Tíminn - 21.10.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.10.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 21. október 1988 __ Sex af þingmönnum Framsóknarflokksins flytja: Tímamótafrum- varp fyrir f iskeldi Fiskeldi er tiltölulega ung atvinnugrein á íslandi. Greinin hefur vaxið mjög hratt og þegar er Ijóst að eldi matfiska getur orðið mjög mikilvægur þáttur í þjóðarbúskapnum ef rétt er á haldið. Sex af þingmönnum Framsóknarflokksins, Guðmundur G. Þórarinsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Alexander Stefánsson, Jón Kristjánsson, Guðni Ágústssoirog Stefán Guðmundsson hafa lagt fram mjög víðtæka þingsályktunartillögu um eflingu þessarar greinar. Þar er ályktað að efling fiskeldis skuli vera meðal forgangsverkefna í atvinnumálum og skuli greinin byggð upp og þróuð í samræmi við þá stefnumörkun. í því sambandi er sérstaklega áréttað: 1. Að starfsskilyrði hérlendis verði sem jöfnust því sem gerist í ná- grannalöndunum. 2. Komið verði á kennslu í fiskeldi á háskólastigi og menntun eldismanna efld. 3. Rannsóknir á sviði fiskeldis verði efldar og unnið eftir markvissri áætl- un. 4. Kerfisbundin athugun verði gerð á hugsanlegum þætti fiskeldis í bú- háttabreytingum innan landbúnað- arins. 5. Sjúkdómaeftirlit og sjúkdóma- varnir verði efld. 6. Komið verði á samræmdu gæða- mati fiskeldisafurða. 7. Fylgst verði grannt með þróun fiskeldis í helstu samkeppnislöndum og leitað formlegrar samvinnu við Norðmenn. 8. Sett verði samræmd heildarlög- gjögf um fiskeldi. Möguleikarnir gífurlegir í lok ársins 1987 voru skráðar fiskeldis- og hafbeitarstöðvar hér á landi alls 113 en hefur fjölgað um 14 það sem af er árinu 1988 og eru nú alls 127. Þar af hafa 109 hafið rekstur en 18 eru í byggingu eða undirbún- ingi. Það er því ljóst að frumvarp þetta er mjög tímabært og brýnt að sett verði heildarlöggjöf um fiskeldi er taki mið af þeim vexti sem er í greininni og tryggi jafnframt að íslensk eldisfyrirtæki njóti jafnrar samkeppnisaðstöðu og samkeppnis- aðilar þeirra erlendis. Óvæntar aðstæður bjóða upp á framleiðslubyltingu í íslensku lax- eldi á árunum 1988-1990. Norski seiðamarkaðurinn lokaðist og er reiknað með að um 10 milljónir seiða verði aldar til- slátrunar hér í landinu vegna þeirrar stöðu. Áætlað útflutningsverðmæti þessarar fram- leiðslu er um 5000 millj. kr. á ári eða um 10% af öllum útflutningsverð- mætum ársins 1987. Er þá miðað við að helmingur seiðanna sé alinn í kvíum og afföll verði veruleg. Laxinn er verðmæt framleiðsla og ekki fráleitt að meta kg af laxi um 7 sinnum verðmætara en kg af þorski upp úr skipi. Þessi aukna Iaxafram- leiðsia svarar því til veiða á um 125.000 tonnum af þorski, þ.e. 40% meiri þorskafla en Hafrannsókna- stofnun leggur til að veiddur verði. Þá er einnig fróðlegt að bera saman fjárfestingu í fiskeldi og öðrum arð- bærum atvinnugreinum og horfa þá jafnframt til framleiðsluverðmæta. Fimmhundruð tonna frystitogari er fjárfesting upp á 450 m. kr. en framleiðsluverðmæti hans er um 270 m. kr. á ársgrundvelli. Fyrir sömu fjárhæð má byggja strandeldisstöð er framleiðir um 18.000 tonn á ári að verðmæti 540 m. kr. Þ.e.a.s. helm- ingi meira framleiðsluverðmæti fyrir sömu fjárfestingu. Þess má einnig geta að eldi þeirra laxaseiða sem til eru í landinu til sláturstærðar gæti skilað þjóðarbúinu álíka miklun tekjum og tvö álver. Undir högg að sækja Þrátt fyrir að aðstæður á íslandi séu hinar ákjósanlegustu virðist fisk- eldi hafa átt undir högg að sækja sé tekið mið af samkeppnisaðilum í nágrannalöndunum. Eitt stærsta hagsmunamál hérlendra eldisstöðva er endurskoðun á afurðalánakerfinu en það er einn liður í þeirri tillögu sem Guðmundur G. Þórarinsson og félagar leggja nú fram. Samkvæmt núverandi kerfi eru lán til fiskeldis 37,5% af tryggingaverðmætum áætl- aðrarframleiðslu, þ.e. fyrirtæki með 100 m. kr. framleiðslu fær 37,5 m. k.r. afurðalán og verður að brúa bilið þar á milli með öðrum ráðum. Þetta er tilfinnanlegt þar sem þrjú ár líða frá klaki hrogna til slátrunar. Þá eru erlend lán til stofnframkvæmda skattlögð og nærri nemur að eldisfyr- irtæki greiði 10% af erlendum lánum í skatta áður en þau fá lánið í hendur. í samkeppnislöndum okkar eru lán til stofnframkvæmda mun hagstæðari og sumstaðrar veittir 25- 30% styrkir. Á fslandi eru engir styrkir. Þá tíðkast sumstaðar að lán til fjármögnunar rekstrarkostnaðar séu allt að 100%. Ofan á þetta bætist að raforku- kostnaður í strandeldi er mikill hér- lendis, þó að nýtingartími sé mjög góður. Eldisfyrirtæki borga sama taxta og venjuleg iðnfyrirtæki en það er mun hærra en önnur orkufrek fyrirtæki. Þróunin í Noregi Norðmenn eru langt á undan okk- ur í þróun fiskeldis. Samkvæmt nú- verandi áætlunum er ráðgert að þeir stórauki framleiðslu sína á eldisfiski. í Noregi eru nú starfræktar yfir 600 seiðastöðvar og yfir 700 matfíska- stöðvar með eldisrými sém nemur rúmlega 5 miljónum rúmmetra. Nú stefna þeir að því að auka fram- leiðslu sína á laxi úr 100.000 tonnum árið 1990 í 130.000 tonn árið 1995, og á sama tíma er stefnt að því að auka þorskeldi um helming, tífalda steinbftseldi og tuttugufalda lúðu- eldi. Þeir eru farnir að líta á fiskinn sem húsdýr. Af þessu ætti að vera Ijóst að við íslendingar þurfum að vera vakandi fyrir þróun á þessu sviði og frumvarp þeirra framsóknarmanna löngu tímabært innlegg til þessara mála. -ág.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.