Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. október 1988 Tíminn 7 Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra dreifði til þingmanna samantekt á hvalamál- inu, við upphaf umræðu í neðri deild um frumvarp borgaraflokksmanna: Upprifjun hvalamálsins Hinn 10. nóvember 1948 gekk í gildi aðild íslands að alþjóðasáttmála um skipan hvalveiða (International Con- vention for the Regulation of Whaling) sem undirritaður var í Washington 2. des. 1946. Bókun var gerð við alþjóðasáttmál- ann í nóvember 1956 og fullgilti ísland þá breytingu sem gekk í gildi 4. maí 1959. í Alþjóðahvalveiðiráðinu á sæti einn fulltrúi frá hverju aðildarríki sem hefur eitt atkvæði í ákvörðunum ráðsins. Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti á árinu 1982 að hvalveiðar í atvinnu- skyni skyldu stöðvaðar tímabundið á árunum 1986-1990. Jafnframt skyldi fara fram endurmat (compre- hensive assessment) á hvalastofnum fyrir árið 1990. í kjölfar þessarar ákvörðunar fóru fram miklar umræður um framtíð hvalveiða og ályktaði Alþingi um eftirfarandi stefnumörkun: 1. Hvalveiðar í atvinnuskyni skyldu aflagðar í samræmi við sam- þykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins. 2. Rannsóknir á hvalastofnunum skyldu auknar, þannig að ávallt væri til staðar besta vísindaleg þekking. 3. Rannsóknirnar skyldu verða grundvöllur ákvarðana um veiðar eftir 1990. í samræmi við vilja Alþingis og á grundvelli samþykkta Alþjóðahval- veiðiráðsins skipaði sjávarútvegs- ráðuneytið nefnd haustið 1984 til undirbúningsathugunar á því hvern- ig framangreindri viljayfirlýsingu yrði hrundið í framkvæmd. Nefndin fjallaði ítarlega um málið og lagði til að unnið yrði að gerð rannsókna- áætlunar og var full samstaða í ríkisstjórn og utanrfkismálanefnd Alþingis um slíka áætlun. Vorið 1985 skilaði Hafrannsóknastofnun umfangsmikilli rannsóknaáætlun sem nær yfir tímabilið 1986-1989. Var gerður sérstakur samningur við Hval hf. um veiðar á þeim dýrum sem nauðsynlegt var talið að veiða í samræmi við hana. Áætlunin, sem gerð var í samræmi við reglur Al- þjóðahvalveiðiráðsins, var lögð fyrir vísindanefnd ráðsins og síðan fyrir ársfund þess í Bournemouth í júlí 1985. Á ársfundinum lagði fulltrúi Sví- þjóðar fram ályktunartillögu um tak- mörkun leyfisveitinga í vísinda- skyni, skv. 8. gr. stofnsamnings ráðsins en skv. 1. tl. þeirrar greinar getur hvert aðildarríki heimilað hvalveiðar í vísindaskyni og falla þær veiðar utan valdsviðs ráðsins. Samkvæmt 2. tl. 8. gr. samningsins skal vinna þá hvali sem Veiddir eru í vísindaskyni, eins og unnt er. Til- gangurinn með tillögu Svfþjóðar var m.a. að koma í veg fyrir vísindaveið- ar íslendinga. Fyrir harðfylgi tókst að koma í veg fyrir samþykkt álykt- unarinnar. Pess í stað var ákveðið að setja á stofn sérstakan vinnuhóp til að fjalla um áiyktunartillöguna og skyld málefni fyrir ársfund ráðsins 1986. Alþjóðahvalveiðiráðið kom sam- an í Málmey í Svíþjóð í júní 1986, og var aðalumræðuefni fundarins hvalveiðar í vfsindaskyni, þ.á m. ályktunartillaga Svíþjóðar frá árinu áður. Á fundinum náðist að end- ingu samkomulag um svohljóðandi ákvæði: „Recommends that, taking into acmunt paragraph 2 of Article VIII of the Convention, following the completion of scientific treat- ment, the meat as well as other products should be utilized primarily for local mnsumption. “ (Mælir með að tekið verði með í reikninginn, í annarri málsgrein 8. greinar sáttmálans, að eftir að vís- indaveiðunum er lokið verði kjöt og aðrar afurðir fyrst og fremst til neyslu innanlands.) Þýð. Tíminn Að fundinum loknum ræddu full- trúar íslands og Bandarfkjanna sam- an um afstöðu Bandaríkjanna til vísindaveiða fslendinga, með hlið- sjón af ákvæðum bandarískra laga (Pelly og Packwood-Magnuson Am- endments) og niðurstöðu fundarins. Þeim viðræðum var haldið áfram í júlímánuði og gerðu fulltrúar ís- lands grein fyrir áformaðri ráðstöfun hvalafurða sem veiðarnar í vísinda- skyni myndu gefa af sér. Á meðan á þeim viðræðum stóð töldu Banda- ríkjamenn sig hafa í höndunum upplýsingar um að vísindaáætlun íslendinga stæðist ekki svokölluð Pelly-lög og tilkynntu að yrðu hval- veiðar ekki stöðvaðar strax myndu Bandaríkin grípa til lögboðinna gagnráðstafana samkvæmt þeim lög- um og leggja fram staðfestingarkæru gegn íslandi. Ríkisstjórn fslands ákvað að óska eftir viðræðum á milli Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra og Baldrige viðskipta- ráðherra Bandaríkjanna um hval- veiðar fslendinga. Veiðar íslendinga voru stöðvaðar tímabundið í fram- haldi af því, eða hinn 28. júlí 1986. Fyrir þann fund ritaði Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra bréf til Shultz utanríkisráðherra Bandaríkj- anna þar sem lýst var þungum áhyggjum um samskipti rfkjanna vegna hvalveiðideilunnar. Hinn 6. ágúst 1986 hittust Halldór Ásgríms- son og Malcolm Baldrige í Washing- ton en engar niðurstöður fengust á fundinum. Aðaldeilumálið var túlk- un á hugtakinu „primarily for local consumption" en Bandaríkin töldu að a.m.k. 51% af hvalkjötinu og 51% af öðrum afurðum yrði að nýta á íslandi ef fullnægja ætti ákvæðinu um innanlandsneyslu. Til að komast hjá frekari deilum og að því yrði ekki haldið fram að fslendingar brytu í bága við ályktun Alþj óðahvalveiðiráðsins tilkynnti ríkisstjórn íslands að hún myndi tryggja að meirihluti hvalafurðanna yrði nýttur innan íslands. Jafnframt var tilkynnt að veiðum yrði fram- haldið á langreyð og sandreyð í samræmi við rannsóknaáætlunina en veiðum á hrefnu yrði frestað. Til- kynntu bandarísk stjómvöld þá að þau myndu ekki standa í vegi fyrir útflutningi hvalafurða til Japans: í nóvembermánuði 1986 var tveimur hvalbátum sökkt í Reykja- víkurhöfn, jafnframt því sem skemmdarverk voru unnin á hval- stöðinni í Hvalfirði. Talsmaður Sea Shepherd lýsti ábyrgð á hendur sam- tökunum vegna þessara verknaða. f mars 1987 kom til fslands sendi- nefnd frá Bandaríkjunum til þess að ræða framkvæmd íslensku hvala- rannsóknanna, en fyrir fundinn höfðu Bandaríkjamenn lagt fram drög að nýrri ályktun um vísinda- veiðar þar eð þeir töldu Malmöálykt- unina ekki nægilega skýra. í maí 1987 áttu sér stað bréfaskipti milli utanríkisráðherra fslands og Bandaríkjanna og var af íslands hálfu enn óskað eftir fundi svo ræða mætti tillögur Bandaríkjamanna um vísindaveiðar sem ætlunin var að leggja fyrir ársfund hvalveiðiráðsins í Bournemouth í júní 1987. Þær viðræður fóru fram í byrjun júní og með bréfi utanríkisráðherra dags. 5. júní 1987 til Shultz voru lagðar fram af íslands hálfu breytingar á tillögun- um. Bandaríkjamenn lögðu til að málið yrði rætt sérstaklega á undir- búningsfundi í Bournemouth. Á undirbúningsfundi þessum lögðu fslendingar fram ýmsar tillög- ur til breytinga á bandarísku tillög- unni en ekki reyndist unnt að ná samkomulagi. Á ráðstefnunni voru tillögur fslendinga um frestun, svo og um lögfræðilega könnun á lög- mæti framkominna tillagna felldar. Samþykkt var ályktun þar sem ís- lendingar voru m.a. hvattir til að draga til baka öll leyfi til vísinda- veiða. Af hálfu íslands var brugðist hart við og lýsti sjávarútvegsráðherra því yfir að íhuga þyrfti alvarlega hvort fsland gæti áfram átt aðild að ráðinu. f kjölfar fundarins í Bournemouth ákvað ríkisstjórn fslands að ósk Bandaríkjanna að ganga til við- ræðna við bandarísk stjórnvöld um hvalarannsóknir íslendinga. Við- ræðurnar fóru fram í Washington í júlímánuði 1987. Voru hvalveiðar íslendinga stöðvaðar á meðan um- ræður fóru fram. f fundarlok gáfu samningsaðilar út sameiginlega fréttatilkynningu þar sem sagði að þörf væri á frekari umræðum milli landanna. í byrjun september 1987 var til- kynnt um ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar í hvalveiðimálinu þar sem segir eftirfarandi: „Alþingi og ríkisstjórn fslands ákváðu árið 1983 að stöðva tíma- bundið hvalveiðar í atvinnuskyni í samræmi við ákvörðun Alþjóðahval- veiðiráðsins um stöðvun hvalveiða í atvinnuskyni á árunum 1986-1990. Jafnframt var ákveðið að stórauka hvalrannsóknir til þess að sem bestar upplýsingar lægju fyrir um ástand hvalastofna árið 1990 er ákveða ber hvort hefja eigi hvalveiðar í atvinnu- skyni að nýju. Hafrannsóknastofnunin hefur sl. tvö ár unnið samkvæmt víðtækri rannsóknaáætlun í samræmi við þetta og samkvæmt ákvæðum Al- þjóðahvalveiðisáttmálans frá 1946. Andstæðingar hvalveiða hafa mark- visst reynt að knýja íslendinga til að fella niður þá þætti rannsóknanna er byggjast á veiðum. Á síðasta ársfundi Alþjóðahval- veiðiráðsins var að frumkvæði Bandaríkjanna samþykkt ályktun þar sem mælt var með því að íslend- ingar endurskoðuðu þessa þætti rannsóknaáætlunarinnar. Atkvæða- greiðsla um þessa ályktun fór fram í ráðinu án nokkurrar umræðu þar um vísindalegt gildi áætlunarinnar. Vísindamenn sem áður höfðu rætt áætlunina í vísindanefnd ráðsins gátu ekki átt von á því að umfjöllun þeirra yrði grundvöllur að atkvæða- greiðslu í ráðinu. Umfjöllun vísinda- nefndarinnar um málið og skýrsla hennar gaf ráðinu því ekki nauðsyn- legar forsendur til að byggja ákvörð- un á. í 8. gr. hvalveiðisáttmálans er aðildarríkjum tryggður réttur til vís- indarannsókna m.a. með veiðum. Ályktun ráðsins er ótvírætt brot á þeim ákvæðum og er því ólögmæt. Bandarísk stjórnvöld hafa síðan hót- að beitingu bandarískra laga er kveða á um viðskiptaþvinganir ef ísland fari ekki að hinum ólögmætu tilmælum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ríkisstjórn íslands telur að rann- sóknaáætlunin stuðli að aukinni virkni Alþjóðahvalveiðiráðsins og hafi ekki neikvæð áhrif á verndunar- aðgerðir ráðsins. Þjóð sem á alla lífsafkomu sína undir sjávarafla verður að standa vörð um rétt sinn til sjávarrannsókna og ráðstafana, sem tengjast verndun og nýtingu þeirra auðlinda sem hún ber ábyrgð á, með hliðsjón af hvalveiðisáttmál- anum og hafréttarsamningi Samein- uðu þjóðanna. Ríkisstjórn Íslands ákveður því eftirfarandi: 1. Dregið verði úr veiðum á þessu ári um 100 dýr frá fyrri áætlunum. Þannig verði dregiðúr veiðum á sandreyð um helming og fallið frá hrefnuveiðum í ár. 2. Hafrannsóknastofnun verði fal- ið að endurskoða rannsóknaáætlun- ina í heild fyrir næstu ár m.a. í Ijósi þeirrar vitneskju sem aflað hefur verið með framkvæmd rannsóknaá- ætlunarinnar til þessa m.a. með það fyrir augum að halda veiðum í því lágmarki sem framhald rannsókna krefst. 3. I trausti þess að tilmæli í viðeig- andi ályktunum Alþjóðahvalveiði- ráðsins á síðasta ársfundi verði ekki tilefni til þvingunaraðgerða gegn islandi er ísland reiðubúið til áfram- haldandi samstarfs á vettvangi ráðs- ins og til að taka tillit til þeirra vísindalegu sjónarmiða sem þar koma fram. 4. íslensk stjómvöld em reiðubúin til áframhaldandi viðræðna við stjómvöld annarra ríkja um fram- kvæmd þessarar ákvörðunar og um vísindaáætlunina í heild þ.á m. um þátttöku í rannsóknastarfinu.“ í byrjun september skrifaði Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra bréf til Ronald Reagan forseta Banda- ríkjanna þar sem forsetinn er hvattur til þess, í ljósi vinsamlegrar sambúð- ar ríkjanna f langan tíma, að leggjast egn staðfestingarkæru gegn íslandi. svarbréfi forsetans segir m.a. að miðað við núverandi aðstæður í hvalveiðimálinu sé viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna beinlínis skylt skv. lögum að leggja fram staðfest- ingarkæru ef fleiri hvalir verði veidd- ir og er jafnframt óskað eftir nýjum viðræðum við íslendinga. Með bréfi dags. 7. september 1987 óskaði for- sætisráðherra eftir því að utanríkis- ráðherrar landanna hittust í Ottawa í Kanada 9. eða 10. september. Bandarísk stjórnvöld urðu ekki við þeirri ósk. Ellefu manna sendinefnd Bandaríkjamanna í Alþjóðahval- veiðiráðinu hitti síðan íslenska sendi- nefnd undir forystu Ingva S. Ingvars- sonar sendiherra í Ottawa hinn 9. september. Á grundvelli fundanna náðist síðan samkomulag milli ríkj- anna sem er svohljóðandi: 1. Árið 1988 og þaðan í frá mun ríkisstjóm íslands leggja rannsókna- áætlun sína fyrir vísindanefnd Al- þjóðahvalveiðiráðsins til umsagnar og framfylgja vísindalegum tilmæl- um nefndarinnar. 2. Bandarikin munu ekki leggja fram staðfestingarkæra gegn ríkis- stjóra íslands eða íslenskum ríkis- borgurum vegna veiða á 80 langreyð- um og 20 sandreyðum árið 1987, né vegna veiddra hvala árið 1988 og síðar í samræmi við vísindaáætlun íslendinga, svo fremi sem ríkisstjóra Islands fer eftir ákvæðum 1. greinar. 3. Bandaríkin munu vinna með íslandi og öðram aðalfulltrúum Al- þjóðahvalveiðiráðsins að endur- skoðun á og tillögugerð um tilhögun málsmeðferðar vísindanefndar Al- þjóðahvalveiðiráðsins við athugun á rannsóknaleyfum, i því skyni að auka traust á framkvæmd og vísinda- legu gildi þessarar málsmeðferðar. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.11.88-01.05.89 kr. 339,34 1984-3. fl. 12.11.88-12.05.89 kr. 329,54 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1988 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.