Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 6
 6 Tíminn Láugárdágiir 22. öktóber Í988 Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráöherra, segir aö hafið sé okkar garöur sem okkur beri að rækta og rannsaka þrátt fyrir tímabundnar þvinganir: Frekar ráðist á ísland en önnur hval veiðilönd Hversu mikilvægur er veiöiþáttur vísind- aáætlunarinnar og hvalarannsókna við ísland? „Það liggur alveg fyrir og er staðfest af okkar rannsóknarmönnum og vísindamönn- um annara landa, að það er ekki mögulegt að afla allra þbirra upplýsinga sem leitað er eftir, án veiða. Þetta á mcðal annars við um þróun vaxtar, viðkomu og breytinga á stofnstærð, auk margra annarra atriða. Það var lögð á það áhersla í upphafi að reynt yrði að takmarka veiðarnar eins og mögulegt væri. Þá var gert ráð fyrir því að veidd yrðu um 200 dýr og þar af um 80 hrefnur. Á þeim tíma voru ekki nægilega góðar upplýsingar um hrefnustofninn í gegnum talningar. Þá voru einnig ýmsir sem héldu því fram að það þyrfti að vernda hrefnustofninn við ísland, því fá dýr væru eftir af stofninum, og ætti þaö við um marga aðra hvalastofna á miðutti landsins. Síðan hafa rannsóknir leitt í Ijós að stofninn er töluvert mikið stærri, en verið var að giska á út frá takmörkuðum upplýs- ingum. Nú væri ekkert því til fyrirstöðu, út frá vísindalegum rökum, að hefja þann þátt rannsóknanna sem við höfum frestað. Við höfum ekki ráðist í það að sinni og það er meðal annars vegna þeirrar umræðu sem er nú í gangi. Hrefnustofninn er það stór að hann mundi þola all mikla veiði, sem skiptir verulegu máli fyrir ákveðna byggðakjarna. Við munum hins vegar ekki hefja veiðar í atvinnuskyni fyrr en það hefur verið sam- þykkt á alþjóðlegum vettvangi. Hitt tekur lengri tíma Það er líka hugsanlegt að afla einhverra upplýsinga, sem er aflað með veiðunum, að nokkru leiti með öðrum hætti. Það tekur hins vegar mun lengri tíma og kostar miklu meira fé. Þá hljóta menn að spyrja sig hvort það sé verjandi að setja hundruði milljóna króna í verkefni sem hægt er að leysa með tiltölulega litlum kostnaði. Þaðerumdeilan- legt þegar um er að ræða stofna nytjadýra sem eru ekki í nokkurri hættu. Ég gæti fallist á að við reyndum að nota slíkar aðferðir við rannsóknir á dýrum sem eru í útrýmingar- hættu. Það er líka hollt að hafa það í huga að íslendingar hafa aldrei tekið hvali úr vernduðum stofnum. Veiðistofnarnir ekki í hættu Það Ijótasta sem þessir svokölluðu frið unarmenn halda fram, er að við séum að veiða dýr sem eru í útrýmingarhættu. Það er staðfest af vísindanefnd Alþjóða hvalveiði- ráðsins, að það sé cngin hætta á ferðinni hvað varðar töku þessara dýra. Við erum að tala um stofna sem telja þúsundir. Til þess að geta tekiö afstöðu til veiða í atvinnuskyni í framtíðinni, verða menn að vita hvað er um að vera. Það hefur alltaf legið fyrir að þessi vitneskja komi upp á yfirborðið. Þeir eru andvígir því á sama hátt og nicnn voru andvígir vísindunum á mið- öldum. Það er í raun alveg sami hugsana- gangur sem liggur þarna að baki þótt hann hafi verið færður í nútímabúning." Samvinna við grænfriðunga En hefur ekkert verið reynt að taka höndum saman við þessi samtök í almennri samvinnu út frá víðtækum sjónarmiðum um verndun umhverfisins? „í gegnum tíðina hefur verið talað við aðila í friðunarsamtökum og þeim færðar ýmsar upplýsingar. Vísindaáætlun okkar var t.d. kynnt fyrir þeim á sérstökum fundi í Washington vorið 1985. Það verður því miður að segjast eins og er að þeir hafa yfirleitt misnotað upplýsingar, rangfært þær og ekki komið á framfæri neinum staðreynd- um í málinu. Þeir hafa alltaf verið tilbúnir til að segja ósatt og það hefur verið erfitt að leiðrétta. Þess vegna er á okkur hallað í áróðursstríðinu, enda hefur alltaf verið erfitt að eiga við lygina.“ Garðurinn lægstur hér? Nú hefur það komið í ljós að fyrirtæki eins og Tengelmann kaupir afurðir af ýmsunt öðrum hvalveiðiþjóðum en okkur. Er verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur? „Það er auðveldara að ráðast á okkur en marga aðra. Þannig hefur það alltaf verið í ófriölegum samskiptum þjóða. Aldrei hcfur það þótt stórmannlegt, en svona hefur það verið í heimspólitíkinni. Maður hlýtur að spyrja forsvarsmenn fyrirtækis eins og Tengelmann, hvernig þeir ætla að lifa eftir þessari hugmyndafræði. Ætla þeir eingöngu að hætta að skipta við þá aðila sem einhverjir biðja þá um að hætta að skipta við? Eða ætla þeir að leggja mat á það sjálfir og kynna sér þá málið? Ætla þeir þá líka að nota þau viðhorf gagnvart öðrum? Bandaríkjamenn veiða hval. Japanir veiða hval. Norðmenn veiða hval og Sovét- menn. Þá veiða danskir þegnar hval, en það er gert af Grænlendingum og Færeyingum. Ætla þeir að hætta að skipta við þessi lönd? Spurningar sem þessar hljóta flestir hugs- andi menn í viðskiptum að skilja afar vel. Sem betur fer hafa flestir þeir, sem menn hafa sett sig í samband við, séð að það er ekki hægt að reka viðskipti í heiminum og blanda stjórnmálalegum atriðum inn í ákvarðanir sínar signt og heilagt. Það hefur t.d. reynst erfitt að því er varðar S-Afríku, þótt þar sé þó verið að berjast fyrir mann- réttindum. Ég held þó að grænfriðungarnir telji okkur heldur verri menn en stjórnvöld þar. Allir geta skilið að það eru óþægindi af stöðugum áróðri gegn viðskiptunum og ekki einkennilegt að fyrirtæki þessi vilji losna við þau óþægindi með þessum hætti. Sala afurða okkar Sú raunverulega spurning, sem að okkur snýr, er um það hvernig almennt gengur að selja vöru okkar á mörkuðum. Það vill svo til að á undanförnum árum höfum við verið að auka útflutning til Evrópu og þar hafa verið mjög vaxandi markaðir. Þetta á við Bretland, Frakkland og Þýskaland. í Þýska- landi cru aðilar sem eru mjög háðir fiskút- flutningi frá okkur. Ég nefni borgir eins og Cuxhaven og Bremerhaven þarsem atvinnu- leysi ríkir. Ef við lönduðum ekki þar, væri á þessu svæði ennþá verra ástand. Þannig eru viðskipti þessara landa ekki bara hags- munir okkar. Þó að við séum í raun smáir, þá er okkar útflutningur þýðingarmikill fyrir þessa markaði og fyrir atvinnulíf þessara staða. Ég tel því útilokað að við getum átt á hættu að lenda inn í almennri viðskiptakrísu. Mér er samt ljóst að um er að ræða vandamál við einstök fyrirtæki og það þarf að hafa fyrir því að upplýsa þá aðila. Það þarf ekki síst að gerast af hálfu þeirra fyrirtækja sem standa í útflutningnum. Auð- vitað er það byrði fyrir sölumenn sem hafa nóg annað að starfa, en þegar það er metið verður að gera það upp við sig hvort þetta er eitthvað sem skiptir máli eða ekki. Hafið er okkar garður Ég tel hér vera um grundvallaratriði að ræða sem varðar rannsóknir í okkar eigin landi og okkar eigin lögsögu. Ef við ætlum að búa í þessu landi og afsala okkur réttinum til rannsókna á okkar eigin náttúruauðlind- um, þá er það mjög alvarlegur hlutur. Hafið er okkar garður, sem við þurfum að rækta og nýta skynsamlega. Ef við missum sjónar á einum þætti í lífríkinu og látum hann okkur engu skipta, þá fer illa fyrr eða síðar. Ef við virðum þetta víða samhengi fyrir okkur, þá er eins og margir hafi fallið í þá gryfju að hugsa of stutt fram á við í þessu máli. Við hugsum of lítið um framtíðina. Við söfnum skuldum, eyðum miklu og göngum nærri okkar náttúruauðlindum og höfum gleymt miklu af því sem forfeður okkar börðust fyrir. Það veldur mér miklum vonbrigðum hvað menn eru skammsýnir. Menn virðast hafa gleymt því að það hefur alltaf verið erfitt að búa í þessu landi. Það hefur þurft að berjast fyrir okkar rétti með odd og egg og við erum það sem við erum í dag vegna þess að við höfum verið menn til þess. Það sýnir sjálfstæðisbaráttan og land- helgisbaráttan og fleira því líkt. Breytt viðhorf Það virðist vera að einhver hluti þjóðar- innar leggi ekki eins mikið upp úr þessu og áður var. í þessu máli hefur þó mikill meirihluti landsmanna stutt málsmeðferð- ina. Ég hef enga ástæðu til að ætla að svo sé ekki enn. Það er auðvitað hægt að rugla menn svo í ríminu og gera svo mikið úr einstökum atburðum, að það komi hik á menn. Með því að gera allt of mikið úr ákveðnum hlutum missa menn sjónar á aðaiatriðunum.“ Nú tvístraðist almenningsálitið verulega f byrjun þessarar viku vegna fréttanna frá Þýskalandi og víðar að. Heldur þú að ástæður þessa sé að finna hjá okkar eigin mönnum, sem sjá um sölu sjávarafurða erlendis? „Ég vil nú ekkert um það segja. Ég held á hinn bóginn að okkar menn á markaðinum þurfi ekki síður að hafa áhyggjur af því að við höfum nægilega mikið magn af afurðum til að selja. Við þurfum þá að velja okkur markaði. Nú stöndum við frammi fyrir samdrætti í fiskveiðum. Núna í morgun (föstudag) var Hafrannsóknarstofnun að skila hér inn skýrslu um verra ástand rækjustofnsins. Hún gefur til kynna að það þarf að draga rækjuveiðina mjög verulega saman á næsta ári. Því verður það aðal atriði að hafa einhvcrja vöru til að selja. Eigum vinsamlega markaði Auðvitað eigum við að breikka mark- aðinn fyrir útflutning okkar. Japansmarkað- ur hefur verið mjög vaxandi og þar eru miklir möguleikar og þar eru menn mjög vinsamlegir í okkar garð. Sá markaður sem er að vaxa hvað mest í Evrópu, er Frakk- landsmarkaður. Bæði fulltrúar franskra stjórnvalda og þarlendir vísindamenn hafa staðið með okkur í vísindaáætlun okkar. Þegar þessi áætlun var ákveðin á sínum tíma var hún meðal annars studd af Frökkum, en þeir hafa farið mjög vel ofan í þetta mál og tekið sjálf' :æða afstöðu. Það ber að virða framkomu þeirra í þessu máli og þeir hafa sýnt að þeir eru tilbúnir til að taka málefna- lega afstöðu. Það verður því miður sagt um allt of fáa. Mjög hörð árás frá grænfriðungum var reynd á Bretlandsmarkaði, en eftir að við- skiptavinir okkar höfðu kynnt sér málið vildu þeir ekki taka þátt í svona starfsemi. Þess vegna segi ég að það hafa ekki skapast nein vandræði á mörkuðum, enda hefur verið mikil eftirspurn eftir fiski. Ég hef trú á því að þessi eftirspurn fari vaxandi á næstunni og samfara fyrirsjáanlegum sam- drætti í afla tel ég markaðsmál okkar almennt séð ekki mikið áhygguefni. Ég get staðfest að okkar aðilar á mörkuð- unum hafa nokkrar áhyggjur vegna þess að þeir hafa orðið fyrir óþægindum. Én það hefur ekkert komið þar fram sem bendir til þess að sala okkar á útflutningsvörum sé í verulegri hættu.“ En nú virðist allur áróður og öll umræða í Þýskalandi vera meiri meðal almennings, en í öðrum helstu viðskiptalöndum okkar í Evrópu. Er þetta ekki hættulegur markað- ur? „Það þarf auðvitað að gera sér grein fyrir því að íslenskur fiskur er talsvert mikilvægur fyrir atvinnustarfsenii í þessu landi. Það er því rangt að líta þannig á að við séum algerlega háðir þeirra innkaupunt. Þeir eru líka háðir okkar fiski. Grænfriðungar hafa upplýsingar um hvað er að gerast hér á landi og þeir vilja skapa mikla umræðu um hvalamálið. Sannleikur- inn er sá að umræðan hérna heima er ekki í neinu samræmi við umræðuna erlendis. Það hefur allt of mikið verið rætt um þetta mál hér á landi. Það hefur tekist að skapa nokkra sundrung um málið, sem ég held að ekki hefði þurft að koma til. Það má vera að þess hafi ekki verið nægilega gætt að ræða þessi mál í eðlilegu jafnvægi. Það má vera að okkur hafi ekki tekist að koma nægilegum upplýsingum til almennings. Ég held að það hafi því miður verið of ríkjandi sjónarmið í fjölmiðlum að etja fólki saman frekar en að koma upplýsingum á framfæri og sýna ýmsar hliðar á málum. Þetta er miður.“ Tengist umræðan e.t.v því ástandi á Bandaríkjamarkaði að erfiðara hefur reynst að selj a þorskflök til fastra viðskiptamanna? „Þegar tímabundinn samdráttur verður er auðveldara að ráðast að okkur. Það er rétt að grænfriðungar hafa notfært sér þá stöðu sem er á þessum markaði. Þessi staða var ekki fyrir hendi 1986 og ’87.“ Harma frumvarpið Hvað viltu að lokum segja um það frumvarp sem komið er fram á Alþingi eða þá þingsályktun sem Árni Gunnarsson hefur sagst ætla að leggja fram, gegn hvalveiðum á næsta ári? „Ég tel það frekar óheppilegt að það mál skuli komið fram á Alþingi og harma það. Ljósi punkturinn við þetta framtak þing- mannanna er þó sá að þetta verður til þess að þingmenn og fleiri verða að kynna sér þetta mál og kalla aðila fyrir. Ég hefði talið það heppilegra að gera það með öðrum hætti. T.d. hefði verði réttara að þing- mennirnir hefðu aflað sér meiri upplýsinga um vísindaáætlunina og ákveðið framhaldið af því. Það sem gerist hins vegar er að menn rjúka upp til handa og fóta í umrótinu og leggja fram mál á þingi. Mér finnst þetta afar lítið traustvekjandi vinnubrögð og ég held að það verði fáir til að styðja frumvarp þeirra. Alþingi á fullan rétt á að fjalla um málið, þar sem stefnan er byggð á samþykkt þess árið 1983. Það er mikill styrkur af því að þingið mótaði þessa stefnu á sínum tíma. Auðvitað verður að sætta sig við orðinn hlut ef þingið breytir sinni stefnu núna. Mér þætti óheppilegt að það gerðist núna þegar loksins sér fyrir endann á vísindaáætluninni. Að henni lokinni þarf Alþingi hvort sem er að móta nýja stefnu varðandi framtíð allra hvalveiða við ísland.“ Kristján Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.