Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 22. október 1988 Hundahald í Reykja- vík - skoðanakönnun Dagana 24.-30. október n.k. fer fram skoðanakönnun um hundahald í Reykjavík. Kjörstaður er í anddyri Laugardals- hallar og verður opinn mánudag 24. til föstudags 28. kl. 16.00 til 19.00 og laugardag 29. og sunnudag 30. frá kl. 14.00 til 20.00. Kjörskrá er sú sama og gilti við forsetakosningar 25. júní s.l. Atkvæðisrétt hafa þeir, sem á kjörskránni eru og eru orðnir 18 ára 30. október n.k. Vakin er athygli á, að kjörskráin miðast við lögheimili 1. desember 1987. Allar upplýsingar um kjörskrá gefur Manntalsskrifstofa Reykjavíkur, Skúlatúni 2, sími 18000. Símar Manntalsskrifstofu og kjörstjórnar eru 27880 og 27288. Spurningin á kjörseðlinum er þessi: Viljið þér leyfa hundahald í Reykjavík með þeim skilyrðum, sem gilt hafa síðustu fjögur ár? Helstu skilyrði eru eftirfarandi: 1. Leyfi til hundahalds er bundið við nafn og heimilisfang eiganda og er óheimilt að framselja það. Sé um að ræða leyfi fyrir hund í sambýlishúsi þarf skriflegt samþykki sameigenda. 2. Skylt er að ábyrgðartryggja hunda fyrir tjóni, sem þeir kunna að valda. 3. Hundar eru færðir árlega til hreinsunar. 4. Hundurinn skal vera merktur, m.a. með heimilisfangi eiganda. 5. Bannað er að hleypa hundum inn á tiltekin svæði, svo sem leikvelli, svo og í almenningsfarartæki, samkomuhús og fleira. Sá sem leyfi hefur skal sjá um að hundurinn valdi ekki óþægindum eða óþrifnaði. 6. Ef sá, sem leyfi hefur, brýtur gegn reglum um hundahald getur borgarráð svipt hann leyfi. 7. Hunda, sem valda hættu, óleyfilega hunda eða hunda, sem ganga lausir utanhúss, skal taka úr umferð og er heimilt að lóga hættulegum hundum þegar í stað. Að öðru leyti er vísað til samþykktar um hundahald í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur nr. 385/1984, sem liggur frammi á Borgarskrifstofum, Austurstræti 16, hjá Heilbrigðis- eftirliti, Drápuhlíð 14, og á kjörstað í anddyri Laugardalshallar, meðan kosning stendur yfir. Kjörstjórn FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Heimilishjálp í BETRI SÆTUM ................................................ Stjörnugjöf = ★★1/2 Arnold kominn fram í tímann The Running Man Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Yaphet Kotto, Richard Dawson og Maria Alonso. Leikstjóri: Paul Michacl Glaser Myndband: JB-Heildsala Enn er ég að skrifa um Arnold Schwarzenegger. Nú er hann kom- inn fram í tímann, til ársins 2019. Þar leikur hann góðhjartaðan lög- reglumann, sem neitar að fram- kvæma skipun - myrða saklausa borgara. Laun heimsins eru van- þakklæti og Arnold er varpað niður í ystu myrkur og settur í fjötra. Amold er þó ekki vanur að gefast upp og með fulltingi félaga sinna brýst hann úr prísundinni. Eftir krókaleiðum lendir Arnold í klóm þáttagerðarmanns sjónvarps- stöðvar. Sjónvarpsmaðurinn er stjómandi vinsælasta sjónvarpsefnis í heiminum. Það er þátturinn „The Running Man“. Arnold er neyddur til að vera gestur þáttarins. í þættin- um er fylgst með óvini ríkisins í baráttu við fanta á vegum sjónvarps- stöðvarinnar. Þeir elta uppi flótta- manninn og drepa hann í beinni útsendingu. Við skulum láta staðar numið í söguþræðinum, þar sem Amold hleypur af stað. Þetta er dæmigerð Schwarzeneg- ger mynd. Lítið talað, en þess meira um blóð og stælta skrokka. Arnold er eins og vanalega sterkastur allra. Um leikhæfileika hans þarf ekki að fjölyrða á nýjan leik. Hann er góður í að kreppa vöðva og stúta vondum mönnum. Umhverfi myndarinnar, sem ger- ist árið 2019, er nokkuð sannfærandi og frekar til að styrkja myndina en hitt. Sjónarspil það sem sett er á svið, er ágætlega útfært. Vart verður við nokkurn frum- leika í drápsaðferðum, hjá ill- mennunum er Arnold á við að etja. Þeir sveifla um keðjusögum, ís- hokkí-sverðum og öðru lauslegu. Þetta er mynd sem svíkur ekki aðdáendur Schwarzeneggers. -ES Stjörnugjöf: ★★★1/2 Lífsglöð bytta Arthur Aðalhlutverk: Dudley Moore, Liza Minnelli, John Gielgud, Geraldine Fitzgerald og Jill Eikenberry. Leikstjóri: Steve Gordon. Myndband: Steinar. Það eru eflaust margir, sem beðið hafa eftir að þessi frábæra mynd kæmi út á myndbandi enda ekki seinna vænna því von er á Arthur II innan skamms. Myndin segir frá Arthur Bach, sem leikinn er af Dudley Moore. Arthur er líklega ríkasti og elskuleg- asti fylliraftur heims. Hann hefur aldrei þráð neitt, nema smá whiskey sjúss og allt sem hann hefur óskað sér hefur hann fengið fyrir peninga. Barskápurinn hjá honum er heldur ekki af minni gerðinni, því í honum er svo mikið af víni að hægt væri að halda margra daga sukkveislu án þess að taka eftir því. Einkaþjónn Arthurs er rólegur og virðulegur eldri maður, sem heitir því viðkunnalega nafni Hobson og er leikinn af hinum eiturhressa John Gielgud. Hobson er Arthur mikil stoð þegar syrtir í álinn hjá honum, en hans nýstandi og þurri húmor kemur fram þegar lagskonur Ar- thurs eru annars vegar. Fjölskylda Arthurs- hótar að gera hann arflausann ef hann giftist ekki Starfsfólk vantar til starfa í heimilishjálp. Vinnutími eftir samkomulagi, allt niður í 4 tíma á viku. Einnig vantar starfsfólk í Hús Öryrkjabandalags íslands, Hátúni. Upplýsingar í síma 18800. FRAMKVÆMDASJÓÐUR ÍSLANDS FERÐAMÁLASJÓÐUR LANDFLUTNINGASJÓÐUR Tilkynning um breytt símanúmer Frá og með mánudeginum 24. október 1988 verður símanúmer ofangreindra sjóða 624070. Öflugur jarðvegstætari Howard 100, notaður, til sölu mjög ódýrt. Upplýs- ingar í síma 91-84880. iJOPP TUTTUGU 1.( 5) ThePredator (Steinar) 2. ( 8) TheBelievers (Skifan) 3. (-) The Running Man (J.B. Heildsala) 4. ( 1) The Black Widow (Steinar) 5. ( 2) Dragnet (Laugarásbíó) 6. ( 3) No Man’s Land (Háskólabíó) 7. ( 6) NightOnTheTown (Bergvík) 8. (14) Raw (Háskólabíó) 9. ( 7) Born in East L.A. (Laugarásbió) 10.(10) Princess Bride (J.B.Heildsala) 11. ( 4) The Boss’s Wife (Steinar) 12. ( - ) Nadine (Steinar) 13.(19) Amazing Stories v/6 (Laugarásbió) 14. (-) Retribution ° (Myndform) 15. ( - ) Arhur (Steinar) 16. ( - ) Otto Der Film (Myndbox) 17. ( 9) Hentu mömmu af lestinni (Haskólabio) 18. (-) TheRosaryMurders (Laugarásbíó) 19. ( * ) Disorderlies (Steinar) 20.(11) SummerSchool (Háskólabíó) ( * ) Merkir að viðkomandi titill er að koma aftur inná listann, eftir að hafa dottið úr. WWNCT) OOMKVZt ‘ vellauðugri og ótrúlega leiðinlegri „unnustu" sinni Susan, sem leikin er af Jill Eikenberry. Hann er í þann veginn að láta undan vilja fjölskyld- unnar, því í veði er hvorki meira né minna en um milljarður dollara, þegar hann kynnist Lindu, Liza Minnelli, fyrir tilviljun. Hann verður vitni að því þegar hún stelur bindi í rándýrri fataverslun og er nöppuð. En fjölskylduklækir láta ekki á sér standa og allt er reynt að gera til að draga Arthur upp að altarinu, til að giftast Susan. Það virðist ætla að takast, allir eru sestir inn í kirkjuna og bíða þess að brúðguminn mætir. Hann mætir, en er ekki í góðu gangfæru ástandi, þar sem hann hafði drukkið einum of mikið. Ekk- ert verður úr brúðkaupinu og Arthur og Linda ákveða að búa við fátækt * það sem eftir er. Þá kemur til sögunnar móðir Arthurs sem leikin er af litlu norninni Geraldine Fitz- gerald og ákveður að hann fái nú að eiga milljónirnar, en Arthur er ekki alveg á þeim buxunum. Þessi mynd er í alla staði vel gerð, og leikurinn lireint frábær, enda er valinn maður í hverju rúmi. Dudley Moore tekst sérlega vel að leika fyllibyttuna, án þess að ofleika á nokkurn hátt. Gielgud er eins og fæddur inn í þjónshlutverkið og mamma Arthurs er dýrðleg. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.