Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 2
, , > ,. | - í-v ...» 2 Tíminn Fimmtudagur 27. október 1988 Námsefni Starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar vakti verðskuldaða athygli á ráðstefnu í Þórshöfn í Færeyjum: Frónskt fiskvinnslunáms- efni markaðssett erlendis Hugsanlegt er að kennslugögnum, sem stuðst hefur verið við á námskeiðum á vegum Starfsfræðslunefndar fiskvinnsl- unnar fyrir fiskvinnslufólk víða um land, verði á næstunni snarað yfír á dönsku og ensku til nota í öðrum löndum þar sem fískveiðar og fískvinnsla er ríkur þáttur í atvinnulífí. Komið hefur til tals að fyrirtækið Icecore markaðssetji kennslugögnin erlendis og hefur í því sambandi verið rætt um að hefja sölu þeirra á Grænlandi. Ef af því verður mun Icecore sjá um þýðingu þeirra. Einnig hafa aðilar vinnumarkað- arins í Færeyjum, vinnuveitendur og alþýðusambandsfólk, sýnt mikinn áhuga á að þýða og staðfæra þessi kennslugögn til kennslu á námskeið- um fyrir fiskvinnslufólk þar í landi. Þá hefur sendinefnd frá Chile, sem nú er stödd hér á landi til að kynna sér fiskvinnslufyrirtæki, sýnt mikinn áhuga á þessu kennsluefni. Á ráðstefnu sem efnt var til í Þórshöfn fyrr í þessum mánuði voru þessi íslensku kennslugögn kynnt og fengu þau mjög lofsamlega umsögn ráðstefnugesta. Fyrir ráðstefnunni stóð undir- nefnd, sem skipuð var af ráðherra- nefnd Norðurlanda til þess að fjalla um starfsfræðslu í ýmiskonar „snakkiðnaði“ og fiskveiðum. Segja má að ráðstefnan hafi verið punktur- inn yfir i-ið í starfi nefndarinnar. Þarna var samankominn nokkur fjöldi manna frá öllum Norður- löndunum, en af íslands hálfu sátu ráðstefnuna Jón Kjartansson, for- maður Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja, Lárus Björnsson, frá Fisk- vinnsluskóla íslands, Ágúst Elíasson, fulltrúi Sambands fisk- vinnslustöðva, Sigrún Clausen, f.h. Verkamannasambandsins, Bolii Thoroddsen, f.h. Aiþýðusambands íslands og Gissur Pétursson, starfs- maður Starfsfræðsiunefndar. Vakti verðskuldaða athygli Jón Kjartansson hélt erindi á ráð- stefnunni og greindi frá góðri reynslu fiskvinnslunámskeiðanna hér á landi. Hann sagði í samtali við Tímann að óneitanlega hefði erindi hans og þó einkaniega kennslugögn- in vakið verðskuldaða athygli. „Menn voru ákaflega spenntir fyrir námsefninu þótt sumir skildu lítið annað en skýringamyndirnar. Meðal annars hafði formaður Alþýðusam- bandsins í Færeyjum, sem starfaði á árum áður í fiskvinnslu hér á landi og skiiur því íslenskuna ágætlega, orð á því að slíkt námsefni hefði lengi vantað fyrir færeyskt fisk- vinnslufólk.“ Auk þýðingar fyrir erlendan markað hefur verið um það rætt að snara kennsluefninu yfir á t.d. dönsku fyrir það skandinavíska fisk- vinnslufólk sem hér starfar. Jón Kjartansson segir verkalýðshreyf- inguna hafa skyldur við þetta fólk ekki síður en íslenskt fiskvinnslufólk og leggja verði á það áherslu að matreiða kennsluefnið á því máli sem það skilur. Sérhæfður fiskvinnslumaður Umrætt starfsfræðslunámskeið hafa verið í gangi hér á landi síðustu tvö ár og nú þegar hafa 4000 manns lokið þeim og hlotnast viðurkenn- ingin „sérhæfður fiskvinnslumaður“. Aðeins þeim sem hafafastráðningar- samninga gefst kostur á sitja fisk- vinnslunámskeiðið. Kennt er um allt land og sjá um 140 leiðbeinendur um kennsluna. Yfirleitt er við það miðað að halda námskeiðin á dauðu tímun- um í fiskvinnslunni, einkanlega í desember og janúar. Viðkomandi atvinnurekendur greiða vinnutap starfsfólks, þ.e. sem samsvarar tímakaupi. Þeir fá síðan 70% kostnaðar endurgreiddan úr Atvinnuleysistryggingarsjóði. Hins- vegar greiðir Starfsfræðslunefnd leiðbeinendum laun og ferðakostnað að ákveðnu marki, en í hlut atvinnu- rekenda og stéttarfélaga kemur kostnaður vegna fæðis og húsnæðis. Námsefnið er sett fram á mjög aðgengilegan hátt og að sögn Jóns Kjartanssonar er í hvívetna mjög góður rómur gerður að því og nám- skeiðahaldinu yfirleitt. Námsefninu er skipt í 10 eftirfarandi hluta: I fyrsta lagi er kafli eftir Öldu Möller um fiskinn, meðferð hans og gæði. f öðru lagi rita þau Magnús H. Ólafs- son og Þórunn Sveinsdóttir kafla um vinnuvistfræði, sem þau kalla svo, t.d. vinnutækni, uppbyggingu líkam- ans og fl. Þriðji kaflinn, sem Ágúst Þorsteinsson ritar, fjallar um öryggi á vinnustöðum. Þá skrifar Hannes Magnússon um hreinlæti og gerla- gróður og Þórður Markús Þórðarson um skipulagða verkþjálfun í fisk- vinnslu. Kafla um kjarasamninga og lög rita Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Kristján Þorbergsson. Sérkafli er um launakerfi í fiskvinnslu sem Már Sveinbjörnsson og Sigurlaug Guð- mundsdóttir hafa tekið saman. Um vinnslurásir og verkunaraðferðir skrifa þaú Jóhanna Gunnarsdóttir, Halldór Þorsteinsson, Sigurður Bogason og Alda Möller. Kafli um afurðir og markað er einnig ritaður af Öldu Möller ásamt Guðmundi H. Garðarssymi og Sigurði Haraldssyni. Að lokum“’er í kennslumöppunni kafli unV safnstarf og samvinnu á vinnustað sem Álfheiður Steinþórs- dóttir og Guðfinna Eydal hafa tekið saman. Verö á fermetra í þjónustu íbúðum aldraðra á Vesturgötu 7 er mun dýrari en í sambærilegum íbúðum í Kópavoginum: ^ FERMETRINN ER A UM 60 ÞÚSUND KR. Fermetraverð í þjónustuíbúðum aldraðra sem verið er að byggja að Vesturgötu 7, er um þríðjungi dýrari en fermetrínn í þeim íbúðum sem byggðar hafa veríð í sambærilegu húsi í Kópavogi. Þetta er gert á sama tíma og hundruð eldri borgara, sem búa í eigin húsnæði og vilja gjarnan minnka við sig og flytja í þjónustu- íbúðir, treysta sér ekki til þess, vegna þess hversu dýrar þær eru. Alfrleð Þorsteinsson varaborgar- fulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram bókun á fundi borgarráðs á þriðjudag þar sem fram kemur að það hljóti að valda áhyggjum og undrun, hversu dýrar þjónustuíbúð- ir eru, sem öldruðum er boðið upp á í Reykjavík. „Það ríkir töluverð neyð hér í borginni hjá eldra fólki sem býr í eigin íbúðum, sem eru kannski stór- ar eða óhagkvæmar að öðru leyti fyrir viðkomandi. Það vill mjög gjarnan komast í minni íbúðir með þjónustu eins og er í þessu nýja húsi að Vesturgötu 7. Málið er að þessar íbúðir eru þáð dýrar að fólk sem býr í stærri íbúðum en það mundi fara í, nær ekki að brúa bilið. Það þarf jafnvel að steypa sér í skuldir til að komast inn í þessar íbúðir og það tel ég ekki vera viðunandi,“ sagði Alfreð. Fermetraverð í íbúðunum að Vesturgötu 7 er um og yfir 60 þúsund krónur, á sama tíma og tekist hefur að byggja í mjög sam- bærilegu húsi í Kópavogi fyrir 44 þúsund krónur fermetrann. Með hliðsjón af þessu eru íbúðirnar í Reykjavík því um 30 til 40% dýrari en í Kópavoginum og töluvert dýrari en nýlegar byggðar íbúðir í Reykja- vík, sem tengjast þjónustumiðstöð. „Mín skoðun er sú, að í staðinn fyrir að borgaryfirvöld séu að beita sér fyrir byggingum sem eru miklú dýrari heldur en á almennum mark- aði, þá ættu þau að setja sér það markmið að byggja ódýrari íbúðir fyrir aldraða, heldur en hinn almenni markaður býður uppá. Ég tel að hlutunum hafi verið snúið þarna við,“ sagði Alfreð. Ekkert hefur verið til sparað við byggingu hússins að Vesturgötu 7 og er m.a. notaður kopar á þak þess. Þá var að þessu sinni ekki farin hin algenga leið sem Reykjavíkurborg hefur nýtt sér á undanförnum árum og áratugum, en það er að bjóða verkið út á almennum markaði. í staðinn er ákveðið að gera svokall- aðan marksamning við einn aðila, sem er í þessu tilviki ístak, en það er sama fyrirtæki og vinnur við bygg- ingu ráðhússins. „Það getur vel verið að þetta sé allt eðlilegt miðað við hvað lagt hefur verið í þetta hús. Það sem ég vil benda á með þessari bókun er að verið er að byggja dýr hús á sama tíma og þörfin er fyrir hinu, þ.e. að byggja vönduð og ódýrt húsnæði, eins og tekist hefur í Kópavogi hjá Sunnuhlíðarsamtökunum og til dæmis nýju stúdentagarðana við Suðurgötu. Þar er byggingarkostn- aður á fermetra 42.700 og sú bygging er talin mjög vönduð. Það mætti iíka nefna að Búseta og ýmsum öðrum hefur tekist að byggja miklu ódýrara en þarna á sér stað. Að mínu mati hlýtur það að vera markmið hjá Reykjavíkurborg að reyna að koma til Iiðs við eldri borgara með allt öðrum hætti en þarna kemur fram,“' sagði Alfreð. -ABÓ ’ r«\\ \\ ' Möguleikarnir miklir Að sögn Gissurs Péturssonar, starfsmanns Starfsfræðslunefndar, stendur fátt í vegi fyrir því að þýða kennsluefnið yfir á önnur tungumál til nota erlendis. Hann segir þó að forsenda þess sé að samningar náist við höfunda kennsluefnisins. Mikill áhugi er fyrir því að útvíkka starfsfræðslunámskeiðin. Jón Kjart- ansson segir menn hafa t.d. gælt við þá hugmynd að koma á sérnám- skeiðum fyrir eftirlitsfólk og fólk sem vinnur við flökunarvélar. „Síð- jtn hafa menn verið að huga að þeim möguleika að tengja þetta fram- haldsmenntun og jafnvel að fólki verði gert kleift að ljúka prófi frá Fiskvinnsluskólanum ef það óskar þess. Til þess þurfum við að fá þessi námskeið metin og tengja þau öðru skólahaldi í landinu," segir Jón Kjartansson. óþh Ragnar Kjartansson, myndhöggvari. Ragnar Kjartansson, myndhöggvari látinn Látinn er í Reykjavík, Ragnar Kjartansson, myndhöggvari, 65 ára að aldri. Ragnar fæddist 17. ágúst 1923 á Staðastað í Staðarsveit. Hann nam í Héraðsskólanum á Laugarvatni ’37- 38, lærði leirkerasmíði hjá Guð- mundi frá Miðdal í fimm ár, og var í Handíðaskólanum frá 1940-’44. Ragnar lærði einnig og vann erlendis við list sína, m.a. í Uppsölum í Svíþjóð. Þá var hann í námi hjá Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara og kenndi teikningu frá 1953. Kenn- ari var hann í höggmyndadeild Myndlistarskólans í Reykjavík og stofnaði a.m.k. tvö fyrirtæki, sem tengdust listum. Hann gegndi ýms- um formanns- og stjómarstörfum, og var formaður framkvæmda á Korpúlfsstöðum. Ragnar hélt marg- ar einka- og samsýningar, bæði hér heima og erlendis og eru mörg listaverka hans í eigu opinberra aðila,- víðs vegar um landið. Ragnar Kjartansson kvæntist Katrínu Guðmundsdóttur, banka- fulltrúa, þann 26. maí 1945.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.