Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Gallerí Grjót 5 ára l’ann 14. október s.l. hófst samsýning á verkum 9 listamanna í Gallerí Grjóti, Skólavöröustíg 4a, í tilefni 5 ára afmælis þess. Gallerí Grjót er nú elsta starfandi gallcrí bæjarins. I’aö var stofnað 16. júlí 1983, af 7 listamönnum, en nokkrar mannabreytingar hafa orðið á tímabilinu og í dag eru listamennirnir 9. Fram- kvæmdastjóri er Kristín Porsteinsdóttir. Galleríið er rekið á samvinnugrund- vclli, þar sem listamenn sýna saman. Ustaverkin eru mjög ólík innbyrðis. Afmælissýningin stendur til 28. október og cr opið frá kl. 12-18 virka daga og frá kl. 14-18 um helgar. Vcrkin eru^öll til sölu. Tónlistarbandalag íslands Tónleikar í október 1988 19. okt. Norræna húsið kl. 12.30, Háskólatónleikar. 20. okt. Háskólabíó kl. 20.30, Sinfón- íuhljómsveit íslands, stjórnandi: George Cleve. Einleikari: Martial Nardeau. Haydn: Sinfónía nr. 93 22. okt. lslenska óperan kl. 16.00, Styrktarfélag (slensku óperunnar Vígslu- tónleikar v/flygils. 22. okt. Norræna Itúsið kl. 17.00 Páll Jóhannesson, tenór, Ólafur Vignir Al- bertsson, píanó. Verk eftir: Gylfa Þ. ’ Gíslason, Sigfús Einarsson, Donizetti, Verdi, Puccini, Leoncavallo, E.De. Curt- iz o.fl. Félag bókasafnsfræðinga og Félag íslenskra bókaútgefenda gangast fyrir ráðstefnu um hlutverk bóka- safna og lestur bóka. Ráðstefnan hefst með ávarpi Sigurgeirs Sigurðssonar, for- manns Samb. ísl. sveitarfélaga. Stutt crindi flytja: Sigrún Klara Hannesdóttir dósent, um bókina í uppl.samfélagi, Anna Torfadóttir bókavörður, um mikil- vægi bókasafna til að örva lestur bóka, Magnea Ingólfsdóttir sérkennari, um við- horf kennara til lestrarkunnáttu barna og unglinga, - og Þorbjörn Broddason dósent, um bóklestur og aðra fjölmiðla- notkun ungmenna. Umræðuhópar fjalla síðan um bækur í upplýsingasantfélagi, breytta tíma, breytt bókasöfn, lcstrarkunnáttu í nútíma þjóð- félagi og stöðu bókarinnar gagnvart öðr- um fjölmiðlum. Ráðstefnustjóri er Hörð- ur Bergmann, og er ráðstcfnan öllum opin. Hún hefst kl. 13.30 á morgun, fimmtudag 20. okt., í Viðeyjarstofu. Kaffidagar Eskfirðinga og Reyðfirðinga í Reykjavík Eskfirðingar og Reyðfirðingar í Reykjavík og nágrenni halda sitt árlega síðdegiskaffi fyrir eldri sveitunga sína 23. október kl. 15.00 í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a. Bókrún - útgáfufélag Minnisbók Bókrúnar 1989 kemur út í þriðja sinn í lok októbermánaðar. Þá er einnig væntanleg kiljan: í nafni jafnréttis, greinasafn cftir Helgu Sigurjónsdóttur. Sjálfsævisaga Goldu Meir í þýðingu Bryndísar Víglundsdóttur kemur út í nóvembermánuði. Börn Goldu tvö, sem búsett eru í ísrael hafa valið myndir úr einkasafni sínu til birtingar í bókinni; jafnframt scnda þau íslenskum lesendum nokkur ávarpsorð. Digranesprestakall Fyrsti fundur kirkjufélagsins á þessu hausti verður í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg fimmtudaginn 20. okt., kl. 20.30. Þorbjörg Daníelsdóttir segir frá Bandaríkjaferð og sýnir myndir. Nýir félagar og gestir boðnir velkomnir. Georg Clive hljómsveilarstjórí. Kínversk túlkun á Fiðlukonsert eftir Mozart Á morgun, fimmtudag, verða 2. áskr. tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 20.30. Stjórnandi verður Bandaríkjamaðurinn George Cleve og einleikari, ungur kín- verskur fiðlusnillingur, Hu Kun að nafni. Á efnisskrá verða þrjú verk, sem gctið er um annarsstaðar hér á síðunni. Einleikarinn, Hu Kun, er ungur Kín- verji, sem er á hraðri upplcið á listabraut- inni og hefur vakið mikla athygli, þarseni hann hefur komið fram. Hann hcfur tekið þátt í keppni í fiðluleik og m.a. unnið til verðlauna í Finnlandi. Upphaflega stóð til, að frumflytja Flautukonsert cftir Þorkel Sigurbjörns- son á þessum tónleikum, en af óviðráðan- lcgum ástæðum verður ekki af því. Ein- leikari í því verki er ungur Frakki, Martial Nardeau, sem er búsettur hér. Stefnt er að því að frumflytja konsertinn á reglulegum tónlejkum híjómsveitarinn- ar 2. mars n.k. Stjórnandinn; George Clive, stjórnaði einnig á tónleikum Sinfóníuhljómsv. í fyrra, við góðan orðstír. Hann hóf feril sinn snemma; var aðeins 23 ára er hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit San Franc- isco. Þá hafði hann þegar vakið athygli fyrir frábæran námsárangur og hefur frá upphafi ferils síns verið eftirsóttur stjórn- andi beggja vegna Atlantshafsins. Skipadeild Sambandsins: Áætlun á Vestfirði og Norðurland Skipadeild Sambandsins hefur hafið reglubundnar áætlunarsiglingar á Vest- firði og Norðurland. Skipið fer frá Reykjavík á fimmtudags- kvöldum, eftir að hafa lestað framhalds- frakt úr millilandaskipum félagsins. Strandferðin tekur 7 daga og er skipið aftur komið til Reykjavíkur á miðviku- degi, þannig að framhaldsfrakt til útlanda utan af landi heldur viðstöðulaust áfram með millilandaskipunum, sem sigla á miðvikudögum. Meginhafnir fyrst um sinn verða Isa- fjörður, Húsavík, Akureyri og Dalvík. Þjónustuhafnir verða Patreksfjörður, Þingeyri, Suðureyri, Sauðárkrókur, Siglufjörður og Grundarfjörður/Ólafs- vfk. Þá mun skipið ennfremur annast frakt- flutninga innanlands. Bílaleiga Akureyrar býður upp á nýstárlegar ferðir frá 15. okt.-15. des. í vetur. Þar er um að ræða „rjúpnaveiðipakka" frá Reykjavík til Ak- ureyrar. Innifalið í pökkunum er: flugfar, bíll, veiðileyfi og gisting með morgun- verði. Gist verður að Grýtubakka í Höfðahverfi og gilda veiðileyfin þar og einnig á öðrum bæjum í nágrenninu. Þarna er kjarri vaxið rjúpnaland, þar sem sunnlenskir veiðimenn geta kynnst alvöru rjúpnaveiði Heimspekifyrirlestur Félag áhugamanna um heimspeki held- ur sinn annan fund starfsárið 1988-89, næstkomandi sunnudag kl. 14.30, í Lög- bcrgi stofu 101. Fyrirlesari á þessum fundi verður Gunnar Skirbekk og flytur hann lestur sem hann nefndir „Contextual Pragmatics and Universal Pragmatics - A mutual criticism of praxeological and of transcendental pragmatic ways of thinking". Gunnar Skirbckk er prófessor í vís- indaheimspeki við Háskólann í Bergen og hefur hann gefið út fjölda bóka og ritgerða um heimspekileg efni. Má þartil að mynda nefna bækurnar Nihilism (1958), Politisk filosofi (1976) og Pnixco- logy (1983), og ritgerðasöfnin Ord (1984 og Til djævelens forsvar (1987). Þá hefur Gunnar unnið að málefnum Nordisk institut for filosofi, en Islendingar eiga hlut að þeirri stofnun og var haldið málþing á veguin hennar hér á landi síðastliðið vor. Opinn borgarafundur í Hafnarborg um áfengis- og vímuefnavandann Fræðslunefnd, Áfengisvarnarráð og Æskulýðsráð Hafnarfjarðar boða hér með allan hafnfirskan almenning til opins borgarafundar næstkomandi fimmtudags- kvöld þann 20. október kl. 20.30 í Hafnarborg, Hafnarfirði. Þórarinn Tyrfingsson heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni: „Hvað leyfir heilsan mikla neyslu á áfengi og öðrum vímuefn- um?“. Valgerður Guðmundsdóttir, sem sæti á í Heilbrigðisráði Hafnarfjarðar, býður áheyrendur velkomna. Þá verða fulltrúar úr Áfengisvarnarráði bæjarins til staðar á fundinum og hægt verður að beina til þeirra spurningum. Fundarstjóri verður Hildur Jónsdóttir. Fyrirspurnir til Þórarins eru vel þegnar. Skólafólk, kennarar, foreldrar, aðstand- endur og aðrir borgarar sem láta sig áfengis- og vímuefnavandann varða eru sérstaklega hvattir til að koma. Fundurinn er liður í forvarnarstarfi Hafnarfjarðar. ENDURSKINSVIKA 16.-22.OKT. m| Vrað • <> ■' •* •»^ r r ' •x í’/f' Miðvikudágur í Ö. oktöber 1988 MIÐVIKUDAGUR 19. október 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Ólöf Ólafsdóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Frétta- yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttlr kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn „Hinn rétti Elvis" eftir Mariu Gripe í þýðingu Torfeyjar Steinsdóttur. Sigurlaug M. Jónasdóttir les (13). (Einnig út- varpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 íslenskur matur Kynntar gamlar íslenskar mataruppskriftir sem safnað er í samvinnu við hlustendur og samstarfsnefnd um þessa söfnun. Sigrún Björnsdóttir sér um þáttinn. 9.40 Landpósturinn - Frá Austurlandi Umsjón: Haraldur Bjarnason í Neskaupstað. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin Helga Þ. Stephensen kynnir efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra, bókarkafla, smásögur og Ijóð. Tekið er við óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17.00 og 18.00. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. . 13.05 í dagsins önn Umsjón: Ragnheiður Gyöa Jónsdóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Hvora höndina viltu“ eftir Vitu Andersen. Inga Birna Jónsdóttir les þýðingu sína (24). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Harmoníkuþáttur Umsjón: Sigurður Alfons- son. (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 14.35 íslenskir einsöngvarar og kórar. a. Árni Jónsson syngur þrjú lög eftir Jón Jónsson frá Ljárskógum. Gunnar Sigurgeirsson leikur á píanó. b. Sönghópurinn Hljómeyki syngurfjögur íslensk þjóðlög. c. Elín Sigurvinsdóttir syngur þrjú lög eftir Maríu Markan. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. 15.00 Fréttir. 15.03 Vísindaþátturinn Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. (Endurtekinn þátturfrá mánudags- kvöldi). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið Fylgst með æfingum barna og unglinga í fimleikum. Umsjón: Kristín Helga- dóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Pjotr Tsjaíkovskí. a. „Seré- nade Melancolique" í b-moll op. 26 fyrirfiðlu og hljómsveit. Gidon Kremer leikur með Fílharm- oníusveit Berlínar; Lorin Maazel stjórnar. b. Sinfónía nr. 4 í f-moll op. 36. Fílharmoníusveitin í Ósló leikur; Mariss Jansons stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi Umsjón: Bjarni Sigtryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30Tilkynningar. 19.35 Kviksjá Þáttur um menningarmál. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn Endurtekinn frá morgni). 20.15 Tónskáldaþingið í París 1988 Sigurður Einarsson kynnir verk samtímatónskálda, verk eftir Stevan Kovac Tickmayer frá Júgóslavíu, Joep Straesser frá Hollandi og Atsuhiko Gondai frá Japan. 21.00 Að tafli Jón Þ. Þór sér um skákþátt. 21.30 Börn og foreldrar Þáttur um samskipti foreldra og barna og vikið að vexti, þroska og uppeldi. Félagsráðgjafarnir Nanna K. Sigurðar- dóttir og Sigrún Júlíusdóttir svara spurningum hlustenda ásamt sálfræðingunum Einari Gylfa Jónssyni og Wilhelm Norðfjörð. Símsvari opinn allan sólarhringinn, 91-693566. Umsjón: Lilja Guðmundsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá 12. þ.m. úr þáttaröðinni „I dagsins önn"). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.30 Samantekt um launamun karla og kvenna Umsjón: Tryggvi Þór Aðalsteinsson. (Einnig útvarpað daginn eftir kl. 15.03). 23.10 Djassþáttur - Jón Múli Árnason. (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 14.05). 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fróttum kl. 8.00. Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum, spyrja tíðinda viða um land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni líðandi stundar. Veðurfregnir kl. 8.15 og leiöarar kl. 8.30. 9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Hádegisútvarpið með fréttayfirliti, auglýs- ingum og hádegisfréttum kl. 12.20. 12.45 í undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend- ingum hlustenda um kl. 13.00 í hlustendaþjón- ustu Dægurmálaútvarpsins. Þá spjallar Haf- steinn Hafliðason við hlustendur um grænmeti og blómagróður. 14.00 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunn- arsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr kl. 16.00, „orð í eyra" kl. 16.45 og dagsyfirlit kl. 18.30. Bréf frá landsbyggðinni berst hlustendum á sjötta tímanum. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 íþróttarásin Umsjón: Iþróttafréttamenn og Georg Magnússon. 22.07 Á rólinu með önnu Björk Birgisdóttur. 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 endurfluttur fyrsti þáttur Guðmundar Inga Krist- jánssonar um gullár á Gufunni frá sl. vetri. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmála- útvarpi miðvikudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöng- um kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands SJÓNVARPIÐ Miðvikudagur 19. október 15.55 Undankeppni HM í knattspyrnu. A-Þýska- land-ísland. Bein útsending frá Berlín. Um- sjón Jón óskar Sólnes. 17.30 Fræðsluvarp. 6. Hvað vi! eg. Þáttur unnirní samvinnu við Háskóla íslands um námsráðgjöf. (30 mín.) 2. Umræðan: Námsráðgjöf á ís- landi. Umsjón Sigrún Stefánsdóttir. (30 mín.) 3. Umferðarfræðsla. Þáttur á vegum Fararheillar ’87. (8 mín.). Kynnir fræðsluvarps er Elísabet Siemsen. 18.55 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Töfraglugginn - Endursýning. Umsjón Árný Jóhannsdóttir. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Nýjasta tækni og vísindi. Sýnd ný mynd sem fjallar um íslenskt atvinnulíf á tækniöld. Umsjón Sigurður Richter. 21.05 Ævi og ástir kvendjöfuls. (Life and Loves of a She-Devil). Lokaþáttur. Breskur mynda- flokkur í fjórum þáttum, gerður eftir skáldsögu Fay Weldon. Aðalhlutverk Julie T. Wallace, Dennis Waterman og Patricia Hodge. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 22.05 Yfir Kjöl. I ágúst árið 1898 fór danskur liðsforingi og könnuður, Daniel Bruun að nafni, ríðandi suður Kjöl ásamt dönskum málara og íslenskum fylgdarmönnum. Landsstjómin hafði veitt honum styrk til að varða Kjalveg hinn forna svo að hann mætti á ný verða ferðamannaleið. í kvikmynd þessari, sem ísfilm hefur gert, er fetað í fótspor leiðangursmanna yfir Kjöl. Leik- stjóri: Ágúst Guðmundsson. Leikendur eru flest- ir bændur að norðan. Danina leika Harald Jespersen bóndi og Jóhannes Geir listmálari. Textahöfundur og þulur er Indriði G. Þorsteins- son. Áður á dagskrá 22. maí 1983. 22.45 íþróttir. Sýnd brot úr leik A-Þjóðverja og íslendinga frá fyrr um daginn. Umsjón Jón Óskar Sólnes. 23.10 Útvarpsfréttir í dagskrórlok. Miðvikudagur 19. október 16.20 Zelig Markmið Zeligs í lífinu er að öllum iíki vel við hann. í því augnamiði leggur hann á sig mikið erfiði og gjörbreytir útliti sínu og persónu- leika eftir því hverja hann umgengst. Aðalhlut- verk: Woody Allen, Mia Farrow, Garrett Brown og Stephanie Farrow. Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Framleiðandi: Robert Greenhut. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Warner 1983. Sýningartími 75 mín. 17.35 Litli folinn og félagar. My Little Pony and Friends. Teiknimynd með íslensku tali. Leik- raddir: Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir. Þýðandi: Magnea Matthías- dóttir. Sunbow Productions. 18.00 Heimsbikarmótið í skák. Fylgst með stöð- unni í Borgarleikhúsinu. Stöð 2. 18.10 Dægradvöl. ABC’s World Sportsman. Þáttaröð um frægt fólk með spennandi áhuga- mál. Þýðandi: Sævar Hilbertsson. ABC. 18.40 Spænski fótboltinn. Sýnt frá leikjum spænsku 1. deildarinnar. 19.1919:19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og veður ásamt fréttatengdum innslögum.______________ 20.30 Heil og sæl Fjólubláir draumar. Hvíld og svefn eru án efa vanræktustu þættimir í lífs- mynstri okkar þrátt fyrir að allir viti hversu mikilvægt er að vera úthvíldur við störf og leik. Efni þáttarins spannar allt frá hagnýtum rann- sóknum á svefnvenjum til nýjustu kenninga um drauma og dáleiðslu. Kynnir: Salvör Nordal. Umsjón og handrit Jón Óttar Ragnarsson. Dagskrárgerð: Sveinn Sveinsson. Framleið- andi: Plúsfilm. Stöð 2. 21.05 Heimsbikarmótið í skák. Fylgst með stöð- unni í Borgarleikhúsinu. Stöð 2. 21.15 Pulaski Bresk spenna. Bresk fyndni. Útkom- an er Pulaski. Aðalhlutverk: David Andrews og Caroline Langrishe. Leikstjórn: Christopher King. BBC 1988.___________________________________ 22.05 Veröld - Sagan í sjónvarpi. The World - A Television History. Stórbrotin þáttaröð sem byggir á Times Atlas mannkynssögunni. I þættinum verður fjallað um trúarbrögð heimsins. Framleiðandi: Taylor Downing. Þýðandi: Guð- mundur A. Þorsteinsson. Goldcrest. 22.55 Herskyldan Nam, Tour of Duty. Spennu- * þáttaröð sem segir frá nokkrum ungum piltum í herþjónustu í Víetnam. Aðalhlutverk: Terence • Knox, Stephen Caffrey, Joshua Maurer og Ramon Franco. Leikstjóri: Ðill L. Norton. Fram- leiðandi: Ronald L. Schwary. Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. Zev Braun 1987. Ekki við hæfi bama. 23.30 Tíska. Þátturinn er að þessu sinni helgaður karlmannafatatískunni. Þýðandi og þulur: Anna Kristín Bjarnadóttir. Videofashion. 1988. 23.50 Þegar draumarnir rætast When Dreams Come True. Ung stúlka fær síendurteknar martraðir þar sem hún sér morðingja að verki. Þegar martraðirnar verða að veruleika getur hún ekkert að gert því að hún sér aldrei andlit hans í draumunum. Hver er morðinginn? Aðal- hlutverk: Cindy Williams, Lee Horsley, David Morse og Jessica Harper. Leikstjóri: John Llewellyn Moxey. Framleiðandi Hans Proppe. Þýðandi: íris Guðlaugsdóttir. Lorimar 1985. Sýningartími 90 mín. Ekki við hæfi barna. 01.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.