Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 28. október 1988 Gissur Pétursson Guðrún Jóhannsdóttir Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra veröur haldiö í Félagsheimilinu á Blönduósi dagana 29. og 30. október 1988. Dagskrá: laugardaginn 29. október. 1. kl. 13:00 Þingsetning og kosning starfsmanna. 2. kl. 13:15 a. Skýrsla stjórnar KFNV, blaðstjórnar Einherja og reikningar. b. Frá laganefnd. c. Umraeður um skýrslu stjórnar og reikninga - af- greiðsla. 3. kU- 14.00 Ávörpgesta: . a. Guðrún Jóhannsdóttir. b. Gissur Pétursson. 4. kl. 14.15 Stjórnmálaviðhorfið: Steingrímur Hermannsson. 5. kl. 15.30 Kaffihlé. 6. kl. 16.00 Frjálsar umræður. 7. kl. 18.15 Kosning nefnda og nefndarstörf. 8. kl. 20.00 Kvöldverður á Hótel Blönduós. Kvöldskemmtun í Félagsheimilinu. Sunnudagur 30. október: 9. kl. 11.00 Nefndarstörf. 10. kl. 12.30 Matarhlé. 11. kl. 13.30 Sérmál þingsins, uppbygging og fjármögn- un atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni í nú- og framtíð. Framsögumaður Bjarni Einarsson. 12. kl. 15.30 Nefndir skila áliti - Umræður - Afgreiðsla. 13. kl. 17.00 Kosningar. 14. kl. 18.00 Önnur mál. 15. kl. 18.30 Þingslit. Gestir þingsins: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Byggðastofnun. Gissur Pétursson, formaður SUF. Guðrún Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri LFK. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi eystra verður haldið að Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, dagana 4.-5. nóv. Þingið hefst föstudaginn 4. nóv. kl. 20. Sérmál þingsins: Áhrif efnahagsstjórnunar á þróun byggðar. Erindi flytja: Ásgeir Daníelsson hagfr. Þjóðhagsstofnunar Ema Indriðadóttir deildarstj. RÚVAK Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri Vilhjálmur Egilsson framkv. stj. Verslunarráðs Islands. Gestir þingsins: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Þórdís Bergsdóttir L.F.K. Kristinn Halldórsson S.U.F. Þinginu lýkur með samkvæmi á vegum Framsóknarfélags Mývatns- sveitar. Um 80% unglinga á aldrinum 15 til 19 ára neyta áfengis: Um 300 unglingar misnota vímuefni Líklegt má telja að rúmlega 300 unglingar á aldrinum 14 til 19 ára misnoti áfengi og önnur vímuefni hér á landi og þorri unglinga á þessum aldri neyti áfengis eða um 80%, að sögn Éinars Gylfa Jónsson- ar forstöðumanns unglingaheimilis ríkisins á ráðstefnu samstarfsnefnd- ar ráðuneyta um ávana-og fíkniefna- mál. Þá kom einnig fram að ekki sé til nein stofnun sem geti veitt þeim unglingum meðferð sem talin er að þurfi. Einar Gylfi sagði í erindi sínu að unglingar byrjuðu mun fyrr að neyta áfengis nú en áður og önnur vímu- efni eins og t.d. hass, væru komin inn í myndina hjá unglingunum. Hann sagði að stökkbreyting hafi orðið á síðustu tveim áratugum, en á allra síðustu árum bendi margt til þess að vímuefnaneysla sé á undan- haldi. Mál sitt byggði Einar m.a. á könnun sem gerð var 1986 og niður- stöður birtar fyrir skömmu. Borin er saman neysla þriggja aldurshópa á árunum 1984 og 1986. Aldurshóp- arnir voru 15, 17 og 19 ára. Fram kemur í niðurstöðum að tóbaks- neysla hafi verið minni 1986 en 1984 í öllum aldurshópum, hassneysla stendur í stað hjá stúlkum en hefur minnkað hjá drengjum, sniff hefur minnkað hjá 15 ára aldurshópnum hjá báðum kynjum, en aukist eitt- hvað í 17 og 19 ára aldurshópunum. Lyfjanotkun hefur aukist eitthvað yfir heildina, en áfengisnotkun hefur staðið í stað, og 15 ára stúlkur neyttu minna áfengis 1986 en 1984. „Hinu má ekki gleyma að þorri unglinga á þessum aldri neytir áfengis, eða um 80%,“ sagði Einar Gylfi. Þá vitnaði Einar einnig í könnun sem gerð var meðal allra 14 ára unglinga í Reykjavík 1976. Þrátt fyrir að 12 ár séu liðin síðan sú könnun var gerð, þá segir hann að hér sé á ferðinni áreiðanlegasta rannsókn sem gerð hafi verið á vímuefnaneyslu unglinga á íslandi. Ef vandamálið er skilgreint þröngt þá má ætla að þeir sem nota áfengi tvisvar til þrisvar í viku eða oftar, séu 1,3% í hverjum aldurshópi, frá 14 til 19 ára. Hér er um 320 einstakl- inga að ræða, en talið er að fjöldinn sé mjög varlega áætlaður í þessu tilviki. Einar Gylfi sagði að hluti þess hóps sem verst er ástatt fyrir, eigi við mjög erfið félagsleg vandamál að stríða. Árekstrar við fjölskyldu eru meðal algengustu vandamála sem upp koma í tengslum við vímuefna- neyslu, en eftir því sem vímuefna- neysla vex hjá ungmennunum, virð- ast vandamál eins og afbrot, þjófn- aður og afskipti lögreglu verða hlut- fallslega tíðari. Heimilis- og fjöl- skylduaðstæður þessa hóps virðast mjög erfiðar. Þannig hafí meirihlut- inn ekki alist upp hjá báðum kynfor- eldrum sínum og búa í tæpum 40% tilfella ekki í heimahúsum. Hann segir að nauðsynlegt sé að veita þessum hóp sérhæfða og víðtæka meðferð, en í dag sé ekki um slíka meðferð að ræða. Þó að unglinga- heimilinu og meðferðarstofnunum SÁÁ hafi tekist ágætlega upp í sumum tilfellum við meðferð ung- linga, þá væri ekki hægt að hjálpa þorra þeirra eftir núverandi leiðum, einkum þar sem þær meðferðir sem nú eru í gangi miðist einkum við fullorðna. - ABÓ Nýskipaðir sendiherrar Hínn 4. október s.I. afhentu þrír nýskipaðir sendiherrar forseta íslands trúnaðarbréf sín. Þeir eru: Hr. Murillo Gurgel Valente, sendiherra Brasilíu; dr. Cyrus Taohitu, sendiherra Indónesíu; og hr. Karol Nowakowski, sendiherra Póllands. Sendiherrarnir hafa allir aðsetur í Osló. Á myndinni eru sendiherramir ásamt forseta íslands og Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanríkisráðherra. Skrifstofan að Hafnarstræti 90 Akureyri er opin frá kl. 15-18 virka daga, sími 21180. Stjórn KFNE. ® Jón Guðni Skaftfellingar Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn laugardaginn 29. okt. i Tunguseli og hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. Alþingismennirnir Jón Helgason og Guðni Ágústsson mæta á fundinn. Stjórnin Ráðstefna um hlut- verk auglýsingastofa í ár eru liðin tíu ár frá því að Samband íslenskra auglýsingastofa var stofnað. í tilefni af því verður efnt til ráðstefnu fimmtudaginn 3. nóvember. Meginviðfangsefni ráð- stefnunnar er hlutverk auglýsinga- stofa, þá fyrst og fremst samskipti auglýsingastofa við auglýsendur og fjölmiðla. Á ráðstefnunni verður fjallað um efnið frá sjónarhóli hvers aðila um sig, auglýsenda, fjölmiðla og auglýs- ingastofa. Framsögumenn verða tveir fulltrúar frá hverjum þessara þriggja aðila. Einnig mun David Wheeler, sem er framkvæmdastjóri Institute of Practitioners in Ád- vertising í London flytja fyrirlestur um hlutverk auglýsingastofa. Auk þess á hann sæti í ýmsum ráðum og nefndum sem hafa áhrif á þróun og venjur á auglýsingamarkaðinum í Bretlandi og einnig á alþjóðlegum vettvangi. Ráðstefnan hefst kl. 13.15 áHótel Sögu og er öllum opin. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir um að láta skrá sig fyrir 1. nóvember á skrif- stofu SIA. ssh Frímerkja- og póstsögusjóöur: Rannsóknir efldar Úthlutað var öðru sinni úr Frímerkja- og póstsögusjóð á degi frímerkisins þann 9. október s.l. Sjóðnum er ætlað að styrkja rannsóknir og störf á sviði frí- merkjafræða og póstsögu. Úthlutað var 1.490 þúsundum króna sem skiptust milli níu aðila. Þeir eru; Landssamband ís- lenskra frímerkjasafnara, Félags- vísindadeild Háskóla íslands, Þjóðminjasafn íslands, fimm fé- lög frímerkjasafnara og Sigurður Þorsteinsson, sem fékk styrk til að fullvinna og gefa út bæklinga varðandi póstsögu. - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.