reiða, en slys sem orðið hafa á þessu ári benda til að þar sé ekki nægileg aðgát viðhöfð. Á síðasta vori samþykkti Alþingi heimild til dómsmálaráðherra um að fela sérstöku félagi sem stofnað yrði með hlutdeild ríkisins og fleiri aðila, skoðun og skráningu öku- tækja. Þessi heimild var notuð og mun félagið taka til starfa á næsta ári jafnframt því sem Bifreiðaeftir- lit ríkisins verður lagt niður. Bif- reiðaskoðun Islands hf. mun yfir- taka eftirlitshlutverk Bifreiðaeftir- lits ríkisins og mun skoða ökutæki með breyttum hætti. Nýjustu mæli- tæki verða notuð til að kanna ástand þeirra og áhersla lögð á að bifreiðaskoðun hér á landi standi jafnfætis því sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Bifreiða- eftirlit ríkisins hefur haft fleiri verkefni með höndum, svo sem ökupróf, meiraprófsnámskeið, skyndiskoðanir ökutækja á vegum úti og fleira. Sérstök nefnd hefur verið skipuð til að fjalla um vistun þessara verkefna til frambúðar. Ökukennsla í landinu er við- fangsefni sem sérstaklega þarf að huga vel að. Hana þarf að bæta og kanna hvort framhaldsskólar landsins geta tekið að sér bóklegan þátt hennar. Jafnframt þurfa öku- kennarar og yfirvöld að leggjast á eitt um bætta ökuþjálfun nemenda. Hið háa hlutfall ungra ökumanna, sem lenda í umferðaróhöppum, er besta vísbendingin um nauðsyn endurskoðunar á fyrirkomulagi ökukennslunnar. Hér á ráðstefnunni verður fjall- að um vegvísun og umferðarmerk- ingar. Dómsmálaráðuneytið hefur á síðustu mánuðum fjallað um þau efni í samvinnu við Vegagerð ríkis- ins og Reykjavíkurborg og er þess að vænta að bráðlega verði form- lega settar nýjar reglur um það efni. Við lifum á tímum mikilla tækni- framfara. Aukin tækni færir okkur ekki einungis velmegun, hún færir okkur líka nýjar hættur. Við því verður að bregðast með öllum tiltækum ráðum til að draga úr stöðugum ógnunum við líf og heilsu. Þetta má gera með ýmsum hætti, meðal annars með því að nýta tækniframfarir. Víða erlendis mun hafa verið komið fyrir sjálf- virkum eftirlitsbúnaði við um- ferðaræðar, þar sem unnt er að fylgjast með hraða og þyngd öku- tækja og grípa til viðeigandi ráða ef út af réttum reglum er brugðið. Þetta væri vissulega einnig hægt að gera hér á landi þar sem við á. Ekki er minna um vert að nýta mögu- leika annars konar nútímatækni til að hafa áhrif á hegðun einstakling-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.