Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 20. október 1988 Tímiim MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- s Eiginreynsla Jóns Baldvins Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll eftir stuttan valdatíma vegna margs konar skoðanaágreinings og deilna, sem áttu sér stað um ríkisstjórnarmálefni og málsmeðferð af ýmsu tagi. Eins og Tíminn hefur oft gert grein fyrir, átti fall ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar sér langan aðdrag- anda. Pótt stjórnarslitin yrðu formlega til vegna úrslitakosta Porsteins Pálssonar í september varðandi efnahags- og fjármálastjórn, þá er það rétt, sem margir hafa sagt, að sú ástæða var aðeins „dropinn sem fyllti mælirinn“ eins og það heitir á mæltu íslensku máli. Ekkert staðfestir betur sannindin um málefnaágrein- ing og átök innan fráfarandi ríkisstjórnar en grein sú, er Þorsteinn Pálsson ritar eigin hendi í Morgunblaðið sl. laugardag. Þar er dyggilega rakið, hvernig sambúðin var milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í fráfarandi ríkisstjórn. Sú lýsing, sem þar er að finna, er öll um það, að ráðherrar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks vantreystu hver öðrum í hinum margvíslegustu málum og af ýmiss konar tilefni. Þetta vantraust var ekki til komið af persónulegum væringum, heldur rákust pólitískir og málefnalegir hagsmunir Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks víða á, þegar á reyndi í stjórnarsam- starfinu. í þessum innanstjórnarerjum stóð svo illa á, að sjálfur stjórnarformaðurinn, sem að réttu átti að gegna starfi sáttasemjara ef á þyrfti að halda, var höfuðaðili að sundrungunni, sem var milli hans eigin flokks og Alþýðuflokksins. Deilurnar milli þessara flokka mega e.t.v. teljast koma á óvart miðað við það sem á milli þeirra fór fyrir og eftir alþingiskosningarnar í apríl í fyrra. Þá var ekki farið dult með það, að flokkarnir stefndu að nánu samstarfi sín í milli og látið að því liggja að stefnumunur á þessum flokkum væri lítill. Stjórnarmyndunarviðræðurnar, sem stóðu vikum og mánuðum saman frá vori fram á mitt sumar 1987, bentu reyndar til þess að Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn ætluðu að standa saman sem blokk. En samvistin í ríkisstjórninni undir forsæti Þorsteins Pálssonar rauf þessa einingu. Missætti kom upp milli þeirra vegna þess að þeir litu sambúðina sínum augum hvor. Formaður Alþýðuflokksins hefur beinlínis sagt, að það hafi ekki verið hægt að treysta sjálfstæðismönn- um, m.a. vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins hafði ekki vald á sínu eigin liði og var iðulega gerður afturreka með loforð sín og fyrirheit. Hins vegar hefur formaður Alþýðuflokksins reynt það í fráfarandi ríkisstjórn, að framsóknarmenn eru heilir í samstarfi og ábyrgir í afstöðu og stjórnarfram- kvæmdum. Þessi eiginreynsla formanns Alþýðuflokks- ins er athyglisverð í ljósi þess, að hann hafði löngum beint spjótum sínum að Framsóknarflokknum og ekki þóst eiga samleið með honum. Þess er óskandi að þessi reynsla formanns Alþýðuflokksins leiði til varanlegs og farsæls samstarfs milli flokkanna. A.m.k. er tímabært að segja skilið við þá hleypidómapólitík, sem of lengi var látin ráða í samskiptum Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks. 111111 GARRI V Morgunblaðið helgar leiðara sinn í gær þeirri kenningu að ríkisbankamir hér séu orðnir of stórir. Ber blaðið fyrir sig orð konu nokkurrar, sem á að hafa sagt á ráðstefnu hjá Stjórnunarfélaginu að hvergi utan kommúnistaríkj- anna sé að finna svipuð hlutföll í eigu ríkisins í bankakerfinu og hér. Nánar til tekið á þetta að vera þannig að á síðasta ári hafi ríkis- bankarnir hér haft um 72,8% af innlánum landsmanna, en það sem nefnt er einkabankar 27,2%. Ekki hefur Garrí haft aðstöðu til að fara ofan ■ þessar tölur, en sér þó ekki sérstaka ástæðu til að véfengja þær. Bæði Landsbankinn, Búnað- arbankinn og Útvegsbankinn nýi eru traustar fjármálastofnanir sem almenningur hikar ekki við að trúa fyrir sparifé sínu. En það sem er boðskapur Morg- unblaðsins hér er að draga eigi saman seglin i ríkisbönkunum og auka í staðinn veg þess sem nefnt er einkabankar. Ætla má að þar sé blaðið fyrst og frémst að tala um banka í cigu fjársterkra cinstakl- inga. Það sé þannig hreinn og klár frjálshyggjuboðskapur sem hér sé á ferðinni. Orð og gjörðir En nú er að því að gæta að ekki er nema tiltölulega skammt síðan ríkinu gafst upplagt tækifæri til að minnka hlut sinn í bankakerfinu. Það var þegar samvinnuhreyfingin bauðst til að kaupa meginþorra hlutabréfa eins ríkisbankans og öllum er í fersku minni. Ekki þarf að rifja upp fyrir einum né neinum óðagotið sem greip sjálfstæðis- menn og Morgunblaðið við það tækifæri. Þá var allt sett á annan endann út af því að nú væri hætta á að þessi banki lenti I höndum samvinnumanna. En að því er þó að gæta að hefði þctta tækifæri verið notað þá hefði Morgunblaðið kannski ekki þurft að birta þennan leiðara sinn. Þá væri hlutur ríkisins í bankakerfinu trúlega talsvert minni en í komm- únistaríkjunum, svo notað sé Morgunblaðsorðalag. Það fara því ekki alltaf saman orð og gjörðir hjá þeim blessuðum. Líka er á það að líta að reynslan af rekstri ríkisbankanna hér er í heildina tekið býsna góð. Það sést best á því að yfirgnæfandi meiri- hluti landsmanna telur sparifé sitt vel geymt hjá þeim. Ef ehthvað umtalsvcrt væri að í þessu kerfi þá eru marglofaðir prívatbankar það öflugir hér hjá okkur að ætla mætti að sparifé þjóðarinnar myndi þá að stærstum hluta renna yfir til þeirra. En það hefur ekki gerst, sem bendir ekki til þess að það sé rétt hjá Morgunblaðinu að hlutur ríkis- ins í bankakerfinu sé of stór. Reynslan undanfarið Ekki er heldur hægt að segja að reynslan núna undanfarið af frelsi í bankakerfinu sé til þess fallin að hossa sérstaklega undir kenningar Morgunblaðsins. Vaxtasprenging- in á síðustu misserum, sem fyrst og fremst verður að skrifast á reikning frjálshyggjuaflanna í Sjálfstæðis- flokknum, hefur farið þannig með undirstöðufyrirtæki landsmanna að þau riða nú hvert um annað þvert til falls. Ef frjálshyggja Morgunblaðsins ætti yfirleitt við nokkur minnstu rök að styðjast þá mætti vænta þess að hinir kapítalísku prívat- bankar í landinu hefðu sýnt á því meiri lit en aðrir að hugsa um hag lántakenda sinna. Með öðrum orð- um að þeir hefðu reynt að leggja sig fram við að halda útlánsvöxtum niðri í hinni marglofuðu samkeppni sem hér hefur ríkt á milli bankanna í vaxtamálum. Þá hefði samkeppni þeirra um útlánin líka átt að valda þvi að jafnvægi hefði náðst og útlánsvextir lækkað. Um þetta hafa hins vegar engin merki sést, eins og hverju manns- barni er kunnugt. I þessu, eins og fleiru, hefur frjálshyggja Morgun- blaðsins reynst gjörsamlega hald- laus. Prívatbankar í eigu einstak- linga hafa ekki sýnt sig i því að vera i neinu frábrugðnir ríkisbönkunum að því er varðar þjónustu við lántakendur og fyrirtæki í landinu. Hér á það þannig við eins og oftar að við búum í litlu samfélagi þar sem þarf að stjórna. Líkt og á hverju öðru heimili þarf hér að halda um taumana i efnahagsmál- unum. Útlendar hagfræðikenning- ar um almætti einhverra markaðs- lögmála má ekki heimfæra hráar upp á islenskar aðstæður. Morgun- blaðið þarf að gæta að þessu næst þegar menn þar finna hjá sér hvöt til að vegsama frjálshyggjuna. Það er hægt að virkja framtak duglegra einstaklinga með mörgum öðrum hætti heldur en að kafsigla sjálfa undirstöðuna með vaxtaspreng- ingu. Garri. llllllllllllllllllllllllllll VlTT OG BREITT lillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllill Þjódlygi afhjúpuð Sovétrfldn: Goðsögninum kominun ano fr' -mTf f'ip'' aurt«..HN.r »Ur« Wfllð upp ■ --— »■- - »_____«... - fL,-jl, brw> lOt tmm á dul nkt í Akmhuhrt kolanáwn. nr «kU aixm •ð vaHd« kMMi luJBi tvo aðatoáanMiui •ár við hUd. Par uU tá * Jú)"|u á* "l - Þunig hUóðtði hölgarfréttin 1 Sovésld vorijfipuðingurinn B. bUði aováaku wkulýðwmtalf- Fodorov hefur 00 drtgifi fi«m I mm, KoatanmMkii* Pnvdá, og dag^jórið gðoml aldðl og upptýft, með b«nni kið át í laftin bli ein- nð SUUunov hifitiftTvo nwin _ tfi Qtria um, að .engip márv ■ro Btoridr, nfi þeir ttmðuat aókn bolaevianum*". Það fór Uka 99o, að faxun hétffa ménnðar var bdið að alá matíð fimB* vaJctinnL SUk^agpv var bina vegar Þeim sem eru illa haldnir af glasnost og peristrokja er ekkert heilagt lengur. í Sovétríkjunum er hverju goðinu af öðru hrint af stalli, öll sagan endurskoðuð og er svo komið að allir rauðir pennar eru ekki annað en bull og kjaftæði, ómerkilegar lygasögur um enn ómerkilegri bolsévíka sem byggðu upp þjóðfélag á harðýðgi og vel smurðri áróðursmaskínu. Er nú svo langt gengið í afhjúp- unum, að mesta baráttuhetja sov- éskrar vinnu fyrr og síðar, Alexei Stakhanov, fær á baukinn í mál- gagni sovésku Æskulýðsfylkingar- innar og er upplýst að hann hafi haft tvo aðstoðarmenn og stuðning flokksdeildarinnar í kolanámunni, þegar hann losaði um 102 tonn af kolum með haka sínum á morgun- vaktinni 31. ágúst 1935. Fyrir þetta afrek varð Stakhanov augasteinn Stalins, sem hrúgaði á hann medalíum og gerði hann að fyrirmynd allra sovéskra verka- manna, sem brátt urðu bakveikir og fengu slæma gikt af að reyna að líkja eftir fyrirmyndinni miklu í afköstum sínum. Hetja sósíalskrar vinnu 1 Sovétríkjunum varð Stakhanov svipa á alla hyskna letingja sem urðu að auka afköst sín um allan helming án þess að laun hækkuðu og kommúnistar um allan heim litu á sem sönnun þess hve sósíalisminn yki mönnum ásmegin, sérstaklega verkamönnum. Stakhanov varð að hugtaki um þá sem einbeittu sér að störfum sínum og urðu margra makar í vinnuframlagi og ákafa, sem sagt vorú vinnubrjálæðingar. Morgunblaðið setti fréttina um falt Stakhanovs á forsíðuna í gær, og hefur nú loks náð tangarhaldi á þeim sovéska kommúnista sem hvað lengst hefur haldið hugsjón- inni um sósíalska vinnu á lofti, en er léttvægur fundinn af sovéskum ungkommum og er nú glasnostið farið að bera nokkurn keim af menningarbyltingu, þar sem stak- hanovum er jafnvel ekki hlíft. Ekki veit maður hvað eftir verð- ur af Sovétríkjunum ef þessum sífelldu uppljóstrunum heldur áfram og málgögn austur þar halda áfram að skrifa um málefni sósía- lismans eins og Tíminn, Morgun- blaðið og Alþýðublaðið hafa gert síðustu sjö áratugina eða svo og Þjóðviljinn og Tímarit Máls og menningar hafa jafnan borið til baka og kallað helvíska auðvalds- >yg‘- Dyggð þrældómsins Helgisagan af Alexei Stakhanov er í ætt við sögnina af Maó þegar hann synti á 18 hnúta hraða í Gulafljóti. Sanntrúaðir trúðu en aðrir glottu að dellunni. Hins vegar er það haft fyrir satt að margir sovéskir verkamenn hafi slegið metið í losun kola í námun- um, en þeir þökkuðu allir Stalín og Stakhanov þau afrek sín. Lítill vafi er á að goðsögnin um vinnujálkinn mikla hafi aukið framleiðslu í Sovétríkjunum þar sem margir reyndu að líkja eftir, fyrirmyndinni og juku afköst sín um allan helming sósíalismanum til dýrðar. En það er víðar en í Sovét að það þykir mikil dyggð að þræla langan vinnudag og afkasta miklu. Hagvöxtur byggist á því að vinna meira og meira, meira í dag en í gær. Krafan um síaukinn hagvöxt er í ætt við helgisögnina af sovéska hetjuverkamanninum, sem þrælaði á við 15 manns. Launahvetjandi afköst er milt áróðursbragð til að gera verkafólk að stakhanovum. Bónusinn er af sömu ætt og var fundinn upp í Sovétríkjunum síðsumars árið 1935, til að auka afköst og þar með þrældóm vinnandi stétta. Hagspekingar eru ekki í rónni ef eitthvað hægist á hagvaxtarskrúf- unni og sífellt er verið að hvetja til meiri framleiðslu, jafnvel þótt of- framleiðsla sé orðin eitt höfuð- vandamál nútímans. Þegar nú loks er búið að koma upp um skröksöguna um Alexei Stakhanov austur í Sovét, ættum við að fara að athijga hvort ekki er tímabært að takatil endurskoðun- ar þjóðtrúna utn hagvöxtinn og bónusinn. OO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.