Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 5
-\LatíQat^úr29!'£káá&fi\'Q88 << I l.í i 4"' - •Tíminn Tannheilsan batnaði um 20-30 prósent saman í tannkremi. Tilraunir höfðu gefið til kynna, að þessi efni ynnu ágætlega saman á yfirborði glerungs, þótt lítið væri vitað um samvinnu þeirra í munnum fólks. Hin mikla fækkun tannskemmda Frá 1984-1987, fór fram rannsókn hjá skólatannlækningum Reykjavíkur, - Tannkremskönnunin, - og tóku um ellefu hundruð börn fædd '71 og '72, þátt í henai. Þeim var skipt í fimm hópa og fékk hver hópur sitt tannkrem að nota í þrjú ár. Allt var það með sama bragði og lit, og enginn vissí hvaða tannkrem hver fékk fyrr en í lokin. Árlega voru tennur barnanna skoðaðar og kom þá í ljós, að einn hópurinn fékk marktækt færri tann- skemmdir en hinir. Sá hópur hafði notað tannkrem, sem innihélt 1% aza-cyclo-heptan-diphosphonat (AHP) + 0,1% natríumflúoríð. Til- gangurinn var sá, að bera saman tannverndaráhrif 5 tegunda tannkrems, sem innihéldu misjafnt magn af mismunandi flúorsambönd- um, og tvær að auki, fosfórsambönd (fosfónat) sem hindra tannsteins- myndun. Hið tannsteinshindrandi efni hafði aukið tannverndaráhrif flúors í tann- kreminu. í þessu tilviki er marktæk- ur rúmlega 15% munur. Aðrar tannkremstegundir, þar á meðal ein algeng tegund á markaðn- um þá, sýndu ekki marktækan mun á tannverndaráhrifum sín á milli. Tannheilsan batnaði um 20-30% AUs staðar þar sem kannanir í líkingu við þessa hafa verið gerðar, hefur tannheilsa þátttakenda batnað um 20-30%, og hafa þeir verið minntir á að bursta tennurnar með flúortannkremi kvölds og morgna. Tannkremsframleiðendur breyta formúlum símun í samræmi við nýj- ustu rannsóknir og hafa nú margir þeirra bætt tannsteinshindrandi efn- um í framleiðslu sína. Tilraunir gáfu til kynna góða samvinnu Tannsteinn og tannskemmdir eru á ýmsan hátt efnafræðilegar and- stæður. Við tannskemmd linast kalk- sambönd og leysast upp, en við tannsteinsmyndun falla pau út og harðna. Áhuginn var þess vegna einkum bundinn því, að kanna hvort þessi tannsteinshindrandi „fosfónöt" drægju á einhvern hátt úr tannvernd- andi áhrifum flúors,- væru efnin á Norðurlöndum síðasta áratuginn, er þökkuð notkun flúortannkrems fyrst og fremst. Komið hefur í ljós, að tannkrem sem inniheldur efnið Theramed (AHP), hefur reynst ár- angursríkt. Landsmeðaltal tannskemmda var í byrjun rannsóknanna 8%, í Reykj- avík var það 6,8%, en hefur lækkað í 4,14% og þarf að lækka enn meira, svo árangur geti talist góður. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, á Heilsuverndarstöð Reykja- víkur, sem boðað var til í gær. elk. Norrænt tækniár 1988: Opið hús hjá náttúrufræði- stofnunum í tilefni að norrænu tækniári verða náttúrufræðistofnanir og náttúru- gripasöfn vfða um land með Opið hús, sunnudaginn 30. október, milli kl. 13.00 og 17.00. Almenningi er boðið að skoða stofnanirnar og kyryia sér það sem þar fer fram. Einnig verða aðalstöðvar Veiði- málastofnunar við Hlemm opnar á sama tíma. Þar munu sérfræðingar stofnunarinnar kynna rannsóknir sínar, og sýndar verða lifandi þær fimm tegundir ferskvatnsfiska er finnast hér á landi. Eftirtaldar náttúrufræðistofnanir verða opnar: - Náttúrufræðistofnun íslands - Náttúrugripasafn Borgarfjarðar - Náttúrufræðistofnun Norðurlands - Náttúrugripasafnið á Húsavík - Náttúrugripasafnið í Neskaupstað - Dýrasafnið á Selfossi - Fiska og náttúrugripasafn Vest mannaeyja - Náttúrufræðistofa Kópavogs ssh UMTALAÐA N0RSKA HEIMILDARMYNDIN STÖD 2 SUNNUDAGSKVÖLD KL. 22:15 Þetta er heimsfræg, norsk heimildarmynd um eina hræðilegustu niðurlægingu mannkyns: Kynferðislega misnotkun á bömum. Hún er gerð fyrir norska dómsmálaráðuneytið og kostuð af því, ásamt Rauða krossinum og einkaaðilum. Myndin hefur vakið fádæma athygli og viðbrögð í öllum löndum þar sem hún hefur verið sýnd. Hún þykir gefa skýra mynd af þessum hryllingi víðsvegar í heiminum. Myndinni er ekki ætlað að vefta nein svör, - heldur fræða og sanna að þessi glæpur er bláköld staðreynd. Athugið að myndin er alls ekki við hæfi barna og að í myndinni eru atriði sem viðkvæmt fólk ætti ekki að sjá. Eftir útsendingu myndarinnar verður bein útsending frá umræðum í sjónvarpssal Stöðvar 2. Þar er þetta vandamál til umfjöllunar og rætt um á hvem hátt það tengist íslensku samfélagi. KYNFERÐISLEGT 0FBELDIÁ BÖRNUM ER MÁL SEMEKKIÁADÞEGJAYFIR. Sérstök neyðarlína Rauða kross (slands fyrir fórnarlömb og þolendur er opin á meðan útsendingu myndarinnar stendur og til kl. 02 á sunnudagsnótt. Síminn er 26722. Almenn neyðarlína Rauða krossins er í síma 62 22 20.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.