Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 4
4 Tfminn VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar. HANKOOK frá Kóreu. Mjög lágt verð. 155R12 kr. 2.370.00 135R13 - 2.370.00 145R13 - 2.480.00 155R13 - 2.580.00 165R13 - 2.670.00 175/70R13 - 2.950.00 185/70R13 - 2.990.00 175R14 - 3.180.00 185R14 - 3.570.00 185/70R14 - 3.480.00 195/70R14 - 3.850.00 165R15 - 2.980.00 Gerið kjarakaup Sendum um allt land. Bardinn h.f., Skútuvogi 2 Sími: 30501 oa 84844. Hjúkrunar- fræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Hólmavík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Þórshöfn. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Selfossi. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Neskaupstað, Norðfirði. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suður- nesja í Keflavík. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 25. október 1988. Par óskast til starfa og stjórnunar á kjúklingabúi. Æskilegt er að viðkomandi hafi kynnst sveitastörf- um. Nákvæmni hreinlæti og dugnaður, nauðsyn- legir eiginleikar. Frítt húsnæði. Framtíðarstörf fyrir rétt fólk. Upplýsingar í símum 98-66053, -66083, -66051. Innilegt þakklæti sendi ég öllum þeim sem sýndu mér vináttu á 90 ára afmælinu mínu, 22. október með heimsóknum, skeytum, bréfum, blómum og öðrum gjöfum. Hamingjan fylgi ykkur. Eiríkur Einarsson Kumbaravogi. t Móður- og föðursystir okkar Katrín Lúðvíksdóttir áður Seljavegi 15 sem andaðist að Elliheimilinu Grund 22. október, verður jarðsett frá Fossvogskapellu föstudaginn 28. október kl. 10.30. Systkinabörn og aðrir vandamenn. Fimmtudagur 27. október 1988 Alpaklúbburinn gengstfyrir leit að mönnunum sem horfnir eru í Nepal: Vonlítið að finna Islendingana tvo „Það hefur engin ósk komið frá ættingjunum um aðstoð utanríkisráðuneytisins við að koma á leit að nýju að íslendingunum tveim sem týndust í fjallgöngu í Nepal og stjórnvöld þar hafa talið af,“ sagði Jóhann Benediktsson í utanríkisráðuneytinu við Tímann. Jóhann sagði að ráðuneytið myndi ekki aðhafast neitt óbeðið í þessa átt, enda vissu menn þar ekki í hvaða farvegi málið væri af hálfu ættingjanna. Björn Vilhjálmsson formaður Alpaklúbbsins sagði Tímanum að klúbburinn myndi aðstoða aðstand- endur eftir megni við að skipuleggja leit að mönnunum. Hann sagði að vonlítið væri að þeir væru enn á lífi og að talsverðan tíma gæti tekið að koma saman leitarflokki. Björn sagði nokkuð ljóst að mennirnir tveir hefðu hrapað og fallið hefði verið mjög hátt þannig að þeir hefðu vafalaust látist sam- stundis. Hann sagði Alpaklúbbinn í stöðugu sambandi við utanríkisráðu- neytið sem hefði lofað allri þeirri aðstoð sem í þess valdi stæði. Hann sagði að Nepalbúar væru boðnir og búnir til leitar að lifandi fólki en viðhorf þeirra gagnvart látnum væru ólík okkar og þeir væru tregari til leitar að mönnum sem telja má næsta örugglega látna og Nepalbúar flygju t.d. alls ekki með lík. Björn sagði að Alpaklúbburinn kannaði nú alla möguleika til leitar en erfitt væri að fá háfjallasherpa til leitar þar sem þeir væru uppteknir við störf hjá fjailgönguleiðöngrum sem þessa dagana eru margir í Nepal og lýkur fæstum fyrr en eftir tvær vikur. Staðurinn þar sem síðast sást til íslendinganna væri í svo mikilli hæð að þangað fá ekki aðrir en sérþjálf- aðir innlendir menn að fara. Björn sagði að litlar líkur væru á að lík mannanna fyndust nokkru sinni. Þegar væri búið að leita úr þyrlu og hinn skoski félagi mann- anna leitaði þeirra dögum saman. Þar sem þá sást hvorki tangur né tetur mætti draga þá ályktun að lík þeirra væru í sprungu. Síðan mennirnir hurfu hefur snjóað en auk þess er þarna jökull sem sífellt er á hreyfingu. -sá NEITHER SWEET NOR SQUARE, ICELAND’S SUQARCUBES MAKE A NORSE HEARD ROUND THE WORLD M ihe Sykurmolarl Thói. Elhar. ,Siogl. Magga, Bragl and BjOrkl Slx tun- loving moptops fr om swinglng Royk- javfkl Ju! Jal Jal lcoland s latestdn a short llne of) rock exports, the Sugarcubes—Sykur- molar back homo—aren'f llkely fo In-_ spire an lcelandlc Invaslon; the alr- fare's too steep for the city's many struggllng bands. But the surprlslng success of the neopunk sextet's debut aihnm, i i/m’fj fpp fiood. has detlnltely þut lceland on the world rock map.’TtT^, readýesTabllshed In England, whore thelr three slngles—''Blrthday.'* "Cold Sweat" and "Oeus'*—hlt blg, the Su- garcubos so tantallzed a Rolllng Stone crltlc that hls PC got stuck In ovar- praise, ravlng about “a powerful beat tornado whipplng Iragments ol sharp aggressive bass, angular gultar and hard trlbal rhythms Into brlght hypnotlc melodles." Whatever. At the very least, the group has whlpped up enough U.S. excltement to sall 250,000 _ LPs, pack houses on Its recent two- month tour—and land an Oct. 15 glg on Saturday Nlghl Uve. - Forget glaclal cool. Lead slnger Bjðrk Gudmundsdottir, 22, Is a petlte brunot wlth enormous almond-shaped eyes, end her sensuous stage manner moved a Brttlsh writer to see "sex on a stlck." Sharlng the spotllght Is Elnar Orn, 25. a hyperklnetlc vocallst and trumpet player who parodles hlmself by bleatlng away on a dlme-store horn, takes a pratfall ond follows It up wlth e / llttle Caliíornla-speak: "Nooo prob- lem." Backlng the singers ara basslst/ Bragl ólatsson. 26, gultarlst Thór El- don, 25, ex-husband ol BJOrk, key Pholograph* by Naal Praslon/Outllnaivaaa playerjk cuff«nt love Iníeresl. end drtimmef Slggi Baldurs^on. 25- i ne namaé don't exactly roll ott Amerlcan tpngues. But back home, th Cubea (M^lars) are household lcons. "To walk down the maln street of Reykjayfk takes about 10 mlnutas," says Bjork. "You'ro bound to run Into at laaet a dozen people you know. Peopie don't hassle us. But the medla wrl|o about us In the same way they wr/te about Sylvester Stallone. You < fhad It and you dle wlth laughter." / Equally laughable, clalm the Cubes ^ls lceland's Intarnatlonal Image. **We dldn't orlglnally have rolnduer," Elnar says wlth dlsgust. "They were import- ed." Far from lcebound, the 40,000- square-mlle Island pbutUng the Arctlc Clrcle Is laced wlth gleclers, gay^urs, Kanar undrast ástalíf Sykurmolanna: Frægðin kom erlendis frá „Það er öðruvísi farið að á fsl- andi“, segir í grein í New York blaðinu People's Magazine um Syk- urmolana. Það sem átt er við er ástalífið, en undrast er yfir því að Björk Guð- mundsdóttir og Pór Eldon gítarleik- ari hafi skilið að borði og sæng tveim vikum áður en hljómleikaferð Syk- urmolanna til Bandaríkjanna hófst. Þegar ferðinni lýkur segir blaðið að Siggi, Einar og Bragi fari heim til eiginkvenna sinna en Þór og nýjasti meðlimur hljómsveitarinnar, Marg- rét Örnólfsdóttir muni líklega halda áfram ástasambandi sínu sem hófst um miðbik hljómleikaferðarinnar eða í Chicago. Af því sambandi virðist Björk að sögn blaðsins ekki skipta sér neitt enda sé hún upptekin við að annast barn sitt og Þórs sem þau hafi tekið með í hljómleikaferðina. Þá koma yfirlýsingar hljómsveit- armeðlimanna, sem áður hafa reyndar heyrst, að plötur þeirra hafi fyrst farið að seljast á íslandi þegar erlend blöð fóru að segja íslending- um hve snjöli hljómsveitin væri. Kannski það tengist eitthvað þessu með spámenn og föðurland. -sá Rúm 2405 tonn seld Rúmlega 2405 tonn af fiski voru seld á Bretlands- og Þýskalands- markaði í síðustu viku, þar af var fiskur í gámum 1521 tonn. Heildar- verðmæti alls aflans var tæpar 165 milljónir. ívið lægra meðalverð fékkst fyrir fiskinn í liðinni viku en vikunni þar á undan. Fjórir bátar seldu afla í Bretlandi, samtals rúm 320 tonn. Tveir seldu afla í Hull, það voru Dalborg EA (113 tonn) og Kambaröst SU (91 tonn), og tveir seldu afla í Grimsby, þeir Otto Wathne NS (47,5 tonn) og Stálvík SI (68,5 tonn). Meðalverð afla þessara fjögurra báta var 71,97 krónur. Hæsta meðalverð fékk Otto Wathne NS, 81,90 krónur á kílóið, en lakasta meðalverð á kíló fékk Kambaröst SU, 64,65 kr. á kíló. Fyrir 159 tonn af þorski fékkst 75,23 króna meðalverð á kíló, fyrir tæp 69 tonn af ýsu fékkst 70,73 króna meðalverð, fyrir 7,5 tonn af ufsa fékkst að meðaltali 41,79 krónur á kíló, fyrir 7,3 tonn af karfa fékkst að meðaltali 23,90 krónur fyrir kílóið. Fyrir 55,1 tonn af kola fékkst að meðaltali 67,77 krónur fyrir kílóið og fyrir 22,3 tonn af blönduðum afla fékkst að meðaltali 88,53 krónur fyrir kílóið. Heildarsöluverð aflans voru rúmar 23 milljónir króna. í síðastliðinni viku seldist rúmlega 1521 tonn af gámafiski á Bretlands- markaði, að verðmæti 108,6 milljón- ir króna. Þorskurinn vó þar þyngst semfyrreða 611,1 kgogfékkst76,20 kr. meðalverð fyrir kílóið. 462,2 kíló af ýsu voru flutt út í gámum og fengust 66,12 krónur fyrir kílóið. Af ufsa voru 23,6 tonn flutt út, meðal- verð 43,61, af karfa voru 28,7 tonn flutt út, meðalverð 30,10, af kola voru 276,4 tonn flutt út í gámum og fengust 69,67 kr. fyrir kílóið. Af grálúðu voru flutt út 2,5 tonn og fengust 95,65 krónur fyrir kílóið. Blandaður afli var 116,7 tonn og fengust 86,80 krónur fyrir kílóið. Þá lönduðu þrír bátar um 563,5 tonnum í Bremerhaven í Þýskalandi í síðustu viku. Söluverð aflans var tæpar 33 milljónir króna. Sturlaugur H. Böðvarsson AK seldi 182,8 tonn og fékk 62,61 kr. meðalverð fyrir aflann. Björgúlfur EA seldi 177 tonn, meðalverð 55,60 kr. og Vigri RE 203,7 tonn og 57,41 krónu meðalverð fyrir aflann. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.