Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 20
NUTIMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Atjan mán. binding SAMVINNUBANKINN Saksóknari ríkisins rannsakar embættisfásrslu sýslumannsins í Húnavatnssýslu: Rauf innsigli og afhenti aftur smyglað áfengi Beðið hefur verið um opinbera rannsókn á atvikum hjá embætti sýslumannsins í Húnavatnssýslu þegar eigendum bátsins Þóris Jóhannssonar GK var afhent aftur umtalsvert magn bjórs og brennivíns sem gert hafði verið upptækt við komu bátsins í skipasmíðastöðina Mánavör á Skagaströnd. Dagur á Akureyri greindi frá Lögreglumaður hjá sýslumanns- þessu í síðustu viku og sagt var frá embaettinu á Blönduósi staðfesti málinu í DV síðasta laugardag og' rætt við Jón ísberg sýslumann, sem sagði meðal annars að ekki ætti að vera að blása þetta mál út í blöðum þar sem það væri ólöglegt. við blaðamenn að innsigli hefði verið rofið og áfengið afhent eig- endum skipsins. Hann fékk harðar ákúrur fyrir „lausmælgina" hjá yfirmönnum sínum í bréfi sem undirritað var af aðalvarðstjóranum hjá embættinu. Lögreglumanninum þótti hart að sitja undir ákúrum fyrir að hafa ekki viljað þegja um lögbrot og hefur Landssamband lögreglu- manna nú afhent lögfræðingum sínum Svölu og Gylfa Thorlacius málið og hafa þeir krafist rann- sóknar Saksóknara ríkisins á allri meðferð þessa áfengis. Var málið sent til saksóknara síðastliðinn mánudag en hann ákveður hvort tilefni sé til rannsóknar. Tíminn hefur það eftir traustum heimildum að leitað hafi verið eftir því við sýslumanninn, Jón fsberg, að ákúrurnar sem lögreglumaður- inn fékk yrðu dregnar til baka en Jón ísberg hafi þverneitað því. Þá hefði verið leitað milligöngu dómsmálaráðuneytisins en það ekki viljað blanda sér í málið. - En hver er líkleg niðurstaða máls sem þessa fari það fyrir dómstól? Þess eru dæmi að starfsmönnum tollgæslu hafi verið vikið frá störf- um og hlotið dóma fyrir að hafa tekið áfengi undan innsigli en á síðari tímum a.m.k. er ekki vitað að sjálft yfirvaldið hafi staðið fyrir slíku, þannig að hér er um hið athyglisverðasta mál að ræða og - „eiga ekki allir að vera jafnir fyrir lögunum"? sagði löglærður við- mælandi blaðsins af þessu tilefni. Lektorsráðning í stjórnmálafræði verður kærð til umboðsmanns Alþingis: Hannesarmálið afturí Tveir umsækjenda um lektors- stöðu í stjórnmálafræði hyggjast kæra til umboðsmanns Alþingis hvernig staðið var að ráðningu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í þessa stöðu í sumar. Málaferlum vegna ráðningar Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í lektorsstöðu við Félagsvísindadeild H.í. er ekki lokið af hálfu Háskól- ans. í dag hefur verið boðaður fundur í háskólaráði og er búist við að málið verði rætt þar. Samkvæmt upplýsingum sem Tíminn aflaði sér í gær mun Hannesarmálið verða rætt í tengslum við þrjú atriði. í fyrsta lagi mun ráðið ræða hugsanlegar breytingar á reglugerð sem miðuðu að því að auka sjálfstæði Háskólans og/eða koma í veg fyrir að atvik eins og það sem gerðist í sumar, þegar ráðherra réði mann þvert ofan í vilja, gang allra stofnana skólans, geti endur- tekið sig með tilheyrandi trúnaðar- bresti. í öðru lagi mun félagsvísinda- deild hafa áhuga á því að staða Hannesar H. Gissurarsonar verði skilgreind upp á nýtt þannig að hann muni kenna stjórnmálaheimspeki, en dómnefnd komst að því að hann væri hæfur til þess. Slíkt væri formleg viðurkenning á því að enn á eftir að fylla í þá stöðu sem upphaflega var auglýst. í þriðja og síðasta lagi mun ráðið ræða viðbrögð þeirra umsækj- enda sem dæmdir voru hæfir til að gegna stöðunni en fengu ekki, þeirra Ólafs Þ. Harðarssonar sem var talinn vel hæfur og Gunnars Helga Krist- inssonar sem var talinn hæfur, en þeir munu kæra málið til umboðs- manns Alþingis innan fárra daga. BG Gestgjafinn og Skansinn í Vestmannaeyjum koma fram með óvenjulega beiðni: Afturkallar eigin greiðslustöðvun Pálmi Lórens, hóteleigandi í Vestmannaeyjum, hefur nú sent bæjarfógeta erindi um að greiðslu- stöðvun sú sem hann er nýlega búinn að fá samþykkta, verði aftur- kölluð. Bæjarfógetinn í Vest- mannaeyjum, Kristján Torfason, sagði í samtali við Tímann að hann gæti ekki á þessari stundu greint frá ástæðum þessa crindis og hefur hann ekki tekið afstöðu til þess hvernig brugðist verður við beiðni Pálma. Tíminn greindi í síðustu viku frá því að Pálmi hcfði þá nýverið fengið greiðslustöðvun vegna fyrir- tækis síns, Hótel Gestgjafinn og Skansinn. ÞágreindiTíminneinnig frá því að líklega væri Gestgjafinn búinn að vera með lengstu óeigin- Iegu greiðslustöðvunina sem þekkt væri í sögu landsins, þar sem ekki hafi mátt ganga að skuldaranum í nær tvö ár vegna meðferðar á uppboðsmáli fyrir Hæstarétti. KB 20 BÆIR FÁ HEITT VATH Undanfarið hefur verið unnið við að leggja hitaveitu um Seyluhrepp í Skagafirði og verða um 20 heimili norðan Varmahlíðar tengd hitaveit- unni nú í haust. Borað var eftir heitu vatni í Varmahlíð fyrir all löngu og fékkst þá vatn sem dugað hefur Varmahlíð- ' árhverfinu fram til þessa. Árið 1986 var aftur borað og fékkst talsvert magn af 90 gráðu heitu vatni. Nokkrir bæir ofan Varmahlíðar voru tengdir hitaveitunni í fyrra og svo verða um 20 tengdir einhvern næstu daga eins og áður segir. Ekki liggur enn fyrir hvað borhol- an annar mikilli vatnsnotkun. Nauð- synlegt reyndist að dæla vatninu og hefur útbúnaði þar að lútandi verið komið fyrir skammt frá bænum i Grófargili, Ef allt gengur að óskum er fyrir- hugað að halda áfram að tengja bæi við hitaveituna næsta sumar. Það er Hitaveita Seyluhrepps sem stendur fyrir þessum framkvæmd- um. Verkið er hannað af Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen. Vatns- lögnin er fengin frá Flúðum og einangruð á staðnum. Verkið hefur að mestu verið framkvæmt af heima- mönnum. ÖÞ Fljótum Feitarpottur gleymd- ist á eldavélinni Slökkviliðið var kallað að og hiti í viftuna í eldhúsinu, auk Hraunbraut 10 í Kópavoginum þess sem flísarnar losnuðu frá skömmu fyrir klukkan fimm í veggnum. Mikill reykur barst um gærdag. Þar hafði gleymst pottur íbúðina. -ABÓ með feiti í, á eldavél og komst sót i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.