Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 20
NTJTIMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 tjan man. bmdin STRUMPARNIR fTfíUGrPtSrtujr HRESSA KÆTA Tímimi Helgi Þór Jónsson, eigandi Arkar, segir afgreiöslu Þorgeirs Inga Njálssonar einkennilegaog mun ekki gefast upp: „Eru að gera nokkuð sem ekki má gerast“ Þó að Þorgeir Ingi Njálsson, hjá sýslumannsembættinu á Selfossi, hafi sent lögmanni Helga Þórs Jónssonar, stærsta hluthafa í Hótel Órk hf., skeyti um að hann taki ekki tilboði hlutafélagsins í húseign hótelsins frá síðasta uppboði, hafði skeytið ekki borist seint í gærkvöldi. Helga Þór Jónssyni þótti því harla einkennilega að málinu staðið og mun ekki að svo stöddu sætta sig við að fram hjá 30 milljón króna hærra tilboði Hótel Arkar hf. verði gengið. Áfrýjun til Hæstaréttar er ekki útilokuð en Helgi vildi ekki tala út um málið fyrr en í dag. Áfrýjun mun þýða hátt í tveggja ára bið- stöðu, þar sem ekki má ganga að skuldara meðan málið er fyrir Hæstarétti. í dag verður sent svar- skeyti til sýslumannsembættisins á Selfossi, ef skeytið hefur þá borist lögmanni hlutafélagsins. Helgi Þór er ekki búinn að segja sitt síðasta orð í þessu máli og mun ekki láta hótelið í hendur Framkvæmda- sjóðs án frekari glímu. „Þessir aðilar eru að gera nokkuð, sem ekki má gerast," segir Helgi Þór. Örkin verði dauð eign ef hún kemst í hendur stofnunarinnar, þar sem hlutafélagið eigi allt innbú hótelsins og sé ekki tilbúið til að lána það hverjum sem er, en auk þess hefur verið gerður leigusamn- ingur til 1993. Segir Helgi Þór jafnframt að það einkennilegasta við þennan frest sem Þorgeir Ingi hafi tekið sér, sé að hann er aðeins tvær vikur í stað venjubundinna þriggja vikna frest- ar í réttarkerfinu. Þá eigi hann erfitt með að skilja þau ummæli, sem höfð eru eftir Þorgeiri Inga í fréttum, að hann hafi tekið þessa ákvörðun að vel athugðu máli. Það komi honum spánskt fyrir sjónir þar sem hvorki hann né lögmaður sinn hafi orðið varir við neina könnun á því hvort hann gæti staðið við 230 milljón króna tilboð sitt í hóteleignina. En þó svo að Hæstaréttarleiðin verði ekki farin af hálfu Helga Þórs og meðeigenda hans í Hótel Örk hf. er ekki ljóst hvort eða hvernig Framkvæmdarsjóður getur ráð- stafað eigninni. Hótel Örk hf. hefur hótelið allt á leigu og alla aðstöðu þess, frá eiganda Hótel Arkar sem er Helgi Þór Jónsson sjálfur. Leiga þessi er til 1993. Hlutfélagið hefur svo aftur gert undirleigusamning við Sigurð Hall á öllum veitingarrekstri í húsa- kynnum Arkarinnar. Sá leigu- samningurereinnigtil 1993. Hefur Tíminn fengið það staðfest að þessum leigusamningum verði ekki Helgi Þór Jónsson, eigandi Hótels Arkar og einn af eigendum Hótels Arkar hf., mun ekki gefast upp. „Það er ekkert sem mælir á móti áfrýjun til Hæstaréttar.“ Tímamynd BREIN rift nema með málshöfðun þessara aðila gegn Framkvæmdasjóði. Með þessa staðreynd í huga gæti Framkvæmdasjóður ekki ,haft nema afar takmarkaðan ráðstöf- unarrétt yfir eign sinni, verði mál- inu ekki áfrýjað. í dag á Helgi Þór Jónsson von á staðfestingu á endanlegu tilboði í stóran hluta eignar sinnar í Hótel Örk hf. frá hollenska fyrirtækinu Beckholdings, en tilboð hafa þegar gengið á milli aðila. Hefur það verið stefna Helga Þórs að selja mest allan eignarhlut sinn í hluta- félaginu til þess að hann geti notað það fé við að greiða niður skuldir sínar sem eini ,eigandi hótelbygg- inganna. Með þeirri sölu og með kaupum hlutafélagsins á eigninni sjálfri, hyggjast aðstandendur ná að greiða upp skuldahala bygging- arinnar þannig að sem fæstir tapi og skellur lánadrottna verði sem minnstur. í sumar hefur verið unnið að verulegri skipulagningu á nýtingu hótelsins sem heilsuhótels og liggja áætlanir nú þegar fyrir. Er gert ráð | fyrir því að fyrstu gestir heilsuhót- elsins komi til landsins í janúar á I næsta ári, en alls komi hingað um 700 manns árið 1989. í>að þýðirum 10.500 gistinætur. f sömu áætlun, sem unnin er af markaðsfulltrúa í | Þýskalandi í samvinnu við Fit Reis- en og á þriðja tug lækna, er gert I ráð fyrir að hótelið verði fullnýtt allt árið, sem heilsuhótel, innan þriggja ára. KB | Staðið í einu og öllu við fyrra samkomulag Stefna íslenskra stjórnvalda í hval- veiðimálinu verður aðalumræðuefni á ríkisstjórnarfundi sem boðað hefur verið til fyrir hádegi í dag. Málið verður reifað í framhaldi tíðinda um að þýska stórfyrirtækið Tengelmann hafi ákveðið að hætta kaupum á íslensku lagmeti vegna hvalveiða íslendinga í vísindaskyni. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, og Theodór S. Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Sölu- stofnunar kigmetis, áttu í gær fund með fulltrtjum Tengelmanns f ís- lenska sendiráðinu í París. Var ákveðið /aö sjávarútvegsráðherra myndi aftur í næstu viku funda með fulltrúum þýska fyrirtækisins. Benedikt Guðmundsson, skrif- stofustjóri Sölumiðstöðvar hrað-' frystihúsanna í Hamborg, greindi Tímanum frá því í gær að þýskir grænfriðungar hafi sent bréf til allra helstu viðskiptavina SH í Vestur- Þýskalandi þar sem fram komi hót- anir uip aðgerðir af þeirra hálfu ef ekki verður látið af kaupum á ís- lenskum fiski. Fleiri ráðherrar úr ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar en Hall- dór Ásgrímsson ræddu um hvala- málið á erlendri grundu í gær. Vestur í Washington í Bandaríkjunum átti Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra, fund með Georg P. Schultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Rætt var um tvíhliða sam- skipti þjóðanna og ýmis alþjóðamál. Hvalamálið var rætt ítarlega og ítrekaði Jón Baldvin röksemdir ís- lendinga fyrir vísindalegum rann- sóknum á hvalastofnum. Hann greindi kollega sínum, Georg Schultz, frá því að fréttaflutningur undanfarinna daga þýddi ekki að ríkisstjórn íslands hefði breytt af- stöðu sinni til hvalamálsins. Þá lagði utanríkisráðherra áherslu á að ís- lendingar hefðu full og óskoruð yfirráð yfir auðlindum sínum og allar ákvarðanir um nýtingu auð- linda innan efnahagslögsögu íslands yrðu teknar af íslendingum sjálfum án tillits til utanaðkomandi þrýstings. í máli bandaríska utanríkisráð- herrans kom fram fullur skilningur hans á afstöðu íslendinga til hval- veiðmálsins. Lýsti hann vilja sínum til að Bandaríkjastjórn myndi gera allt sem í hehnar valdi stæði til að vinna þau málaferli sem hún stæði nú í við bandarísk umhverfisvernd- arsamtök og standa í einu og öllu við það samkomulag sem þjóðirnar hefðu gert með sér í hvalveiðimálinu í framhaldi af fundi Alþjóðahval- veiðiráðsins í Auckland á Nýja-Sjá- landi sl. sumar. óþh Byrjað að borga í Verðjöfnunarsjóð: Verðjöfnunargjald upp í afurðalánin Byrjað er að borga út úr Verð- jöfnunarsjóði fiskiðnaðarins, en samkvæmt bráðabirgðalögunum er ríkissjóði heimilt að taka lán allt að 750 milljónir króna fyrir hönd sjóðs- ins til að sjóðurinn geti borgað verðjöfnunargjald sem nemur 5% á landfrystan fisk. Gjaldið er lagt inn á reikning fyrirtækjanna í viðkom- andi viðskiptabönkum, en þar virðist sem greiðslurnarstoppi. Talsverðrar óánægju gætir meðal manna í fisk- vinnslunni vegna þessa. Viðskipta- bankarnir taka greiðslurnar upp í skuld fyrirtækjanna við sig, sem gerir það að verkum að þau geta ekki greitt aðra liði. „Ég vil alls ekki lýsa þessu þannig að bankarnir ákveði ráðstöfun á þessu fé. Þetta eru bara eins og aðrar tekjur þessara fyrirtækja af afurð- um, þetta er verðjöfnun og því hluti af andvirði framleiðslunnar,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra í samtali við Tímann. „Mörg þessara fyrirtækja kunna að hafa gert samn- inga við sfna viðskiptabanka um að halda eftir ákveðnum hluta af and- virði afurðanna til að greiða upp afurðalán og rekstrarlán og fleira af því tagi.“ Jón sagðist líta svo á að þetta væru viðskiptasamningar hvers fyrirtækis við sinn viðskiptabanka, en ekki málefni sem ríkið skipti sér af. ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.