Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 29. október 1988 Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, varð fyrir vonbrigðum með stuðning fyrr- verandi forsætisráðherra í baráttu sinni gegn sjálfvirkri eyðslu Alþingis og fagráðherranna: Brást nú eins og áður að undirbúa niðursveif luna Mikið hefur verið rætt um fjármál ríkisins undanfarna daga í tengslum við fjárlagagerð sem Iítur dagsins Ijós eftir helgi, en ekki síður í sambandi við viðskilnað og aðkomu í fjármálaráðuneytinu við síðustu ríkisstjórnar- skipti. Jón Baldvin Hannibalsson er ráðherra utanríkisviðskipta og því enn nátengdur íslenskri fjármálastjórn, en hann er fyrrverandi fjármála- ráðherra. Er það rétt að hann hafi ekki lagt allar upplýsingar á borðið fyrr en eftir að hann stóð upp úr þeim stóli eða hafa komið fram nýjar upplýsingar um mun meirí halla á ríkissjóði en lágu fyrir í byrjun september? „Ég gerði rækilega grein fyrir staðreynd- um þessa máls við utandagskrárumræðuna á Alþingi á fimmtudag. f þeim umræðum upplýsti núverandi fjármálaráðherra, hvert mat ráðuneytisins er nú á niðurstöðum ríkisfjármála fyrir árið 1988. Þar gera þeir ráð fyrir því að rekstrarafkoman verði neikvæð um tæpa þrjá milljarða króna, en greiðsluafkoman, þegar búið er að taka tillit til lánahreyfinga, verðí neikvæð um rúmlega tvo og hálfan milljarð króna. Við umræðuna rakti ég það, eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu frá því snemma á Iiðnu sumri til 2. september, hvaða gögn voru lögð fram í ríkisstjórn, í ríkisfjármála- nefnd og í umræðum um ríkisfjármál á þessum-tíma. Niðurstaðan er sú að í byrjun september gerði fjármálaráðuneytið ráð fyr- ir að hallinn gæti stefnt í rúmlega 1400 milljónir. Það sem síðan gerðist var að ný ríkisstjórn jók enn á ríkisútgjöld það sem eftir lifir þessa árs um 550 milljónir. Við stjórnarskipti lá því fyrir að hallinn stefndi í u.þ.b. tvo milljarða. Tekjutapið orðið mikið Það sem ekki lá fyrir var hins vegar, hvað samdrátturinn var orðinn hraður í þjóðfélag- inu og tekjutapið orðið mikið. Nú er gert ráð fyrir að tekjutapið verði um einn milljarður miðað við áætlun fyrir árið í heild. Ástæðan fyrir því að við höfðum ekki þessar upplýsingar fyrir stjórnarskipti er sú að upplýsingar af tekjum ríkissjóðs af óbein- um sköttum, söluskatti og öðrum gjöldum, berast okkur með tveggja mánaða tftha- skekkju. Þannig er söluskattsuppgjör í sept- ember byggt á innheimtu tveimur mánuðum fyrr, þ.e. í júlí. Að sjálfsögðu vorum við orðnir varir við að samdrátturínn var farinn að hafa veruleg áhrif í þá átt að tekjur ríkissjóðs voru undir áætlun. Við treystum okkur þó ekki til að birta óyggjandi tölur um tekjumissinn fyrir stjórnarskipti, vegna skorts á nýjum upplýs- ingum. Ástæðan fyrir því var sú að allar upplýs- ingar sem við höfðum eftir öðrum heimild- um, þ.á.m. frá Þjóðhagsstofnun, um við- skiptahallann og stöðu kaupmáttar, neyslu og innflutning, virtust ekki benda til svo örra breytinga. Eftir á að hyggja hefði verið æskilegt að gera grein fyrir stöðunni áður en ég yfirgaf fjármálaráðuneytið. Við höfðum boðað að gefin yrði út sérstök greinagerð um leið og fjárlög yrðu lögð fram. En við þær aðstæður sem þá voru ríkjandi allt frá 12. september sl. var ógerlegt að taka saman slíka greinar- gerð. Við vorum þá á kafi í mótun efnahags- tillagna, en auk þess var upplýsingargrund- völlurinn lykilatriði. Tekjufallið vegna velt- usamdráttarins lá ekki nægilega ljóst fyrir." Hvernig er þá staðan í ríkisfjármálum núna miðað við forsendur yfirstandandi "fjárlagagerðar? „Um mánaðarmótin ágúst-september lögðum við fram drög áð nýju fjárlagafrum- varpi. Þá gerðum við ráð fyrir því að við stæðum frammi fyrir fjárlagahalla á næsta ári er næmi 3,5 milljörðum króna. Við lögðum því til verulega lækkun ríkisútgjalda og nýja tekjuöflun. Nýjustu upplýsingar um samdráttinn í efnahagsstarfseminni ogminni tekjur ársins 1988, þýða einfaldlega að dæmið fyrir 1989 er nokkru erfiðara. Fjárlagafrumvarpið núna byggir því á nokkuð meiri tekjuöflun en ég hafði gert ráð fyrir, en reynt er að draga úr útgjöldum sem svarar til 1500 milljóna króna." Bönd á óheyrilega yfirvinnu Er þá líka verið að tala um fækkun opinberra starfsmanna? „Það er ekki verið að tala um fækkun opinberra starfsmanna út af fyrir sig, en fyrst og fremst verið að stöðva sjálfvirka fjölgun þeirra. Síðan eru tillögur um að draga úr rekstrar og launaútgjöldum ríkisins um 2,5%. Það er í því fólgið að koma böndum á óheimilaðar stöður, verkefna ráðningar og óheyrilega yfirvinnu og binda það í samning- um milli raðuneyta, ríkisstofnanna og launa- deildar. Eftirlitið með lausráðningum fólks og óheyrilegri yfirvinnu hefur ekki verið í samræmi viðeftirlitmeðöðrumútgjöldum." Ef við tökum tillit til þess samdráttar sem er að ganga yfir í þjóðfélaginu og aðhalds í útgjöldum ríkisins, erum við þá ekki að sigla inn í fjárhagslega kreppu? „Við erum að ganga í gegnum breytingar- skeið, sem er sígilt í íslenskri hagsögu. Við erum að hverfa af toppi niður í öldudal. Tímabilið frá 1984-1987 var einstakt góðæri í gervallri íslandssögunni. Þá var allt á fullu. Afli fór vaxandi með hverju ári og tilkostna- aður fór verulega lækkandi, vegna lækkunn- ar á olíuverði og vegna lækkunnar á erlend- um vöxtum. Það er sennilega stærsta veilan í íslenskri hagstjórn að hún hefur brugðist í góðærinu. Góðærið átti uppruna sinn í sjávarútveg- inuni, breiddist síðan út til annarra greina og endaði í útþenslu þjónustugreina og fjárfestingaræði. Það er á þessum tíma sem hagstjórn ríkisfjármála brást. Ekki seinna en 1986 átti að stíga harkalega á bremsur og draga úr ríkisútgjöldum. Hagstjóm í sjávarútvegssveiflum Varðandi hagstjórn tengda sjávarútvegs- sveiflum verður að fjalla um gamla draum- inn um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. Á þessum þremur einstöku góðu árum hefði átt að greiða inn í þann sjóð og hann hefði átt að mæta samdrættinum núna sneisafullur af fé. Það brást í góðærinu eins og áður og þess vegna eru þessi umskipti svona snögg og ekkert borð er fyrir báru. Áhrif ríkisfjár- mála hafi orðið til að magna sveifluna þegar hún var á uppleið og síðan til að gera öldudalinn enn verri núna, þegar ríkissjóður er rekinn með halla og bæði opinberir aðilar og einkaaðilar hafa bætt við erlendum lánum í mjög verulegum mæli í sjálfu góðærinu. Þegar bjart er framundan virðast öll fyrirtæki bregðast við á sama hátt. Þau leggja út í miklar fjárfestingar með litlu eigin fé og lítilli fyrirhyggju. Þau reyna að afla lána með öllum ráðum og hella sér út í fjárfestingar hver sem betur getur. Síðan þegar umskiptin koma snögglega reka menn upp rammakvein í stórum stfl og æpa að nú þurfi ríkið að koma til bjargar. Það er sárt til þess að hugsa að við höfum aldrei lært að ná tökum á þessari sveiflujöfnun vegna sjávarafla. Ef við náum ekki tökum á þessu eilífðar vandamáli þá náum við heldur ekki tökum á verðbólgunni." Alþingi siglir bundið við mastur Nú ertu búinn að tala um tekjufallið. Hvaða ráð eru með útgjöldin í þessari fjárlagagerð? „Þó að tekjufallið sé stærsti þátturinn í því sem gerst hefur núna seinustu mánuðina, er það engu að síður staðreynd um ríkisfjár- málavanda íslendinga, að hann er að stórum hluta gjaldavandi. Það sem er sérstakt við ríkisfjármálastjórnina hér er að ríkisútgjöld- in eru í allt of miklum mæli lögbundin. Alþingi er í sífellu að setja lög þar sem ákveðnir tekjustofnar eru bundnir til ákveð- inna verkefna eða útgjöld til verkefna eru bundin við einhverja sérstaka viðmiðun. Þetta er eins konar vísitölufyrirbæri. Þetta þýðir að þegar laun eru bundin í kjarasamnigum með margvíslegri vísitölu- viðmiðun, verða rekstrargjöldin bundin með sama hætti. Síðan koma útgjöld til tilfærslna, sjóða og sérstakra verkefna eins og t.d. til landbúnaðarins þar sem allt er lögbundið. Þetta slær öll vopn úr höndum fjármálaráð- herra, ríkisstjórnar og þeirra sem eiga að bera ábygð á skynsamlegri hagstjórn. Þetta er mikið mein og afleiðingarnar af þessu er síþensla í ríkisútgjöldum. Við sitjum uppi með það að óbreyttu að innbyggt í þessa sjáifvirkni lagaákvæða er 3,5-4% aukning ríkisútgjalda ár frá ári. Þetta er auðvitað ekki í nokkru samræmi við eðli íslensks hagkerfis, sem byggir afkomu sína á fáum stærðum, en það er afli, verðlagi erlendis og tilkostnaði erlendis. Þetta eru stærðir sem ganga í sveiflum upp og niður. Alþingi heldur áfram að sigla sinn sjó, bundið við mastrið, eins og það geti látið veður og vinda lönd og leið. Slík sjómennska endar alltaf upp á skeri. Það vantar mikið á að alþingismenn skilji þetta og hegði sér í samræmi við þessar staðreyndir. Allt of margir líta á sig sem sendisveiná til að kría út útgjöld, en líta ekki á fjárlög sem hagstjórnartæki; veigamesta stjórntæki stjórnvalda til að bregðast við aðsteðjandi vanda og laga efnahagsstjórnina að því. í þessum skilningi er ríkishallavandinn út- gjaldavandi og nú þarf að taka hart á honum. Pólitískt sársaukafullt Þetta er þó ekki hægt að laga með skyndiaðgerðum. í starfssáttmála síðustu ríkisstjórnar var talað um að taka fyrir tvo stóra útgjaldaflokka til endurskoðunar á hverju ári í tengslum við fjárlagagerð. Þetta krefst vandaðs undirbúnings. Þetta er póli- tískt erfiðast að fá samstöðu um, því þetta er pólitískt sársaukafullt. Þá kemur að því að stjórnmálamenn á íslandi hafa verið allt of kjarklausir og veitt sér þann munað að stinga höfðinu í sandinn og láta eins og vandinn sé ekki fyrir hendi. Þeir hokra hver í sínu horni án heildarsýnar." Ertu þá að segja að löggjafinn sé erfiðast- ur framkvæmdavaldi ríkisstjórnarinnar í tilraun sinni til hagstjórnar? „Samhengið er á þá leið að þingmenn eru löggjafarvaldið og eru auðvitað undir þrýst- ingi um að auka útgjöld í sífellu, jafnframt því sem þeir eru tregir til að leggja á skatta og taka þannig afleiðingunum. Fram- kvæmdavaldið er að uppruna til partur' af þessu löggjafarvaldi. Það er mín reynsla eftir störf í lykilráðuneytinu - fjármálaráðu- neytinu - að þetta miðstýrða kerfi okkar virkar á einfaldan hátt. Fagráðherrarnir sem stýra útgjöldum byrja oft á því að tala í nafni embættismanna og forstjórakerfisins til að ná auknum útgjöldum. Fjármálaráðherra stendur uppi einn í að hafa bönd á þessum náungum og til að tyfta þá. Miðað við þetta hlutverk er fjármálaráðuneytið of veikt þótt það hafi annars mikið vald. Fjarmálastjorn í hvert ráðuneyti Því miður hafa fagráðuneytin takmarkaða fjármálastjórn og sum þeirra alls enga. Málum er í þeim tlfellum bara vísað til fjármálaráðuneytis. Þetta er vont kerfi sem við þurfum að breyta á þann veg að við tökum upp rammafjárlög og knýjum fag- ráðuneytin til ábyrgrar fjármálastjórnar sjálf. Þannig að þau fái ekki nema ákveðinn útgjaldaramma og verði sjálf að setja í forgangsröð hvað þau vilja borga og hvar þau vilja skera niður." Ertu þá að tala um lítil „fjármálaráðu- neyti" í hverju ráðuneyti? „Já í raun og veru. En þá komum við líka að því að við erum dvergríki sem fáum virðist þó vera ljóst hér á landi. Okkar hagkerfi er ólíkt öðrum vegna þess að það er sveiflukennt og öll þessi sjálfvirkni í útgjaldahliðinni vinnur þvert á móti getunni til að laga efnahaginn. Það er sjálfstýrng á útgjöldin, en á móti fara tekjurnar upp og niður. Þessi sjálfvirkni er þeim mun verri draugur f efnahagslífinu, sem okkar hagkerfi er sveiflukenndara en annara þjóða. Fjármálaráðherra var ólíft Ég hef vitnað til ummæla eins af forverum mínum, Magnúsar frá Mel, en hann setti það sem skilyrði fyrir því að hann tæki að sér að gerast galeiðuþræll í fjármálaráðu- neytinu, að hann hefði tryggan stuðning forsætisráðherra. Það er staðreynd í þessu kerfi að fjármálaráðherra er ólíft ef hann hefur ekki stuðning forsætisráðherra. Mér finnst ég ekki hafa fengið þennan stuðning í síðustu ríkisstjórn. Ég fékk aldrei neinn stuðning í viðleitni minni til að koma á þetta böndum. Ég náði samningum við Framsókn- armenn á síðastliðnu hausti um ákveðnar leiðir til sparnaðar í sjálfvirku útgjaldakerfi landbúnaðar. Það var algerlega sprengt upp af einstökum þingmðnnum Sjálfstæðis- flokksins og þeir komust upp með það og það gerðist ítrekað." Rótary klúbbur stjórnleysingja Varst þú kominn að föstum vegg í viðleitni þinni til að minnka ríkisútgjöldin (fjármál- aráðherratíð þinni? „Það er alveg Tétt að ég vaTÖ fyrir vonbrigðum með árangursleysi fyrrverandi stjórnar. Ég gerði mér miklar vonir um hennar starf yfir kjörtímabilið. Mörg af þeim umbótarmálum sem verkáætlunin kvað á um, hefðu getað valdið þáttaskilum í íslenskum efnahagsmálum og stjórnmál- um. Ég dreg enga dul á að ég varð fyrir vonbrigðum. Ég sá fljótlega að það fylgdi ekki hugur máli þegar kom að því að skera niður útgjaldahliðina. Þessa gætti allra síst hjá forystuflokki fyrrverandi stjórnar, sem hefur þó á stefnuskrá sinni að draga úr ríkisforsjá og síþenslu ríkisútgjalda. Það var nokkuð beisk reynsla því hún kom flatt upp á mig, þó ég hafi gert mér grein fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er sundurleitur flokkur. Ég vissi ekki að hann væri einhvers konar stjórnleysingjarótaryklúbbur." Kristján Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.