Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 22. október 1988 Tíminn 17 nauðsynlegt til að ná öðrum þjóðum, og helst, ef það reynist mögulegt, fara fram úr þeim. Og Spánverjar eru þrautseigari en flestar nýju bandalagsþjóðimar, vegna þess að þeir hafa alltaf litið svo á að þeir byggj u í fátæku landi. Enn sem komið er virðist Spán- verjum hafa tekist að sigrast á áhættunni. 1987, á öðru ári eftir inngöngu Spánar í bandalagið, sýndu hagtölur 5,2% hagvöxt, þann mesta í Evrópu, og markmið- ið er að ná sama árangri aftur í ár. Til lengri tíma litið reiknar ríkis- stjómin með að hægi aðeins á hraðanum en hagvöxturinn haldist þó nærri 4% til 1992, þegar iðnað- urinn þeirra, sem hefur hlotið skyndiupplyftingu, og litlu en bústnu fjármálafyrirtækin verða að taka á sig höggið stóra af evrópskri samkeppni. Yfirvöldin hafa verið að undirbúa sig fyrir daginn stóra með því að leggja áherslu á harka- lega endurskipulagningu, sem hef- ur verið kölluð því háfleyga nafni „afturhvarf". Sú endurfæðing hef- ur skilað kraftaverkum hjá þeim sem hafa komist af, en hún hefur líka leitt til stórfjölgunar atvinnu- lausra. Vilja ekki bara vera ódýrt ferðamannaland Á meðan þessi þróun hefur verið að eiga sér stað hefur Spánn notið góðs af stríðum straumi fjárfest- inga útlendinga. Á síðasta ári bætt- ist við 1,4 milljarður sterlings- punda og er þá upphæð erlendrar fjárfestingar á Spáni orðin um 8 milljarða sterlingspund. Þetta mikla flóð erlendra fjármuna hefur að sjálfsögðu leitt til ótta um að útlendingar séu í þann veginn að tryggja sér öll hlunnindi á Spáni, sem ekki séu tryggilega negld niður á vegum opinberra aðila. En það er búist við að dragi úr þessu flæði erlends fjár inn í landið. Viss mettun hefur náðst við það að flestir stórlaxar á markaðnum hafa komið sér traustlega fyrir. Að undanfömu hafa um 45% fjárfest- ingar útlendinga verið á fasteigna- markaðnum og hefur þannig átt sinn þátt í geysilegri verðhækkun á skrifstofuhúsnæði í Madrid og Bar- celona, sem fyrr á tíð höfðu orð á sér fýrir að vera „ódýrar" borgir en nú orðið er jafndýrt að búa þar og í New York. Þar við bætist að síðan Spánn fékk inngöngu í Efnahagsbanda- lagið hefur atvinnulífið snúið sér frá framleiðslu og námugreftri að fjármálastarfsemi, en á því sviði er stærstu vinningana að finna. En undir þessari freyðandi bjart- sýni sem yfirvöld hafa þeytt upp, liggur í leyni gamall ótti um að þegar árið 1992 rennur upp verði Spánn að láta í minni pokann fyrir veraldarvanari félögum sínum og skipað í hið óvirðulega hlutskipti að vera ódýr og láglaunaður^umar- leyfisstaður fyrir ferðamenn frá öðrum löndum Evrópu. Þessi ótti kann að vera nokkuð ýktur, en það er auðvelt að skilja hann. Það verður að hafa hugfast að Spánn er ekki nema örfáa áratugi frá þróunarlöndunum og þó að stjórnendur þar beri sig vel gera þeir sér vel grein fyrir að þar er margt í ólagi. Þeir eru hins vegar ekki eins reiðubúnir að viðurkenna að eftir- tektarverður árangur þeirra í að vinna sig frá fátækt til því sem næst auðæfa er minna kominn undir framtaki íbúanna en sólskininu og nálægðinni við Frakkland, Bret- land og Þýskaland, en landið er því sem næst leikvöllur borgara þess- ara nágrannalanda. Effnahagsundrið fer fram hjá þriðjungi þjóðarinnar Atvinnulausum hefur fjölgað upp í 20%, jafnvel þó að lægra hlutfall kvenna teljist í vinnukraft- inum en í nokkru öðru iðnaðar- landi. Þeir sem mest verða fyrir barðinu á atvinnuleysinu er ungt fólk á aldrinum 17-24 ára, en yfir 40% í þeim aldurshópi fær ekki vinnu og hvergi annars staðar inn- an Evrópubandalagsins er ástandið eins slæmt. Illa er séð fyrir atvinnu- leysisbótum og margir undanþegn- ir rétti til þeirra. Það er þess vegna ekki að furða að götur stórborganna eru fullar af betlurum, sumir með lítil börn í eftirdragi. Til að milda þessar ve- sölu aðstæður- sem reyndar sósíal- istastjórnin lítur á með furðulegu jafnaðargeði - er hið þekkta „svarta efnahagslíf“, sem er svo fyrirferðarmikið að aðeins á ftalíu er það víðfeðmara. Álitið er að um 30% íbúa Spánar sæki tekjur sínar til „svarta efna- hagslífsins", a.m.k. að hluta til og skriffínnar í Brússel hafa yfirvöld á Spáni grunuð um að hagræða vilj- andi tölunum til að fá frekari fyrirgreiðslu úr sjóðum bandalags- ins, en það kann að vera að „svarta efnahagslífið" sé ekki eins fyrir- ferðarmikið og af er látið. Nú eru yfirvöldin að sýna til- burði til þess að draga „svarta efnahagslífið" inn í það opinbera Hinn ungi og athafnasami forsætis- ráðherra Spánar, sósíalistinn Fel- ipe Gonzalez, hefur tekið stefnu Margaret Thatcher til fyrirmyndar þegar hann leiðir þjóð sína inn í nútímann. að hvatningu verkalýðsforkólfa og skattyfirvalda, sem þurfa að fylla upp í gífurlega vaxandi viðskipta- og fjárlagahalla. En þar sem Spánverjar eru víð- frægir fyrir að skelfast skatta, enda bera þeir með lægstu skattabyrði allra þjóða Evrópubandalagsins, og hafa þar að auki mikla skömm á alræmdu skrifræðinu, þykir mjög líklegt að „svarta efnahagslífið“ eigi eftir að komast klakklaust út úr athugun yfirvalda. En í „svarta efnahagslífinu" er ekki að finna viðunandi tekjur fyrir nema örfáa. Flestir þeirra atvinnulausu, eða því sem næst atvinnulausu, búa við mikla fátækt. Efnahagsundrið sem nú er að gerast á Spáni gerir ekki vart við sig hjá um þriðjungi þjóð- arinnar. Verður Spánn leiksoppur fjármálabraskara? Öllum ber saman um að Spánn sé á fleygiferð þessa dagana, hins vegar virðist enginn gera sér grein fyrir hvar ferðin muni enda. Bjart- sýnismenn, undir forystu ríkis- stjómar sósíalista, sjá ekki annað en að hraður vöxtur efnahagslífsins haldi áfram á meðan Spánverjar eru að komast á „evrópskt stig“ og bættur efnahagur verði hlutskipti æ fleiri. Svartsýnismenn, og í þeirra hópi má finna nöldurgjarna íhaldsmenn og óánægða forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar, líta svo á að samruninn við Evrópu verði til þess að kollsigla úreltan iðnað á Spáni og smábændur, þ.e. honum fylgi raunveruleg uppgjöf fyrir hönd heillar kynslóðar atvinnu- lauss ungs fólks, og að landið verði auðveldur leiksoppur fjármála- braskara frá London, París, Frank- furt og Mílanó. Af þessum tveim sjónarmiðum virðast bjartsýnismennirnir hafa meira sannfærandi málstað, en samruni Spánar við Evrópu er enn skammt kominn á veg og óþægind- in sem honum fylgja hljóta að verða talsverð. Bifreiðaskoðun íslands hf. auglýsir eftir eftirtöldum starfsmönnum sem þurfa aö geta hafið störf sem fyrst: 1. Fjármálastjóra. 2. Kerfisfræðingi. 3. Verkstjóra með bifvélavirkjamenntun. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist til stjórnarformanns fyrirtækisins, Björns Friðfinns- sonar, iðnaðarráðuneytinu, fyrir 31. okt. n.k. Nán- ari upplýsingar um störfin gefur Karl Ragnars, frkvstj., á kvöldin í heimasíma 656433. FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 26. október 1988 kl. 20 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Önnur mál. 3. Kynning á endurmenntun og námskeiðshaldi, Nicolai Jónasson tæknifræðingur. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna • • TIL SOLU PAJERO Árg. 1987, ekinn 30.000 km. Topp bíll. Mjög góð kjör. EGILL VILHJALMSSON HF Smiöjuvegi 4, Kópavogl, simar 77200 - 77202

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.