Tíminn - 29.10.1988, Page 3

Tíminn - 29.10.1988, Page 3
Tímino .3 Laugardagur 29. október 1988 dijpar Jón á Reykjum og hringtorgin Mosfellsbær á í basli út af vaxandi umferð um Vesturlands- veg og hefur ekki enn fundið lausn á gryfjunni við Brúariand þar sem ekið er ofan í djúpt gil. Hins vegar hefur Mosfellsbær lagt mikið til umferðamála. Salóme Þorkelsdóttir, þingmað- ur, var t.d. ekki í rónni fyrr en öilum bílum var ekið með ijósum nótt sem nýtan dag. Gryfjan við Brúarland héit samt áfram að vera á sínum stað. Þegar Vestur- landsvegur var iagður var sam- skonar gryfja tekin af við Laxa- lón. f»á lagði Jón á Reykjum til að byggð yrði brú yfir gilið við Brúarland, en því var ekki ansað. Jón benti á að gilið yrði til vandræða og myndi umferð um það verða mikið dýrari að lokum en ef brú væri byggð yfir það strax. Tvö nýgerð hringtorg í og við gilið benda til að spádómur Jóns sé rétt aðeins að byrja að rætast. Áhrifamáttur auglýsinga Á fimmtudag var fagurt verður í Reykjavík. Þá sást allt í einu til flugvélar yfir austurheiðum með auglýsingaborða. Flugvélin var í slíkri fjarlægð frá mannabyggð, að enginn gat séð auglýsinguna nema rjúpa og refur. Þegar vélin tók að sveima nær Mosfellsbæ hafði einhver á orði að rétt væri að hringja í útvarpið og biðja það flytja þau boð að Helga á Engi ætti að líta til himins. Engum sögum fer af kostnaði við þessa auglýsingagerð né hefur frést af neinum sem veit hvað verið var að auglýsa. Einhver talaði þó um að það gæti hafa verið gleraugu handa áðurnefndri Helgu á Engi. Spendýr ársins Græningjar fullyrða í bréfi til ríkisstjórnarinnar, sem afhent var forsætisráðherra í gær að eitt stórt spendýr deyi út á hverju ári og að daglega deyji út jurta- eða dýrategund. Hvert spendýr ársins verður í ár er ósagt látið í bréfinu til ríkisstjómarinnar. Það skýtur skökku við að grænfriðungar skuli ekki hafa meiri áhuga á þessum dýrateg- undum sem eru í útrýmingar- hættu, heldur einbeiti sér að iítil- fjörlegum hvalveiðum okkar. Auk þess ieggur dropateljari til að spendýr ársins verð’i af tegundinni grænfriðungur. Yfiriið organista Fyrir hálfum mánuði fór fram brúðkaup í Dómkirkjunni í Reykjavík sem er vart í frásögur færandi. Það óhapp vildi þó til í miðju brúðkaupslagi að organist- inn missti meðvitund og féll fram á orgeiið svo drundi í öllu fjórum hljómborðum kirkjuorgeisins. Sökum ættgöfgi brúðhjónanna var mikið af mennta og fyrirfólki í brúðkaupinu þar á meðal fjórir læknar. Tveir þeir yngri þurstu til og stukku upp á kirkjuloftið til org- anistans, drógu hann ofan af orgeiinu og sáu tii að hann var fluttur á sjúkrahús. Engin snurða kom þó á sjálfa brúðkaupsathöfn- ina við þetta atvik og ber fyrst og fremst að þakka það prestinum. Hann hélt sinni geistlegu ró þrátt fyrir hávaðann í orgelinu og söng sálminn áfram þó undirspili væri lokið. Það er að frétta af organist- anum að yfirlið hans var ekki alvarlegs eðlis og reis hann skjótt á fætur. Er það hald lækna að yfirliðið stafaði af því að hann var nýhættur að reykja. Brotist inn í Gullsmíðastofu Þorgríms Jónssonar á Laugavegi: Skartgripum stolið Brotist var inn í Gullsmíðastofu Þorgríms Jónssonar að Laugavegi 20b aðfaranótt föstudags og stolið þaðan miklu af skartgrípum, einkum demantshringjum og demants- skreyttum hálsmenum. Verðmæti skartgripanna skipta hundruðum þúsunda. Þjófurinn fór inn um glugga á bakhlið hússins þar sem hann komst inn á gang, þaðan sem hann braut sér leið í gegn um hurð og inn á gullsmíðastofuna. Þessi hurð hefur ekki verið notuð sem inngangur á smíðastofuna og hafði að auki verið þiljað fyrir hurðina að ipnanverðu. Inni á gullsmíðastofunni var eldfast- ur peningaskápur og hafði bakinu á skápnum verið flett af. Úr skápnum var tekið talsvert magn af gullhringj- um með demantssteinum. Þetta voru einkum karlmannahringir, en eitt- hvað var líka af kvenmannshringj- um, auk þess var tekið talsvert magn af hálsmenum, skreyttum demönt- um. Þá hafði þjófurinn á brott með sér talsvert af smíðagulli og þrjú lítil glös af sýru, sem notað er í sambandi við smíðarnar. Þessi vökvi er lífs- hættulegur. Ekki er vitað nákvæmlega hversu miklu var stolið, en ljóst er að verðmæti þess skipti hundruðum þúsunda. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem hér voru að verki og vinnur Rannsóknalögregla ríkisins að rannsókn málsins. - ABÓ Þeir fjölmörgu sem sakna gullaldar fjörsins á SÖGU geta nú tekið gleði sína á ný! Næsta laugardagskvöld verður stemningin ógleymanlega frá árunum fyrir 70 endurvak- in með pompi og prakt - og meira fútti en nokkru sinni. Kl. 19:00 heilsar Fornbílaklúbburinn með heiðursverði og í anddyrinu bíður allra Ijúffengur FINLANDIA fordrykkur. Síðan töfrar listakokkurinn SVEINBJÖRN FRIDJÓNSSON fram eftirlætis kræsingarnar undir seiðandi tónum GRETTIS BJÖRNSSONAFi. Fjörið eykst svo um allan helming þegar söngvararnir vinsælu, RAGNAfí BJARNA. ELLÝ VILHJÁLMS og PURÍÐUR SIGURÐAR stíga á sviðið og viö syngjum, duflum, tvistum og tjúttum fram á rauöa nótt i ásamt dönsurum frá DANSSKÓLA AUÐAfí haralds i Mætum öll, fersk oq fönguleg! | Kynnir kvöldsins: MAGNÚS AXELSSON Stjórnandi: JÓNAS R. JÓNSSON / Hljómsveit hússins leikur. J Lagautsetningar: ARNl SCHEViNG ; L|Osameistari K.ONRAÐ SlGURÐSSON Hljoómeistari: GUNNAR SMARIHELGASON, Aðgangseyrir: 3500 kr. meö mat Sertilboð a gistingu tyrir.hopa gesta! /pa*ttcS tv>n<a*tleq<z {^ v ScSoút um uyqzdeít £ nk Pöntunarsimi: Virka daga frá 9-17, s. 29900. Fostudaga og lauqardaga, s. 20221. i}\ l/j) lij) lí/).................llj) > Ifc l/ji $ tó) lljl SJ, jjAj Ifj) tjl % WjgjgB Wm 1 ^■1 í)l líj) l/j) líjl líl t V

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.