Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Atján mán. binding 7,5% SAMVINNUBANKINN STRUMPARNIR SMúi/r Tímiim Sænski félagsmálaráðherrann tárfelldi eftir norskan sjónvarpsþátt um barnaklám og barnavændi og hélt fyrir munn sér á meðan forsýning stóð yfir: Svíþjóð orðin miðstöð barnakláms Vesturlanda Frá Þór Jónssyni, fréttaritara Tímans í Svíþjóð: Maður fer fram á að kaupa litla stúlku á aldrinum sex til átta ára. Hann vill misnota hana kynferðislega og myrða hana að því loknu. Hvað myndi það kosta? spyr hann. Á þennan hátt hefst norska heimildarmyndin um barnaklám, barnavændi og sifjaspell, sem sýnd var í sænska sjónvarp- inu í gærkvöld. í myndinni eru færðar sönnur á að Svíþjóð er ein stærsta dreifingarstöð barnakláms í Evrópu og jafnvel þótt víðar væri Ieitað. Bandarískir löggæslumenn segja að stór hluti þess barnaklámefnis sem gert er upptækt í toliinum sé dreift frá Svíþjóð og stundum hugvitsamlega falið í sendingum. Félagsmálaráðherra Svía, Gertrud Sigurdsen, sagði með tárin í augunum eftir sérstaka forsýningu í fyrrakvöld að hún hefði ekki getað ímyndað sér að raunveruleikinn væri svona miskunnarlaus. „Að ræna lífi“, eins og þátturinn er nefndur, sýnir hvar vestrænn ferðamaður á Filippseyjum dregur á eftir sér sjö ára telpu. Hann hefur borgað sem svarar 3.000 krónum fyrir að eiga nótt með henni. Par að auki er sagt frá mjög ungum vændispiltum í Bandaríkjunum, þriggja ára gamalli stúlku í Bret- landi, sem nágrannar misnotuðu kynferðislega, og Karínu litlu sem var ættleidd frá Hondúras, flutt til Bandaríkjanna og nauðgað þar af tvcimur karlmönnum. Ekkert er dregið undan í myndinni. Mestan ugg vekur e.t.v. viðtal bandarísks lögreglumanns og ít- alsks verslunarmanns. Lögreglu- maðurinn lætur í veðri vaka að hann selji smástúlkur. ítalinn vill kaupa stúlku sem hann hyggst misnota kynferðislega, pynta og drepa að því loknu. f>ar sem viðtal þetta var sett á svið til að leiða þann ítalska í gildru fékk hann auðvitað ekki óskir sínar uppfylltar en fékk í stað þess að dúsa bak við lás og slá í fangelsi í Los Angeles. „Ofbeldi er margfalt grimmi- legra þegar því er beint gegn börnum,“ sagði félagsmálaráð- herrann sænski eftir forsýninguna á heimildarmyndinni, en hún hélt fyrir munn sér á meðan á sýning- unni stóð. Eftir sýninguna í gær- kvöld var fjöldi manns, sem álitinn var reiðubúinn til að sitja fyrir svörum um efni myndarinnar, fenginn til að gegna því hlutverki. Engar umræður fóru fram í sjón- varpssal eftir þáttinn, enda þóttu slíkar umræður hafa farið úr bönd- unum í norska sjónvarpinu þcgar myndin var frumsýnd þar á dögun- um. Aðstoðardagskrárgerðarstjóri Svöðvar eitt í sænska sjónvarp- inu sagði að sjónvarpið léti sér nægja að taka við símtölum þeirra sem vildu ná sambandi við fólk með þekkingu á vandamálinu. í kvöld verður hins vegar umræðu- þáttur á sjónvarpsstöðinni um kyn- ferðislega misnotkun á börnum. Búist er við að niestu öldurnar hafi lægt og ræða megi málin af skyn- semi, friði og ró. Þátturinn hefur fengið óhemju sterk viðbrögð en félagsskapurinn „Samtök gegn klámi" hefur fagnað honum. Efni þáttarins er þeim gjörla kunnugt. Formaður samtak- anna, Bettan Anderson, segir að auðvelt sé að verða sér úti um börn og án nokkurra vandræða. Þessi samtök hafa einkum beitt sér gegn klámbúllum í Svíþjóð og vilja að refsingar gegn mönnum í þessu fagi verði hertar til ntuna. Nú eru refsingar það vægar að saksóknari nennir ekki að Ijúka ntálum að dómi samtakanna. í myndum og blöðum, sem fram- leidd eru um landið allt, er konum nauðgað og þær hýddar og niður- lægðar á allan hátt, eftir því sem Bettan segir. Þar má finna mis- notkun á börnum í máli og mynd- um og þar eru myndir af konum með „tíkarspena“ sem hafa rakað burt skapahárin til að líkjast börnum. Því er einnig haldið fram að áreynslulítið megi finna flestar þær kvikmyndir sent deilt er á í heimildarmyndinni norsku. Það efni fáist „undir borðið“ eins og það er kallað í klámbúðunum. Talsmenn samtakanna fullyrða að þeir sem neyða börn til kynferðis- legra athafna af ýmsu tagi finni sér fyrirmyndir í klámblöðunum og kvikmyndunum. Á einu ári hafa tuttugu alvarleg afbrot af þessu tagi verið kærð til lögreglunnar í Svíþjóð og oftar en ekki hefur mátt finna fyrirmyndir þessara afbrota í klámblöðum eða kvikmyndum. íslenska sjónvarpið vinnur nú að því að fá norsku heimildarmyndina til sýningar. Rjúpnaskyttur tuttugustu aldarinnar? Sitja á fjórhjólum við rjúpnaveiðarnar Þrátt fyrir að bannað sé að elta uppi fugla á vélknúnum ökutækjum eru alltaf einhverjir sem nota vél- sleða eða fjórhjól við rjúpnaveiðar. Um síðastliðna helgi var hópur þekktra skotveiðimanna við veiðar í Haukadalsskarði og notaði hluti þeirra fjórhjól til að hafa meiri yfirferð. Sverrir Scheving Thorsteinsson, jarðfræðingur og framámaður í Skotveiðifélagi íslands, gekk fram á þrjá menn á fjórhjólum sem voru við rjúpnaveiðar á sunnudag. Sverrir myndaði þremenningana og fékk Tíminn mynd til birtingar. Sverrir hafði þegar samið myndatexta með ntyndinni og fylgir hvoru tveggja hér með. Sverrir segir það ekki samræmast sínum lífsviðhorfum að kæra menn- ina en jafnframt segist hann vona að þeir sjái að sér og fylgi lögum. Af öðrum útbúnaði taldi Sverrir upp að þeir hefðu flestallir haft veiðihunda meðferðis sent bæði finna bráðina og sækja þegar hún hefur verið skotin. Sverrir benti á að fjórhjólin hefðu skilið eftir sig veruleg ummerki í landslaginu. Mikið vatnsveður var og skildu hjólin eftir sigsár í jarðveg- inum og fossaði vatn í hjólförunum líkast því sem lækir hefðu myndast. Óneitanlega vakna spurningar þegar slíkt athæfi er fest á filmu. Veiðimaðurinn situr á fjórhjóli sínu sem fer um vegleysur. Hundurinn finnur bráðina sem „veiðimaðurinn" skýtur. Hundurinn nær í fuglinn og færir húsbónda sínum. Fjórhjóla- riddarinn situr sem fastast og þarf ekki að hafa áhyggjur af öðru en að verða kalt eða að farartækið verði uppiskroppa með bensín. -ES Sverrir var þegar búinn að semja myndatexta með mynd sinni. „Einn þremenninganna úr Sérsveit landsiiðsins í fjórhjólaskotfimi á rjúpnaveiðum í Haukadalsskarði við Geldingsfell 16. október. Veiðihundinn vantar á myndina. Tímamynd: Sverrir Safna íslenskum mataruppskriftum Pessa dagana er að fara af stað söfnunarherferð til að bjarga göml- um íslenskum mataruppskriftum og öðrum fróðleik varðandi íslenska matargerð. Að herferðinni standa Ferðamálaráð íslands, Kvenfélaga- samband íslands, Klúbbur íslenskra matreiðslumeistara, Ríkisútvarpið og þjóðháttadeild Þjóðminjasafns íslands. Af þessu tilefni hefur verið samin spurningaskrá sem verður dreift til allra kvenfélaga landsins og víðar þar sem fólk er beðið að skrá niður vitneskju sína um matargerð frá því um eða fyrir miðja öldina. Einnig er ætlunin að fá upplýsingar um stað- bundnar og frumlegar aðferðir við verkun og matreiðslu heimafengins hráefnis, jafnvel þó þær séu eitthvað yngri. Jafnframt mun verða beðið um orðtök, vísur, sögur eða annað af því tagi um mat og eldhúsverk. Ríkisútvarpið mun hafa fastan vikulegan þátt á rás 1 sem tengist þessu. Þar verður fjallað um íslensk- an mat frá ýmsum sjónarhornum og spurningum varpað til hlustenda. Að sögn Hallgerðyr Gísladóttur, safnvarðará Þjóðminjasafninu, mun hugmyndin vera komin frá Finn- landi. Áhuginn vaknaði hjá konurn í Kvenfélagasambandinu er þeim var boðið að taka þátt í mikilli matarhátíð sem var haldin í lok söfnunarinnar í Finnlandi. Aðspurð sagði Hallgerður að undirtektir virtust vera góðar og í lok herferðarinnar væri stefnt að því að kynna fengnar upplýsingar á ýmsan hátt. Væntanlega yrðu gefnar út bækur og jafnvel efnt til sýningar. ssh Vísitala byggingaTkostnaðar: 4,3% árs- hækkun Vísitala byggingarkostnaðar, samkvæmt útreikningi Hagstof- unnar eftir verðlagi um miðjan október 1988, reyndist vera 124,8 stig eða lim 0,24% hærri en í september. Þá er miðað við vísi- tölugrunn frá júní 1987 og gildir þessi vísitala fyrir nóvember nk. Samsvarandi vísitala, miðuð við vísitölugrunn síðan í desember 1982, er'399 stig. Síðastliðna tóíf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 17,2%. En miðað við síðustu þrjá mánuði hefur vísital- an hækkað um 1,1% sem sarn- svarar 4,3% árshækkun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.