Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 5
Laugardagúr 22. október 1988 r'i u.Ti’ \ < • Tíminn 5 Hrefnustofninn við (sland, A-Grænland og Jan Mayen virðist hafa verið friðaður á röngum forsendum: taldar um 20 þúsund HpiMarctnfnctcprA hrnfnu nr talin i/aro nm 10 CAH A+rw ftiár Heildarstofnstærð hrefnu er talin vera um 19.500 dýr, hér við land, og er það mat varlega áætlað. Þá er stofnstærð langreyðar áætluð um 6.500 dýr. Fjöldi smáhvala, s.s hnísu og ýmissa höfrungategunda og miðlungs stórra hvala, m.a. grindhvala, andarnefja og háhyrninga skipta mörgum tugum þúsunda hér við land. Þessar upplýsingar eru meðal frumniðurstaðna úr hvaiatalningum sem framkvæmdar hafa verið af Hafrannsóknarstofnun, sfðastliðin þrjú ár. Ríkisstjórnin óskaði eftir upplýsingum frá stofnuninni fyrir ríkisstjórnarfund sem haldinn var á fimmtudag, og snerist aðallega um hvalamálið. Tíminn hefur kynnt sér hluta þeirra upplýsinga. Niðurstöður úr talningum Haf- rannsóknastofnunar gefa yfirgrips- miklar upplýsingar um hvalagengd í norðaustur Atlantshafi, en íslenska talningarsvæðið náði til nær allra hluta sumarútbreiðslusvæðis A- Grænlands/íslands langreyðar- stofnsins. Alls sáust á íslenskum talningarskipum 445 langreyðar, en reiknaður fjöldi dýra á þessu svæði er 5.800 hvalir. Að viðbættu bráða- birgðamati frá norsku talningarskipi á svæðinu í kring um Jan Mayen, sem einnig tilheyrir þessu stofn- svæði, er varlega áætlaður fjöldi dýra í stofninum um 6.500 hvalir. Þessi fjöldi er í samræmi við fyrri athuganir. Þegar talningar hófust í lok júní voru sandreyðar ekki gengnar inn á talningarsvæðið, enda miðast taln- ingarnar fyrst og fremst við að mæla stofnstærð langreyðar og hrefnu. Undir lok talningarinnar sáust 60 dýr, sem samsvarar til rúmlega 1.200 hvölum á talningarsvæðinu. Þessar niðurstöður sýna því einungis hluta stofnstærðar sandreyðar hér við land. Af öðrum stórhvalategundum sá- ust 40 steypireyðar á talningasvæð- inu, en þessi fjöldi samsvarar um 1000 dýrum. Ekki er vitað hversu markviss talningin var og virðist stofn steypireyðar hér við land ennþá fjarri því sem hann var fyrir aldamót. Hins vegar var mikið um hnúfubak hér við land og sáust alls 143 dýr, einkum á hvalaslóðum vest- ur af landinu, en einnig fyrir austan. Þessi fjöldi samsvarar til um 2000 hvala. 90 búrhvalir voru taldir á íslenska talningarsvæðinu, en vegna sérstakra köfunarhegðunar búr- hvalsins liggja áreiðanlegir útreikn- ingar um fjölda dýra ekki fyrir. Mun fjöldi búrhvala vafalítið skipta nokkrum þúsundum á svæðinu sem talningin náði til. Þá sást einnig til fjölda smáhvala, s.s. hnísu og höfrungategunda og miðlungs stórra hvala m.a. grind- Hnúfubakur, er sást við talningar úti fyrir íslandsströndum. Myndina tók Jóhann Sigurjónsson. hvala, andarnefja, háhyrninga og hrefna. Sem dæmi má nefna að á talningarsvæðinu sáust 1700 grind- hvalir, en ekki er búið að reikna út heildarfjölda. Þá töldust um 200 andarnefjur. Þar sem ekki er mikið vitað um köfunarhegðun hennar er varlega áætlað að um 20.000 dýr hafi verið á talningarsvæðinu. Alls sást til 203 hrefna í flugtalningum 1987. Ef niðurstöður eru bornar saman við talningar 1986, þ.e. á þeim svæðum sem ekki náðist að telja árið 1987, benda útreikningar til að mikill fjöldi dýra sé á grunnslóð, þ.e. innan 600 metra dýptarlínu, allt í kringum land, a.m.k. um 10 til 15.000 hrefnur. Hins vegar ef lagðar eru saman skipatalningar íslendinga og Norðmanna utan grunnslóðar og flugtalningar innan grunnslóðar til að finna út heildarstofnstærð hrefn- unnar eins og vísindanefnd Hval- veiðiráðsins lagði til í maí 1988, kemur út að heildarstofnstærðin er varlega áætluð 19.500 hrefnur. Fyrri útreikningar, þegar vísinda- nefnd alþjóða Hvalveiðiráðsins gerði síðast úttekt á hrefnustofnin- um, bentu til þess að stofnstærðin væri á bilinu 1000 til 5000 dýr og voru uppi raddir um nauðsyn á alfriðun þessa stofns. Á sínum tíma mótmæltu íslendingarþessum niður- stöðum, þar sem forsenda útreikn- inganna var talin hæpin. Niðurstöð- ur talninganna á árunum 1986 og 1987 sýna að hrefnustofninn er í mun betra ástandi en talið var og er bent á að stofninn eigi að þola allnokkrar veiðar í framtíðinni. -ABÓ Hrefnur við Island Ögmundur umkrýndur konum, sem óska honum til hamingju með kjörið. Það er ekki að sjá á þeim að þær syrgi, þó kona hafi fallið í atkvæðagreiðslunni. Tímamynd: Pjetur Nýr formaður BSRB síðan 1960 í endurteknu formannskjöri: Ogmundur Jónasson öruggur sigurvegari „Mér er fuilkomlega alvara þegar ég segi að ég vilji dreifa ábyrgð, færa valdið út til félaganna og til einstaklinganna. Mitt hlutverk er fyrst og fremst að fara að vilja félaga minna og sá vilji hefur komið fram á þessu þingi. Það er síðan stjórnarinnar að koma þeim vilja í framkvæmd,“ sagði Ögmundur Jónasson fréttamaður, nýkjörinn formaður BSRB. Helgi áfrýjaði Ögmundur var kjörinn formaður mcð miklurn meirihluta eða 108 atkvæðum. Guðrún Árnadóttir var næst með 54 atkvæði en Örlygur Geirsson fékk 46. Atkvæðagreiðsla um nýjan for- mann BSRB hófst um kl. 10 fyrir hádegi í gær en sú atkvæðagreiðsla eyðilagðist vegna þess að greidd atkvæði reyndust fleiri en atkvæðis- bærir þingfulltrúar. Greidd voru því atkvæði að nýju kl. 12 á hádegi og tókst þá betur til og urðu úrslit sem að ofan segir. Ögmundur sagði að stjórn banda- lagsins yrði kölluð saman fljótlega eftir helgi og þar yrðu frekari línur lagðar um stjórn bandalagsins á kjörtímabilinu. Aðspurður um hvort hann hefði átt von á að ná hreinum meirihluta í fyrstu umferð sagði Ögmundur að sá grunur hefði verið farinn að læðast að sér enda hefði verið margt af bjartsýnu fólki í kring um sig. Þó væri Ijóst að björtustu vonir hefðu ræst. Hann sagðist þakka sigurinn því að hann lagði áherslu á ákveðnar áherslubreytingar; gegn miðstýr- ingu, með valddreifingu. Hann sagði ljóst að fólk hefði viljað fylkja sér um slíkar hugmyndir. -sá Helgi Þór Jónsson eigandi Hótel Arkar í Hveragerði og einn af eig- endum Hótels Arkar h.f. hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar málsmeðferð sýslumannsembættis- ins á Selfossi við þriðja og síðasta uppboð á Hótel Örk í Hveragerði. Uppboðshaldari ákvað að hafna tilboði Hótel Arkar h.f. þar sem hann taldi að hlutafélagið hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að geta staðið við það, en tilboðið var upp á 230 milljónir króna. Embættið ákvað hins vegar að taka tilboði Framkvæmdasjóðs að upphæð 200 milljónir króna. Lögmaður Framkvæmdasjóðs, Hróbjartur Jónatansson, telur hins vegar málsmeðferð embættisins eðli- lega. Hótel Örk h.f. hafi ekki getað sýnt fram á að félagið gæti staðið við sitt boð og sjóðurinn hefði boðið í húseignina til að freista þess að endurheimta þá fjármuni sem hann hefði lánað Helga Þór Jónssyni en þeir skiptu tugum milljóna. Hótelið var eign hins gjaldþrota verktakafyrirtækis Helga Þórs Jóns- sonar en hefur leigt hótelreksturinn sjálfan út til Hótels Arkar h.f. Helgi Þór sagði Tímanum að það hefði komið óþægilega við sig og fleiri að heyra talsmenn Fram- kvæmdasjóðs lýsa því yfir í sjón- varpsfréttum í fyrradag að sjóðurinn ætlaði sér að græða á viðskiptum með hótelið og gjaldþroti sínu á þeim grundvelli sem hann sjálfur hefði lagt með stofnun heilsuhótels. Þessar yfirlýsingar gæfu þó til kynna að mennirnir í kerfinu hefðu áttað sig á að hugmyndir hans ættu eftir að skila arði. Hróbjartur Jónatansson lögmaður Framkvæmdasjóðs sagði að sjóður- inn myndi eins fljótt og unnt væri leita eftir nýjum aðilum til að kaupa og reka hótelið. Hróbjartur sagði að ljóst væri að þótt málsmeðferðin færi í áfrýjun þá yrði enginn rekstur í hótelinu vegna þess að lokað verði fyrir rafmagn og hita. Ýmsir eigendur muna sem seldir hafa verið í hótelið með eigna- réttarfyrirvara munu krefjast vörslu- sviptingar og að auki ættu margir aðilar dómveð og myndu án efa taka muni til að fá upp í kröfur sínar. Því mun hótelið standa autt með- an beðið yrði úrskurðar Hæstaréttar en niðurstaðan yrði sú sama, að framkvæmdasjóður eignaðist húsið. Helgi Þór Jónsson sagði Tímanum í gær að tilgangur hans með því að áfrýja niðurstöðum sýslumannsemb- ættisins á Selfossi í uppboðsmálinu til Hæstaréttar væri alls ekki sá einn að slá málinu á frest. Hefði embættið tekið tilboði Hót- els Arkar h.f. hefði það þýtt að allir kröfuhafar hefðu fengið a.m.k. 25% af kröfum sínum uppreiknaðar á núvirði ásamt dráttarvöxtum í stað þess aö með því að taka tilboði Framkvæmdsjóðs tapar þetta fólk öllu. Hann sagði rangar staðhæfingar lögmannsins um að meðan beðið væri úrskurðar Hæstaréttar um áfrýjun sína, þá yrði innbú fjarlægt úr húsinu. Allt innbú í hótelinu er í eigu Hótels Arkar h.f. og því óviðkom- andi þrotabúi Verktakafyrirtækis Helga Þórs Jónssonar. Helgi sagðist ekki í vafa um að eftir að Hæstiréttur hefur úrskurðað um áfrýjun hans þá muni Hótel Örk h.f. eignast hótelið. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.