Tíminn - 21.10.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.10.1988, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. október 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR 1111 Hvað er eftir mynd Guðs? The Image of God. Genesis 1:26-28 in a Century of Old Testament Research. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, guðf- ræðingur. Almqvist & Wikseil International 1988. Það er mikill munur að sjá og lesa texta, sem ritaður er af þjálfuðum manni í að setja frá sér efni á aðgengilegan hátt. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, guðfræðingur, er ný- kominn úr ströngu framhaldsnámi í Lundi í Svíþjóð og þar varði hann fyrir stuttu doktorsritgerð sína um hundrað ára rannsóknarsögu þriggja versa í Fyrstu Mósebók (1:26-28), sem þekkt eru fyrir þau frægu orð „imago dei“ (eftir mynd Guðs). Doktorsrilgerðin er að sjálfsögðu all mikið bókarverk á þriðja hundrað blaðsíðna. Ekki svo að skilja að afrekið sé fólgið í því að hann hafi skrifað svo stóra bók, heldur er efni hennar viðamikið og að sama skapi fróðlegt. Mjög athyglisvert er að sjá hvernig umfjöllun um rannsóknar- sögu svona miðlægs hugtaks í fræð- um gamla testamentis getur gefið góðan inngang að þróun guðfræði- legrar afstöðu á þessum tíma (1882- 1982). Efnistökin eru nokkuð kirkju- söguleg en það skýrir höfundur líka út í inngangi sínum. Hann hafi upphaflega ætlað að leggja áherslu á kirkjusögu í guðfræðinámi sínu, en dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor í gamla testamenti, hafi „snúið honurn" til áhuga á því fagi. Guð- fræðileg útkoma úr þessari sveiflu kirkjusögumannsins er bara góð. Er ekki að efa að við höfum eignast mann í guðfræðingastétt sem á eftir að láta nokkuð að sér kveða á opinberum vettvangi, ekki síður en í kennslustofum Háskólans, en þar er hann nú með annan fótinn í samfélagi hinna tveggja doktoranna í fræðum gamla testamentis, prófess- ors Þóris og dr. Sigurðar Arnar Steingrímssonar. Einhver nýtilegasta útkoma dr. Gunnlaugs í ritgerðinni er líklega þegar hann sýnir fram á hvernig flestir frægustu „skólar“ hafa lesið hugmyndirsínar inn í textann. Hann gefur efnistökunum einnig víðara svigrúm með því að nota þessi orð sköpunarsögunnar á köflum til að fjalla um almenna afstöðu fræði- manna til Mósebókanna. Þettagefur góða mynd af helstu kenningunum fræðanna, eins og ég hef áður sagt, vegna þess að þessum þremur vers- um hafa menn ekki getað gengið framhjá, án verulegrar glímu, ef þeir á annað borð vilja kallast merki- legir pappírar í guðfræði. Úr þeim hóp velur Gunnlaugur þá sem komið hafa fram með nýtilegustu nýjung- arnar á árabilinu 1882-1982. Ein undantekning er þó gerð vegna þess að niðurstöður af merkilegum forn- leifafundi í Tell Fekheriyeh í Sýr- landi árið 1979 lágu ekki fyrir fyrr en um 1982. (Þar koma fyrir í hliðstæð- um assýrisk-arameiskum texta tvö orð sem bæði er hægt að þýða með íslenska orðinu mynd. Þau er bæði þekkt í hebresku Biblíunni og víðar, en þar varpa þau hvergi nægilgu ljósi á sérstaka merkingu hvert annars. Innlegg Christoph Dohmen í rann- sóknarsöguna er á þá leið að orðið „selem“ (mynd) tjái functional- merkingu myndar, en „demut“ (mynd) sé orð fyrir qualitativa- merkingu myndar.) Gunnlaugur hefur tekið þann pól í hæðina að takmarka þær spurning- ar sem hann leggur fyrir guðfræðing- ana við fjórar megin spurningar. Fyrst spyr hann hvaða þýðingu það hefur haft fyrir sögu ritskýringar á þessum texta (Genesis 1:26-28) að skoða versin sem hluta af þeirri heimild innan Mósebókanna, sem gjarnan er kölluð' P-heimildin. I öðru lagi spyr hann hvaða þýðingu það hefur haft að bera efni utan Biblíunnar, saman við textann til að upplýsa merkingu þeirra. Hér er einkum seilst til efnis frá Mesópóta- míu og Egyptalandi. í þriðja lagi spyr hann óvægið um hvaða þýðingu Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, guð- fræðingur. leyndar forsendur guðfræðinga, sem þeir hafa að baki rannsóknum sínum, hafa gegnt í túlkunarsögu textanna. Fjórða spurningin, og lík- lega sú líflegasta, er á þá leið hvort gamla testamentisfræðingar geti núna, eftir einnar aldar vísindalega glímu við þessi vers, kynnt einhverja sameiginlega niðurstöðu fyrir trú- fræðingum, siðfræðingum eða öðr- um sem hafa áhuga á að byggja á rannsóknum þeirra. Meðal þess mikilvægasta, sem fram kemur í niðurstöðum dr. Gunnlaugs, er án efa hversu stóru hlutverki „leyndar forsendur" guð- fræðinga hafa gegnt. Þá er einnig merkilegt að sjá hvernig ýmis stef, sem kalla má uppáhaldsstef í guð- fræði þeirra, koma við sögu í túlkun þeirra á „imago dei“ - textunum. Ég nefndi áðan P-heimildina í Mósebókunum. Það kemurfram hjá Gunnlaugi að neikvæð afstaða krist- inna fræðimanna gagnvart P-heim- ildinni virðist endurspeglast í glímu þeirra við textann. Skýringa þessa segir Gunnlaugur vera þá staðreynd að P-heimildin er talin vera gyðing- lega prestleg heimild, sem bætt var inn í ýmsa kafla Mósebókanna við „nýlegustu" meginútgáfu þeirra bóka, samkvæmt heimildarkenning- unni svokölluðu. Það kemur fram og hjá Gunnlaugi að Karl Barth og díalektíska guð- fræðin, sem hann er einn helsti upphafsmaður að, hefur haft mikil og bein áhrif á þróun gamla testa- mentisfræða. Fram að þessu skeiði voru stundaðar miklar samanburð- arrannsóknir gagnvart öðrum trúar- brögðum. Fylgismenn Barths og aðrir, sem voru undir áhrifum opin- berunarskilnings hans, virðast hafa misst áhuga á þessum samanburði við önnur trúarbrögð og hverfur þessi samanburður mikið til úr meg- instraumi fræðanna í heild, sem aðferð við að rannsaka texta. Dr. Gunnlaugurkemstaðendingu að þeirri niðurstöðu að sjaldan áður hafi verið meiri samstaða meðal guðfræðinga um túlkun textanna þar sem hugtökin „imago dei“ koma fyrir. Flestir virðast vera komnir inn á þá línu að túlkun textanna skýri helst það sem kallað hefur verið ráðsmennskuhlutverk mannsins á jörðinni. Maðurinn er þá skoðaður sem ráðsmaður Guðs á jörðinni í ljósi textans og samhengis hans. Þetta hefur leitt menn nær þeirri spurningu en áður hvernig staða mannsins er í vistfræðilegu sam- hengi. Þessi „sameiginlega" áhersla hefur einnig orðið til þess að Gunn- laugi líðst ekki að sleppa umfjöllun um guðfræði þá, sem snýst um guðfræðilega túlkun á stöðu ákveð- inna hópa innan tiltekins samfélags. Þar ber hæst svokallaða frelsunar- guðfræði og ekki síður kvennaguð- fræði. Hefur oft verið á það bent að þessi hluti sköpunarsögunnar birti ótímasett og óvéfengjanlegt jafnrétti kynjanna, þar sem sagt er að Guð hafi skapað þau karl og konu eftir sinni mynd. Þótt flestir „kvenna- guðfræðingar" hafi getað tekið undir með mörgum „karlaguðfræðingum" að hér sé fágætur jafnréttistexti á ferðinni, er þessu líka mótmælt. Það gerir t.d. Phyllis Trible, sem segir að sameiginlegur þáttur kynjanna í mynd Guðs, sé takmarkaður m.a. við áframhaldandi frjósemi og af- komu mannkynsins. Engin tengd setning fjalli á neinn hátt um jafn rétti kynjanna. Það leiðir okkur aftur að megin niðurstöðu varðandi textana. Þrátt fyrir áhuga samtímans á jafnrétti, uppreisn gegn fátækt og jöfnuði heimslegra gæða (eins og fram kemur í frelsunarguðfræði) þykir textinn fyrst og fremst fjalla um stöðu ráðsmannsins á jörðu gagnvart guði sínum. Styðst þessi megin niðurstaða við þá áherslu samtímaguðfræðinga að í mynd Guðs felist sú merking sem lesa má út úr því samhengi sem textinn stendur í. Maðurinn var skapaður í mynd Guðs til að ríkja yfir fiskum sjávarins o.s.frv., þ.e. að í sköpun Guðs var maðurinn gerður að ráðs- manni hans á jörðu. Að sjálfsögðu eru ekki allir sammála þessari niður- stöðu og einnig er hægt að deila mjög um ráðsmennskuhlutverkið. Ganga sumir fræðimenn svo langt að benda á að maðurinn hafi aðeins notað þessa túlkun á textanum við að koma manninum í aðstöðu til að ræna jörðina gæðum sínum, þ.e. í stöðu arðræningjans og kúgarans. Þetta eru það sem kalla má heitari kaflarnir í ritgerð dr. Gunnlaugs. Auðvitað hefði hann mátt gefa þeim meira rúm í umfjöllun sinni, en miðað við afmörkun efnisins í heild er hlutur þeirra ekki of lítill. Vona ég að hann haldi áfram með margt af því sem þarna kemur fram og vinni frekar úr þvt í formi ritgerða og greina, sem náð geta til fleiri lesenda, en bara þeirra sem komast yfir doktorsritgerðina. Þökk sé hon- um fyrir þetta innlegg sitt í guðfræði gamla testamentis og ekki síst fyrir að opna leið fyrir aukinn skilning hér á landi á því sem kallað er rannsóknarsaga. Er það að lokum ósk mín að hér sé aðeins kominn grunnur að stórum og smáum rann- sóknum dr. Gunnlaugs A. Jónsson- ar. Kristján Björnsson tríó 11 Kammermúsíkklúbburinn, höf- uðvígi ósveigjanlegrar menningar- stefnu á íslandi, hóf 33. starfsár sitt með tónleikum í Bústaðakirkju 9. október. Þar komu fram þýskir lista- menn, Trio Fontenay, og spiluðu verk eftir Beethoven (D-dúr op. 1), Dvorák (B-dúr op. 21) og Rachman- inov (op. 9). Hljóðfæraleikarar þessir, ungir að árum, heita Wolf Harden (píanó), Michael Mucke (fiðla) og Niklas Schmidt (knéfiðla). Þeir byrjuðu að spila saman þegar þeir voru samtíða í tónlistarskóla í Hamborg - nafnið Fontenay tengist því einhvern veginn - og hafa haldið því áfram stðan, sem betur fer. Hér spiluðu þeir tvisvar, með Sinfóníu- hljómsveitinni 6. október og fyrir félaga Kammermúsíkklúbbsins hinn 9. október. Eftir aðsókninni að dæma á stofutónlist vaxandi fylgi að fagna í Reykjavík, því við húsfylli jaðraði í Bústaðakirkju, en þó kann nokkru um að valda að Þýskalands- vinafélagið Germanía átti hlut að komu þeirra félaga hingað og sóttu sumir félagar þess tónleikana. Öll eru verkin þrjú áhugaverð á sinn hátt, en skemmtilegast þeirra var líklega Trio élégiaque op. 9 éftir Sergei Rachmaninov (1873-1943), samið í minningu Tsjækovskýs árið 1893 (þegar tónskáldið stóð á tví- tugu), en endurskoðað síðast 1917. Hér reyndi mjög á píanistann Wolf Harden, sem stóðst raunina með glæsibrag, en allir eru þeir félagar annars prýðilegir hljóðfæraleikarar en fremstir þó í samleik sínum. Beethoventríóið í G-dúr op. 1 nr. 2 var gefið út 1795 ásamt með tveimur öðrum tríóum sem hinn upprennandi tónlistarjöfur (f. 1770) samdi á árunum 1793-95. Framan af því tímabili var hann í tónfræðitím- um hjá Haydn, og ætla fræðimenn að kennarinn hafi fylgst með, og jafnvel aðstoðað við samningu a.m.k. eins hinna þriggja tríóa. 1794 fór Haydn í aðra för sína til Lundúna en Beethoven sat eftir í Vín yfir tríóum sínum. Haydn, höfundur þessa listforms, samdi a.m.k. tíu tríó auk margra annarra verka með- an nemandinn var að koma saman þessum þremur. Þegar hann kom aftur frá London 1795 brá honum svo við að heyra hvað ungi maðurinn hafði verið að aðhafast meðan hann var í burtu, sem var tríóið í C-dúr, að hann ráðlagði honum að gefa það ekki út; Beethoven var hins vegar fullljóst að þetta tríó var best hinna þriggja, og var stirt með þeim um hríð. Með tríóum þessum kom Beet- hoven fram með þrjár nýjungar miðað við Haydn: hann bætti fjórða þætti við hina hefðbundnu þrjá, hann gerði knéfiðlu-röddina sjálf- stæða - en hjá Haydn fylgdi hún pf anóbassanum, - og hann kom með „stórar tilfinningar" í tónlistinni. Fleiri áttu eftir að hneykslast á Beethoven fyrir hið síðastnefnda, því Aldous Huxley taldi Bítlana og aðra hormónasöngvara vorra tíma vera skilgetin afkvæmi hans, sem fyrstur hafi etið af epli skilningstrésins í m % % * 'M' ■ *É: , 7v<#r>- * il. > » V aldingarði hins kristaltæra sakleysis í tónlist. Megi hin góða aðsókn og ágætu tónleikar 9. október á gott vita. Dr. Helga Pjeturss, jarðfræðingi og heimspekingi, var mjög ofarlega í huga „helstefnan" sem hann nefndi svo, og virtist vera mjög ráðandi í heimi hér. Á tónlistarsviðinu a.m.k. blasir sú stefna við, studd fjármagni, fjölmiðlum og auglýsingum, ogvinn- ur að því meðvitað eða ómeðvitað að afmennta fjöldann. Undirritaður var í Armeníu á dögunum og sá þar m.a. flís úr Örkinni, sem fundist hafði í hinu nálæga fjalli Ararat: ofmikið væri að kalla Kammermús- fkklúbbinn Örk til að bjarga vest- rænni menningu undan syndaflóði „helstefnunnar", en flís í þá örk er hann sannarlega. Sig. St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.