Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 4
4 Xíminn Chevrolet K20,4x4 pickup árg. 1979, V8 350cc, 4ra gíra, gott lakk, ný BF goodridge dekk, góður bíll til sölu eða í skiptum, Upplýsingar í síma 91-84880 á daginn og 91- 42977 á kvöldin. Bátur til sölu 2,5 tonna trébátur til sölu, báturinn er með 38 ha. Mercedes Benz vél, radar 8 mílna, dýptarmælir, talstöð, tveim rafmagnsrúllum. Fæst fyrir sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 97-21177 eða 43850. Claas LWG heyhleðsluvagn í ágætu lagi til sölu. Verð aðeins kr. 158.000. Upplýsingar í síma 91-84880. Lyftibúnaður Öflugur lyftibúnaður eða þrítengibeisli framan á stóra dráttarvél til sölu. Upplýsingar í síma 91- 84880. Framtengisett við Sekura snjóblásara til sölu, mjög ódýrt. Upplýsingar í síma91 -84880. t Faðir okkar og fyrrum sambýlismaður prófessor Sveinn Bergsveinsson andaðist í Austur-Berlín mánudaginn 17. október. Edda Sveinsdóttir Sinja Sveinsdóttir Guðrún Sveinsdóttir Hildigerður Meinke t Útför Árna Tómassonar Barkarstöðum fer fram frá Hlíðarendakirkju i Fljótshlíð, laugardaginn 22. október kl. 14. Ferð verður frá Umferðarmiðstöð kl. 11.30 og til baka að athöfninni lokinni. Fyrir hönd aðstandenda Daði Sigurðsson itrnit ‘ FimmtUda'gur 20.' óktóbér' 1988 Ökumaður vöruhílsins tók þann kost að aka útaf, frekar en að lenda á bflnum er var fyrir framan. Tímamynd: Gunnar Árekstri forðað með útafakstri Bílstjórinn á þessum vörubíl bjargaði trúlega mannslífi á þriðju- dag með því að aka út af og í forarpyttinn. Við ræddum við bíl- stjórann á slysstað og greindi hann Tímanum frá atburðarásinni. Hann ók eftir Elliðavoginum á hægri akrein, eins og vera ber og á undan honum var ekið rauðri Lödu. Á móts við Suðurlandsbrautina rétt við Elliðaárbrýrnar svínar bíll gróf- lega á Lödunni og ryðst inn á Elliðavoginn fyrir framan hana. Ökumaður Lödunnar nauðhemlaði og sama gerði ökumaður vörubílsins og ók síðan útaf til að forðast að aka aftan á Löduna. Sá sem svínaði ók hins vegar í burt án þess að skeyta hið minnsta um atburði. Vörubíllinn er talsvert skenundur og grindin í honum trúlega skökk. -sá Fyrsta skáldsaga verðlaunahafa Norðurlandaráðs: Herbjörg Wassmo þýdd á íslensku Herbjörg Wassmo ásamt þýðanda sínum, Hannesi Sigfússyni skáldi, utan við Norræna hÚSÍð í Reykjavík. (Tímamynd: Gunnar) Komin er út skáldsaga á íslcnsku eftir norska rithöfundinn Herbjörgu Wassmo sem hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs í fyrra. Hún er þekktur rithöfundur í heinialandi sínu, en bækur eftir hana hafa hing- að til.ekki verið fáanlegar á íslcnsku. Það er Hanncs Sigfússon skáld sem þýtt hefur verkið, en Mál og menn- ing gefur út. Verðlaun Norðurlandaráðs fékk Herbjörg Wassmo fyrir skáldsögu sem nefnist Hudlös himmel og kom út 1986. Sú saga var lokabindi þrí- lógíu urn stúlkuna Þóru, sem þarf að líða fyrir það að hún er ástandsbarn úr seinna stríðinu, dóttir norskrar stúlku og þýsks hermanns. Annað bindið var Det stumme rommet (1983), en fyrsta saga flokksins var bókin Huset med den blinde glass- veranda sem nú er komin út á íslensku og heitir í þýðingunni Húsið með blindu glersvölunum. Sá hluti verksins gerist snemma á sjötta ára- tugnum og lýsir lífi Þóru sem býr með móður sinni og stjúpa á eyju við strendur Norður-Noregs. Herbjörg Wassmo er fædd 1942, kennari að mennt og vann við kennslu meðfram ritstörfum í mörg ár. Hún hóf feril sinn með því að gefa út tvær ljóðabækur árin 1976 og 1977, en 1981 kom út fyrsta skáld- saga hennar og sú sem nú hefur verið þýdd á íslensku. Á örfáum árum hefur hún síðan unnið sér sess meðal fremstu núlifandi rithöfunda Norðmanna og hefur m.a. hlotið margs konar verðlaun og viðurkenn- ingu í heimalandi sínu. Þessi fyrsta saga hennar hefur þegar verið þýdd á fjölmörg tungumál, þ.e. á Norður- landamálin öll, þýsku, hollensku, frönsku og ensku, en einnig á pólsku, ítölsku og spænsku, og nú síðast á íslensku. -esig Alþingi: Stefnuræða 3. nóvember Á fundi Steingríms Hermannsson- ar, forsætisráðherra, með forsetum Alþingis og formönnum þingflokka var ákveðið að stefnuræða forsætis- ráðherra yrði flutt þann 3. nóvem- ber. Þetta er um viku síðar en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þessi frestun helgast af nokkurri seinkun sem orðið hefur á framlagn- ingu fjárlagafrumvarpsins, en nú er við það rniðað að það verði lagt fram á Alþingi í lok næstu viku. óþh Steingrímur Hermannsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.