Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 22. október 1988 FRÉTTAYFIRLIT VILNUS - Hinn nýi leiðtogi kommúnstaflokksins í sovét- lýðveldinu Litháen lofaði því að fleiri en einn frambjóðandi verði í framboði fyrir hvert embætti í komandi kosninaum og að skrifræði verði skorið við trog. Þetta á að vera hluti mikilla umbóta í þessu Eystra- saltssovétlýðveldi sem eitt sinn var sjálfstætt ríki. BELGRAD - Þúsundir serbneskir þjóðernissinnar mótmæltu á meoan þing Júgó- slavíu ræddi stjórnarskrána með það í huga að breyta henni í von um að það lægi ólguna sem verið hefur í land- inu. Mótmælendurnir hvöttu til aukinna áhrifa Serba í Kosovo, sem er sjálfstjórnarhérað sem áður tilheyrði Serbíu, en Al- banar eru í meirihluta í hérað- inu. ÚTLÖND llllilllllilll 36 Palestínumenn og Líbanir úr Hizbollah samtökunum særöust eða létust í gær: Hefndarsvipu Israela laust niður í Líbanon Hefndarsvipu ísraela laust niður á búðir Palestínumanna og liðsmanna Hizbollahsamtakanna í suðurhluta Líbanon í gær, en þar fórust eða særðust að minnsta kosti þrjátíu og sex manns þegar ísraelskar herþotur gerðu þar loftárásir. Með árásunum eru ísraelar að hefna hermannanna sjö sem létust þegar skæruliði Hizbollah samtakanna ók bifreið fylltri sprengiefni á ísraleskan herflutningabíl. Tvær þotur ísraela gerðu sprengi- árás á stöðvar Fatha skæruliðahreyf- ingarinnar sem er undir stjórn Yass- ers Arafats og á stöðvar Marxísku þjóðfrelsishreyfingarinnar nærri Mi- yeh Miyeh flóttamannabúðunum nærri hafnarborginni Sídon. Þar lét- ust þrír menn samstundis og tólf særðust sumir mjög alvarlega. Aðrar tvær þotur gerðu árás á stöðvar Hizbollah samtakanna við Mashgara og Ain al-Tineh í Beka- dalnum, en þar ráða Sýrlendingar ríkjum. Að minnstat kosti tuttugu og einn særðist eða lést í þeirri árás, en sprengjur féllu meðal annars á tvær sjúkrastöðvar í búðunum. Loftárásir fsraela stóðu í rúma klukkustund og komust herþoturnar heim heilar á húfi þrátt fyrir að skæruliðar hafi skotið loftvarnar- skeytum að þotunum. Skelfingu lostið fólk í Miyeh Mi- yeh flóttamannabúðunum flúði með Shamír hét skæruliðum hcfndum og hefndin dundi yfir í formi loftárása. börn sín og nánustu eigur strax eftir fyrstu árás þotanna á meðan björg- unarsveitir grófu látna og særða út úr rústum bygginga. Störf björgun- arsveitanna tafðist þegar tvö vopna- búr sprungu í loft upp, annað í eigu Palestínumanna og hitt í eigu Sunní- múslíma. Yitzhak Shamír forsætisráðherra ísraela hafði heitið hefndum fyrir árás múslíma á ísraelsku herflutn- ingalestina og sakaði Palestínumenn og Hizbollah um að vinna saman að því markmiði að eyða Ísraelsríki. Talsmaður Fatha sagði hins vegar eftir árásirnar að þeirra yrði hefnt með auknum árásum skæruliða á ísraela. Hizbollah samtökin hótuðu hins vegar að tveir ísraelskir her- menn sem hafa verið í haldi þeirra frá því árið 1986 muni fá það óþvegið. MANAGVA - Hvirfilbylur- inn Joan jók styrk sinn að nýju og stefndi á hafnarborgina Bluefield í Níkaragva og er vindhraðinn í hvirfilbylnum 175 km á klukkustund. WASHINGTON - Verð á neysluvörum í Bandaríkjunum hækkaði um 0.3% í síðasta mánuði og segia bandarískir hagfræðingar að það bendi til þess að verðbólgan hafi hætt við að rjúka upp með þeim hraða sem hún hafði stefnt í. Þessir dyntir verðbólgunnar féllu í góðan jarðveg hjá Repú- blikönum sem fara með stjórn- völinn eins og kunnugt er. AÞENA - Grískt farþega- flutningaskip með 475 farþega innanborðs og ítalskt vöru- flutningaskip sigldu saman á. Píreussundi nærri Aþenu. Ein-: hver slys urðu á fólki, en björg- unarsveitir komu strax á staðinn. MADRID - Iranar sögðust vera að reyna að leysa ágrein- ing sinn við írana í olíufram- leiðslumálum. Þetta eru fyrstu merki þess að eitthvað gangi í viðræðum OPEC rlkja sem staðið hafa yfir í tvo daga. Baráttan í bandarísku forsetakosningunum helduráfram á vafasömu nótunum: Bush sakaður um f ramhjáhald Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er sú allra illkvittnasta sem hingað til hefur verið háð að mati þeirra er til þekkja. í gær varð blökkukona að víkja úr kosningaliði Dukakis forsetaefnis Demókrata vegna óviðcigandi ummæla um Gcorgc Bush varaforseta, en nú ganga þær sögur fjöllum hærra að Bush hafi lialdið við konu úr starfsliði sínu allan þann tíma sem hann hefur vcrið varaforseti og að auki hafi Bush átt viðhald cr hann starfaði sem yfírmaður CIA. „Ég held að George Bush ætti að skýra frá sínum málum. Bandaríska þjóðin á rétt á því að vita hvort Barbara Bush muni deila rúmi með bónda sínum í Hvíta húsinu. Það er mjög mikilvægt. Við erum ekki að- eins að kjósa mann, við erum að kjósa fjölskyldu," sagði Donna Bra- zile sem var aðstoðarmaður Dukak- is, við blaðamenn. „Kannski er hann að fela eitthvað. Ef þetta eru ein- göngu staðlausar vangaveltur, þá ætti hann að segja það,“ bætti hún við. Fyrir þessi ummæli sín varð Donna að segja af sér störfum þeim sem hún hefur haft með höndum í kosningabaráttu Dukakis. Dukakis baðst Bush afsökunnar í eigin pers- ónu, en þeir félagar sátu sem heið- ursgestir í góðgerðarveislu í New York í dag. Dukakis hefur reyndar sakað Bush um ódrengilega kosn- ingabaráttu og hvatt til að málflutn- ingur yrði málefnalegri. Hann ítrek- aði þá skoðun sína í gær. En góðgerðarveislan sem haldin var til styrktar einhverju háleitu markmiði var vfst einstaklega skemmtileg. Hefð er fyrir því að forsetaframbjóðendur mæti í þessa veislu og haldi ræðu í léttum dúr. Þó Dukakis hafi beðið lægri hlut í sjónvarpsumræðunum á dögunum, þá var almennt talið að hann hafi verið skemmtilegri en Bush í veisl- unni. Reyndar fór hann örlítið og smekklega inn á kynlíf í ræðu sinni og þótti jafnvel skína í háð í garð Bush ef tekið var tillit til fyrri atburða. Dukakis vísaði til þess að í fyrra var hann valinn einn af tíu kynþokkafyllstu karlmönnum Bandaríkjanna. „Ég gekk um næstu daga á eftir og var nokkuð ánægður með sjálfan mig, allt þar til kunningi minn kom í heimsókn ogsagði „Hei, Mikki. Þeir útnefndu George Bush fyrir tveimur árum“. Dukakis og Bush. Sögur ganga nú fjöllum hærra um að Bush standi í framhjáhaldi. En hvort sem svo er eður ei, þá hafa þeir báðir, Dukakis og Bush, verið útnefndir í hóp tíu kynþokkafyllstu manna Bandaríkjanna. Borgarastríöið í Angóla: Það linnir ekki hjaðningavígum í Angóla þó heldur virðist mjakast í friðarviðræðum þar. Skæruiiðar Un- itahreyfingarinnar, sem ekki taka þátt í friðarviðræðunum, segjast hafa vegið sjötíu og sex hermenn í bardögum í suðurhluta landsins síð- ustu daga. í yfirlýsingu Unitahreyfingarinnar segir að fjörtíu og einn stjórnarher- maður hafi verið veginn á fimmtudag í hörðum bardaga á bökkum Jimbe árinnar í Cuando Cubangi héraði. Þá segjast skæruliðar hafa ráðist á herstöð í Lobito í Benguela héraði og skilið þar eftir tuttugu og tvo andvana stjórnarliða. Sex skæruliðar eiga að hafa fallið. Unita hefur barist við marxista- stjórnina í Angóla í þrettán ár, eða allt frá því að Portúgalar yfirgáfu landið. Leiðtogar Unita hafa boðist til að semja frið ef mynduð yrði samsteypustjórn Unita og Marxista sem undirbúi kosningar í landinu. Marxistastjórnin sem nýtur stuðn- ings kúbanskra herdeilda hefur ekk- ert viljað við Unita tala. Á meðan drepa Angólamenn mann og annan. Marcoshjón- in sótt til saka í BNA Marcos fyrrum forseti Filipps- eyja og kona hans Imelda, verða sótt til saka í Bandaríkjunum fyrir meint fjármálamisferli og fjárdrátt. Embættismenn Banda- ríkjastjórnar sögðu þetta í gær, en í fyrradag hafnaði Marcos tilboði bandarísks dómsstóls um að hann játaði á sig minniháttar sakir og í stað þess slyppi hann við alvarlegri ásakanir. Marcos og kona hans eru sökuð um að hafa stungið tugum millj- óna doilara undan á Filippseyjum og ýmist sett peningana inn á einkareikninga í Sviss eða fjárfest í Bandaríkjunum á ólöglegan máta. Eftir að Marcos flúði Filipps- eyjar hafa filippeysk stjórnvöld leitast við að endurheimta ein- hvern hluta fjármagnsins sem hjónin stálu. Lúxemborg heimahöfn kaupskipa! Ríkisstjórnin í Lúxemborg ætlar að koma upp kaupskipaflota á næst- unni. Kaupskip landsins eiga þá að vonum erfitt með að landa í Lúx- emborg því ríkið er landlugt og langt til hafs. En þann ókost hyggst ríkis- stjórnin bæta upp með skattaívilnun- um. Hugmynd ríkisstjórnarinnar er að laða skipafélög til að skrá skip sín í Lúxemborg og flytja skrifstofur sín- ar þangað. Er talið að atvinna og peningastreymi sem við það skapað- ist muni verða landinu til framdrátt- ar. Þannig myndu skip sigla undir fána Lúxemborgar þó þau eigi enga möguleika að leggjast við höfn í „heimalandinu". Markhópur þeirra í Lúxemborg eru þau skipafélög í Evrópu sem ekki geta staðið undir þeim launum sem ríki Evrópu tryggja sjómönnum á skipum er sigla undir þeirra flaggi, en vilja ekki skrá skip sín undir fánum Panama eða Líberíu, sem eru vinsælustu „sjóræningjaríkin" þar sem litlar kröfur eru gerðar til skipa- félaganna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.