Tíminn - 21.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.10.1988, Blaðsíða 5
r.niT.i i r Tíminn 5 Eöstudagur 21. oktöbér i'988 Óformlegar samvinnuviðræður í gangi milli Borgaraflokks, Stefáns Valgeirssonar og Þjóðarflokksins án vitundar Alberts sem segir um málið: Bara bull og óskhyggja -sameining eróhugsandi „Það eru miklar viðræður í gangi milli einstaklinga úr Borgaraflokknum og úr Samtökum um jafnrétti og félags hyggju. Þetta fólk kemur úr öllum kjördæmum. Skoðanir mínar og minna manna fara mjög saman við skoðanir margra í Borgaraflokknum og Þjóðarflokknum.“ Þetta eru orð Stefáns Yalgeirssonar um viðræður sem verið hafa í gangi milli „þrístirnisins“, Samtaka um jafnrétti og félagshyggju, Borgaraflokks og Þjóðarflokks. „Það eru engar viðræður í gangi. Þetta er bara bull. Þetta er óskhyggja og uppspuni einhverra manna sem eru með svokallaða flokka sem ekk- ert komast áfram í þjóöfélaginu," sagði Albert Guðmundsson. „Ég vil ekki nefna hverjir hafa rætt við Þjóðarflokksmenn af hálfu Borgaraflokksins um sameiginleg stefnumál, þar sem þeir vilja ekki að það komi fram. Viðræður eru þó ekki komnar það langt enn að einhvers konar banda- lag um sameiginleg stefnumál sé að fæðast,“ sagði Pétur Valdimarsson formaður Þjóðarflokksins. Tíminn ræddi við Albert Guð- mundsson, Pétur Valdimarsson og Stefán Valgeirsson um viðræður sem fullyrt er að hafi um sinn staðið milli flokka og samtaka þeirra til að kanna hugsanlegt samstarf og sam- runa, enda hugmyndir margra manna þar ali líkar hvað varðar afstöðu til byggðamála og málefna landsbyggðarinnar. „ Albert alltaf viljað mig.. Sumir segja að einkum Borgara- flokkur og samtök Stefáns Valgeirs- sonar eigi ýmislegt sameiginlegt og í því sambandi hefur verið bent á að bæði Stefán og Albert hafa lýst sjálfum sér sem fyrirgreiðslumönn- um sinna umbjóðanda og hug- myndafræðilegur stefnugrundvöllur þessara afla sé með þeim hætti að samstarf ætti að geta tekist. Gegn því sé aðeins eitt ljón í veginum og það öflugt - Albert Guðmundsson. Albert Guðmundsson sé f eðli sínu sjálfstæðismaður sem vill leyta eftir nánara samstarfi við sinn gamla flokk og bfði aðeins færis á því og séu yfirlýsingar hans þar um gleggst- ur vottur. En hafa einhverjar viðræður farið fram um sameiningu? Albert þverneitar því eins og fram hefur komið en Stefán segir: „Albert hefur alltaf viljað fá mig í samstarf en ég hef sagt honum að meginatriði hjá mér sé að ég vil ekki viðreisnarstjórn. Ég segi að lands- byggðin þoli það ekki og þetta er fleygurinn milli okkar Alberts fyrst og fremst.“ Stefán segir ennfremur: „Okkur Albert hefur alltaf komið vel saman. Þegar hann var ráðherra þá leysti hann úr málum fyrir mig eins og aðra. Þótt stundum hvessti milli okkar þá gekk allt saman vel. Ég hef verið undrandi á því hve aðrir flokkar hafa verið óheilir gagn- vart Borgaraflokknum. Ég sé ekki annað en flestir flokkar hafi horn í síðu hans en ég hef ekki heyrt haldbær rök fyrir hvers vegna.“ Ekki viðræður, en viðræður samt En hvað segir Stefán um samstarfsvilja Alberts við Sjálfstæð- isflokkinn? „Það sem ég heyri frá landsbyggð- arfólki um þetta er að því finnast óþægilegar og óviðurkvæmilegar yfirlýsingar Alberts um að hann sé sjálfstæðismaður fyrst og fremst, ekki síst eftir frammistöðu og fall síðustu ríkisstjórnar. Þessar ótímabæru yfirlýsingar Al- berts hafa orðið til þess að margir í mínum samtökum og ekki síður í Þjóðarflokknum hafa ekki viljað taka upp samstarfsviðræður við Borgaraflokkinn. Stefán Valgeirsson: „Albert hefur alltaf viljað mig í samstarf.“ Það eru því ekki neinar formlegar viðræður í gangi milli þessara flokka, en hins vegar miklar viðræður milli einstaklinga í þessum flokkum úr öllum kjördæmum,“ sagði Stefán Valgeirsson. Þvælist Albert fyrir? - Er þá Albert sjálfur dragbítur á að bandalag takist og þrístirnið verði að veruleika? Er Albert einangraður í eigin flokki? Hvað segir Albert sjálfur? „Það eru engir úr Borgaraflokki að hlaupast undan merkjum og ræða viðStefánogÞjóðarflokkinn. Hverj- ir ættu það að vera?“ - Þú hafnar öllum viðræðum af hálfu þíns flokks við þessi öfl. Ertu að einangrast í eigin flokki? „Við erum allir mjög samstæðir þingmenn Borgaraflokksins. Ég hef ekki orðið var við annað og þessar kviksögur um viðræður eru bara uppspuni og ég skil ekki hvernig á þeim stendur. Þetta er óskhyggja og uppspuni einhverra manna sem eru með svo- kallaða flokka sem ekkert komast áfram í þjóðfélaginu," sagði Albert Guðmundsson. Liðhlauparnir? En Stefán Valgeirsson heldur áfram: Albert Guðmundsson: „Það eru engar viðræður í gangi. Þetta er bara bull.“ „Skoðanir mínar og minna manna fara mjög saman við skoðanir margra í bæði Borgaraflokknum og Þjóðarflokknum. Eg get nefnt menn eins og Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, Óla Þ. Guðbjartsson og Guðmund Ágústsson. Þetta fólk og fleira utan af landi hefur síðan hitt hér Reykvíkinga sem bera skynbragð á að það yrði þröngt fyrir dyrum Reykvíkinga ef landsbyggðin brysti.“ Óformlegum viðræðum haldið áfram - En hvað segir formaður Þjóðar- flokksins, Pétur Valdimarsson um þessar viðræður þrístirnisins? „Það hefur verið rætt við okkur óformlega um stefnu og málefni þessara flokka og vegna þessara viðræðna var kosin nefnd á aðalfundi Þjóðarflokksins nýlega, sem ræða á við þessa aðila um sameiginleg stefnumál. Það má segja að þetta sé einn liður í því að reyna að vita hvaða mögu- leikar eru á samstarfi milli flokk- anna. Það er oftast reynt að finna í hverju ósamkomulag flokkanna fel- ist í stað þess að reyna að finna hvað sé sameiginlegt. Við viljum heldur vera jákvæð við þá sem vilja samvinnu við okkur. Engar viðræður hafa hins vegar Pétur Valdimarsson: „Það hefur verið rætt við okkur óformlega um stefnu og málefni þessara flokka.“ farið fram um að sameina þessi öfl og viðræður eru ekki komnar svo langt að einhvers konar bandalag um sameiginleg stefnumál sé að fæðast. Það getur vel verið að menn sættist á einhverjar slíkar lausnir en svo langt eru menn ekki komnir enn.“ Albert einangraður? - Hvaða menn eru það í Borgara- flokknum sem þið hafið rætt við? „Það vil ég ekki nefna vegna þess að þeir vilja ekki að það komi fram. Ég get hins vegar sagt að hvorki ég eða Albert Guðmundsson höfum tekið þátt í þessum viðræðum enn sem komið er og ég á ekki von á því að við Albert gerum það alveg á næstunni." - Nú þvertekur Albert fyrir að nokkrar viðræður séu í gangi og að þær eigi eftir að fara af stað. Er hann einangraður í sínum flokki og fara þær fram gegn vilja eða vitundar hans? „Ég skal ekkert um það segja eða hverjir eru einangraðir og hvar. Viðræðurnar snúast um að ræða sameiginleg stefnumál með það að markmiði að sameinast um þau og það er mál Borgaraflokksins hvort honum finnst slíkt ómaksins vert eða ekki. Við höfum ekki sótt á neinn“, sagði Pétur Valdimarsson. -sá Enskumælandi lönd þjóta upp vinsældalista íslenskra námsmanna: Námsmenn flykkjast nú til Reagan og Thatcher Síðasti dagur BSRB þingsins í dag: Nýr formaður kjörinn í dag Þrítugasta og fimmta þingi BSRB lýkur seinni partinn í dag á því að kjörínn verður nýr formaður. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur eiginleg kosningabarátta ekki veríð háð og engar kosningaskrifstofur veríð opnar en stuðningsmenn frambjóð- endanna, þeirra Guðrúnar Árnadóttur, Ögmundar Jónassonar og Örlygs Geirssonar, rætt beint við þingfulltrúa milli funda og nefndastarfa. Heimildamenn blaðsins segja að áhrifa stjórnmálaflokka og flokks- banda hafi minna gætt en búist hafi mátt við og oft hefur raunin verið. Þannig hafi verið búist við í upp- hafi þings að Örlygur ætti tryggt fylgi krata og út á hægri vænginn inn í Sjálfstæðisflokkinn, en með þaðgæti brugðið til beggja vona. Sagt er að fylgi Ögmundar hafi vaxið á þinginu og líklegt verði að baráttan verði milli hans og Guðrún- ar þegar kosið verður í dag. Tvö ný félög fengu aðild að banda- laginu með fullum réttindum en um það urðu nokkrar orðahnippingar í upphafi þings. Þessi félög eru Fóstrufélag íslands sem í eru 503 félagar, og Meina- tæknafélag íslands, en í því eru 214 félagar. Félagsmenn þessara félaga beggja voru flestir áður í ýmsum öðrum félögum innan BSRB. Þingstörf hafa gengið vel en af- greiðslu mála hefur miðað heldur hægar en ráð hafði verið fyrir gert þannig að kvöldfundir hafa verið tíðir og stóð t.d. fundur langt fram eftir kvöldi í gær. -sá. Samkvæmt upplýsingum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna fara æ fleiri námsmenn vestur um haf til að stunda nám við banda- ríska og kanadíska háskóla. Að sama skapi hefur nem- endum í námi á Norðurlönd- um fækkað umtalsvert á liðn- um árum. Fram kemur einnig í tölum frá LÍN að fáir ís- lenskir stúdentar sækja nám við skóla í fjarlægum heims- álfum. Að sögn Þórðar Gunnars Valdi- marssonar hjá LÍN höfðu 2469 stúd- entar sótt um lán frá sjóðnum til að stunda nám við erlenda háskóla þann 14. október sl. Þar af eru 432 nemar á fyrsta námsári, sem ekki eiga kost á láni fyrr en að afloknu fyrsta námsmisseri. Þórður Gunnar segir að úthlutun námslána til stúdenta erlendis hafi gengið hraðar fyrir sig nú en á fyrri árum. Hann áætlaði að nú væri lokið úthlutun um 3/4 hluta námslána til þeirra 2037 stúdenta í framhalds- námi erlendis sem sótt höfðu um lán 14. október sl. En hvaða lönd eru efst á vinsælda- lista íslenskra námsmanna? Sem fyrr er Ameríka efst á vin- sældalistanum. Nú liggja fyrir um- sóknir frá 803 stúdentum í námi í Bandaríkjunum og Kanada. Til samanburðar höfðu 750 sótt um lán til náms í þessum löndum um miðjan nóvember á sl. ári. Áhugi námsmanna á Danmörku hefur dvínað nokkuð. Nú hafa 578 sótt um lán til náms þar en 624 í nóvember í fyrra. Til náms á öllum Norðurlöndum hafa nú 992 stúdent- ar sótt um samanborið við 1010 í fyrra. Bretland fer eins og Bandaríkin upp vinsældalistann. Nú hafa 217 sótt um lán til náms við breska háskóla (England, Skotland, írland og Wales) en 189 á sama tíma í fyrra. Sama má reyndar segja um V-Þýska- land. Nú hafa 213 stúdentar sótt um lán til náms þar í landi en 189 um miðjan nóvember í fyrra. Fjarlægu löndin virðast ekki heilla íslenska námsmenn mikið. Sam- kvæmt upplýsingum LÍN er einn íslenskur námsmaður á lánum frá sjóðnum í hverju eftirtalinna landa: Kína, Japan, Ástralíu, Nýja Sjá- landi, ísrael, Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.