Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 25. október 1988 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Sovétleiötoginn Mikhail Gorbatsjov og Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýska- lands hófu einkaviðræour í Kreml í gær og er talið að miðpunktur viðræðnanna verði um verslun og öryggismál í Evrópu. Vesturþýski leiðtoginn kom til Moskvu með fimm ráð- herra og fimmtíu iðnrekendur og mun gengið eiga í viðræð- um við samsvarandi sovéska embættismenn. BAGDAD - Olíumálaráð- herra íraka sagði að irakar væru reiðubúnir til að taka þátt í hverskonar nýju OPEC sam- starfi þar sem reynt væri að hafa stjórn á olíuframleiðslu heimsins og tryggja viðunandi verð fyrir olíuna, en verð á henni fer hríðlækkandi. I London lækkaði verð á olíufati um einn dollar eftir að viðræður OPEC ríkja runnu út í sandinn. BRUSSEL - Evrópubanda- lagið mun senda fórnarlömb- um fellibylsins Joan í Níkara- gva og Costa Rica neyðar- hjálp, en 300 þúsund manns í Níkaragva urðu heimilislausir. MANILLA - Skip með rúm- lega 400 farþega innanborðs sendi út neyðarkall þegar felli- bylurinn Ruby skall á Filipps- eyjarnar og drap 42 eyja- skeggja og skyldi 18 þúsund þeirra eftir heimilislausa. VARSJÁ - Forystumenn verkalýðssamtakanna Sam- stöðu segja að möguleikar á | viðræðum samtakanna við ríkisstjórnina væru „mjög, mjög, veikir". Samtökin saka kommúnistastjórnina um að reyna að breyta forsendum vióræðnanna sem lofað var þegar verkföllum var hætt í Póllandi í haust. KINSHASA - Zaire og Lý- bía hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband að nýju eftir sex ára hlé. DHARMSALA - Dalai f Lama sagði að nú væri tæki- | færi að tímasetja fyrstu við- ' ræður útlagastjórnarinnar í Tíbet og kínverskra stjórn- valda um framtíð Tíbet, en Kínverjar innlimuðu landið árið 1949. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að rætt verði um hugsanlega endurkomu hans sjálfs til Tíbets. ÚTLÖND Arabar reyna að hafa áhrif á kjósendur í ísrael: Hussein, Arafat og Mubarak funda óvænt Palestínumenn hafa nú grýtt ísraelska hermenn um 10 mánaða skeið í von um að Palestínuríki verði stofnað. Um helgina funduðu nokkrir leiðtogar araba um málefni Palestínumanna og hyggjast hafa áhrif á ísraelska kjósendur. Hussein Jórdaníukonung- ur, Mubarak Egyptalands- forseti og Arafat leiðtogi PLO komu öllum á óvart um helgina með því að halda skyndifund um málefni Pal- estínumanna og möguleika á friðarviðræðum um mál Mið- Austurlanda. Arafat og Mu- barak lögðu land undir fót og sóttu Hussein heim til Aqaba á sunnudaginn. Eftir dag- langan fund þeirra þremenn- inga héldu Arafat og Mubar- ak síðan áfram för sinni til Bagdad og ræddu við Sadd- am Hussein forseta íraks um sömu mál. Allir aðilar hafa lýst sig ánægða með fundahöldin sem fram fóru aðeins tíu dögum fyrir þingkosning- ar í ísrael og er greinilega ætlað að hafa áhrif á kjósendur þar. Gert er ráð fyrir að Hussein Jórdaníukonungur muni í þessari viku halda til Damaskus og ræða við Assad Sýrlandsforseta um þessi sömu mál og reyna að minnka ágreining ríkjanna í afstöðunni til PLO. Talsmaður Mubaraks Egypta- landsforseta sagði að viðræðurnar væru til þess fallnar að ná samvinnu- grunni arabaríkjanna í hugsanlegum friðarviðræðum og sýna ísraelum að friðarvilji sé fyrir hendi. „Við viljum að ísraelskir kjósend- ur, hvort sem þeir eru arabar eða gyðingar, skilji það hvar hagsmunir þeirra liggja," sagði Osama al-Baz talsmaður Mubaraks. „Við viljum láta kjósendur vita áður en þeir kjósa, að til staðar eru arabaríki sem eru tilbúin í samningaviðræður". Það er ljóst að arabar vilja allt til þess vinna að fá Shimon Peres formann Verkamannaflokksins til valda, en hann hefur lýst yfir vilja sínum til friðarviðræðna og segist tilbúinn að fórna Gazasvæðinu undir Palestínuríki verði það til þess að tryggja varanlegan frið í Mið-Aust- urlöndum og örugga tilvist ísraels- ríkis. Shamir aðalandstæðingur Per- esar í þingkosningunum vill hins vegar berja andóf Palestínumanna niður og vill ekkert við araba tala. Suður-Afríka: Kosningasprengja drepur tvo svarta í gær þegar tveir dagar voru til sveitarstjórnakosninga í Suður- Afríku spakk öflug bílasprengja í verslunarhverfi í námubænum Wit- bank sem er 145 km austur af Jóhannesarborg. Tveir menn létust og að minnsta kosti fjörutíu særðust, enda sprakk sprengjan á mesta annatíma morgunsins. Sprengjan var svo öflug að þök fuku af nálægum húsum og rúður brotnuðu svo verslunargatan var þakin rusli og særðu fólki. Sprengj- an er sú öflugasta sem Afríska þjóðarráðið, sem berst gegn að- skilnaðarstefnu hvítra stjórnvalda, hefur sprengt. Þjóðarráðið hefur unnið gegn sveitarstjórnarkosning- unum með kjafti og klóm að undanförnu. „Ég hélt að húsið væri að takast á loft,“ sagði verslunareigandinn Eric Viana. „Allar hurðir fuku af hjörunum". Lögreglan segir að hin látnu séu blökkufólk, karl og kona, sem voru í bifreið nærri bifreiðinni sem sprakk í loft upp. Witbank er í Transvaal sem er eitt sterkasta vígi aðskilnaðarsinna í Suður-Afríku og er gert ráð fyrir að íbúar þar muni fylkja sér að baki íhaldsflokknum í kosningun- um sem fram fara á morgun, en íhaldsflokkurinn er mjög harður með aðskilnaðarstefnunni. Kosningarnar á morgun verða þær fyrstu þar sem Suður-Afríku- búar af öllum kynþættum kjósa á sama degi, en hver kynþáttur kýs í sérstakt ráð, sem hafa misjafnlega mikil völd í sveitarstjórnarmálum, ráð hvítra að sjálfsögðu valdamest. Ríkisstjórnin í Suður-Afríku von- ast til þess að kosningarnar muni ná að kljúfa blökkumenn í barátt- unni gegn aðskilnaðarstefnunni og hefur eytt milljónum dollara í aug- lýsingaherferðir til að fá blökku- menn til að kjósa. Hins vegar hafa flest samtök blökkumanna hvatt sitt fólk til að sniðganga kosning- arnar, þar á meðal hefur Desmond Tutu erkibiskup tekið í þann’ streng. Sprengingin í gær er sú nítjánda í Suður-Afríku í þessum mánuði. ísraelsk árás á Líbanon Hefndarsvipa fsraela er enn á lofti, en í gær gerðu ísraelskar herþotur loftárásir á stöðvar skæruliða hliðholla Sýrlendingum í Líbanon. ísraelskar herþotur gerðu einnig svipaðar árásir fyrir hclgina til að hefna sprengjutilræð- is múslímskra skæruliða í suður- hluta Líbanons, en þá létu sjö ísraelar lífið. í þeim árásum létust níu arabar og fjörutíu særðust. Herþoturnar gerðu loftárásir á æfingabúðir vinstri sinnaðra skæru- liða í þorpinu Beit Lahia í Beka- dalnum, en á þeim slóðunt eru sýrlenskir hermenn í þúsundatali. Fréttir hafa ekki borist af niann- falli, en fjöldi sjúkrabifreiða hélt til þorpsins í kjölfar árásanna. Eins og við mátti búast í leituð- ust skæruliðar Palestfnumanna og múslíma við að hefna. ísraelskir hermenn og liðsnrenn suðurlíb- anska hersins, sem hliðhollur er ísraelum, handtóku sjö skæruliða Palestínumanna á öryggisbeltinu sem ísraelar hafa lýst yfir að liggi með landamærum ísraels. Skæru- liðarnir hugðust laumast inn í fsra- el til hermdarverka. Þá drápu liðsmenn suðurlíb- anska hersins sex skæruliða Pales- tínumanna á þessum slóðum á sunnudag. ÚTLÖ UMSJÓN: Barist fyrir lífi gráhvala: Sovéskir ísbrjótar kallaðir í björgun Sovétmenn munu að öllum líkind- um bjarga gráhvölunum þremursem fastir eru í ís norður í höfum og eru augasteinar bandarísku þjóðarinnar þessa dagana. Bandaríkjamenn hafa reynt allt sem þeir hafa getað til að bjarga gráhvölunum sem eru að- framkomnir í lítilli vök við Inúita- þorpið Barow á Alaska. Hvalirnir komast ekki út á rúmsjó nema að þeim sé brotin leið og hafa Banda- ríkjamenn gert allar hundakúnstir til þess að losa hvalina, en allt hefur mistekist. Reyndar hefur minnsti hvalurinn ekki sést yfir helgina og er talið að hann sé dauður. Nú hafa Bandaríkjamenn leitað ásjár Sovétmanna, en tveir sovéskir ísbrjótar, kröftugir mjög, eru ekki svo ýkja langt frá hvölunum. Þeir munu nú brjóta sér leið inn í ísinn og mynda auða leið út á rúmsjó svo gráhvalirnir sleppi úr prísundinni. Gráhvalir eru í alvöru útrýmingar- hættu, en ekki ímyndaðri eins og til dæmis hrefnan sem er nú að yfirfylla Norður-Atlantshafið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.