Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. október 1988 Tíminn . 3 Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra um auknar heimildir fyrirtækja til lántöku erlendis: Lántökuheimildir til að breyta skammtímaskuldum í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar var ákveðið að veita fyrirtækjum, eink- um í útgerð heimild til að taka erlend lán að upphæð einn milljarð- ur króna, til skuldbreytinga á eldri lánum. Tíminn hefur heimildir fyrir því að á undanförnum vikum og mánuðum hafi verið veittar heimild- ir til erlendrar lántöku langt umfram þennan eina milljarð og hefur talan 2,6 milljarðar verið nefnd í því sambandi. Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra vildi hins vegar ekki stað- festa þessa upphæð i samtali við Tímann og sagðist vísa henni til föðurhúsanna. „Ég veit ekki hvað við er átt með því. f>að var veitt heimild til lántöku allt að milljarði samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá í maí. Síðan hafa verið veittar á öðrum forsend- um ýmsar lántökuheimildir, eins og venjulegt er. Það er bara viðskipta- gangurinn,“ sagði Jón. Aðspurður Fatasöfnun Rauða krossins stend- ur nú yfir. Birgðageymslan hefur tæmst og margar beiðnir borist um fatnað, nú undanfarið. Ástandið er hvað verst í Asíu og Afríku. í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum segir, að öll föt séu þak- ksamlega þegin, að skóm undan- skildum. Þá er tekið fegins hendi við efnum, sem sauma má úr fatnað, til notkunar í þróunarlöndunum. Síðustu tvö árin hafa íslendingar gefið Rauða krossinum eitt hundrað og tvö tonn af fötum, sem öll hafa verið send til flóttamanna í Asíu og Afríku. Forráðamenn Rauðakrossdeilda um allt land, auglýsa móttökustaði og tíma. í Reykjavík er fatamóttaka í húsnæði RKÍ að Öldugötu 4, frá kl. 13-18 og í anddyri Laugardalshallar- innar frá kl. 16-20. Þá er tekið á móti fötum allt árið á skrifstofu RKÍ á Rauðarárstíg 18. Söfnunin stendur til 23. október og vonar Rauði krossinn að lands- menn bregðist vel við þessu ákalli, eins og ávallt áður. elk. Góð síldveiði í fyrrinótt: Búið að salta í um 27.000tunnur í gærkvöldi var reiknað með að búið yrði að salta í um 27.000 tunnur, en veiðin síðasta sólarhring var með betra móti og veiddust um 10.000 tunnur. Helsta veiðisvæðið er nú frá Seyð- isfirði til Fáskrúðsfjarðar. í norðan- verðum Seyðisfirði er síldin sögð eitthvað stærri, en virðist blandaðri eftir því sem sunnar dregur. Tæplega 40 bátar eru á miðunum. í fyrrakvöld var búið að salta í 24.400 tunnur, þá var mest búið að salta á Eskifirði 5663 tunnur, því næst Seyðisfjörður, en þar var búið að salta í 5529 tunnur og á Fáskrúðs- firði hefur verið saltað í 3725 tunnur. -ABÓ sagði hann að sem dæmi, þá voru ýmis fyrirtæki sem ekki féllu beinlín- is undir þessa samþykktdkisstjórn- arinnar frá í vor þar sem þau stundi blandaða framleiðslu, bæði iðnað og sjávarútveg. „Mjög mörg þeirra eru rekin í samvinnufélagsformi, þó ekki öll. Þar á meðal má nefna Samband íslenskra samvinnufélaga og ýmis kaupfélög út um land, þau fengu veittar slíkar heimildir af mér, en það var utan við þennan ramma upp á einn milljarð," sagði viðskiptaráð- herra. Hann kvaðst að auki hafa veitt nokkrar heimildir sem þessar til iðnfyrirtækja sem stunda útflutn- ing eða eru í beinni samkeppni við innflutning. Aðspurður, sagðist Jón alls ekki vilja nefna neinar fjárhæðir í þessu sambandi, „þetta eru mál sem eru afgreidd hvert og eitt fyrir sig og eru í sjálfu sér ekki neitt óvenjuleg mál. Þó þannig að ég hef valið það að veita heimildir til erlendrar lántöku til að breyta skammtímaskuldum og leysa fyrirtæki frá vandræðum í • rekstrarfjármögnun vegna þess að ég Íít svo á að við okkar aðstæður sé það oftast betri fjárfesting, heldur en að heimila mönnum að taka erlend lán til einhverra nýrra fram- kvæmda." -ABÓ Massey-Ferguson Kostaboð örugg vél ending endursala Tegund vélar væntanl. verðkr: verð núkr. MF 390-2,83 hö 1162 þús. 1098 þús. MF 365-2,68 hö 1006 þús. 958 þús. MF 355-2,58 hö 818 þús. 780 þús. MF 350-2,52 hö 753 þús. 717 þús. MF 240-2,47 hö 625 þús. 595 þús. Bjóðum bændum, sem panta nýja dráttarvél fyrir 15. nóvember vaxtalaust hálft kaupverð í 3 mánuði! Athugið! Sérkjör til þeirra sem panta fyrir 15. nóv. 1988 M ASSEY- FERGUSON . BÚNADARDEILD KAUPFÉLÖGIN OG ARMÚLA3 REYKJAVÍK Si'MI 38900 «/p- 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.