Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 22. október 1988 Timitin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGislason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387, Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Hvert stefnir I íþróttum? Löngum hefur hvílt ævintýraljómi yfir Ólympíu- leikunum, sem haldnir eru til skiptis fjórða hvert ár í einhverri stórborginni. í 100 ára sögu leikanna hafa styrjaldir að vísu rofið óslitinn feril þeirra, en fullvíst má telja, að Ólympíuleikarnir hafi öðlast sess í menningarsamskiptum þjóða, sem á sér langa framtíð. íþróttir eru algengasta tómstundagaman vel flestra manna um allan heim, a.m.k. í þróuðum samfélög- um, ýmist með þeim hætti að menn stundi sjálfir íþróttir sér til gamans og heilsubótar eða þeir fylgjast með keppnisíþróttum sem áhorfendur. í eðli sínu eru íþróttir hollar mannslíkamanum og íþróttaáhugi eðlilegt tómstundagaman. í öllum menningarlöndum er íþróttum gert hátt undir höfði eins og augljóst er af fyrirferð þeirra í þjóðlífi, skólakerfi og umfjöllun í fjölmiðlum. Hinu er ekki að leyna að keppnisíþróttir hafa vaxið hollustu- og almenningsíþróttum yfir höfuð. Verður ekki annað séð en að íþróttaáhugi beinist í sívaxandi mæli að harðri, þrautskipulagðri keppni margþjálfaðra afreksmanna og úrvalsliða. íþróttir eru orðnar að atvinnuvegi, og þeir, sem fremstir fara, eru atvinnumenn í fyllsta skilningi þess orðs, þjónar og þrælar íþróttaauðvaldsins, eins og það starfar í vestrænum löndum, eða ríkiseinokunar íþróttastarfseminnar, eins og hún er í austantjalds- löndum. Skuggahliðar íþróttaskipulagsins í heiminum koma betur og betur í ljós með hverjum nýjum Ólympíuleikum. Harka samkeppninnar er orðin slík að kerfið sjálft er farið að grípa til ósiðlegra og ólöglegra ráða til þess að knýja fram afreksverk hjá keppendum, en læst hvergi nærri koma, ef upp kemst um svik í þessu efni. Hér er auðvitað fyrst og fremst átt við lyfjanotkun fremstu íþróttakappa, enda gagnslítið, eins og komið er, að agnúast út í þá staðreynd, að á Ólympíuleikum eru það ekki áhugamenn sem eigast við, heldur atvinnumenn á launum hjá íþróttaauðhringum eða einokunarstofn- unum eftir því hvaðan þeir eru upprunnir. Á íslandi er mikill íþróttaáhugi, og íslendingar eiga góða íþróttamenn á ýmsum sviðum. f»eir virðast standa sig vel, þegar þeir keppa við aðra á jöfnum grundvelli. Ef til vill er það rétt að þeir hafi ekki unnið sér sérstaka frægð á Ólympíuleikum. En hvernig má það verða, eins og í pottinn er búið? íslenskir íþróttamenn eru hvorki atvinnumenn né lyfjaneytendur. Vonandi halda þeir þeirri stöðu sem lengst. Fatlaðir íþróttamenn víða að úr heiminum hafa efnt til eins konar Ólympíuleika í Kóreu í kjölfar hinna eiginlegu leika með því nafni. f»ar hafa íslenskir þátttakendur náð ágætum árangri, staðið á efstu verðlaunapöllum og komið fram með sóma. Verður ekki annað sagt en að íslenska liðið á Ólympíuleikum fatlaðra hafi farið frægðarför. f»essi árangur er öllum íslendingum gleðiefni. Er ekki að efa að íþróttamönnunum verður fagnað við heim- komuna. D -I—J ANDARÍKIN hafa verið uppspretta nýrra hug- mynda og lífsstíls síðustu ára- tugina og hægt hefur verið að ganga að því sem vísu, að það sem kemst í tísku þar vestra er tekið til fyrirmyndar víðast hvar um heimsbyggðina og rata straumarnir furðu fljótt og vel til íslands. Hugmyndir að vestan Margt af því sem tilheyrir okkar daglega lífi er sótt hrátt í bandarískan hugmyndaheim og neysluvenjur. Sjónvörp og útvörp eru full upp með amerískt efni allan sólarhringinn. Hamborgarar, pissur, hrásalöt og alls kyns skyndibitar eru háamerísk fyrir- bæri og gosdrykkjafárið með sínum 200 tegundum af umbúð- um á meira skylt við guðseigið- land en gamla Frón. Stórmark- aðir, Kringla og uppar tengjast miklu fremur bandarískum lífs- venjum en íslenskum. Svona mætti lengi telja. Hér er enginn dómur lagður á hvort bandarísku áhrifin á dag- legt líf á íslandi eru góð eða slæm, eru sjálfsagt hvoru- tveggja, því Bandaríkin með öllum sínum öfgum hafa upp á margt gott og eftirbreytnivert að bjóða og margt er þar sem síst er til fyrirmyndar. Ekki er fráleitt að álykta að hægt sé að sjá fyrir breytingar og þróun á venjum og lífsmynsti hér á landi með því að taka eftir hvernig straumar liggja í banda- rísku þjóðlífi. Byggðaþróun hefur verið svipuð í öllum iðnríkjum en með misjafnlega alvarlegum af- leiðingum. Eitt sem einkennir öll tæknivædd lönd er að þrátt fyrir mikla fækkun sveitafólks og fjölgun borgarbúa, er offram- leiðsla eitt höfuðvandamál land- búnaðar. Þetta þekkjum við vel á íslandi og þá búseturöskun sem af hlýst. Óþarfi er að fara að rekja sögu búferlaflutninga síðustu áratugina, en þeir hafa verið merkilega líkir í fjölmörgum þjóðlöndum og búseturöskun er langt frá því að vera eitthvert séríslenskt fyrirbæri, eins og hægt væri að halda miðað við umræðuna hér á landi. En því er minnst á bandarísk áhrif í upphafi þessa bréfs, að þar í landi er sú þróun orðin áberandi, að þorpin eða smábæ- irnir, sem verið hafa svo mikil- væg í bandarísku þjóðlífi, eru að byggjast upp á ný með endur- nýjuðum þrótti, eftir fólksflótta og langt niðurlægingartímabil. En þá lá staumurinn í borgir og stærri bæi. Fólk, ekki síst ungt, er aftur farið að flytja í þorpin, og kýs heldur að lifa þar og ala upp börn sín en á malbikinu eða óendanlega ópersónulegum og víðáttumiklum úthverfum bíla- samfélagsins. Heimildir um afturhvarfið í amerísku þorpin er m.a. að finna í Newsweek frá 15. ágúst s.l. Breytingar í vændum En þorpin eru ekki, og verða ekki, hin sömu og áður fyrr. Víða eru þau byggð upp og komið á fót smáatvinnurekstri sem ekki er eingöngu bundinn við þjónustu við nánasta um- hverfi, eins og áður var. Þau þorp sem þykja eftirsókn- arverðust til búsetu eru yfirleitt í innan við 120 km fjarlægð frá borgum eða stærri bæjum. Ef rétt reynist að íslendingar feti í fótspor Bandaríkjamanna á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum mun landið ekki verða eitt borgríki eins og margir svartsýnir áhugamenn um við- gang landsbyggðarinnar halda fram. Góðir vegir og góðar sam- göngur yfirleitt og mikil einka- bílaeign breyta allri ásjón lands- ins og viðhorfum manna til þess, vegalengda og afstöðu byggða hverrar til annarrar. Búseta og atvinna eru ekki endilega bund- in sama staðnum og vel má vera að ekki líði á löngu þar til fólk fer að sjá hverjir kostir dreifbýl- isins eru og að þar er hægt að stunda fleiri atvinnuvegi en landbúnað og fiskveiðar. Fljótfarnir vegir og almenn bílaeign færir byggðir nær hver annarri, án þess að þær tapi sérkennum sínum og mismun- andi aðstöðu til búsetu. Á íslandi er höfuðborgar- svæðið sá segull sem flesta hefur dregið til sín á síðustu áratugum, sem einkennst hafa af gífurleg- um þjóðlífsbreytingum og marg- ir hafa áhyggjur af. En margt bendir til að stórir byggðakjarn- ar í öðrum fjórðungum séu að treystast í sessi, þótt stefnu- mörkun hvað varðar búsetu hafi vægast sagt verið heldur reik- andi, þar sem kröftunum hefur verið tvístrað í stað þess að sameina þá. Búseta á tveim stöðum Oft er það svo að ákveðin breyting eða þróun í lífsvenjum hefur orðið eða er farin af stað án þess að eftir sé tekið, eða orð þyki á hafandi. Stundum er að því vikið að margt fólk, sem býr úti á landi, eigi íbúðir éða hús á höfuðborg- arsvæðinu. Er helst á þetta minnst þegar leiguvandræðin eru til umræðu og því þá haldið fram að einhver verulegur, en ótiltekinn, fjöldi íbúða standi auður. En standa svona íbúðir auð- ar? Ef svo er, er það sennilega ekki nema hluta ársins. Margir vilja og þurfa að eiga sér sama- stað í bæjarferðum eða þurfa að dvelja lengur eða skemur „fyrir sunnan“ vegna atvinnu og margs kyns erindrekstrar. Þá er ekki ónýtt fyrir skólafólk utan af landi að eiga innhlaup í íbúð sem einhverjir nákomnir ætt- ingjar eiga. Þótt engar haldbærar tölur séu til um hve mikil brögð eru að íbúðaeign fólks utan af landi á höfuðborgarsvæðinu er hún allveruleg og hefur aukist á síð- ari tímum. Fasteignasalar geta staðfest að svo sé. Hér er dæmi um þróun sem lítið er tekið eftir og ekki talað um nema í getgátum. Að hinu leytinu sækja þéttbýl- isbúar sífellt meira út fyrir bæjarmörk sveitarfélaganna á Stór-Reykjavíkursvæðinu, þótt manntalsskýrslur séu lélegur vitnisburður þar um, eins og kannski líka um marga þá sem skráðir eru úti á landi en dvelja og starfa lengstum við sunnan- verðan Faxaflóa. Æ oftar fréttist af fólki sem býr suður með sjó eða fyrir austan fjall og vinnur í Reykja- vík og öfugt. Það gerist líka algengara að fólk flytur svefn- staði sína í bæi sem eru innan við 40 mínútna akstur frá um- svifum þéttbýlisins, og það kem- ur einmitt heim og saman við þá þróun fyrir vestan haf, sem minnst var á hér í upphafi bréfs. Hér er ekki um neina stór- fellda búferlaflutninga að ræða, en er vísbending um þróun sem vel getur valdið meiri breyting- um á búsetu og högum einstakl- inga en við sjáum nú fyrir. Flótti í sveitir Enn er ónefnt fyrirbæri sem allir sjá og vita um en engum dettur í huga að iíta á í þjóðfél- agslegu samhengi. Það er ótrú- lega mikil og ört vaxandi sumar- bústaðaeign. Eftir því sem vegir batna stytt- ist sá tími sem tekur að komast það sem áður voru taldar langar vegalengdir og nú er farið á innan við klukkustund í ferðalög sem áður voru talin í dagleiðum. Þetta gerir að verkum að þétt- býlisbúar komast fyrirhafnarlít- ið og á stuttum tíma langt upp í sveitir eða út með ströndum. í sumarbústöðunum dvelur fólk í frístundum, börnin leika sér úti í náttúrunni og fullorðna fólkið dyttar að og marga langar til að vera sveitamenn, þótt ekki sé nema um helgar og rækta jörð, þótt í flestum tilvikum sé jarðnæðið af skornum skammti við bústaðina. Það dylst engum sem um land- ið fer, að sumarbústaðafólkið eru einhverjir ástríðufyllstu ræktunarmenn sem gæla við ís- lenska mold. Hvarvetna sem þetta fólk fær að girða af ofurlít- inn skika sprettur upp trjágróð- ur eins og töfrasprota sé veifað. Sums staðar er það eini gróður- inn á stórum svæðum. Af þeirri ástæðu einni, ásamt mörgum fleirum, er síst ástæða fyrir sveitamenn og aðra að amast við þótt þéttbýlisbúar sæki eftir að fái að reisa lítil hús og aðgang að ofurlitlum skika okkar stóra lands til þess eins að rækta sér til ánægju og lífsfyll- ingar. I lögum eru einhver ákvæði um forkaupsrétt á landi og hreppsnefndir eru miður sín ef þær halda að það skerði bújarðir að ræktaður sé ofurlítill skiki af trjágróðri á einhverju holtinu á jörð sem er til sölu. Dæmi um þetta eru alkunn. Svona lagaákvæði og hugsun- arháttur kemur afskaplega illa heim og saman við allar stað- reyndir um fólksflótta úr sveit- um og vandræði vegna offram- leiðslu búvara. Þeir sem unna sveitum og vilja veg þeirra sem mestan ættu að skilja öðrum betur hvað rek- ur þéttbýlisbúa til að verja fjár- munum og erfiði til að reisa sér. lítil hús innan lítillar girðingar, rækta þar skika og geta kallað sinn eigin, og vera uppi í sveit. Sveitarstjórnir og landeigend- ur ættu fremur að auðvelda fólki að sækja út í sveitirnar en að standa á móti því með þvergirð- ingshætti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.