Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. október 1988 Tíminn 5 Alvarleg sölutregða á hrossakjöti: Þarf að henda 6001 af ársgömlu hrossakjöti? Nú er svo komið að afurðastöðvar treysta sér ekki lengur til að borga framleiðendum krónu fyrir innlagt hrossakjöt af fullorðnum hrossum og þess eru dæmi að sláturhússtjórar bjóði bændum að losa þá við fullorðin hross þeim að kostnaðarlausu, gegn því að þeir greiði flutningskostnað á sláturstað. Um 600 tonn af hrossakjöti eru nú til í landinu við upphaf stórgripa- slátrunar á móti 49 tonnum í fyrra. En það eru ekki einungis erfiðleikar með sölu á kjöti af fullorðnu, fol- aldakjöt frá því í fyrrahaust er selt með stórkostlegum afföllum og bitn- ar sú verðskerðing beint á fram- leiðendura. Eldra kjöt selt með afföllum Að sögn Gísla Garðarssonar slát- urhússtjóra á Blönduósi hefur slátur- húsið þar selt eldri birgðir af folalda- kjöti til verslana með tæplega 28% afföllum af grundvallarverði eða á 110 kr. kílóið í stað rúmlega 151 kr. eins og gert var ráð fyrir. „Það er langt frá því að það verð sem ákveðið var í búvörugrundvellinum náist“, sagði Gísli, „en við verðum bara að selja þetta á lægra verði til þess að losna við kjötið. Við eigum engar birgðir eftir af folaldakjötinu en enn eru eftir þrjú tonn af hrossa- kjöti og ekki líkur til að það seljist á næstunni". Þá vaknar sú spurning hvort sláturhúsið á Blönduósi og aðrar afurðastöðvar verða hreinlega að henda kjötinu, nú þegar nýtt kjöt kemur á næstu vikum, eða í besta falli að gefa það refum og minkum. Hrossakjöt geymist frekar illa vegna þess að fitan í því þránar með aldrinum og þess vegna alls ekki ólíklegt að svo verði. Möguleikarnir fara minnkandi Minnkandi sala á hrossakjöti staf- ar af því að grundvallarverð þess hækkaði ríflega í fyrra og ofan á það bættist matarskatturinn og jók mun- inn enn. Þetta kemur sér sérstaklega illa fyrir þá bændur sem hafa orðið að skera niður vegna riðu og gripið til þess ráðs að fjölga hrossum sér til lífsviðurværis. Það vill svo illa til að sum riðusvæðin á landinu eru um leið stærstu framleiðslusvæði á hrossakjöti. Þannig skáru til dæmis 20 bændur í Austur-Húnavatssýslu niður vegna riðu og 10 til viðbótar skera niður nú í næstu viku. Útlitið er sem sagt ekki bjart fyrir þá menn sem hafa ekkert nema afurðatjóns- bætur til að lifa af. Það eru takmark- aðir möguleikar fyrir hendi í mjólk- urframleiðslu, enginn með fullu viti byrjar á refarækt og minkurinn gerir ekki betur en að standa undir sér og nú síðast bregðast hrossin. Bændur sem hafa farið úr kindakjötsfram- leiðslu í hrossakjöt mega sem sagt eiga von á að stór skaðast á því hafi þeir ekki þegar orðið fyrir tjóni.-ág. Óttast um örlög tveggja reykvískra meðlima íslenska Alpaklúbbsins í Nepal: Fjallgöngumanna saknað í Nepal Tveir 27 ára gamlir Reykvíkingar hæð og segir í fréttaskeyti frá Reuter eru horfnir í Himalayafjöllunum í að enskur félagi Islendinganna, Nepal og hafa þarlend yfirvöld talið Stephen Aisthorpe, hafi tilkynnt um þá af. hvarf þeirra. Þeir heita Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson. Síðast sást til þeirra fyrir sex Þeir Kristinn og Þorsteinn voru að dögum og voru þeir þá búnir að klffa klífa tind í Himalayafjöllunum sem Pumori tind upp í 6700 metra hæð. nefnist Pumori og er 7161 metri á Leit hefur staðið yfir undanfarna þrjá daga án árangurs og hefur henni nú verið hætt. Margir fjallgöngumenn á þessum slóðum áttu í erfiðleikum í vikunni og tilkynntu yfirvöld um sex Tékka sem hugðust klífa suðvesturhlíðar Mount Everest og eru nú allir taldir látnir. Fundust lík tveggja þeirra í gær- -sá Heimsbikarmóti Stöövar 2 lauk í gær: Kasparov sigraði með 11 vinninga Kasparov stóð uppi sem sigurveg- ari með ellefu vinninga á heimsbik- armóti Stöðvar 2 eftir að skák hans og Nikolic lyktaði með jafntefli. Að öðru leyti fóru leikar þannig í síðustu umferð að Tal og Ehlvest gerðu jafntefli, Shokolov og Júsúpov gerðu jafntefli í 14 leikjum, Portisch og Spielmann gerðu jafntefli í 13 leikjum, Jóhann Hjartarson og SJÁUMST MED ENDURSKINI! ENDURSKMS- MERKl (ást i apotekum og viðar. IUMFERÐAR RÁÐ Anderson gerðu jafntefli eftir 10 leiki. Skák þeirra Belyavski og Spassky fór á þann veg að Spassky sigraði, Kortsnoj sigraði Sachs, Margeir Pét- ursson tapaði fyrir Zoltan Ribli og þeir Nunn og Timman sátu enn að tafli er Tíminn fór í prentun í gærkvöldi og hafði Nunn betri stöðu. Sex efstu sætin skipa þessir: Kasparov er sigurvegari með ellefu vinninga eins og áður sagði. Næstur var Belyavski með tíu og hálfan, Tal með tíu, Jóhann og Elvest með níu og hálfan og Yusu- pov með níu vinninga. - sá Ungmennafélagiö Vorboöinn hefur í tvígang byggt eftir röngum teikningum frá íþróttafulltrúa: GERA ÞRIDJU TILRAUN VID ÍÞRÓTTAVÖLL Vorboðinn, lítið ungmennafélag í A-IIúnavatnssýslu hefur orðið fyrir tjóni og óþægindum vegna mistaka íþróttafulltrúa ríkisins. Félagið hefur á undaförnum fjór- um árum staðið í stórframkvæmd- um við gerð íþróttavallar og í tvígang á þeim tíma fengið rangar teikningar frá embætti íþróttafull- trúa. Talsmenn Vorboðans hafa nú farið fram á að allur aukakostn- aður vegna þessara mistaka verði greiddur úr íþróttasjóði. Vellinum var valinn staður í landi Bakkakots í Engihlíðar- hreppi og jafnaður þar út hallandi melur og þakinn. Er farið var að mæla út fyrir hlaupabrautum kom í Ijós að hlaupahringurinn sem vera átti 400 metrar var einungis 370 metrar. Við nánari athugun varð ljóst að um ranga teikningu var að ræða og fengu þá Vorboða- menn nýja teikningu sem gerði ráð fyrir tuttugu metra lengingu á vell- inum. Nú var ráðist í lengingu vallarins samkvæmt nýju teikning- ,unni. Er því vcrki var lokið voru menn ekki enn ánægðir því beygjur hlaupabrautarinnar reyndust ansi krappar og þegar bctur var að gáð upplýstist að seinni teikningin frá íþróttafulltrúa ríkisins reyndist úr- elt og átti að vera koniinn úr umferð fyrir tveimur árum. Borgar íþróttasjóður? Vorboðamenn hafa þegar lengt völlinn og er nú unnið að breikkun hans líka. Þær breytingar cru þó töluvcrt mál og er áætlaður kostn- aður þeirra á bilinu 300-400 þúsund, en flytja þarf til jarðveg svo og brjóta upp og fjarlægja sökkul fyrir geymsluskúr. Þá er einnig líklegt að brjóta þurfi upp kasthring sem stcyptur hafði verið utan við völlinn en lendir sennilega inn í hlaupabrautinni við breikkun- ina. „Við erum virkilega svekktir yfir þessu" segir Valdimar Gunnarsson formaður Umf. Vorboðans, „ætl- unin var að taka völlinn í notkun í haust cn nú er ljóst að af því gctur ekki orðið. En við höldum áfram hvað sem á gengur og stefnum að því að klára næsta vor". Kostnaður við völlinn stendur nú í um tveimur miljónum og þar af er tæp milljón bein fjárútlát, en afgangurinn unn- ið í sjálfboðaliðavinnu. „Ég trúi ekki öðru en að íþróttasjóður komi á móts við okkur og greiði auka- kostað vegna þessara mistaka", sagði Valdimar að lokum. - ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.