Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn "Þ'ríöjudágur 2Ö. olctöbVr ‘l§88 Kristinn teiknar bláar friðardúfur undir handleiðslu Ólínar Geirsdóttur, myndmenntakennara. Tímamyndir Gunnar Lionshreyfingin á íslandi stendur fyrir alþjóðlegri teiknimyndasamkeppni um friðarveggspjald, í samvinnu við skólayfirvöld,- og er þátttaka ætluð öllum nemendum 5., 6. og 7. bekkja í skólum landsins. Sá þátttakandi sem vinnur í alþjóðakeppninni, fær í verðlaun ferð ásamt tveimur úr fjölskyld- unni, til skrifstofu Sameinuðu þjóðanna þar sem vinningshafa verða afhent 500 dollara verðlaun. Hann fær einnig áletrað veggspjald á degi Lionshreyf- ingarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum, þann 13. mars 1989. Tilgangurinn með keppninni er að stuðla að friði í heiminum og er þeim tilmælum beint til myndmennta- kennara, að þeir hvetji nemendur til sköpunargieði og umhugsunar um það, hvernig einstaklingur getur haft áhrif á alheimsfrið. Einnig hvaða þýðingu friður í heiminum hefur fyrir þá sjálfa. Tímanum lék forvitni á að vita, hvernig nemendum gengi að vinna við friðarveggspjöldin og varð Digranesskóli í Kópavogi fyrir val- inu. Einar Long Siguroddsson, yfir- kennari, sagði að undirtektir væru misjafnar í skólunum og ýmsar ástæður væru fyrir því. En krakkarnir í 5. bekk Digranes- skóla hafa greinilega brennandi áhuga á verkefninu. Það mátti sjá þegar Ijósmyndari og blaðamaður birtust í skólastofunni í fylgd Einars. Myndmenntatíminn var að hefjast með ys og þys, og sköpunargleðin leyndi sér ekki í andlitunum. Þarna mátti sjá myndir af friðardúfum, grasi, trjám og fleiru. Það leynir sér ekki, að styrjaldir með tilheyrandi ofbeldi hafa líka áhrif, það mátti sjá á nokkrum myndanna. Pétur Sigurðsson, hraustlegur strákur, var að lita mynd af her- mönnum á skipi. Fyrir aftan skipið má sjá skriðdreka aka upp fjöll. Finnst honum þetta erfitt? „Nei, nei, ekkert rosalega, þetta gengur bara vel,“ sagði Pétur og hélt áfram að lita myndina sína. Finnur Pálmi var greinilega niður- sokkinn í myndina sína og virtist taka verkefnið alvarlega. Myndin hans sýnir „dáinn svertingja, sem hermaðurinn er búinn að drepa, og hann ætlar að drepa pabba hans iíka; og þarna er prestur fyrir aftan hermanninn". Fyrir ofan hermann- inn flýgur friðardúfa, með kross um hálsinn. Ólína Geirsdóttir, myndmennta- kennari, sagðist hafa reynt að út- skýra fyrir börnunum hugtakið: „Friður færir okkur aukinn þroska",- það hefði verið dálítið erfitt fyrir þau að skilja það í fyrstu, en þetta væri þó allt að koma. Það skal tekið fram, að þrjár myndir verða valdar úr hverjum skóla, til sérstakrar viðurkenningar og heldur ein áfram í keppninni. Þá verða þrjár myndir valdar til verð- launa úr hvoru umdæmi. Þær tvær myndir sem hljóta fyrstu verðlaun, halda enn áfram og verður önnur þeirra valin í lokaúrslit alþjóðlegu keppninnar, fyrir íslands hönd. Sigurvegara í alþjóðlegu keppn- inni verður tilkynnt um vinninginn eigi síðar en 24. febr. 1989, af viðkomandi Lionsklúbbi. 23 aðrar úrlausnir (Meritverðlaun) hljóta sérstaka viðurkenningu auk 100 doll- ara í verðlaun, ásamt verðlauna- skjali. -elk. „Friður færir aukinn þroska“ Guðrún teiknaði friðsamlega kanínu á beit. Finnur Pálmi Magnússon sýnir hér mynd sína af hermanni sem drepið hefur svertingja og ætlar nú að drepa pabba svertingjans líka. KVIKMYNDIR Stjörnugjöf: Ast í skugga hrafna Þetta er einkennileg saga um ást. KonuástogástGuðsámannin- um, en allt í einni blöndu. Líkast til þeirri blöndu sem Hrafni Gunn- laugssyni einum er lagið að hræra. Sögusviðið er að sama skapi ein- kennilegt og fer það - með Hrafn- inum sem flaug - að verða helsta aðaismerki Hrafns og kvikmynda- gerðar hans. Hann sækir þó eitt- hvað af umhverfi myndarinnar og umgjörð til íslendingasagnanna. Þangað sækir hann hatrið, blóð- bönd, heiðindóm og unga kristni. Það er reyndar einkennilegt hvað biskupsvaldið var orðið spillt mið- að við að myndin er sögð hefjast árið 1087, en þá er biskupsstóll rétt kominn á fertugsaldur í landinu. Reyndar er það skýrt tekið fram að ekki sé stuðst við neina slíka sögu- lega klafa og verður að virða aðstandendum það. Fyrstu atriði myndarinnar voru alls ekki eins góð og upphafsatriði fyrri hrafnsmyndarinnar, svo dæmi sé tekið. Þá varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum með hvað tónlistin virtist vera úr mörgum áttum og var greinilega verið að skapa ein- hvers konar samevrópska músík- blöndu líkt og öðru var blandað saman. Útkoman er hæfilegur hræringur og ringulreið miðað við hugmyndir okkar í dag um fyrri miðaldir. Auðvitað voru margir drepnir eins og í fyrri hrafnsmyndinni, og styður það þá umsögn að hér sé um óháð framhald að ræða. Voru sum víganna mjög góð og aftakan í lokin ein sú besta sem ég hef séð í íslenskri kvikmynd og þótt víðar verði icitað. Það voru ckki margir leikarar sem báru af í myndinni þótt flestir hafi staðið sig vel í stykkjum sínum. Heilsteyptasta persóna myndarinnar var að mínu mati Hjörleifur biskupssonur, sem Egill Ólafsson lék. Móðir Hjörleifs, í höndum Kristbjargar Kjeld, var ekki sfður heil og sterk persóna í hlutverki hinnar einu sönnu nomar. Um aðalleikara myndarinnar er það að segja að Reine var ekki til skammar í hlutveri Trausta, en hann var heldur ekki framúrskar- andi. Er hann kannski samnefnari flestra ieikara. Tinna var góð og þó ekki góð fyrir alvöru fyrr en í síðari hlutanum. Persóna ísoldar var ótrúlega heiftug og rosaleg, en samsvaraði sér þó vel. Um aukaleikarana væri hægt að hafa langt mál, enda nokkrir áber- andi og iitríkir út alla myndina eins og Sigurður Sigurjónsson og Sveinn M. Eiðsson, jafn ógeðslegir og smjaðurslegir eins og þeir gátu verið á köflum. Hún Klara litla íris var sannkölluð sól í öllum þessum frumskógi og innan um þessa rafta og ilimenni. Með henni náði guð- fræðingurinn kristni í lokin að efna f nýja von um betri tíma á Islandi. Helgi Skúlason var illmenni eins og honum einum cr lagið og fer maður að halda að hann sé bara ekki að leika. Hann er stórkostleg- ur í Gríms-hlutverkinu og gætu líklega fáir farið í skóna hans. Brást honum þar ekki bogalistin frekar en vonir stóðu til. Það var gaman að sjá hversu mikið var iagt í leikmyndir og búninga. Gaf þetta myndinni ríku- legri blæ en margar fyrri myndir íslenskar. Þó verð ég að segja eins og er að ekki auðveldaði staðarval og sviðsmyndaval í náttúrunni mér að skapa í huga mér heildarmynd af sögunni. Flestir staðir, sem not- aðir voru, eru svokallaðir póst- í skugga hrafnsins. Eftir Hrafn Gunnlaugsson. Framleiðandi: Christer Abrahamsen. Aðalleikarar: Reine Brynolfsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Egill Ólafs- son, Sune Mangs, Kristbjörg Kjeld, Klara Iris Vigfúsdóttir, Helgi Skúla- son o.fl. Höfundur og lelkstjórl: Hrafn Gunnlaugsson. Laugarásbíó kortastaðir héðan og þaðan af landinu. Þá var það meiriháttar kúltúrsjokk að sjá Alþingi háð á gljúfurbörmum við GuIIfoss. Auð- vitað á maður ekki að vera að velta því fyrir sér, í kvikmynd sem þessari, hvar atriðin eru tekin. Þessir staðir eru bara svo þekktir í huga þeirra manna sem eitthvað hafa þvælst um landið og þeir eru jafnframt hlaðnir sinni eigin hefð. Samt sem áður er myndin með þeim allra bestu sem ég hef séð frá Hrafni og reyndar í flokki allra bestu íslenskra mynda. Ég gef henni því fullar þrjár stjörnur af fjórum og hvet alla þokkalega hrausta landa mína til að fjöl- mcnna á sýningar. Það er margt gott í fyrri hluta hennar en í síðari hlutanum fara hlutirnir að snúast og þar er að finna bestu senurnar. Semsagt góð mynd á heildina iitið. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.