Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. óktóber i 988 ' t»-v i' j Tíminn 3 Verulegs samdráttar hefur orðið vart á bifreiðaverkstæðum síðari ár, þrátt fyrir mikla fjölgun bíla: Fjölgun bíla skilar sér ekki í auknum verkefnum Bflgreinasambandið hefur látið taka saman ýmis konar tölulegar upplýsingar um bfla og þátt þeirra í þjóðlífinu og þegar þær eru athugaðar kemur ýmislegt fróðlegt í Ijós. Bflgreinar er samnefni yfir þær atvinnugreinar sem tengjast bflum á einhvern hátt og þótt það komi mörgum hugsanlega spánskt fyrir sjónir, þá hefur hlutur bflgreinanna í íslenskum vinnumarkaði dregist saman frá árinu 1971 þrátt fyrir að bflum hafi fjölgað gríðarlega. Árið 1971 var hlutur bílgreinanna í vinnumarkaðnum 2,5%, var kom- inn niður í tæp 2,2% og er hér átt við vinnuafl í hjólbarðaviðgerðum, bílaviðgerðum og sölu á bílum og bílavörum. Á tímabilinu 1971-1986 hefur fjöldi ársmanna í bílaviðgerðum ver- ið nokkuð stöðugur. Með bílaviðgerðamönnum er átt við bifvélavirkja, bílasmiði og bíla- málara, Þeir voru 1600 árið 1971 en voru flestir árið 1984 eða um 1800 en hefur síðan fækkað aftur og voru á síðasta ári orðnir rétt rúmlega 1600. Á þessu sama tímabili hefur bílum hins vegar á hvern viðgerðarmann fjölgað svo um munar, eða úr þrjátíu og þremur bílum á viðgerðamann árið 1971 upp í tæplega áttatíu bíla árið 1986 þannig að á þessu ári má gera ráð fyrir að bílar á viðgerða- mann séu jafnvel nálægt níutíu. Nú mætti ætla að þessi mikli fjöldi bíla þýddi að bílaviðgerðamenn hefðu vinnu sem aldrei fyrr, en það er öðru nær. Bæði bílaverkstæði og bílaumboð keppast nú um að bjóða vetrarstill- ingu og annan undirbúning bílanna fyrir veturinn fyrir fast verð. Þegar þessi tilboð eru athuguð, bæði hvað gert er og hvað það kostar kemur í lang flestum tilfellum í ljós að þessi þjónusta er ódýrari en hún var á síðasta ári - kostar á stundum færri krónur en hún kostaði í fyrra. Undanfarin ár hefur þurft að panta með nokkrum fyrirvara slíka vetrarskoðun/stillingu á bílnum en nú geta menn oftast komið beint með bílinn á næstum hvaða tíma dags sem er og fengið hana fram- kvæmda tafarlaust. Ýmsar tegundir viðgerða sem áður voru algengar þekkjast vart lengur eins og viðgerðir á ryð- skemmdum og heilsprautun. Nú er bílum frekar hent en að staðið sé í slíkum viðgerðum. Tíminn hafði samband við nokkur bílaverkstæði til að grennslast fyrir um atvinnuástandið: Gísli Hermannsson sem rekur eig- ið bílaverkstæði sagði það rétt að minna væri að gera í bílaviðgerðum nú en verið hefði undanfarin ár. Mikið af eldri bílum hefðu verið afskráðir en enn fleiri nýir bílar hefðu bæst við sem ennþá þörfnuð- ust ekki mikils viðhalds Gísli taldi að þeir ættu þó eftir að koma til viðhalds innan tíðar enda væru margir þeirra mun efnisminni og veikbyggðari en eldri bílar voru vegna þess að framleiðendur þeirra hefðu kappkostað að létta þá til að gera þá bæði ódýrari, eyðslugrennri og jafnframt kraftmeiri. Gísli sagði að bfla sejn skemmst hefðu í árekstrum mætti með nútíma viðgerðatækni gera við svo að þeir yrðu allt að því jafn góðir aftur. - En er yfirleitt gert sómasamlega við tjónabíla? „Þar kemurðu við veikan blett“, sagði Gísli. „Við viðgerðamenn get- um ekki stöðvað tryggingafélögin í að selja tjónabíla. Það er alveg ljóst að ef félögin telja ástæðu til að borga bílana út þá eru þeir verulega skemmdir. Við marga þessara tjónabíla ef hins vegar gert en í fæstum tilfellum á viðurkenndum verkstæðum heldur lenda að því ég tel 70-80% þeirra í höndum bílskúramannanna sem margir hverjir gera ekki á fullnægj- andi hátt við þá. Við sem rekum verkstæðin verð- um að greiða söluskatt af öllu sem við gerum inni á verkstæðinu og standa undir reksturskostnaði að auki sem bílskúramennirnir þurfa ekki. Vegna þessa eru verkstæði al- mennt hætt að kaupa og gera við tjónabíla. Það borgar sig alls ekki“. Gunnar Sigurgíslason bifvélavirki sagði að vinna við bílaviðgerðir hefði greinilega dregist saman þrátt fyrir mikla fjölgun bíla. Ástæða þess væri hve tiltölulega nýir bílar væru stór hluti bílaflotans þannig að búast mætti við að allstór hluti hans kæmi ekki að ráði inn á verkstæði til viðgerða fyrr en eftir um það bil tvö ár. Því mætti búast við að núverandi ástand væri eins konar millibilsástand. Gunnar sagði að réttingar hefðu dregist mikið saman þrátt fyrir mik- inn fjölda árekstra því algengt væri að bíleigendur fengju smærri tjón metin og síðan greidd út hjá trygg- ingafélögunum en létu síðan ekki gera við bílinn heldur ækju á honum beygluðum. Mikið skemmda bíla greiddu tryggingafélögin út og seldu síðan og kaupendurnir væru yfirleitt bílskúra- viðgerðamennirnir. -sá Sprengjumenn í Ólafsfjarðarmúla komnir 95 metra inn í fjallið: Huldufólk hefur enn ekki látið sjá sig „Jú þakka þér fyrir, þetta gengur alveg þokkalega, við höfum ekki enn orðið varir við huldufólk,“ sagði Björn Harðarson, staðareftirlits- maður Vegagerðarinnar við jarð- gangagerðina í Ólafsfjarðarmúla, þegar Tíminn hringdi í hann í gær og spurði um gang jarðgangaspreng- inga á vegum íslensk/norska verk- takafyrirtækisins Krafttaks. Björn sagði sprengingar ganga samkvæmt áætlun og væru nú um 95 metrar að baki. Unnið hefur verið að sprengingum í hálfa þriðju viku, frá þeim degi er Steingrímur J. Sigfússon, samgöngu- ráðherra, ýtti fyrstur manna á sprengjuhnappinn. Vinnuflokknum við sprengingarnar, sem telur 15 manns, er skipt niður á þrjár vaktir. Unnið er í 20 tíma á sólarhring, frá Vígreifir verkamenn sprengja frá Id. 6 á morgnana til 2 á nóttunni. Þessir bflar verða að bíða þess nokkra tugi mánuða að geta brunað í gegnum rúmlega 3 km jarðgöng í Olafsfjarðarmúla Tfmamyndir öÞ.Rjótum kl. 6 á morgnana til 2 á nóttunni. Vaktaskipti eru kl. 16 á daginn. Samtals munu um 25 manns vinna að framkvæmdum í Ólafsfjarðar- múla, þar af eru 12 Norðmenn. Sprengt er tvisvar sinnum á sól- arhring og er gangur sprenginganna í stórum dráttum sá að borvagni er ekið að berginu og í það boruð um 70 göt sem fyllt eru sprengiefni. Síðan eru þessar sprengjur sprengd- ar í ákveðinni röð. í hverri spreng- ingu losna 3,80 metrar af berginu sem fellur í eina saklausa hrúgu við bergstálið. Caterpillar-h j ólaskófla flytur síðan efnið út úr jarðgöngun- um og sturtar þar á vörubíla. Að því búnu er athöfnin skropun, sem er einfaldlega hreinsun á lofti, gólfi og veggjum ganganna. . Ef bergstálið virðist áfram fast og þétt fyrir er ekkert því til fyrirstöðu að undirbúa næstu atlögu en reynist það hinsvegar laust verður fyrst að smyrja það þunnu þar til gerðu steypulagi. Að sögn Björns Harðarsonar er bergið í göngunum sem komið er þétt og því hefur vatnsleka lítið orðið vart. Það litla vatn sem er í göngunum seytlar í rólegheitunum út því að göngin halla um 2% í átt að Ólafsfirði. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.