Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn llllllllllllllllllllllllllll Frankfurt. V-Þýski landsliðs- maðurinn, Dieter Eckstein var í fyrradag seldur frá Númberg til Eintrakt Frankfurt fyrirum 1,9 millj- ónir dala. Eckstein, sem gekk til liðs við Nurnberg 1982, verður Iöglegur með Eintrakt Frankfurt á laugardag- inn, er liðið mætir Hamburg. Samn- ingur Ecksteins rennur út 1991. Franfurt hefur átt í viðræðum við ítalska liðið Roma, um kaup á V-Þjóðverjanum Rudi Völler. London. Terry Venables fram- kvæmdastjóri Tottenham hefur fengið Mohamed AIi Amar leik- mann Barcelona lánaðan til Lund- únaliðsins í 1 ár, en í samningi liðanna er gert ráð fyrir þvf að Tottenham geti framlegt lánstfmann um 1 ár til viðbótar. Tottenham verður að greiða Barcelona andvirði 57 þúsund punda fyrir Amar. Ekki veitir Tottenham af að reyna að lífga uppá lið sitt, sem er nú í þriðja neðsta sæti 1. deildarinnar. London. í fyrrakvöld voru nokkrir leikir í fyrstu umferð Evr- ópukeppni félagsliða í körfuknatt- leik. Úrslit urðu sem hér segir: CSKA Sofía Búlgaríu...........77 Cukurovaspor Tyrklandi.......68 CSKA vann samanlagt 151-148 Uudenkaupungin Finnlandi ... 88 Hageby Svíþjóð ...............93 Uudenkaupungin vann samt.201-193 Pully Sviss..................114 Oporto Portúgal..............113 Pully vann samanlagt 222-195 Knattspyrna U-21 árs. í fyrrakvöld voru nokkrir lcikir í Evr- ópukeppni landsliða í knattspyrnu skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri. Úrslit urðu sem hér segir: Búlgaría-Rúmenía...........2-1 Sovétríkin-Austurríki......2-2 England-Svíþjóð............1-1 Skotland-Júgóslavía........0-2 Pólland-Albanía ...........0-0 V-Þýskaland-Holland........2-0 Grikkland-Danmörk .........2-2 Esch-Sur-Alzette. Lux- emborgarar töpuðu fyrir Tékkum í fyrrakvöld í leik liðanna í 7. riðli undankeppi HM í knattspyrnu í Luxemborg. Ivan Hasek gerði fyrra markið á 25. mín. og 10 mín. síðar bætti Jozef Chovanec öðru marki við fyrir Tékka. Áhorfendur voru 2.500. London. Heimsmeistarinn í vél- hjólaakstri á 500 rúmsentmetra hjólum, Eddie Lawson, er hættur að aka fyrir Yamaha og mun á næsta keppnistímabili aka fyrir Honda. Lawson mun verða í sérstöku Honda liði, og Wayne Gardner, sem er áðalökumaður Honda, mun verða aðalökumaðurinn í hinu liðinu. Gardner, sem er frá Ástralíu varð heimsmeistar 1987 og var aðal- keppninautur Bandaríkjamannsins Lawsons í ár. Lawson hefur ekið Yamaha hjóli í sex ár og unnið 3 heimsmeistartitla. Fimmtudagur 20. október 1988 Fimmtudagur 20. öktóber 1988 ÍÞRÓTTIR Knattspyrna: Sovétmenn scm lcika i sama riðli og við íslcndingar í undankeppni HM, unnu í gær Austurríkismenn, 2-0 í Moskvu. Þar með hala Sovétmenn tekið forystu í riðlinum, með 3 stig úr tveimur leikjum. Alexei Mikhailic- henko skoraði fyrra mark Sovét- manna á 47. mín. og Alcxander Zavarov bætti öðru við á 69. mín. Pólskur sigur Pólverjar unnu Albani með einu- marki gegn engu í Chorzow í gærkvöld í2. riðli HM keppninnar. Það var Krzystof Warzycha sem gerði sigurntarkið á 78. mín. að viðstöddum 30 þúsund áhorfend- um. N-írar láu í Búdapest Ungvcrjar fcngu N-íra í heim- sókn til Búdapest í 6. riðii HM í ' gær. Gcstgjafarnir fór með sigur af hólnú, 1-0, eftir ntarklausan fyrri hálfleik. Istvan Vincze gerði sigur- markið á 84. mín. leiksins. Áhorf- endur voru 18 þúsund talsins. N- írar h/da forystu í riðlinum með 3 stig eftir 3 leiki, en hin liðin hafa aðeins leikið 1 leik. Povlsen jafnaði í Aþenu Grikkir ogDanir gerðu jafnteíli, 1-1, í 1. riðli HM í Aþenu. Grikkir komust yfir á 41. mtn. með ntarki Tasos Mitropoulos, en Flemming Povlsen jafnaði fyrir Dani á 56. mín. Áhorfendur voru 45 þúsund. Rúmenskur sigur í Sofia í 1. riðli léku einnig Rúmenar og Búlgarir í Sofía. Rúmenar fóru með sigur af hólmi, 3-1 eftir aö staðan var jöfn f hálfleik 1-1. Dorin Mateuc kom Rúmenum yfir á 25. mfn. en Hristo Kolev jafnaöi á 31. mín. Rodion Camataru skor- aði síðan á 79. mín. og 89. mín. og tryggði Rúmenum þar með sigur- inn. Staðan í 1. riðli er þannig eftir I umferð að Rúmenar eru efstir með 2 stig. Jafntefli í Swansea Walesbúar og Finnar gerðu 2-2 jafntefli í 4. riöli. Öll mörkin voru gerð í fyrri háifleik. Finnar komust yfir mcð marki Kari Ukkonen á 8. mín. en Dean Saunders jafnaði á 24. mín. Sjálfsmark Aki Lathinen kom Walesbúum yfir á 40. mín. en á síðustu mín. fyrri hálfleik tókst Finnum að skora í rétt niark og jafna leikinn. Þar var að vcrki Mika Paalelainen. Dean Saunders mistókst að gera út urn leikinn á 82. mín. er hann misnotaði víta- spyrnu. Áhorfendur voru 5 þúsund talsins. Júkkar jöfnuðu í Glasgow Júgóslavar og Skotar gerði jafn- tefli, 1-1, í Glasgow í 5. riðli í gær. Bæði mörkin koniu í fyrri háifleik. Maurice Johnston kom Skotunt yfir á 17. mín. en Srecko Katanec jafnaði fyrir Júkkana á 36. mín. Áhorfendur voru tæplega 43 þúsund. Skotar hafa forystu í 5. riöli með 3 stig. Belgía vann Sviss Belgar unnu Svisslendinga mcð einu marki gegn engu í Brussel í 7. riðli. Sigurmarkið gerði Patrick Vervoort á 30. ntfn. leiksins. Áhorfendur voru 14.450. Markalaust á Wembley Englendingar og Svíar gerðu marklaust jafntefli á Wembley leikvangnum í Londin í gær, í 2. riðli. Viðstaddir voru tæplega 66 þúsund áhorfendur. Markalaust í Múnchen V-Þjóðverjar og Hollendingar gerðu líka markalaust jafntefli er þjóðirnar mættust í 4. riðli í gær. Viðstaddir voru 73 þúsund áhorf- endur. Eftir 2 umferðir leiða V- Þjóðverjar í riðlinum með 3 stig á betra markahlutfalli en Hollend- ingar sem hafa einnig 3 stig. '. •>'s/ ■ ■ ••• :• Gunnar Gíslason í skallaeinvígi í leik fslands og Svíþjóðar á Laugardalsvellinum í haust. Tímamynd Pjetur. íslenskur ósigur í skugga múrsins íslendingar biðu sinn fyrsta ósigur í undankeppni heimsmeistarakeppn- innar í luiattspyrnu að þessu sinni í gær þegar leikið var gegn A- Þjóð- verjum í A-Berlín. Þjóðverjarnir sigruðu 2-0, eftir að staðan í hálfleik var 1-0. A-Þjóðverjarnir voru nær einráðir á vellinum allan fyrri hálfleikinn og strax í upphafi leiksins munaði minnstu að þeir fengju óskabyrjun. Gunnar Gíslason brá einum leik- manna A-Þjóðverja í vítateignum, en norski dómarinn sleppti Islend- ingum við vítaspyrnu, sem réttilega hefði mátt dæma. Bjarni Sigurðsson var mjög góður í íslenska markinu og varði tvívegis í fyrri hálfleiknum mjög vel, fyrst frá Ulf Kirsten og síðan eftir að A-Þjóðverjar fengu aukaspyrnu rétt utan vítateigs íslands. Stuttu síðar áttu Þjóðverj- arnir hættulegt skot í hlaðarnet ís- lenska marksins. Á 35. mín. fengu A-Þjóðverjar hornspyrnu. Boltinn kom fyrir markið og eftir að íslensk- um varnarmönnum var hrint frá boltanum, barst hann til Andreas Thom sem skoraði með föstu skoti, óverjandi fyrir Bjarna í markinu. Þarna yfirsást norska dómaranum heldur betur ljót bakhrinding A- Þjóðverja, 1-0. í síðari hálfleik komu íslensku leikmennirnir mun meira inní leik- Ólympíuleikar fatlaðra: Enn ein verðlaunin í höfn á leikunum Ólafur Eiríksson ÍFR, vann bronsverð- laun í 100 m flugsundi á Ólympíuleikum fatlaðra í gær. Ólafur synti á 1,14,73 mín. sem er nýtt íslandsmet. Þetta eru önnur verðlaun Ólafs á leikunum. Sigrún Pétursdóttir ÍFR, lenti í 5. sæti í 100 m baksundi í gær. Hún synti á 2,57,40 mín. sem er nýtt íslandsmet, en 5 fyrstu keppendur í sundinu syntu allir á tíma undir gildandi heimsmeti. Kristín Rós Hákonardóttir ÍFR, varð í 5. sæti í sínum flokki í 100 m baksundi, setti nýtt Islandsmet og synti á 1,37,37 mín. Sömu sögu er að segja úr þessu sundi og hjá Sigrúnu. 5 fyrstu keppendurinr syntu undir heimsmetstíma, en Kristín, sem átti að keppa í CP7 flokki, gat það ekki þar sem hann var felldur niður, hún keppti því í CP8 flokki. Tími Kristínar er betri en gildandi heimsmet í CP7 flokki, og nú er verið að reyna að fá heimsmet hennar dæmt gilt. Gunnar V. Gunnarsson varð 8. í 100 m baksundi á 1,30,33 mín. en hann setti íslandsmet í undanrásum, er hann synti á 1,29,52 mín. Halldór Guðbergsson keppti einnig í 100 m baksundi, synti á 1,33,80 mín. og hafnaði í 11. sæti af 12 keppendum. Halldór átti við meiðsl að stríða í sundinu. Elvar Thorarensen keppti í gær í borð- tenniskeppni Ólympíuleikanna. Mótherj- ar hans voru frá S-Kóreu og Svíþjóð. Elvari tókst ekki að klekkja á þeim og tapaði báðum leikjunum. í dag keppir hann gegn borðtennismanni frá írlandi. íslensku sundmennirnir og frjálsíþrótta- mennirnir keppa flest allir í dag, þar á meðal Haukur Gunnarsson í úrslitum í 100 m hlaupi karla. Haukur keppir síðan á laugardaginn í 400 m hlaupi. Ef að líkum lætur munu íslensku kepp- endurnir halda áfram að safna verðlaunum á morgunn og um helgina og gaman er að sjá að flestir ef ekki allir íþróttamennirnir bæta sinn fyrri árangur á leikunum. BL Knattspyrna: Cascarino með 2 mörk gegn Túnis Irar unnu Túnisbúa 4-0 í vináttulunds- leik » knattspyrmi í Dublin í gærkvöld. Tony Cascarino gerði lyrsta mark íra á 27. mín. eftlr undirbúning Ray Hought- on. Cascarino var aftur á ferðinni á 44. mín. Hann skoraði þá eftir fyrirgjöf nýliðans Stephen Staunton. John Aldr- idge gerði sitt fyrsta ntark fyrir íra rétt fyrir leikhlé eftir að hafa fengið scndingu frá félaga sínum Ray Houghton. Kevin Sheedy misnotaði tvö góð færi í lyrri hálfleik, en bætti fyrir það á 87. mín. er hann gerði 4. mark íra. Norðmenn láu í Pescara ítalir sigruðu frændur okkar Norð- nienn í vináttulandsleik í gærkvöld, 2-1. Giuseppe Giannini kom Itölum yfír úr vítaspyrnu á 18. mín. og Riccardo Ferri bætti öðru marki við á 29. mín. Branhaug hinn norski, minnkaði muninn úr víta- spyrnu á 41. mín. Áhorfendur 10.800. BL Körtuknattleikur: Þrír leikir í kvöld í Flugleiða- deildinm j kvöld verður mikið um að vera í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik. 3 leikir eru á dagsskrá. Haukar fá ÍS í heimsókn í Hufnarfjörðinn. KR-ingar og Gríndvíkingar leika í Hagaskóla og í Keflavík fá heimamenn Þórsara frá Ak- ureyri í heimsókn. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. I 1. deild kvenna eru einnig 3 leikir. Haukar leika gegn UMFG í Hafnarfírði. KR og ÍS leika í Hagaskóla og ÍBK og UMFN leika í Keflavík. Þessir leikir hefjast kl.21.30. BL inn, en sóknir A-Þjóðverja voru sem fyrr fleiri og hættulegri. Bjarni Sig- urðsson var öruggur í markinu og A-Þjóðverjum tókst ekki að skora um miðjan hálfleikinn, þegar fyrir- gjöf kom fyrir íslenska markið frá hægri og Stenman potaði knettinum framhjá markinu. íslendingar voru mjög fastir fyrir í leiknum og stundum brutu þeir heldur mikið á Þjóðverjunum. Þegar Ólafur Þórðarson var gróflega felld- ur þegar um 20 mín. voru eftir af leiknum, veittust hann og Sævar Jónsson að Þjóðverjanum, sem lét sig detta í jörðina með tilþrifum. Norski dómarinn beit á agnið og sýndi Sævari Jónssyni rauða spjaldið. Hreint fáránlegur dómur. Þjóðverjarnir nýttu sér það að vera einu marki yfir og að íslendingar spiluðu af hörku, til að tefja leikinn með alls konar fíflalátum. Þeir létu sig detta í tíma og ótíma og norski dómarinn hafði ekki rænu á að gefa þeim áminningu fyrir leikaraskap. Eftir að Sævar fór út af óx íslend- ingum nokkuð fiskur um hrygg og sóknirnar urðu hættulegri. Arnór Guðjónsen fékk góða sendingu frá Ásgeir Sigurvinssyni undir lok leiks- ins, en fast skot hans fór framhjá marki A-Þjóðverja. Þar fór besta færi íslendinga í leiknum í súginn. Tveimur mín fyrir leikslok bætti Avderas Thom öðru marki við fyrir A-Þjóðverja, með föstu skoti rétt utan vítateigs. Markið kom gegn gangi leiksins, en greinilegt var að Sævars var sárt saknað í vörninni. Sigur A-Þjóðverja var sanngjarn í leiknum, en með smá heppni hefði íslenska liðið getað náð jafntefli. Bestir íslendinga voru þeir Arnór Guðjónsen og Ásgeir Sigurvinsson, en Bjarni Sigurðsson átti einnig góðan leik í markinu. Atli Eðvalds- son og Guðni Bergsson voru sterkir í vörninni og Sævar stóð sig vel þann tíma sem hans naut við. Ólafur Þórðarson barðist vel að vanda og hinir leikmenn íslands stóðu sig þokkalega. Ekki er öll nótt úti enn í HM, þrátt fyrir ósigurinn í skugga múrsins í A-Berlín í gær. A-Þjóðverjarnir eiga eftir að mæta í Laugardalinn og þaðan fara þeir áreiðanlega ekki með bæði stigin. Lið íslands: Bjarni Sigurðsson, Atli Eðvaldsson, Gunnar Gíslason, Sævar Jónsson, Guðni Bergsson, Ólafur Þórðarson, Ómar Torfason, Guðmundur Torfason (Ragnar Margeirsson), Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjónsen og Sigurður Grét- arsson. Áhorfendur voru 12.000. BL Sagt eftir leikinn: „Dómarinn á móti okkur í leiknum'1 „Þessi úrslit eru nokkur von- brigði fyrir okkur. Fyrra markið kom cftir brot A-Þjóðverja; dóm- arinn dæmdi líka á móti okkur í leiknum,“ sagði Sigfried Held landsliðsþjálflari íslands í samtali við fréttamenn Reuters eftir leik- „Við höfum sigrað í okkar fyrsta leik í keppninni og það er mikl- ivægast eins og stendur,“ sagði Bernd Stange þjálfari A-Þjóð- verja. BL Skíði: Mahre tvíburarnir aftur í brekkurnar Phil Mahre á fullri ferð ■ skíðabrekkunni á árum áður. Nú ætla þeir Mahre bræður að hefja keppni að nýju. Bandarísku skíðatvíburarnir, Steve og Phil Mahre, hafa ákveðið að snúa sér aftur að keppni í skíðaí- þróttum, en þeir létu skíðin á hilluna síðla árs 1984. „Það eru liðin fjögur ár síðan við tókum þátt í skíðakeppni og þetta á eftir að verða mjög gaman fyrir okkur báða. Við teljum að endur- koma okkar eigi eftir að verða íþróttinni til góðs og vonumst til að geta haldið áfram að keppa á skíðum lengi enn,“ sagði Phil Mahre í gær. Á sfðasta degi Ólympíuleikana í Sarajevo fyrir fjórum árum voru þeir Mahre bræður mjög í sviðsljós- inu. Phil vann gullið í svigi og Steve vann silfrið. Þeir hættu síðan báðir keppni síðar á árinu. Phil vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 1980 og varð heimsbikarmeistari frá 1981-1983. Steve vann til gullverðlauna í stór- svigi í heimsmeistarakeppninni 1982. Samvinna þeirra tvíburabræðr- anna hefur verið mikil og góð í gegnum árin, og venja er hjá þeim, að um leið og annar þeirra hefur rennt sér niður brekkuna, þá hefur hann talstöðvarsamband við hinn og læturhannvitahvernigfæriðer. BL Knattspyrna: Sovéskur sigur Tíminn 11 York. Á þriðjudagskvöld voru leiknir 3 leikir í bandarísku NHL-ís- hokkídeildinni. Pittsburgh Penguins unnu Philadelphia Flyers 4-2, Det- roit Red Wings unnu Chicago Black- hawks 4-3 eftir framlengingu. New York Islanders unnu Vancouver Canucks 3-2. Oakland. Lið Oakland Athlet- ics vann Los Angeles Dodgers í þriðja leik liðanna um bandaríska meistartitilinn í hafnabolta, 2-1. Dogers unnu tvo fyrstu leikina, sem fóru fram á hcimavelli þcirra í Los Angeles. Nú náðu Athletics að minnka muninn, en greinilegt er að heimavöllurinn skiptir miklu máli í úrslitunum (World Series) Brussel. Belgíski landsliðsmað- urinn Leo Van Der Elst fær ekki að leika með Charleroi í Belgíu í vetur, þar sem ólöglegt er að skipta tvisvar um félag á sama keppnistímabilinu þar í landi. Van Der Elst gekk í sumar til liðs við franska liðið Metz, en þar hefur hann ekki náð að festa sig í sessi. Hann lék áður með Club Brugge í Belgíu og hefur leikið 13 landsleiki fyrir Belgíu. París. Tour de France hjólreiða- keppnin, sem er aðalkeppni ársins hjá hjólreiðamönnum, mun hefjast í miðbæ Luxemborg þann 1. júlí á næsta ári. 21 áfangi verður í keppninni sem er alls 3215 km löng og lýkur í París þann 23. júlí. London. I gær var leikið í Evrópukeþpni félagsliða í körfu- knattleik. Hér var um síðari leikina í fyrstu-umferð að ræða. Úrslit urðu þessi: Torpan Pojat Finnlandi.......103 Cuva Houthalen Belgíu .........95 Torpan Pojan vann samanlagt 190- 188 Slovnaft Tékkóslóvakíu ........86 Liverno Italíu.................81 Slovnaft vann samanlagt 161-155 I kvennaflokki: Sparta Prag Tékkósióvakíu ... 89 Riento Turku Finnlandi ........55 Sparta vann samanlagt 173-108

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.