Tíminn - 21.10.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.10.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. október 1988 Tíminn 7 Sláturleyfishafar: Ottast gjaldfellingu afurðalána af birgðum Afkoma sláturleyfishafa er sem fyrr erfið og að sögn Hreiðars Karlssonar, formanns landssambands þeirra, óttast þeir að enn harðni á dalnum þegar kemur fram í nóvember. „Við höfum mestar áhyggjur af því að bankarnir gjaldfelli afurðalán af birgðum eldra kjöts, eins og þeir hafa haft orð um. Hreiðar segir að rætt hafi verið um gjaldfellingu á öllum afurðalán- um af birgðum kindakjöts miðað við 1. nóvember nk. Á þessari stundu er ekki ljóst hversu mikið magn verður þá í birgðum en samkvæmt síðustu tölum, 1. september sl., voru þær 2700 tonn. Hækkaðar niðurgreiðslur á kindakjöti ársins 1987 hafa aukið verulega sölu þess og því gera menn sér vonir um að þegar komi fram í nóvember hafi kindakjötsfjallið lækkað umtalsvert. Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, segir að gjaldfelling eldri afurðalána sé skilyrði fyrir veitingu nýrra lána. „Við gerum ráð fyrir að miða uppgjörið við birgða- tölur 1. nóvember, sem við væntan- lega fáum í hendur 25. nóvember." Stefán segir að á sl, ári hefði þessi vandi ekki verið vorulega stór og það væri sameiginlegt álit bankanna og landbúnaðarráðuneytisins að hann yrði ekki stórkostlegur nú vegna mikið aukinnar sölu undanfar- ið á lambakjöti frá haustinu 1987. Stefán lagði áherslu á að fyrirhuguð gjaldfelling bankanna á afurðalán- um til sláturleyfishafa væri með fullri vitund landbúnaðarráðuneytis. Hann sagði ennfremur að bæði bönkum og ráðuneyti væri ljós nauð- syn á því að finna leiðir til að leysa úr greiðsluvanda sláturleyfishafa. Sláturleyfishafar hafa fengið af- urðalán, svokölluð „sláturtíðarlán", að upphæð 178,80 krónur á kjöt- kílóið til að standa undir kostnaði við slátrun. Lánin hafa verið veitt vikulega samkvæmt skýrslum slát- urleyfishafa til viðkomandi við- skiptabanka. Á þau er litið sem bráðabirgðlán sem gerð verði upp að lokinni sláturtfð þegar heildartöl- ur um fjölda sláturfjár liggja fyrir. Að sögn Hreiðars hafa sláturleyf- ishafar nú þegar greitt hluta af haustinnleggi inn á reikning bænda. Hann segir menn hafa gert ráð fyrir því að geta nú greitt fyrir 30% og að hámarki50% af sauðfjárafurðunum, miðað við þá fyrirgreiðslu sem slát- urleyfishafar hafa þegar notið. “Staða sláturleyfishafa er nú nokkuð mismunandi en hinsvegar eiga þeir það sameiginlegt að vera þrekaðir eftir taprekstur undanfarinna tveggja ára,“ segir Hreiðar Karlsson. Slátrun er nú víða lokið eða í þann mund að Ijúka. Lokið verður við að slátra í síðustu húsunum seinni hluta næstu viku. óþh Hér sést umrædd beygja og Pajero-jeppinn eftir að hafa faríð fjórar veltur. Tímamynd: Magnús Snæfellsnes: Áratugagamlar slysabeygjur Bátarnir bíða í startholunum Mikil loðna fannst vestan við mið- línu í fyrradag og bíða loðnubátarnir eftir að hún færi sig yfir línuna til þess að veiðar geti hafist að nýju, en dræm loðnuveiði hefur verið að undanförnu. í gærdag voru sjö bátar á miðun- um, uppundir miðlínu, norður af Kolbeinsey. Gott hljóð var í mönnum, enda var loðnan þétt og aðeins spurning hvenær hún færði sig yfir miðlínuna. Þeir bátar sem komnir voru á miðin í gær voru Albert GK, Börkur NK, Hilmir II, Höfrungur AK, Súl- an EA, Víkingur AK og von var á Skarðsvíkinni SH í gærkvöldi. f dag og í nótt var von á fleiri skipum á miðin. Þar á meðal voru Háberg GK, Keflvíkingur KE, Björg Jóns- dóttir ÞH, Hólmaborgin SU, Sunnu- bergið GK, Guðrún Þorkelsdóttir SU og Jón Kjartansson SU. 19.000 tonn hafa veiðst það sem af er þessari vertíð, en gefin hafa verið leyfi fyrir veiðum á tæplega 400.000 tonnum á þessari vertíð. -ABÓ Lánskjaravísitala: 0,35% hækkun Lánskjaravísitala sem gildir fyrir nóvember mánuð hefur ver- ið reiknuð út. Hækkun lánskjar- avísitölu frá mánuðinum á undan varð 0,35%. Ef lánskjaravísitaian er um- reiknuð til árshækkunar, hefur breyting verið sem hér segir: síðasta mánuð 4,3%, síðustu 3 mánuði 10,3%, síðustu 6 mánuði 26,5% og síðustu 12 mánuði 23,4%. -ABÓ Frá fréttaritara Tímans á sunnanverðu Snæfells- nesi, Magnúsi Guðjónssyni, Hrútsholti II. Alvarlegt umferðarslys varð rétt við bæinn Rauðkollsstaði í Eyjar- hreppi fyrirskömmu. Mitsubishi Pa- jero jeppi úr Reykjavík, sem var á leið frá Reykjavík til Stykkishólms, lenti í lausamöl og valt fjórar veltur. 6 manns voru í bílnum og slasaðist kona sem ók bílnum, en farþegarnir sluppu með minniháttar meiðsl og skrámur. Allir munu hafa verið spenntir í bílbelti og talið er að það hafi bjargað því sem bjargað varð. Bíllinn er stórskemmdur ef ekki ónýtur. Á þessum stað eru einhverjar þær allra kröppustu og hættulegustu beygjur sem finnast hér á Vestur- landi. Beygjur þessar munu líklega hafa verið lagðar á árunum á milli 1920 til 1930 og munu lítið hafa bréyst í tímans rás. Óteljandi óhöpp og slys hafa orðið á þessum stað á undanförnum árum og miklu fleiri en komist hafa á blað, og þykir okkur að seint ætli að ganga að bæta þarna úr, því byrjað var að mæla fyrir nýjum vegi þarna upp úr 1970. Venjulegum manni sýnist að það tæki sæmilegan vegagerðarflokk um tvo til þrjá daga að gera góðan veg í stað þessara beygja og myndi sú aðgerð kosta innan við hálfan jeppa ámóta og þarna fór nú. Þá væri eftir allt það tjón sem erfitt og útilokað er að bæta. Þegar bent hefur verið á þennan möguleika hafa sprenglærðir reiknimeistarar Vegagerðarinnar borið því við að eftir hafi verið að reikna, teikna og mæla og ekkert sé hægt að gera fyrr en það sé búið. Nú síðla sumars var hafist handa enn á ný við að mæla og vonir standa jafnvel til að úr verði bætt og nýr vegur lagður innan mjög langs tíma, vonandi verði ekki beðið eftir dauðaslysi til að hafist verði handa. juirftsmanænamaour ÞaAgerasór íslenska ullin er mjög góð og er betri en allt annaö, sérstaklega í miklum kulda Okki allir qrein 09 vosbúð-En' da9 feröumst viö á milli heimilis og vinnustaöar í bilum og fönjm mm ■ * ? ■ frá hlýjum heimilum okkar á hlýja vinnustaöi. Þessar stuttu ferðir geta verið ansi fynr pviy nvao kaldar og jafnvel öriagaríkar ef við verjum okkur ekki fyrir kuldanum. Hér kemur það er þýðingar- silkið sem lausnin. Silkið er mjög hlýtt en aldrei óþægilega hlýtt; það bókstaflega mikið fyrír hoils- 9ælir ^ hörundiö. Silkið er örþunnt og breytir því ekki útliti ykkar. Þiö veröið áfram _» ■#. r, jafngrönnþóttþiðklæöistþvísemvömgegnkulda.Þvíerhaldiðframí ■ 11 indverskum, kínverskum og fræöum annarra Austurlanda að silkið vemdi likamann ekki verða kalt. í fleiri en einum skilningi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.