Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn ' ee&tyQM^&J&AMútoBPASSB Börnin í Gróttu á Seltjarnarnesi óhress með sölumennsku hvalfriðunarsinna: Gróttuæskan í rækju- stríði við græningja Grænfríðungar hafa undanfaríð faríð um Seltjarnarnes með nýjustu fjáröflun sína og selja almenningi rækju. Rækjan er ein af aðalfæðutegundum skíðishvala auk smákr- abbadýra sem þeir éta. Fjáröflun þessi hefur mælst illa fyrír á Seltjarnarnesi þar sem íþróttafélagið Grótta hefur óformlegt einkaleyfi á fjáröflun með rækjusölu á Nesinu. í einum söluhópnum voru fjórir einstaklingar sem sóttu jafnan rækju sína út í sendiferðabfl er fylgdi þeim eftir um hverfið. í þeim tilfellum sem Tíminn frétti af kynntu sölumenn sig ekki fyrir íbúum að fyrra bragði en sögðust vera græningjar þegar eftir því var gengið fyrir hverja fjáröflunin væri. En þessi sölumaður var ekki einn á ferð eins og fram hefur komið. Magnús var daginn eftir heimsókn- ina að hjálpa kunningja sínum við viðgerðir og býr sá maður hinum megin á Nesinu, eða norðan megin. „Þar var ég staddur einn, þar sem þessi kunningi minn er erlendis, og þá lenti ég á dömu í sömu erinda- gjörðum. Þá var mér alveg nóg boðið. Ég er ekkert á móti ákveðinni friðun og þannig máium, en það verða að vera takmörk fyrir því hvernig þetta fólk lætur. Þessi rækju- sala hefur verið lyftistöng Gróttu- manna og krakkanna í íþróttastarf- inu hér á Nesinu og við Nesbúar kaupum af okkar börnum til að styrkja þau í starfi til ferðalaga og íþróttaiðkana," sagði Magnús Ge- orgsson. Það er ljóst að rækjan gegnir mikilvægu hlutverki í lífríki hval- anna og nærast skíðishvalir að veru- legu leyti á rækju og smákröbbum sem og ýmsu öðru smálegu sem finnst í svifi hafsins, en gráhvalir eins og þeir sem verið var að bjarga úr ísvök við Alaska eru af ætt skíðishvala. Ekki er rækjan síður mikilvæg í fjáröflun barnanna í Gróttu. Rækjan er einnig mikilvæg- Tíminn náði tali af einum íbúanna sem varð fyrir því að fá sölumenn grænfriðunga í heimsókn og var hann reiður yfir ágangi þessum á yfirráðasvæði Gróttu. Magnús Ge- orgsson, yfirmaður íþróttamiðstöðv- arinnar á Seltjarnarnesi, sagðist ekki geta neitað því að hafa fengið þessa menn í heimsókn og var Magnús ekki ánægður með framferði þeirra. „Ég sagði sölumanninum að hér á Nesinu mætti Grótta ein selja rækjur til fjáröflunar og þó er ég KR-ingur. Þess vegna vildi ég ekki kaupa af honum rækjur. Ég spurði síðan hvaðan hann væri og þá kom upp þetta grænfriðungsmál. Ég benti á það að þetta væri hræsni, að mínu mati t.d. gagnvart Bandaríkjamönn- um, Rússum og öðrum, þar sem þeir strádræpu höfrunga og aðrar tegund- ir hvala. Hvalveiðarnar hér við land væru þó hluti af okkar lífsviðurværi, auk þess mætti vel deyða einhverjar af þeim hvalategundum sem ætu loðnuna og aðra fiskitegundir við landið okkar. Ég benti honum á að við þyrftum að vernda þær fiskiteg- undir sem við veiddum og þar af leiðandi þyrfti að veiða hvali af þeim tegundum sem ekki eru í útrýming- arhættu," sagði Magnús. HÚSNÆDISSTOFNUN ríkisins TÆKNIDEILD Útboó Hreppsnefnd Breiðdalshrepps óskar eftir tilboöum í byggingu þriggja íbúða raðhúss, á einni hæð, byggðu úr steinsteypu, verk nr. K.14.01, úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 282 m2. Brúttórúmmál húss 959 m3. Húsið verður byggt við götuna Hrauntún nr. 8-12, Breiðdalsvík og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstpfu Breiðdals- hrepps, Ásveg 32, Breiðdalsvík og hjá taeknideild Húsnæðisstófnunár ríkisins frá fimmfudeginum, 3. nóvember 1988, gegn kr.. 10.000,00 skilatrygg- ingu. ,.?;A '¦ 'f :.-¦—- '-;¦.^'""• Tilboöum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 22. nóvember 1988 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. hreppsnefndar, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. _ö_ HÚSNÆÐISSTOFNUN C?P RÍKISINS LJ LAUGAVEGI 77101 REYKJAVÍK SÍMI 696900 ur hluti af þeirri lagmetissölu sem verið hefur að dragast saman í Þýskalandi á undanförnum vikum. Á það hefur verið bent að rækjan sé óheppilegur söluvarningur fyrir hvalverndunarmenn, þeir séu að selja matinn frá hvölunum. KB DAGVIST BARiVA Fóstrur, þroska- þjálfar, áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfsfólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtal- inna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. Steinahlíð Sunnuborg Völvukot AUSTURBÆR v/Suðurlandsbraut . Sólheimum 19 . BREIÐHOLT Völviifelli 7 s. 33280 s. 36385 s. 77270 I m I ¦»¦¦¦«3 ijr utboð Innkáúpastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í rafbúnað, 132 kw. SF 6 einangrað- an, fyrir aðveitustöð C á Hnoðrarholti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðín verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 14. desember kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Hafskipsmálið: Rannsóknin á lokastigi Ákæru eða ákæra f Hafskips- og Útvegsbankamálunum er að vænta á næstunni. Jónatan Þórmundsson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja til um hvort niðurstaðan verði sú að sérstök ákæra verði gefin út í •Hafskipsmálinu og önnur í Otvegs- bankamálinu eða hvort lögð verði fram ein ákæra sem taki sameigin- legá tilbeggja málanna. Hann sagði að vissulega væri einfaldara að reka þetta sem eitt mál. Jónatan sagði í samtali við Tím- ann að menn ættu ekki að ganga út frá neinu sem gefnu í þessu máli. Niðurstaðan getur orðið sú að um verði að ræða.jafn harðar, harðari eða mildari ákærur en áður voru. „Þetta er sjálfstæð rannsókn, sjálf- stæðari en ég reiknaði með í upphafi og þess vegna er það kannski eðlilegt að.niðurstaðan geti orðið eitthvað öðruvísi. Hvort hún.verði mildari eða harðari í heild er ekki gott áð segja, það kemur í ljós. Svo verður að hafa í huga að hér er aðeins um ákærur að ræða," sagði Jónatan. Jónatan sagði að yfirheyrslum væri nær lokið. Rannsóknin tekur fyrst og fremst til síðustu áranna, en einstaka angar ná lengra aftur í tímann. Aðspurður sagði Jónatan að hann hefði ætlað að skila af sér um mánaðamótin ágúst-september. „En það verður að hafa það í huga að maður er háður ýmsum aðilum, eins og rannsóknarlögreglu og þeir eru með endurskoðendur sem skila álitsgerðum, sem verður formlega gert eftir helgi," sagði Jónatan. „Það er mjög stutt í að ég skili málinu af mér." -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.